Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÓÐ KJÖRSÓKN Í ÍRAK Talið er að um 60% skráðra kjós- enda hafi mætt á kjörstað í Írak í þingkosningunum í gær, þrátt fyrir ofbeldishótanir uppreisnarmanna. Rúmlega 40 manns féllu í tilræðum á allmörgum stöðum í landinu sem var mun minna mannfall en margir höfðu óttast. Kjörsókn var langmest á svæðum sjíta í sunnanverðu land- inu og héruðum Kúrda í norðri. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar fögnuðu því að Írakar hefðu ekki látið ógnanir hræða sig frá því að kjósa. Óvíst hvað gerst hefði Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir óvíst, ef vind- ur hefði blásið í átt að landi, hvort tekist hefði að halda skipinu frá landi. Það sýni að það sé „algjörlega bráðnauðsynlegt“ að Landhelgis- gæslan hafi yfir að ráða skipi sem geti ráðið við slíkar aðstæður. Að sögn Georgs eru varðskipin tvö, Týr og Ægir, um 1/10 af þyngd Detti- foss. Hér á landi séu engin stór dráttarbátafyrirtæki. Malbik flettist af vegum Malbik flettist af vegum á Möðru- dalsheiði og við Kvísker í gær og fyrradag í miklu hvassviðri. Þá fór þjóðvegur 1 í sundur á Mýrdals- sandi. Mikill snjór og rigning orsak- aði að ræsi og vatnsop náðu ekki að taka við vatnsflaumnum og jarðfall varð undir veginum. Þá varð tölu- vert tjón á bílum í Neskaupstað. 117 milljónir í tekjur Greiðslur til höfunda af auðum geisladiskum og tækjum til staf- rænnar upptöku árin 2001–2003 námu um 117 milljónum króna. Tekjurnar hafa vaxið hratt frá því reglugerð um innheimtu höfund- arréttargjalda tók gildi árið 2001. Það ár voru tekjurnar 21,5 milljónir, 41,3 milljónir 2003 og 54,1 milljón 2003. Tölur fyrir árið 2004 liggja ekki enn fyrir. Óbreyttur kvóti OPEC Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákváðu í gær að draga ekki úr framleiðslu til að hækka verðið. Hins vegar var samþykkt að hverfa í bili frá markmiði sem sett var árið 2000 um að halda markaðsverði á olíufati í kringum 25 dollara. Það er nú um 48 dollarar. Rætt verði við Írana Mohammed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, hvatti í gær Bandaríkjamenn til að taka þátt í tilraunum til að leysa deilur um kjarnorkutilraunir Írana með friðsamlegum viðræðum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 26/28 Vesturland 12 Myndasögur 26 Erlent 13 Velvakandi 28 Daglegt líf 14 Leikhús 29 Listir 15, 29 Fólk 30/33 Umræðan 16/17 Bíó 30/33 Bréf 17 Ljósvakar 34 Forystugrein 18 Veður 35 Minningar 20/24 Staksteinar 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GÖTUR og gangstéttir í höfuðborginni eru víða auðar eftir umhleypinga síðustu daga. Þá er gott að skella sér út og hreyfa sig og á það jafnt við um menn og ferfætlinga. Þetta fólk var einmitt í þeim hugleiðingum þegar ljós- myndari mætti því í Laugardalnum í gær á gangi með hundana sína þrjá. Morgunblaðið/Jim Smart Á hressingargöngu með hundana SÍLDARVINNSLUNNI hf. í Nes- kaupstað bar ekki að greiða stimp- ilgjöld til ríkisins er félagið óskaði eftir því í framhaldi af samruna þess við SR-Mjöl hf. að það yrði skráður þinglýstur eigandi að fasteignum sem höfðu verið í eigu SR. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í máli Síld- arvinnslunnar gegn íslenska ríkinu. Þar með hefur Hæstiréttur staðfest niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2004. Málið er þannig vaxið að eftir sameiningu félaganna 1. janúar 2003 var farið þess á leit við sýslu- menn víðs vegar um landið þar sem SR-Mjöl hafði átt fasteignir, að leið- réttar yrðu fasteignaskrár þannig að Síldarvinnslan yrði skráður þing- lýstur eigandi að fasteignunum. Hjá öllum sýslumönnunum, nema sýslu- manninum á Seyðisfirði, var beiðni þessi tekin til greina og heimt þing- lýsingargjald fyrir, en ekkert stimp- ilgjald. Í ákvörðun sýslumannsins á Seyðisfirði, sem síðar var kærð til fjármálaráðuneytisins, kemur fram, að með hliðsjón af eðli þeirra við- skipta, sem áttu sér stað við sam- runa hlutafélaganna tveggja og með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 36/ 1978 um stimpilgjald, sé það mat sýslumannsins að Síldarvinnslunni hf. beri að greiða stimpilgjald vegna eignayfirfærslu sem nemur eignar- hlut Síldarvinnslunnar hf. í hinu sameinaða félagi, eða 60% hlut. Alls voru þetta kr. 1.212.236.00. Fjármálaráðuneytið staðfesti ákvörðun sýslumanns 22. júlí 2003. Í málinu var því deilt um það, hvort samruni félaganna hafi haft í för með sér eigendaskipti að þess- um fasteignum, þannig að skylt hafi verið á grundvelli laga um stimp- ilgjald að greiða gjaldið vegna breytinga á skráningu eigenda þeirra. Engin ákvæði um gjaldskyldu vegna samruna félaga Í dómi Hæstaréttar segir að í lög- um um stimpilgjald séu hins vegar engin ákvæði um stimpilskyldu gagna, sem tengjast samruna fé- laga. Hluthafar í SR-Mjöli hf. fengu við samrunann eingöngu hlutabréf í Síldarvinnslunni sem endurgjald fyrir hluti sína. Þessi hlutabréf voru hvorki endurgjald fyrir umræddar fasteignir né rann það til SR-Mjöls hf. Verður því ekki talið, segir í dómnum, að eigendaskipti að fast- eignunum hafi átt sér stað heldur hafi þær runnið saman við eignir stefnda sem hluti eigna SR-Mjöls hf. án þess að um raunverulega eignayfirfærslu væri að ræða. Fell- ur samruninn því ekki undir ákvæði laga nr. 36/1978 að mati Hæstarétt- ar. Samkvæmt þessu er niðurstaða héraðsdóms staðfest, þ.e. felldur er úr gildi úrskurður fjármálaráðu- neytisins um staðfestingu ákvörð- unar sýslumannsins á Seyðisfirði um ákvörðun stimpilgjalds vegna samruna Síldarvinnslunnar hf. og SR-mjöls hf. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða málskostnað, 300.000 kr., fyr- ir Hæstarétti. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Hrafn Bragason. Lög- maður íslenska ríkisins var Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. Ekki átti að greiða stimpil- gjöld vegna samruna „ÞÝÐING þessa máls er sú að það á ekki að taka stimpilgjöld við sam- runa fyrirtækja samkvæmt ákvæð- um stimpillaga – aldrei. Það er kjarni málsins,“ sagði Jónas A. Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður sem sótti málið fyrir hönd Síldar- vinnslunnar í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Dómurinn segir ein- faldlega mjög afdráttarlaust að það séu engin ákvæði í stimpillögunum um stimpilgjöld af samrunanum sem slíkum eða þinglýsingum sem eru í tengslum við þann samruna.“ Jónas segir að í sumum tilfellum, við ákveðnar aðstæður, hafi fjár- málaráðuneytið ákveðið stimpilgjald við samruna fyrirtækja en stundum ekki. Hann segir að það liggi fyrir að fleiri fyrirtæki en Síldarvinnslan hf. hafi því átt að greiða stimpilgjöld við samruna. Honum þykir því ekki ólíklegt að fleiri fyrirtæki eigi eftir að skoða þessi mál í kjölfar dómsins. „Þetta er afskaplega mikill léttir því þetta hefur valdið gríðarlegum kostnaðarauka í þeim tilvikum sem ráðuneytið hefur talið að það hafi átt að borga stimpilgjald. Þetta eru engar smáupphæðir þegar það eru að renna saman fyrirtæki sem eiga miklar fasteignir.“ Hefur valdið gríðarlegum kostnaðarauka NÝLEGA náðu hjálparsveitar- menn í Aðaldal tveimur ungum kúm á snjósleðum við eyðibýlið Glaumbæjarsel vestan í Fljóts- heiði, til móts við Þingey. Þetta reyndust vera mæðgur, fyrsta- kálfskvíga og dóttir hennar sem höfðu tapast frá bænum Sýrnesi í Aðaldal sl. sumar. Ragnar Þorsteinsson, bóndi í Sýrnesi, var búinn að leita að þeim víða og hringja í allar áttir, en svo var það í haust að til þeirra sást í svokölluðum Einarsstaða- skógi sunnan Glaumbæjarsels, þegar verið var að smala fé. Erfitt reyndist þá að eiga við þær mægður og stungu þær sér alltaf inn í skóginn og földu sig, og gáfu lítið færi á sér þrátt fyrir nokkrar tilraunir, allt fram í snjóa. Færi afleitt fyrir kvígur Lokaviðureignin við kvígurnar átti sér svo stað fyrir nokkrum dögum þegar hjálparsveitarmenn- irnir Þorsteinn Ragnarsson og Viðar Hákonarson fóru á sleðum, til að færa þeim hey. Þá um nótt- ina hafði loks blotað svo í snjó, að færi fyrir vélsleða var gott, en af- leitt fyrir kvígurnar. Þeir náðu að komast upp að þeim á sleðunum og handsama þær og selfluttu þær síðan á sleðunum heim að bænum Fljótsbakka þangað sem Ragnar í Sýrnesi sótti þær. Þessar ungu kýr eru ótrúlega vel á sig komnar þrátt fyrir harð- indi undanfarinna vikna og telur Ragnar að búast megi við að þær hefðu bjargað sér til vors þar sem þetta er á mjög skjólgóðu svæði og oft snjóléttu miðað við aðra staði í sýslunni. Útigöngukvígur komnar á hús Aðaldal. Morgunblaðið. Ljósmynd/Ragnar Þorsteinsson Mæðgurnar komnar á hús í Sýrnesi og eru ánægðar með grænt heyið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.