Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MARKMIÐ er orð sem ég stend
sjálfa mig oft að því að nota í skrifum
mínum. Hver eru markmið lista-
mannsins? Að mínu mati eru mark-
mið mikilvæg í listinni sem annars
staðar en svo getur verið ágætt þeg-
ar hrist er aðeins upp í manni eins og
þeir félagarnir Helgi og Pétur gera
með sýningu sinni á Kjarvalsstöðum,
Markmið XI, en þar ná þeir að vekja
upp spurningar um þessa orðnotkun
og þá hugsun sem henni fylgir. Titill-
inn er afar skemmtilega við hæfi,
hugsanlega eru listamennirnir ein-
mitt að gagnrýna þetta markmiða-
æði, hina beinu braut frá A–Ö, frá
upphafi til endis, frá engu í eitthvað,
braut framfara, þróunar o.s.frv. sem
samfélagið beinir okkur öllum inn á
og ég hef sjálf bergmálað í skrifum
mínum um myndlist.
Helgi og Pétur hafa þróað hug-
mynd sína sem þeir nefna Markmið í
nokkur ár og sýnt afraksturinn. Efni-
viður þeirra í sýningum þessum hef-
ur jafnan tengst því sem viðtekið er
að kalla strákaheim, þó tæpast sé
reyndin sú í raun og kemur þar fram
enn ein viðleitni umhverfisins til að
steypa alla í sama mót, eða hvenær
ætli litla dóttir mín á öðru ári hætti
með bíla- og gröfudellu sína? Á leik-
skólanum þar sem strákarnir einoka
bílakassann? Það er önnur saga en
þó ein hliðin á sýningu þeirra félaga.
Kannski er spurning hvort að þeir
takmarki túlkun verka sinna að ein-
hverju leyti með áherslunni á
„strákaheiminn“? Sýningin Markmið
XI fjallar um bíla og tæki eins og
fleiri sýningar Markmiðs og nær hér
að tengjast umhverfi sínu úti og inni
á áreynslulausan hátt, hinir arkitekt-
ónísku eiginleikar gangsins á Kjar-
valsstöðum sem millibilsástand, eru í
afar góðu samræmi við verkin sem
sýnd eru.
Hver markmið þeirra félaganna
eru með bílabrölti sínu er síðan eng-
an veginn ljóst og gera þeir áhorf-
andanum þannig greinilegt að verk
þeirra snúast ekki um raunheim
bílanna eða tækjanna heldur nota
þeir þessa hluti sem tákn og leika sér
með það sem í þeim býr. Karl-
mennskuímynd bíladellugauranna,
gerðu-það-sjálfur-menninguna,
keppnisandann sem fylgir listum
e.t.v. jafn mikið og íþróttum að
ógleymdu hinu eilífa bardúsi lista-
mannsins og leit hans að áhrifaríkara
formi, lit eða línu. Framsetning verk-
anna virkar vel í aflöngu rýminu,
áhorfandinn gengur inn í verkið og
lýkur göngu sinni við myndböndin
sem eru ómissandi hluti af sýning-
unni, ljá henni líf og gæða hana þeim
húmor og leik sem að baki býr, leik
sem líkt og frjáls leikur barna er eng-
inn barnaleikur því hvað er hlut-
verkaleikur, bílaleikur eða mömmó
nema endurspeglun á alvöru lífsins í
margbreytilegum myndum.
Markmið XI sýnir að Helgi og Pét-
ur hafa náð langt í að setja fram hug-
myndir sínar, finna sér myndmál og
efnivið við hæfi, þeir hafa náð að þróa
hugmynd sína nægilega langt frá
strákahúmornum sem var ofarlega á
baugi í upphafi yfir í að ná valdi á
sjálfsköpuðu tungumáli sem nær að
tengja list þeirra raunveruleikanum
um leið og verk þeirra standa sjálf
sem spurning um markmið og eðli
listarinnar og sköpunarinnar. Þannig
ná þeir að láta bílana sem hér standa
sýnilegir fyrir utan gluggana verða
sjálfsagðan hluta af verkinu en um
leið gædda ósýnilegu afli listarinnar,
bíll verður hugverk. Sýningin dansar
þannig afar skemmtilega á mörkum
raunveruleikans og listarinnar,
áhorfandinn gleymir að hann er að
horfa á listaverk en á næsta augna-
bliki spyr hann sig, hvað sé ég? Og þá
er takmarkinu náð …
Bíll verður hugverk
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Til 24. apríl. Kjarvalsstaðir eru opnir alla
daga nema mánudaga frá k. 11–17.
Markmið XI, blönduð tækni, Helgi Hjaltalín
Eyjólfsson, Pétur Örn Friðriksson
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
„Markmið XI sýnir að Helgi og Pétur hafa náð langt í að setja fram hugmyndir sínar.“
Segðu mér allt er heiti á nýju leikriti eftirKristínu Ómarsdóttur sem verður frum-sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í
kvöld kl. 20. Leikritið segir frá hinni tólf ára
gömlu Guðrúnu sem er í hjólastól og þarf stund-
um að flýja á vit draumaheimsins þegar for-
eldrar hennar og lífið sjálft verður yfirþyrm-
andi. Í draumaheimi hennar er til staðar hið
fullkomna par, Barbí og Mark, sem við nánari
eftirgrennslan reynast ef til vill önnur en þau
sýndust í fyrstu.
Það er í höndum Auðar Bjarnadóttur leik-
stjóra að gæða leikverk Kristínar lífi, en heima-
tökin eru nokkuð hæg fyrir hana þar sem hún
leikstýrði öðru verki eftir Kristínu, Ástarsögu 3,
þegar það var sett upp í Borgarleikhúsinu fyrir
nokkrum árum. „Það var mjög skemmtileg
reynsla, líkt og núna,“ segir Auður í samtali við
Morgunblaðið. „Þessi sýning hefur reyndar ver-
ið lengi í deiglunni, í um það bil tvö ár, og því var
meira að segja varpað fram um daginn hvort
ekki væri réttara að hún héti Segðu mér það
seinna! En nú er hún að fara á fjalirnar og það
er mjög gaman.“
Flúið á vit draumaheims
Auður segir það forréttindi að hafa höfundinn
í slíkri nálægð sem raunin er þegar samtíma-
leikskáld eiga í hlut, þar sem auðvelt sé að
skiptast á hugmyndum og skoðunum. „Það er
líka gaman að takast á við nýtt verk, sem enginn
hefur fengist við áður. Og svo finnur maður
strax þegar verk liggur vel við, eins og þetta
verk Kristínar gerir. Hún er djarfur penni og
þrælskemmtileg, og ofsalega flink að skrifa
samtöl,“ segir hún og varpar um leið fram lýs-
ingarorðunum ljóðræn og fyndin sem hún segir
lýsa stíl Kristínar vel. „Í verki hennar er því
margslungin áskorun til að takast á við sem
leikstjóri.“
Dagdraumar aðalsöguhetju leikritsins, Guð-
rúnar, sem fara nokkuð úr böndunum þegar á
líður, eru nokkuð sem flestir kannast við og að
mati Auðar er þetta skemmtileg hugmynd hjá
Kristínu sem hægt hefði verið að útfæra á ýmsa
vegu. „Í raun hefði ég viljað auglýsa eftir sögum
frá fólki um dagdrauma þess, til undirbúnings
sýningarinnar. Því öll hefur okkur dreymt dag-
drauma. Hvenær erum við föst í hugmyndum
okkar, um sjálf okkur, um aðra? Erum við í
raun og veru alltaf í raunveruleikanum?“ segir
Auður og lýsir einni lýsingu sem hún varð sér
úti um: Þá sótti söngvarinn Cliff Richards stúlk-
una og fór með hana til New York á hverju
kvöldi. „Hjónin Mark og Barbí eru drauma-
heimur Guðrúnar í leikritunum, og virðast vera
þessar góðu fyrirmyndir. En á endanum fara
draumarnir líka að flækjast fyrir Guðrúnu.“
Hún segir verkið bæði fyndið og skemmtilegt,
en segist jafnframt vonast til að ná fram drama-
tíkinni sem hún segir vissulega einnig til staðar
í verkinu. Leikritið veltir líka upp ýmsum mjög
þörfum spurningum að mati Auðar, meðal ann-
ars um kynlíf. „Kynlíf og unglingar er nokkuð
sem við foreldrar stöndum vissulega frammi
fyrir í dag sem vandamál. Að því leyti er þetta
mjög aktúelt efni sem Kristín tekur á; hvar eru
mörkin og erum við að missa sjónar á þeim, og
þar fram eftir götum,“ segir hún.
Auður lýsir yfir ánægju með annað sam-
starfsfólk sitt í sýningunni, leikara og alla þá
sem koma að umgjörð sýningarinnar svo sem
búningum, leikmynd, lýsingu og hljóðmynd.
Það er Álfrún Örnólfsdóttir sem stígur sín
fyrstu skref á sviði Leikfélags Reykjavíkur í
hlutverki Guðrúnar. „Ég kenndi Álfrúnu ballett
fyrir tíu árum og hún er mikill proffi þó að hún
sé ung, og fjölhæf. Leikararnir allir eru raunar
mjög fínir í sínum hlutverkum,“ segir hún og
bætir við að vinnan öll við sýninguna hafi verið
mjög skemmtileg. Það kemur kannski ekki á
óvart að stór hluti af undirbúningi sýning-
arinnar fór fram í gegnum hreina líkamstján-
ingu, því bakgrunnur Auðar er í ballett og hún
kennir þar fyrir utan jóga. „Við höfum dansað,
gert jóga, farið í leiki og notuðum hreyfingu yf-
irleitt mjög mikið á ferlinu til að ná fram réttu
stemningunni. Það er líka mikil hreyfing í sýn-
ingunni sjálfri, enda er Kristín þannig að hún
býður upp á svo fjölbreytta möguleika – að búa
til einskonar fantasíuheim í raun, þó að hún sjálf
kalli þetta sósíalrealisma!“
Leikur er líkamlegur
Auður hefur unnið við leiksýningar síðan árið
1987, fyrst sem aðstoðarleikstjóri og leikstjóri
hreyfinga, en síðan sem leikstjóri. Auk eins árs
af leikstjórnarnámi í Bretalandi hefur hún auð-
vitað mikla reynslu í farteskinu úr ballettinum,
við uppsetningu slíkra sýninga. „Í raun er þetta
allt svipað, að setja upp ballettsýningu, leiksýn-
ingu og óperusýningu. Það er bara spurning í
hvaða átt það stækkar,“ segir hún. „En það var
gaman að fara úr dansinum og kynnast fjöl-
breyttari heimi fólks; eldra fólks, ekki bara
ungra dansara. Mér finnst líka mjög gaman að
vinna með texta, þó að reynsla mín byggist að
miklu leyti á dansi. En góður leikur er alltaf lík-
amlegur að mínu mati, hvort sem leikarinn er
meðvitaður um það eða það er honum eðlislægt.
Þannig að það getur verið að nálgun mín sé önn-
ur fyrir leikarana en þeir eru vanir.“
Hún segist hlakka til að sjá verkiðloksins á
sviði, enda hefur sýningin lengi átt stað í huga
hennar. „Henni hefur verið frestað svo oft að við
höfum enga afsökun fyrir því að gera ekki okkar
besta,“ segir hún og hlær. „En þetta er svo
skemmtilega aktúelt verk, bæði fyrir ungt fólk
og ekki síður fyrir foreldra þess. Þar er velt upp
áhugaverðum spurningum fyrir okkur öll sem
erum í kringum börn og unglinga: Hvað set ég
fram fyrir barnið mitt og hvar eru mörkin?
Hvað er ofbeldi og hvað er ekki ofbeldi?“
Leikhús | Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins
Áleitnum spurningum velt upp
Morgunblaðið/Þorkell
Í sýningunni er velt upp áhugaverðum spurningum um ýmislegt sem brennur á foreldrum.
Morgunblaðið/Þorkell
Auður Bjarnadóttir leikstjóri segir Segðu mér allt fyndið verk en þó með alvarlegum undirtón.
Eftir: Kristínu Ómarsdóttur
Leikendur: Álfrún Örnólfsdóttir, Marta
Nordal, Ellert A. Ingimundarson, Edda
Björg Eyjólfsdóttir og Þór Tulinius.
Lýsing: Kári Gíslason.
Tónlist: Hákon Leifsson.
Leikmynd og búningar: Rebekka A.
Ingimundardóttir.
Leikstjórn: Auður Bjarnadóttir.
Segðu mér allt
ingamaria@mbl.is