Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi flokksins sem haldin var á Akureyri á laugardag það alveg ljóst að Samfylk- ingin vildi taka landsstjórnina í sínar hendur eftir næstu kosningar, „og við erum reiðubúin til þess“. Mikilvægt væri því að kjósa núverandi ríkis- stjórn frá, þar væru menn gaddfreðn- ir saman á gagnkvæmum valdahags- munum. Að loknum kosningum yrðu menn svo að setjast niður og ræða samstarf við þá sem helst gætu myndað frjálslynda velferðarstjórn. Til stóð að Össur og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, sem bæði hafa gefið kost á sér í formannskjöri í flokknum næsta vor, mættu til fundarins, en veðrið setti strik í reikninginn. Össur náði að fljúga norður um Sauðárkrók og aka í hávaðaroki til Akureyrar, en Ingibjörg Sólrún beið flugs til Akur- eyrar á Reykjavíkurflugvelli sem svo var aflýst vegna veðurs. Össur nefndi í upphafi ræðu sinnar að fyrir lægi að einhver átök yrðu á næstu mánuðum vegna fyrirhugaðs formannskjörs. Hann sagði þau Ingi- björgu Sólrúnu hafa þekkst í um 30 ár og þau væru tengd fjölskyldu- og vinaböndum, ættu sömu tengdafor- eldra „og milli okkar hefur verið góð og einlæg vinátta og svo verður áfram hvernig sem fer“. Össur ræddi á fundinum um þann góða árangur sem Samfylkingin hefði náð, flokkurinn hefði í fyrstu mælst með um 16% fylgi, en væri nú að jafn- aði með um 32% fylgi í skoðanakönn- unum, „og það eru alltaf fleiri sókn- arfæri til vinstri“, sagði hann og benti á að ef kosið yrði nú myndi Samfylk- ingin eflaust fá um 35% fylgi. „Við er- um hinn stóri flokkurinn og ætlum okkur að verða sá stærsti.“ Össur sagði einkum þrjú mál skipta landsbyggðina miklu nú, menntun og atvinnumál og jöfnun lífsgæða en það síðasttalda sagði hann eiga brýnna erindi en oft áður, það væri erfiðara en nokkru sinni að búa á landsbyggðinni. Nefndi hann nokkur atriði varð- andi jöfnuð lífsgæða, s.s. að allt að 20 þúsund manns lifðu á lágmarksfram- færslu og aldraðir hefðu ekki náð í nema brot af kaupmáttaraukningu liðinna missera en á sama tíma væru um 200 Íslendingar með 1,8 milljónir króna í mánaðarlaun. Greinilega þyrfti í stjórn landsins flokk sem „stappaði niður fæti og segði hingað og ekki lengra. Og sá flokkur heitir Samfylkingin.“ Ávarp Ingibjargar lesið Ávarp Ingibjargar Sólrúnar var lesið á fundinum en hún sagðist koma norður innan tíðar og kynna vinnu framtíðarhóps flokksins. „Í burðarliðnum er flokkur sem hefur allar forsendur til að móta ís- lensk stjórnmál til framtíðar. Flokk- ur sem á sterkar sögulegar rætur, en er í viðjum fortíðarinnar, flokkur sem veit hvaðan hann kemur og hvert hann ætlar. Flokkur sem skilur að nýir tímar kalla á nýjar hugmyndir og lausnir. Flokkur sem hefur sterka sjálfsmynd, veit hver hann er og hvað hann skiptir máli. Flokkur sem tekur frumkvæði og setur mál á dagskrá á eigin forsendum, flokkur sem hefur styrk til að standa af sér hret og hríð- arbylji af því hann veit hvað hann vill. Flokkur sem hlustar á það fólk sem hann vill þjóna og ástundar lýðræð- isleg vinnubrögð, flokkur sem getur brúað bilið milli höfuðborgar og landsbyggðar, flokkur sem hefur skýra mynd í hugum fólks og sem það treystir til að vera rödd víðsýni, skyn- semi og réttlætis. Við höfum tvö ár til að verða svona flokkur áður en næst verður kosið. Við verðum að nýta þau ár vel,“ sagði í ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem lesið var á fundinum á Akureyri. Segir Samfylkinguna reiðubúna að setjast í landsstjórnina Þarf flokk í stjórn sem stappar niður fæti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Einar Már Sig- urðarson alþingismaður stinga saman nefjum á fundi flokksins á Akureyri um helgina. Hermann Óskarsson fundarstjóri er að baki þeim. Akureyri. Morgunblaðið. EINAR Már Sigurðarson alþing- ismaður sagði það kaldar kveðj- ur nýs borgarstjóra til lands- byggðarfólks sem mikið notaði Reykjavíkurflugvöll, þegar hann nefndi í viðtali að það væri ekki spurning hvort heldur hvenær völlurinn yrði lagður niður. Þetta sagði þingmaðurinn á fundi Samfylkingarinnar á Ak- ureyri um helgina. „Höfuðborg getur ekki leyft sér að nálgast mál á þennan hátt, menn verða horfa víðar á málið,“ sagði Einar og benti fund- armönnum á greinar Magnúsar Skúlasonar sem birst hafa í Morgunblaðinu undanfarið. Þar er bent á að járnbrautarstöðvar séu víðast hvar í miðborgum, en hér hafi sú ákvörðun verið tekin að byggja ekki járnbrautir held- ur treysta á flugsamgöngur. Flugvöllurinn í Reykjavík sé því nær að vera járnbrautarstöð en flugvöllur. Á blúndum og blankskóm Lára Stefánsdóttir gerði þetta mál einnig að umtalsefni á fund- inum og nefndi að víða í útlönd- um væri miðstöð samgangna inni í miðjum borgum og slíkt hið sama ætti að geta gilt um Reykjavík, annað væri „pjatt- rófuskapur“. Að flytja flugið annað væri atlaga að lands- byggðarfólki sem notaði það mikið og einnig nefndi Lára kosti nálægðar vallarins við sjúkrahús í borginni varðandi sjúkraflug. Menn gætu ekki hagað sér með þeim hætti að vaða áfram á „blúndum og blankskóm“ og segja að þeim kæmi þetta ekki við. Miðstöð samgangna víða inni í miðjum borgum Umræðan  daglegt málþing þjóðarinnar líka á netinu: mbl.is MÁLAFLOKKASKRÁ Lög- mannalistans hefur verið þýdd á átta erlend tungumál en listann má nálgast á heimasíðu Lög- mannafélags Íslands, www.lmfi.is. Bæklingi, þar sem Lögmannalist- inn er kynntur á tungumálunum átta auk íslensku, hefur verið dreift víða, t.d. í sendiráð, á ræð- ismannaskrifstofur auk stofnana og félagasamtaka. Yfirskrift bæklingsins er: Vantar þig lög- mann? Tungumálin sem mála- flokkaskráin er á sem og bækling- urinn eru enska, danska, þýska, franska, spænska, serbneska, taí- lenska og pólska auk íslensku. Að sögn Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra Lögmanna- félagsins, er þetta gert til að koma til móts við breytt þjóðfélag og al- þjóðavæðingu. Þjónustan sé m.a. hugsuð til að auðvelda nýbúum og öðrum erlendum aðilum aðgang að íslenskum lögmönnum. „Lög- mannalistinn hefur verið á síðunni í um tvö ár og auðveldar fólki að finna lögmenn eftir ákveðnum sérsviðum,“ segir Ingimar. Með því að velja ákveðinn málaflokk á síðunni, t.d. fasteignir eða erfða- rétt, kemur upp listi yfir lögmenn sem taka að sér mál í þeim mála- flokki. Allir sjálfstætt starfandi lögmenn og fulltrúar þeirra sem eru í Lögmannafélaginu eru skráðir á listann. „Lögmannalistinn aðstoðar al- menning við að finna sér lögmenn á skjótan og einfaldan hátt í stað þess að fólk þurfi að hringja á fleiri lögmannastofur áður en það finnur þá sem sinnir málaflokkn- um sem það vantar aðstoð á,“ seg- ir Ingimar. „Með þessu erum við m.a. að reyna að opna gáttir inn í íslenskt þjóðfélag og aðstoða fólk við að fá upplýsingar.“ Lögmannalistinn á níu tungumálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.