Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég krefst nálgunarbanns á þessa Íraksgaura, þeir bulla yfir mér nótt sem dag. Íslendingar eru úr leik áHM í handbolta í Tún-is og íslenskir sjón- varpsáhorfendur sitja eftir með sárt ennið, margir ef- laust eygt þá von að Ísland kæmist áfram í milliriðil á mótinu. Þrátt fyrir fræki- legan sigur á Alsíringum í lokaumferð riðlakeppninn- ar, 34-25, á laugardag, er ljóst að lengra komumst við ekki. Reyndar munaði hársbreidd, eða eins og einn viðmælandi orðaði það: „Þegar upp er staðið þá vorum við tólf sekúnd- um frá þessu. Þetta eina mark á móti Slóveníu, það gerði útslagið. Jafntefli í þeim leik hefði fleytt okkur áfram, alltaf.“ Það er von að spurt sé, hvað fór úrskeiðis og hvert stefnir íslenskur handbolti? Voru væntingar ís- lenskra handboltaáhugamanna einfaldlega of miklar? Jóhann Ingi Gunnarsson, for- maður landsliðsnefndar Hand- knattleikssamband Íslands, segir að hafa beri í huga að Heimsmeist- aramótið í Túnis er sjötta stórmót- ið í röð þar sem Ísland spilar með og það út af fyrir sig sé afrek að komast inn í slíkar keppnir. Norð- menn, sem hafi á að skipa sterku landsliði, og sterkara en því ís- lenska, að hans mati, hafi ekki ver- ið með í stórkeppnum sl. 10 ár. Jó- hann segir að góður árangur á mótum hafi nánast alltaf náðst þegar menn bjuggust síst við því, samanber 5. sætið á HM í Kuma- moto 1997, 4. sætið á Ólympíuleik- unum í Barcelona og 4. sætið á EM í Svíþjóð 2002. „Einhverra hluta vegna virðist það oft vera þannig að þegar væntingarnar eru minni eða litlar, þá virðist liðið standa sig vel. Þá veltir maður fyrir sér, þol- um við illa spennu? Þegar kröfur eru gerðar til manna, standa þeir ekki undir því?“ spyr Jóhann. Árangur íslenska karlalands- liðsins í handbolta hefur ekki verið vænlegur síðustu ár og tölurnar tala sínu máli. Eftir HM í Portúgal 2003, þar sem Ísland hafnaði í 7. sæti og tryggði sér sæti á Ólymp- íuleikunum í Aþenu, hefur gengi liðsins legið niður á við á þremur síðustu stórmótum, á EM í Slóven- íu 2003 þar sem Íslendingar kom- ust ekki upp úr riðlakeppni eftir 30-30 jafntefli gegn Tékkum, á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrra þar sem liðið hafnaði í 11. sæti af tólf, og í Túnis. Þeir sem rætt er við segja að „handboltalandslagið“ hafi breyst í áranna rás. Reglurnar hafi breyst og hraðinn sé mun meiri innan íþróttarinnar. Öflugum þjóðum hafi fjölgað og það sé af sem áður var þegar „gömlu sterku þjóðirn- ar“ frá A-Evrópu og meginlandi álfunnar réðu ríkjum. Dæmin sanni það, Grikkir, og heimamenn séu komnir áfram í milliriðil í Tún- is og Egyptar voru nálægt því. Þá sé gamla Júgóslavía með þrjú lið áfram í milliriðlum, Slóveníu, Kró- atíu og Svartfjallaland. „Spiluðu mjög vel á köflum“ Á það hefur verið bent að miklar breytingar hafi verið gerðar á ís- lenska landsliðinu og ákveðinn tíma þarf fyrir liðið að festa sig í sessi og að leikmenn öðlist reynslu. „Það er ekki spurning að það eru akkilesarhælar í íslenskum hand- bolta og þá fyrst og fremst er það afstaðan gagnvart varnarleik. Það er alltaf talað um að vörn skipti miklu máli og að lið nái ekki langt nema með góðum varnarleik. Þeg- ar ég horfi á íslenska þjálfara al- mennt og á æfingar þeirra, sé ég ekki að menn séu að fara eftir þessu,“ segir Jóhann Ingi, og sama eigi við um markvörslu. Áherslan sé fyrst og fremst á sóknarleik. Fleiri atriði spila inn í eins og bakgrunnur leikmanna en fáir leikmenn íslenska landsliðsins leika með toppliðum í dag, segir Jóhann Ingi, ef undan er skilinn Ólafur Stefánsson. Þá vanti há- vaxnari menn í landsliðið og stór- skyttur eins og íslenska landsliðið bjó yfir áður. Og hér skiptir grasrótarstarfið öllu máli, að sögn kunnugra. Bestu þjálfararnir eiga að þjálfa í yngstu flokkunum sem er erfitt við að eiga þegar íslensku liðin berjast mörg í bökkum og þjálfarastarfið er illa launað. Viggós Sigurðssonar landsliðs- þjálfara bíður að minnsta kosti sú vinna að styrkja landsliðið, að sögn viðmælenda blaðsins, og ekki síst varnarleikinn. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrr- um leikmaður með landsliðinu, segir reyndar að liðið hafi haft alla burði til að komast lengra í keppn- inni og það hafi spilað mjög vel á köflum. „Það sem mér fannst helst vanta upp á var varnarleikurinn og stöðugleiki. Það voru miklar sveifl- ur. […] Mér finnst í rauninni frá- bært hvað margir ungir leikmenn voru að standa sig vel á sínu fyrsta stórmóti og út af fyrir sig hefur maður séð það svartara,“ segir hann. Í febrúar fer fram dráttur í und- ankeppni Evrópukeppninnar sem fram fer á næsta ári í Sviss og þar þarf Ísland að berjast fyrir sæti í keppninni, þar sem saman eru komnar allar sterkustu handbolta- þjóðir Evrópu. Fréttaskýring | Gengi íslenska handbolta- landsliðsins á HM í Túnis Skorti á festu í varnarleiknum Íslenska landsliðið slegið út úr riðla- keppni í annað sinn á þremur árum Ólafur Stefánsson í sókn. Handbolti verður áfram í Sjónvarpinu  Samúel Örn Erlingsson, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, segir að árangur íslenska lands- liðisins hafi áhrif á tekjur af aug- lýsingum, en einnig útgjöld. Ís- lenska landsliðið njóti enda meira áhorfs en flest annað sjón- varpsefni sem sýnt er á Íslandi. Hins vegar sé ákveðið að sýna að lágmarki þrjá leiki á dag frá milliriðlum keppninnar, auk undanúrslitaleikja og úr- slitaleikja. kristjan@mbl.is TÖLUVERT tjón varð í miklu vestanroki sem gekk yfir Neskaup- stað aðfaranótt sunnudags en verst var veðrið á milli klukkan þrjú og fimm þá um nóttina. Að sögn Jón- asar Wilhelmssonar, yfirvarðstjóra í umdæmi sýslumannsins á Eski- firði, stóðu björgunarsveit og lög- regla í ströngu seinni hluta nætur við að bjarga eignum, hefta fok og koma fólki heim af þorrablóti. M.a. skemmdust a.m.k 14 bílar sem stóðu fyrir utan félagsheimilið Eg- ilsbúð þar sem fram fór hið lands- fræga Kommablót. Varð mörgum þorrablótsgestinum hverft við þeg- ar blóti lauk og komið var að brotnum rúðum og beygluðum bíl- um. Þá varð töluvert eignatjón þegar þak fauk af Mána, gömlu fisk- vinnsluhúsi sem staðið hefur autt í mörg ár. Plötur og brak af þakinu fauk í nærliggjandi hús og braut rúður, skemmdi klæðningar og bíla. Mesta mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum. Rósa Bene- diktsdóttir býr í næsta húsi utan við Mána og segist hún vera orðin langþreytt á sambúðinni. „Þetta er þetta venjulega. Það fýkur alltaf af Mána,“ sagði Rósa þar sem hún var að sópa glerbrot kringum húsið sitt. En brak úr Mána fauk í rúðu í herbergi sonar hennar og splundr- aðist yfir rúmið hans. „Hann er að byrja að búa og valdi sér að flytja að heiman í gærkvöldi, þrátt fyrir rokið – sem betur fer,“ sagði Rósa. Bílrúður brotnuðu og þakplötur fuku Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Rósa Benediktsdóttir stendur við þakplötur sem fuku á bíl hennar og hús. Rúða brotnaði og bíllinn skemmdist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.