Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 26
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes NÝJA KOJAN ERTU HÆTTUR ÞESSU? VIÐ MAMMA ÞÍN HÖFUM ÁKVEÐIÐ AÐ ÞÚ FÁIR VASAPENING Í HVERRI VIKU... OKKUR FINNST ÞAÐ MIKILVÆGT AÐ ÞÚ LÆRIR AÐ FARA MEÐ PENINGA PENINGAR!! HAHAHA!! LOKSINS GET ÉG MÚTAÐ HVERJUM SEM ER! HEIMURINN ER MINN!!! ÉG KLÚÐRAÐI ÞESSU AFTUR PENINGAR!! VÖLD! VINIR! FRÆGÐ!! LOKSINS LIGGUR HEIMURINN AÐ FÓTUM MER!! Risaeðlugrín AAAAAAAAAA! © DARGAUD DÍNÓ! EKKI FARA ÞANGAÐ ... ÞAÐ ER ELDFJALL AÐ FARA AÐ GJÓSA ... ERTU VISS? JÁ, JÁ ... ÞAÐ FER ÖRUGGLEGA AÐ GJÓSA Á HVERRI STUNDU VARAÐU ÞIG ... ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA NEI, EKKI GERA ÞAÐ! ERTU BRJÁLAÐUR? KOMDU!! ÓÓÓÓ! ... ER ÞETTA ELDFJALLIÐ ÞITT? ÞAÐ ER KÓLNAÐ FYRIR AÐ MINNSTA KOSTI MÖRGUM MILJÓNUM ÁRA BJÁNINN ÞINN!! HVAÐ! SJÁÐU, ÞETTA ER STEINGERÐUR REYKUR! KANNSKI EKKI VITLAUS EN EKKI SÉRLEGA EFTIRTEKTAR- SAMUR ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ ÉG SÁ REYK UPP ÚR ÞVÍ, ÉG ER EKKI SVO VITLAUS ... Í SKJÓL! Dagbók Í dag er mánudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2005 Víkverji er matmað-ur og tók eftir því að neysla á þjóðlegu lambakjöti er farin að vaxa, hún var rúmlega 12% meiri í fyrra en árið áður, salan á svína- og kjúklinga- kjöti dróst hins vegar saman. Brúnin hefur áreiðanlega lyfst á einhverjum þjóðlega sinnuðum Íslend- ingnum sem hefur hugsað með sér að nú væri þessari útlendu vitleysu að ljúka. Fólk væri búið að átta sig á því að gamla, góða fjallalambið væri svo miklu betra en verksmiðjukjötið. En þegar Víkverji skoðaði töl- urnar betur sá hann að ástæðan fyr- ir breytingunni var einföld: verð á svínakjöti hafði hækkað um hvorki meira né minna en 60% og munar um minna. Kjúklingarnir hækkuðu líka en að vísu mun minna. Þetta er ekki flóknara en svo en eitt má ekki gleymast. Víkverji og aðrir sem leyfa sér þann munað að borða stöku sinnum lambakjötið góða borga tvisvar, í versluninni og gegnum skattana. Hversu ferskt og gott sem lambið er þá fylgir því ávallt gamla óbragð- ið af stuðningnum sem sauðfjárbændur fá í gegnum skattpen- ingana okkar allra. Hvenær ætla menn að hætta þessari endemis styrkjavitleysu og láta neytendur um að ákveða hvað þeir vilji borga í reynd fyrir þjóðlega framleiðslu? Víkverji er staðráð- inn í að reyna að bæta skapið í sumar og víst ekki vanþörf á því. Hann er búinn að sjá að lítið mál er fyrir Reykvíkinga að skoða náttúrufyrirbærið Langasjó sem nú er rætt um að eigi að virkja. Stað- kunnugir segja að vatnið og allt um- hverfi þess sé stórkostlegt. Rétt við vatnið er Sveinstindur en þaðan mun í góðu skyggni vera afbragðs útsýni yfir Lakagíga. Víkverji hlakkar til en verður líka hugsi yfir virkjanahugmyndunum. Hann veltir því fyrir sér hvort snill- ingarnir hjá Landsvirkjun séu að fara fram úr sjálfum sér og séu bún- ir að gleyma því að fleira sé matur en feitt ket. Hagspekingarnir segja auk þess að tekjur þjóðarinnar af ál- framleiðslunni séu sáralitlar þegar upp er staðið. Er ekki nóg komið? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Laugardalur | Ekki eru allir sammála um hversu lengi veðurblíðan sem nú ríkir muni endast, en nokkuð ljóst er að hún er varla komin til að vera. Sumir lifa þó frekar fyrir daginn í dag og kjósa að njóta blíðunnar á meðan hún varir, eins og þessi litli gestur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Morgunblaðið/Jim Smart Dagurinn gripinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og mig hólpinn leiða inn í sitt himneska ríki. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen. (Tím. 4, 18.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.