Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 15 MENNING „KRAFTAVERKIÐ sem guð lét fæð- ast í Salzburg“, svo minnzt sé á fræga tilvitnun úr einkabréfi Leopolds Moz- art, átti afmæli á fimmtudaginn var. Wolfgang Ama- deus hefði þá orðið 249 ára („hefði hann lifað“ eins og sumir bæta við). Af því tilefni voru haldnir tónleikar á Kjarvalsstöðum með verkum eftir undrabarn allra undrabarna, sem á stórafmæli að ári. Verður þá væntanlega mikið um dýrðir. Munnlegar kynningar á klassískum tónleikum gefast misvel og geta í versta falli verið til trafala. Það átti samt fráleitt við forspjöll Þorsteins Gylfasonar, því í örerindum heim- spekiprófessorsins birtust fleiri og umhugsunarverðari fróðleiksmolar um höfund og verk en undirritaður man eftir frá sambærilegum vett- vangi. Var þannig tragíkómískt að komast að raun um hvað hafði stöðvað frekari smíðar Mozarts í hinni splunkunýju tóngrein hans fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló – eftir að- eins tvö verk. Þau þóttu einfaldlega of erfið! En þó að hlálegt virðist lang- skólamenntuðum hljómlistarmönnum okkar tíma, má ekki gleyma að megn- ið af kammertónlist fyrir miðja 19. öld var ætlað áhugamönnum. E.t.v. örlítil skýring á óbliknandi langlífi beztu verka Vínarklassíkur. Stórsnillingi lærðist snemma að gera dyggð úr nauðsyn og gæða einfaldleikann inn- taki. Þó var s.s. gengið fullnærri há- markskröfum í Es-dúr Píanókvart- ettnum, enda tekur hann enn á, ekki sízt í píanópartinum. Valgerður Andr- ésdóttur lék hins vegar sitt hlutverk með glans án þess að blása úr nös í hraðsaumandi lokaþætti, og samtaka strengjatríóið lék af töluverðri tilfinn- ingu, þó að syngjandi Larghettó mið- þáttinn skorti angurværa kyrrðar- spennu. Frammistöðu hinna fimm nemenda við Söngskólann í Reykjavík í aríum og hópsöngsatriðm úr ofangreindum Mozartóperum tekur ekki að þaul- greina á litlu dálkaplássi, enda skar enginn sig afgerandi úr. Frekar var- færinn söngurinn var í heild svolítið óslípaður og ekki nema að vonum. Aftur á móti gaf mikil hljómfylling ungu raddanna og oft furðugóð texta- túlkun fyrirheit um vænlega framtíð. Ekki sízt kom skemmtilega á óvart hvað tríóið úr Così og kvintettinn úr Töfraflautunni voru vel samstillt, þar sem jafnvel reyndustu óperustjörnur eiga til að syngja hver aðra í kaf. Afmælis- kvöld undra- barnsins TÓNLIST Kjarvalsstaðir Mozart: Píanókvartett í Es K493*. Aríur og hópsöngvar úr Brúðkaupi Fígarós, Così fan tutte og Töfraflautunni. Val- gerður Andrésdóttir píanó*, Laufey Sig- urðardóttir fiðla, Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóla, Sigurður Bjarki Gunnarsson selló. Hulda Sif Ólafsdóttir & Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran, Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzosópran, Egill Árni Pálsson tenór og Jón Ísleifsson barýton. Píanóundirleikur: Iwona Ösp Jagla. Kynn- ing: Þorsteinn Gylfason. Fimmtudaginn 20. janúar kl. 19:30. Mozarttónleikar Ríkarður Ö. Pálsson W.A. Mozart ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sótti á dögunum tónlistarkaupstefnuna MIDEM sem haldin er árlega í Cannes í Frakklandi. Fulltrúar frá íslenskum tónlistarfyrirtækjum hafa sótt Midem í um aldarfjórðung en MIDEM er umfangsmesta kaup- stefna sinnar tegundar og sækja hana um tíu þúsund manns. Margt er um að vera í tengslum við MIDEM og áttu meðal annars menningarmálaráðherrar Evrópu- sambandsins fund í Cannes í tengslum við ráðstefnuna. Öll helstu útgáfufyrirtæki Íslands sóttu ráðstefnuna að þessu sinni og voru Íslendingar nú annað árið í röð með sameiginlegan bás á sýningunni á vegum Útflutningsráðs. Einnig sóttu fulltrúar frá Samtóni, FÍH og Tónverkamiðstöðinni sýninguna. „Það var mjög fróðlegt að kynnast því góða starfi sem þarna fer fram og hversu náið og vel íslensku þátttak- endurnir störfuðu saman. Þó svo að menn séu í samkeppni á heimamark- aði þá leggjast allir á eitt til að tryggja framgang íslenskrar tónlist- ar og jafnvel voru þarna dæmi um að menn gengju hver í annars störf þeg- ar á þurfti að halda. Það er greinilegt að íslensku fyrirtækin eru að vinna þarna með markvissum hætti og mikill kostur að hafa alla þátttak- endur á einum stað líkt og þarna hef- ur verið gert kleift fyrir tilstuðlan Útflutningsráðs. Íslensk tónlist býr við mikinn meðbyr núna og þann byr eigum við að nýta sem best,“ segir Þorgerður Katrín. Í heimsókn sinni á MIDEM kynnti menntamála- ráðherra sér starfsemi nokkurra annarra þjóða á sýningunni og ræddi m.a. við fulltrúa Finnlands, Noregs og Kanada auk fulltrúa MIDEM og erlendra útgáfufyrirtækja. Bylting í vændum „Það er alveg ljóst að tónlistar- heimurinn er að sigla inn í mikið breytingaskeið sem helst má líkja við byltingu. Umskiptin snúa ekki að tónlistarsköpuninni heldur því hvernig tónlist verður dreift til neyt- enda í framtíðinni. Það var áberandi hversu mikið fór fyrir fyrirtækjum er starfa á tæknisviðinu fyrst og fremst og má þar nefna Napster, Microsoft og farsímafyrirtækin. Nýjar leiðir eru að opnast með hrað- virkari nettengingum og þriðju kyn- slóð farsíma er munu gjörbylta sölu og dreifingu á tónlist. Þessar breyt- ingar eru hafnar og margir spáðu því að sala á tónlist myndi í framtíðinni ekki síst eiga sér stað í gegnum 3G- farsíma sem taka þá að miklu leyti við því hlutverki sem ferðageislaspil- arar hafa gegnt á síðustu árum.“ Tónlist | Menntamálaráðherra á tónlistarkaupstefnunni MIDEM í Frakklandi „Íslensk tónlist býr við mikinn meðbyr núna“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ásamt Óttari Felix Haukssyni hjá Zonet á Íslandi, David Junk, yfirmanni Universal í Austur-Evrópu og á Norður- löndunum, og Thomas Hedström, yfirmanni EMI í Evrópu. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.