Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HEILSÁRSHÁSKÓLI Runólfur Ágústsson, rektorViðskiptaháskólans á Bif-röst, sagði frá því í ræðu við útskrift skólans á laugardag að frá og með næsta skólaári yrði nemendum boðið upp á heils- ársháskóla, þannig að þeir sem það vildu gætu lokið BS-gráðu á tveimur árum í stað þriggja. Hér í Morgunblaðinu sagði Runólfur að íslenzkir háskólar nýttu ekki skólaárið sem skyldi; stúdentar væru að jafnaði í fríi 22 vikur á ári. Með þessari nýjung yrði háskólanám full vinna. Þetta liggur auðvitað í augum uppi, þegar á það er bent. Háskól- ar eru í raun bara þjónustufyr- irtæki, sem selja menntun. Af hverju í ósköpunum ættu neyt- endur, nemendur háskólanna, að sætta sig við að þjónustufyrirtæk- inu sé lokað í 22 vikur á ári? Raunar mætti vafalaust einnig taka upp kennslu á sumarönn í ýmsum framhaldsskólum, a.m.k. sem valkost fyrir þá nemendur, sem vilja ljúka námi fyrr. Margir framhaldsskólanemar taka námið nægilega alvarlega til þess að kjósa slíkt. Jafnframt er það orðið algengara að foreldrar vilji og geti framfleytt börnum sínum ár- ið um kring, en þau séu ekki háð tekjum af sumarvinnu, sem hvort sem er liggur ekki alltaf á lausu. Ef þetta yrði að veruleika, gætu a.m.k. sumir nemendur lokið framhaldsskóla átján ára og verið komnir með fyrstu háskólagráðu um tvítugt, eins og algengt er víða erlendis. Eins og Runólfur Ágústsson bendir á, er efnahags- legur vinningur nemenda af slíku verulegur, þar sem þeir koma fyrr út á vinnumarkaðinn sem þessu nemur og byrja fyrr að afla tekna. Runólfur sagði í ræðu sinni að stytting náms til stúdentsprófs, sem nú er áformuð, væri höfuð- nauðsyn til að ná fram aukinni hagkvæmni í menntakerfinu. Hann vakti hins vegar athygli á því að rektorar háskólanna hefðu áhyggjur af því að stærðfræði- kennsla í framhaldsskólum myndi skerðast með styttingunni, en nemendur mættu sízt við því. Þetta er enn ein ábendingin um að ekki má flana að neinu við styttinguna og tryggja verður að ekki verði dregið úr kröfum til nemendanna og gæðum námsins þótt framhaldsskólinn verði stytt- ur. Ef rétt er á haldið, eigum við hins vegar möguleika á því að inn- an nokkurra ára geti íslenzk ung- menni lokið háskólaprófi og skilað sér inn á vinnumarkaðinn tveim- ur, jafnvel þremur árum fyrr en nú er. Í því felst mikilsverður þjóðhagslegur ávinningur. ÚRRÆÐI VIÐ OFSÓKNUM Hvað er til bragðs þegar fjöl-skylda verður fyrir líflátshót- unum, líkamsárásum og húsbrotum? Þessari spurningu er varpað fram í viðtali við Helga Áss Grétarsson í Morgunblaðinu í gær. Í fyrrasumar var karlmaður dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna hótana, húsbrota og nálgunarbannsbrota í garð fjöl- skyldu hans. Maðurinn hefur tvíveg- is verið kærður fyrir áreitni eftir að afplánun refsingarinnar lauk. Eins og fram kemur í umfjöllun Morgun- blaðsins um málið er maðurinn sak- hæfur þótt hann hafi verið greindur með alvarlega persónuleikaröskun, meðal annars af andfélagslegri gerð. „Það kann að vera að einhverjir álíti mig vera fórnarlamb ofsókna af hálfu geðsjúks manns, en ég lít ekki þannig á málið,“ segir Helgi Áss í viðtalinu. „Vissulega er maðurinn haldinn geðveilu og hefur valdið okk- ur mikilli þjáningu, en ég hef enga þörf fyrir að vera álitinn fórnarlamb. Það sem ég þarfnast fyrst og fremst eru varanleg úrræði til að fjölskylda mín fái að vera í friði. Það verður ekki gert með sex mánaða fangels- isdómi eða nálgunarbanni. Það gefur okkur í besta falli tímabundinn frið þangað til hann byrjar aftur. Hann á hvergi heima innan geðheilbrigðis- kerfisins.“ Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir að maðurinn sé mjög illa haldinn, en hann fái ekki hjálp þótt hann kalli eftir henni: „Manninum er ekki sinnt af lögbær- um yfirvöldum þegar fyrir liggur úr- skurður af hálfu geðlækna um ýmsar geðraskanir hans. Hann fær ekki inni á heilbrigðisstofnunum og það leiðir til þess að hann missir alla kjölfestu í félagslegu tilliti.“ Sveinn segir að geðvandamálum mannsins hafi ekki verið sinnt á meðan hann afplánaði dóm sinn. Að Sveins hyggju er staða geðsjúkra af- brotamanna verri en afbrotamanna án geðsjúkdóma og geðsjúkra sem ekki eru afbrotamenn: „Ef viðkom- andi hefur báða stimplana, það er geðsjúkur og afbrotamaður, þá á hann hvergi heima í kerfinu.“ Í þessu máli eru engar einfaldar leiðir. Þó er ljóst að taka verður brot af þessu tagi alvarlega þegar athygli yfirvalda er vakin á þeim. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það að búa við stöðugar ofsóknir. Einnig verða að vera til úrræði til að hjálpa þeim, sem stunda slíkar ofsóknir. Fangelsi er engin lausn í slíkum mál- um ef engin viðeigandi meðferð fylgir. Það er eins og að ætla að losa sig við tifandi tímasprengju með því að stinga henni ofan í tösku án þess að aftengja hana. Það þarf að taka þessi mál alvarlegri og markvissari tökum, bæði í þágu hinna ofsóttu og ofsækjendanna. Hart er nú deilt umgreiðslur til bænda viðHvítá í Borgarfirði fyr-ir að stunda ekki neta- veiðar í ánni, og virðast samninga- viðræður fyrir komandi sumar vera í algjörum hnút. Netabændur vilja fá 16,5 milljónir en Sporður ehf., sem er leigutaki Þverár, og Veiðifélag Þverár, einnar af helstu laxveiðiánum sem renna í Hvítá, vilja að greiðslur lækki. Neta- bændur höfnuðu tilboði þeirra á þriðjudagskvöld. Óðinn Sigþórsson, forsvarsmað- ur netabænda, segir að til greina komi að hefja netaveiðar við þau svæði sem ekki takast samningar um. Hugsanlega yrðu net þá lögð milli Þverár og Norðurár og Grímsár. „Það er staða sem okkur þykir ekki fýsileg, en hún getur komið upp,“ segir hann. Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur Sporðs, segir gott og sjálfsagt að gera vel við þá netabændur sem vilja taka upp net sín og greiða þeim allt að tvöföldum til þreföld- um hæstu mögulegum tekjum sem þeir gætu fengið ef netaveiði væri stunduð. „En að setja fram óhagg- anlega kröfu um ríflega fjórfaldar hæstu mögulegar tekjur, sem fengjust af netaveiði gegn hótun um að netin verði sett niður, er ger- samlega óviðunandi niðurstaða að mati Veiðifélags Þverár og Sporðs,“ segir hann. Samningar frá 1991 Hvítá er jökulá en á nokkrum stöðum við ána er ágæt stangveiði, einkum við ármót bergvatnsánna sem renna í hana. Mesta laxveiðin er þó í bergvatnsánum og eru þar stærstar Grímsá, Norðurá og Þverá. Árið 1991 sömdu veiðifélög bergvatnsánna sameiginlega við bændur sem eiga rétt á netaveiðum í Hvítá, um að þeir létu af netaveið- um og fengu þeir greiddar 12 millj- ónir fyrir árið 1992. Slíkur samn- ingur hefur verið í gildi síðan og í fyrra námu heildargreiðslur rúm- lega 14,7 milljónum króna. Í samn- ingnum frá 1991 var miðað við að 5.000 laxar hefðu veiðst að meðal- tali, skv. tilboði Sporðs. Í haust hugðust veiðifélögin semja sameiginlega við netabænd- ur að nýju og var sett á laggirnar nefnd með fulltrúum stærstu veiði- félaganna. Niðurstaða nefndarinn- ar var sú að leggja fyrir stjórnir viðkomandi félaga að greiða 16,5 milljónir til netabænda en þeirri hugmynd var hafnað af félögum í Veiðifélagi Þverár og Sporðs. Sporður og Veiðifélag Þverár ákváðu því að reyna að semja við netabændur án aðkomu hinna veiðifélaganna og var tilboð þeirra lagt fyrir netabændur á þriðju- dagskvöld. Tilboðið hljóðaði upp á 3 milljónir fyrir hlut Þverár í neta- réttindunum, í stað 4,6 milljóna í fyrra, og var því þegar hafnað. Ef önnur veiðifélög semdu um sam- bærilega lækkun, yrðu heildar- greiðslur til netabænda um 10 milljónir króna á þessu ári. Óðinn Sigþórsson, formaður Veiðifélagsins Hvítár sem er félag netabænda, segir ýmis rök fyrir því að greiðslur til netabænda hækki og bendir á að verðmæti laxveiða á vatnasvæði Hvítár hafi hækkað verulega á liðnum árum og það sé eðlilegt að netabændur fái hlut- deild í þeirri hækkun. Hann segist raunar lengi hafa lagt til að greiðslur til netabænda verði tengdar við greiðslur til veiðirétt- hafa. Skapa verðmæti Óðinn bendir ennfremur á að greiðslur til netabænda hafi ekki fylgt verðlagsþróun en hefðu þær gert það, miðað við samninginn frá 1991, væru þær nú tæplega 19 milljónir. Aðspurður segir Óðinn eðlilegt að netabændur við Hvítá njóti hagnaðar af veiði í bergvatns- ánum. Laxinn úr Hvítá gangi upp í árnar og ef net væru lögð í ána myndi veiði þar væntanlega drag- ast saman. Það mætti því í raun líkja því saman við fiskeldi, að neta- veiðar væru ekki stundaðar í Hvítá. Ef veiðifélögin ætluðu að rækta þann fisk sem myndi veiðast í net myndi það að líkindum kos tæpar 19 milljónir króna. Aðspurður um hvaða h netabændur myndu hafa af veiðum, segir Óðinn að það málinu ekki við. Netabændu ekki að selja dauðan lax til fis heldur lifandi fisk til stan manna. Væntingar ekki staði Í tilboðinu, sem Sporður fram á þriðjudagskvöld, se þegar upphaflega var sam netabændur árið 1991 hafi haft til hliðsjónar að verð á l þá talsvert hátt, allt upp í 500 ur á kíló, án þess þó að það ha ið ákvarðandi forsenda. Enn ur hafi laxveiðimenn haft væntingar um stóraukna la vegna upptöku neta, sem ha gengið eftir sem skyldi. Í til er einnig bent á að veiðifélög talsverða áhættu í rekst standa þar að auki straum af konar kostnaði vegna viðha uppbyggingar á veiðihúsum, við seiðasleppingar. Jón Ingvarsson, stjórnarfo ur Sporðs, bendir á að fyrr á hafi netaveiðar í Hvítá verið metin hlunnindi og jarðir netaréttindi verið miklu ver ari af þeim sökum. Jarðir við vatnsárnar hafi á hinn bógin notið þess í sama mæli. Nú s önnur. „Í dag er stangveiði eftirsóknarverðari og verðm heldur en netaveiði, sem víð liðin undir lok og því ekkert legt við það að veiðiréttareig við bergvatnsárnar fái nú þess,“ segir hann. Allt í hnút í de netabænda við og Veiðifélags Þ „Að setja fram óhagganlega kröfu um ríflega fjórfaldar hæstu m gegn hótun um að netin verði sett niður, er gersamlega óviðunan og Sporðs,“ segir Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sporðs ehf. Netabændur við Hvítá í Borgarfirði segja hugsanlegt að leggja net við Þverá ef ekki nást samningar um hærri greiðslur fyrir upptöku neta. Leigu- taki Þverár og Veiði- félag Þverár vilja lækka greiðslur en segjast samt sem áður tilbúin til að greiða tvö- til þrefalt hærra verð en sem nemur hæstu mögulegum tekjum af netaveiðinni. (  )               +                           !    "  ,  !  "   -   ,   !  #    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.