Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BILAÐUR sætishitari í jeppa varð til þess að Jó-
hann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi og
ólympíufari, hlaut fjórða stigs bruna á sitjand-
anum og náði brunasárið inn að beini. Þar sem
hann er lamaður fyrir neðan brjóstkassa fann
hann ekki fyrir brunanum fyrr en um seinan.
Jeppinn var fluttur inn sem tjónabíll frá
Bandaríkjunum og var hann skemmdur á vinstri
hlið. Samkvæmt skráningu hjá framleiðanda er
notkun bílsins takmörkuð og á honum engar
ábyrgðir, en ekki kemur fram hver ástæðan er,
skv. upplýsingum frá umboðsaðila þessarar bíl-
tegundar hér á landi. Bíllinn mætti ekki vera í
notkun í Bandaríkjunum en hann fékkst engu að
síður skráður hér á landi.
Slysið varð 31. október sl., rúmlega mánuði eft-
ir að Jóhann sneri heim frá ólympíuleikum fatl-
aðra í Aþenu. Hann var farþegi í jeppa sem faðir
hans ók frá Keflavík inn í Kópavog og var til-
gangur ferðarinnar að líta á heimabíó sem faðir
hans ætlaði að kaupa. Einhver virðist hafa rekið
sig í takkann fyrir sætishitarann því hann var
stilltur á hæsta styrk. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Jóhann að hann hefði fundið fyrir ein-
hverjum óþægindum á leiðinni, verið heitt og
helst talið að hann væri að veikjast. Feðgarnir
fóru inn í raftækjaverslunina og við það að kom-
ast út úr bílnum hresstist Jóhann nokkuð. Hann
settist síðan aftur inn í bílinn en um það leyti sem
þeir voru komnir inn í Hafnarfjörð rak hann aðra
höndina í sætið og fann að það var sjóðandi heitt,
svo heitt að hann gat ekki látið höndina hvíla á
sætinu. Jóhann slökkti þegar á hitaranum og lyfti
sér frá sætinu. Hann gerði sér ekki grein fyrir að
hann hefði brennst svo illa sem raun ber vitni.
„Ég var að vona að ég hefði sloppið. Ég fór beint
heim, upp í rúm og fékk mér verkjatöflu. Ég
steinsofnaði og svaf þar til morguninn eftir. Þá
fór ég að þreifa á þessu og finn að þarna voru
tvær svakalegar blöðrur, fullar af vatni,“ sagði
hann.
Jóhann var lagður inn á Landspítalann við
Hringbraut og við tóku aðgerðir og síðan sjúkra-
lega og endurhæfing á Grensásdeild sem brátt
hefur staðið í fjóra mánuði. Í fyrstu var talið að
sárin væru ekki ýkja alvarleg. „Síðan kom alltaf
meira og meira í ljós þegar skinnið fór að losna
upp úr þessu. Og loks endaði þetta inn við bein,“
sagði hann.
Jóhann hlaut tvö 4. stigs brunasár ofan á sitj-
andabeinunum. Sárið hægra megin var sýnu
verra og þurfti að meitla af beininu áður en saum-
að var fyrir. Sárin hafa gróið þokkalega vel en þó
er stutt síðan Jóhanni var leyft að sitja á nýjan
leik. Núna má hann sitja í hálftíma í senn en þarf
að hvíla í 3–4 klukkustundir á milli. „Ég er búinn
að liggja í rúminu síðan þetta gerðist, ýmist á
hliðinni eða á maganum og er enn með þokkalegu
geði.“
Hætti við tvær keppnisferðir
Slysið veldur því að Jóhann hefur ekkert getað
æft borðtennis og er þegar búinn að hætta við
tvær keppnisferðir af fjórum sem voru liður í
þjálfun hans fyrir Evrópumeistaramótið í borð-
tennis fatlaðra í september. Jóhann er þó ekki bú-
inn að afskrifa mótið. Hann stefnir auk þess á að
keppa á Íslandsmeistaramóti fatlaðra í mars en
þar á hann alla titla að verja í borðtennis.
Jóhann lamaðist í mótorhjólaslysi árið 1994 og
varð í kjölfarið að liggja inni á Grensásdeild í um
níu mánuði. Fram á þetta ár hafði hann verið al-
gjörlega laus við sár sem stundum fylgja lang-
setum í hjólastól og þakkar hann það ástundun
íþrótta. Slysið í október var að sönnu mikið áfall.
„Þetta breytir öllu prógramminu. Ég á litla sex
ára stelpu sem skilur ekkert í því að pabbi hennar
skuli vera svona lengi inni á spítala með einhver
sár. Því sárin á henni gróa á einni viku en þetta
tekur pabba hennar marga mánuði. Ég er með
hana aðra hverja helgi en það er allt saman farið í
kerfi. Þetta er búið að taka mikið á. Ég hélt að ég
væri búinn með minn spítalaskammt,“ sagði Jó-
hann. Þá óttast hann að brunasárin valdi því að
hann þurfi að leggjast inn á spítala af og til.
Jeppinn sem feðgarnir óku er af gerðinni
Grand Cherokee Overland árgerð 2002. Jeppinn
er í eigu fyrirtækis sem Jóhann á ásamt félaga
sínum og fluttu þeir sjálfir inn jeppann frá
Bandaríkjunum. Jeppinn hafði lent í árekstri í
Bandaríkjunum en var ekki mikið skemmdur, að-
eins þurfti að skipta um felgu og laga stuðara,
bretti og framhurð vinstra megin, að sögn Jó-
hanns.
Eftir slysið lét Jóhann lögregluna í Keflavík
mæla hitastigið á sætinu og að hans sögn mældist
það um 60°C. Hann hafði á hinn bóginn fengið
þær upplýsingar að hitinn ætti ekki að gera orðið
meiri en um 34°C og því augljóst að alvarleg bilun
varð í sætishitaranum. Jóhann hefur haft fregnir
af svipuðum bilunum í þessari tegund jeppa og er
lögfræðingur hans að kanna hvort hann eigi rétt á
slysabótum. Jóhann kveðst ekki hafa vitað að
notkun jeppans væri takmörkuð og að hann ætti
ekki að vera í umferð.
Notkun bönnuð í Bandaríkjunum
Eins og fyrr segir flutti fyrirtæki Jóhanns og
félaga hans jeppann inn frá Bandaríkjunum.
Ræsir hf. hefur umboð fyrir þessa bíltegund.
Samkvæmt upplýsingum sem Ræsir hefur að-
gang að hjá framleiðanda er notkun hans tak-
mörkuð og engar ábyrgðir í gildi. Hilmar Böðv-
arsson hjá Ræsi sagði að sökum þessa ætti bíllinn
ekki að vera í umferð og hann fengist ekki skráð-
ur í Bandaríkjunum en þar væru reglur strangari
en hér á landi. Raunar hefði ábyrgðin fallið niður
um leið og jeppinn, sem væri gerður fyrir Am-
eríkumarkað, hefði verið skráður utan Ameríku.
Aðspurður sagðist Hilmar ekkert hafa heyrt um
að gallar hefðu komið fram í sætishitara í þessari
tegund bíla.
Brenndist alvarlega þegar sætishitari í jeppa bilaði þannig að hitinn varð 60°C
„Ég hélt að ég væri búinn
með minn spítalaskammt“
Morgunblaðið/Jim Smart
„Síðan kom alltaf meira og meira í ljós þegar
skinnið fór að losna upp úr þessu. Og loks endaði
þetta inn við bein,“ sagði Jóhann Rúnar.
KÆRUNEFND útboðsmála hefur
hafnað kröfum Gámakó hf. um að
stöðva samningagerð Inn-
kaupastofnunar Reykjavík-
urborgar við Íslenska gámafélagið
ehf. vegna útboðs á sorphirðu hjá
fyrirtækjum og stofnunum Reykja-
víkurborgar. Krafðist Gámakó þess
einnig að ákvörðun Innkaupastofn-
unar um að hafna tilboði Gámakó
yrði ógilt og samið við félagið.
Kærunefnd taldi að tilboð
Gámakó hefði verið í ósamræmi við
útboðsgögn að því leyti að nokkrir
liðir hefðu verið óútfylltir en skýrt
væri tekið fram í útboðsgögnum að
bjóðendum væri skylt að skila til-
boði sínu á tilboðsblöðum ásamt út-
fylltum tilboðsskrám. Þá taldi
kærunefndin að Gámakó hefði ekki
rökstutt þá fullyrðingu að mat Inn-
kaupastofnunar hefði verið í ósam-
ræmi við útboðsskilmála.
Þá hafnaði kærunefndin einnig
kröfum Gámaþjónustunnar hf. á
hendur Innkaupastofnun vegna
sama útboðs. Taldi nefndin að
Gámaþjónustunni hefði ekki tekist
að sanna að Innkaupastofnun hefði
ekki farið eftir reglum við meðferð
og mat á tilboðum. Ekki heldur
hefði tekist að sanna að aðeins
Gámaþjónustan og tveir aðrir bjóð-
endur gætu vigtað úrgang inn í
söfnunarbíla með þeirri nákvæmni
sem áskilið væri í útboðsgögnum.
Kröfum gáma-
félaga hafnað
TALSVERT hefur verið um innbrot
í íbúðir Hafnarfirði að undanförnu
og hvetur lögreglan fólk til að efla
nágrannavörslu.
Á miðvikudag var brotist inn í
hús í Áslandshverfi í Hafnarfirði og
stolið þaðan myndavélum og verð-
mætum tölvubúnaði. Var þetta
fjórða innbrotið inn á heimili í um-
dæmi lögreglunnar í Hafnarfirði
frá því á föstudag. Hafa tvö innbrot
verið framin í Áslandshverfi og tvö
í Garðabæ. Öll voru þau framin að
degi til þegar íbúar voru fjarver-
andi. Lögreglan hvetur fólk til að
hafa samband ef vart verður óeðli-
legra mannaferða í íbúðarhverfum.
Óskað er eftir upplýsingum um bíla
og bílnúmer og annað sem vekur
athygli og telst óeðlilegt, s.s. stað-
setningu eða útlit.
Innbrotahrina
í Hafnarfirði
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
21 árs mann í 18 mánaða fang-
elsi fyrir hnífaárás á tvítugan
mann í Vogahverfi í Reykjavík
árið 2003. Með dómi sínum stað-
festi Hæstiréttur dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur frá 2. apríl sl.
Ákærði var 19 ára þegar árás-
in var gerð og var sakfelldur fyr-
ir sérstaklega hættulega árás
með því að hafa veitt brotaþola
tvö stungusár í búkinn með
hnífnum. Ákærði stakk hnífnum
í brotaþola í hefndarskyni fyrir
kjaftshögg í kjölfar rifrildis
þeirra. Hæstiréttur taldi atlög-
una stórhættulega en þess að
auki rauf ákærði skilorð á dómi
sem hann fékk fyrir hegningar-
laga- og vopnalagabrot árið
2002.
Ákærði var einnig dæmdur til
að greiða brotaþola 250 þúsund
krónur í bætur auk málskostn-
aðar.
Hæstaréttardómararnir Árni
Kolbeinsson, Ingibjörg Bene-
diktsdóttir og Jón Steinar
Gunnlaugsson.
dæmdu málið. Verjandi var
Guðmundur B. Ólafsson hrl. og
sækjandi Sigríður J. Friðjóns-
dóttir hjá ríkissaksóknara.
Átján mán-
aða fang-
elsi fyrir
hnífaárás
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ís-
lenska ríkið til að greiða karlmanni
hálfa milljón króna í bætur vegna
óhóflegs dráttar á sakamáli hans
sem dróst í á þriðja ár.
Maðurinn krafðist bóta úr hendi
ríkisins fyrir handtöku, meingerð
gegn æru og gæsluvarðhald, sem
hann sætti frá 31. október 1999 til
3. nóvember sama ár, vegna gruns
um aðild að fjárdrætti í verslun.
Maðurinn var ákærður fyrir aðild
sína að málinu hinn 19. mars 2002
en sýknaður í héraðsdómi.
Hæstiréttur taldi að lagaskil-
yrðum um handtöku og gæslu-
varðhald mannsins hefði verið full-
nægt og að honum hafi ekki verið
haldið lengur en nauðsyn bar til.
Því yrðu honum ekki dæmdar bæt-
ur vegna þessa. Hins vegar hefði
málið dregist óhóflega með því að
maðurinn hefði legið undir grun í
30 mánuði. Lögreglustjórinn í
Reykjavík hélt því fram, að mann-
ekla hjá lögreglu hefði valdið
drætti málsins. Hefði lögreglumað-
urinn sem annaðist rannsóknina
farið til starfa í Bosníu og verið þar
í 9 mánuði og málið beðið á meðan.
Hæstiréttur taldi hins vegar að
dráttur málsins yrði ekki skýrður
með manneklu hjá lögreglunni og
dæmdi manninum 500 þúsund
krónur í bætur.
Málið dæmdu Guðrún Erlends-
dóttir, Garðar Gíslason og Hrafn
Bragason. Björn Ólafur Hall-
grímsson hrl. flutti málið fyrir
manninn og Skarphéðinn Þórisson
ríkislögmaður fyrir ríkið.
Lá allt of lengi
undir grun