Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 29

Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 29 verks. Því liggur ekki fyrir hvert verðmæti eignarhluta Reykjavíkur og Akureyrar er en ríkið á 50% í fyrirtækinu, Reykjavíkurborg 45% og Akureyrarbær 5%. Greiðslur fyrir eignarhlutana verða inntar af hendi á löngum tíma og renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna hvors um sig. Samningur um þetta skal liggja fyrir eigi síðar en 30. september 2005. Stefnt er að því að þessar breytingar á eignarhaldi Lands- virkjunar eigi sér stað 1. janúar 2006. Á sama tíma er stefnt að sameiningu orkufyrirtækja ríkisins. Gert er ráð fyrir að sameinuðu orku- fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Í tilkynningu frá ráðuneyt- unum segir að með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. nist fullu og Akureyrarbæjar Morgunblaðið/Þorkell ytta eigendasamsetningu Landsvirkjunar. VITAÐ er aðeins um viljayfirlýsingu að ræða á tigi og það er ekkert í hendi í dag varðandi sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri í gær. Sagði hún tímann leiða í ljós hvort samningar næð- ust. Aðspurð hvort hún væri bjart- sýn á að samningar um sölu hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun næðust svaraði hún: „Mér finnst þetta það mikill áfangi að ég tel að markmiðið hljóti að vera að ná saman. Auð- vitað er það þannig að leiði nið- urstaða viðræðnanna í ljós að verðmæti [Landsvirkjunar] verði með þeim hætti að Reykjavík- urborg sé ekki sátt við það, þá auðvitað verður ekki af sölu. Þetta er bara viljayfirlýsing um við- ræður sem skila síðan einhverri niðurstöðu.“ Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, sagði á fund- inum að bærinn hefði viljað taka þetta skerf í ljósi breytinga sem þegar hefðu verið ákveðnar á raf- arkaði. „Við lítum svo á að þetta sé nauðsynleg til að koma því verki til enda sem búið er að varðanir um. Að því leyti höfum við lagt þessu fyrir norðan. indum líka vissulega vonir við það að sú starf- m í framhaldinu muni þrífast muni leiða til far- fyrir notendur á raforkumarkaði. Ekki síst ber a þess að hagur hins almenna neytanda verði ryggður í framhaldinu en mér virðist vera gert í kkert í hendi arðandi verðið n Valdís óttir Þór n „ÞETTA samkomulag er að mínu viti aðför að kennara- starfinu í landinu,“ segir Ei- ríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), um samkomulag sem Ísaksskóli hefur gert við 10 af 16 kennurum við skólann. Hann segir að forystumenn kennara muni aldrei sam- þykkja samkomulagið. „Þarna er ekki um kjarasamning að ræða þar sem samkomulagið er ekki gert milli stéttar- félags og vinnuveitanda eins og lög gera ráð fyr- ir heldur milli einstaklinga og vinnuveitanda. Lágmarkssamningur Kennarasambandsins og launanefndar [sveitarfélagana] er því lágmarks- samningur í Ísaksskóla eins og í öllum öðrum skólum,“ segir Eiríkur. Hann segir samkomulagið ekki gert á grund- velli bókunar 5 í kjarasamningi grunnskólakenn- ara, þar sem slíkur samningur sé háður sam- þykki samstarfsnefndar KÍ og launanefnd- arinnar. „Núverandi forysta okkar mun aldrei samþykkja samning af þeim toga sem hér um ræðir.“ Eiríkur segir þó að í þeim tilfellum þar sem þetta samkomulag færi kennurum betri laun en gildandi samningar kveða á um þá sé það breytingu á kennsluskyldu kennara, en þá stýrir borgin því þannig með fjárveitingu til tónlistar- skólanna að þeim er gert skylt að hækka kennsluskyldu kennarana, og segja þá bara upp fólki í staðinn,“ segir Eiríkur. Vinnuveitandinn hefur valdið Í samkomulagi Ísaksskóla við kennara sína er réttindum eldri og reyndari kennara, auk þeirra sem hafa mesta menntun, fórnað og vald vinnu- veitandans yfir starfsfólki gert algert, segir Ei- ríkur. „Það er sagt að menn eigi að gera með sér sérstaka samninga, en vinnuveitandinn hefur valdið ef í harðbakkann slær.“ Spurður hvort KÍ grípi til einhverra aðgerða vegna samkomulagsins í Ísaksskóla segir Eirík- ur: „Við höfum samningsumboðið og erum með kjarasamning við Ísaksskóla, sem er lágmarks- samningur. Það eru lög í landinu [...] sem segja að samningar einstakra launþega og vinnuveit- enda sem eru undir lágmarkskjörum séu ógildir. Það liggur fyrir að það er brot á lögum og hvað gera menn þegar lög eru brotin? Ég held að það sé annarra en okkar að svara því.“ Aðalfundur Félags grunnskólakennara verð- ur haldinn í dag og á morgun og segir Eiríkur að þetta samkomulag Ísaksskóla við kennara sína verði væntanlega rætt á þeim fundi. í lagi, en að öðru leyti hafi samkomulagið ekkert gildi. Samkomulagið brýtur lög „Lágmarkslaun í þessu samkomulagi eru í mörgum tilfellum langt undir lágmarkslaunum í kjarasamningi okkar og slíkt er brot á lögum númer 55 frá 1980 um lágmarkslaun launafólks. Í samkomulaginu er boðið upp á að kennarar þurfi að kenna mun meira en skylduna án þess að fá sérstakar greiðslur fyrir, og slíkt er líka brot á lögum,“ segir Eiríkur. Hann tekur ímyndaðan 45 ára gamlan náms- ráðgjafa með enga aukamenntun sem dæmi um hvernig samkomulagið í Ísaksskóla getur leitt til lægri launa. Grunnlaunin fyrir þennan einstak- ling skv. samkomulaginu í Ísaksskóla eru 250 þúsund krónur, en hinn 1. ágúst verða grunn- laun sama kennara skv. kjarasamningi KÍ við sveitarfélögin 275 þúsund krónur. „Þarna býður samkomulagið upp á það að lækka árslaun þessa manns um 300 þúsund krónur án þessa að brjóta samkomulagið,“ segir Eiríkur. „Það þýðir ekki að segja mér að auðvitað fái menn eitthvað meira, vegna þess að við [KÍ] stöndum núna í málaferlum við Reykjavíkur- borg vegna kjarasamninga tónlistarskólakenn- ara. Í þeim kjarasamningum var boðið upp á Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands Segir samkomulagið aðför að kennarastarfinu Eiríkur Jónsson SKÓLAGJÖLD í Skóla Ísaks Jóns- sonar munu hækka verulega til að mæta kostnaði við breytingar á launakerfi 10 kennara af 16, sem sagt var frá í gær. Reiknað er með auknum útgjöldum vegna samning- anna, enda segir Edda Huld Sig- urðardóttir, skólastjóri í skóla Ís- aks Jónssonar, að kennararnir muni allir hækka í launum vegna samningsins. Hún segir að þessu hafi þegar verið mætt að einhverju leyti með hækkun á skólagjöldum um 18,5% fyrir 6–8 ára börn og 28,6% fyrir 5 ára börn. Vonast er eftir hag- kvæmum samningum við Reykja- víkurborg, auk þess sem aðrar leið- ir séu í skoðun sem ekki væri hægt að gefa upp á þessu stigi. „Það voru fundir með skólanefnd og for- eldrum í gær og það var mjög ánægjulegt að heyra það að foreldrar voru til dæmis til- búnir til þess að segja upp áskriftinni að Stöð 2, ein- hverju tímariti eða dagblaði til að mæta þessum hækkuðu skólagjöldum,“ segir Edda. Kennararnir sex sem ekki ganga inn í þennan sérsamning munu eftir sem áður starfa eftir samningi KÍ við sveitarfélögin, og starfa í fullri sátt við aðra kennara sem sam- þykktu nýjan samning og stjórn- endur skólans, segir Edda. Nýir kennarar sem koma inn í skólann munu hins vegar allir starfa sam- kvæmt nýja samningnum, og hafa ekki val um að starfa eftir almenn- um samningi grunnskólakennara. Edda segir að ástæða þess að þessir sex kennarar ákváðu að standa utan þessara sérsamninga vera þá að þeir séu allir með skip- un, sem felur í sér ákveðin réttindi sem þeir vilja ekki gefa frá sér. Dæmi um þessi réttindi er að geta farið á eftirlaun þegar sam- anlagður starfsaldur og lífaldur nær 90 árum. Einnig séu þessir kennarar flestir að komast á þann aldur þegar þeir fá kennsluafslátt, sem sé ekki boðið upp á í sérsamn- ingunum sem gerðir hafa verið við aðra kennara. Samstarf við KÍ á síðari stigum Nú á eftir að gera einstaklings- samninga við hvern og einn kenn- ara, og í raun ekki hægt að starfa eftir samningnum fyrr en þeim við- tölum hefur verið lokið. Edda segir að ekki þurfi að hafa samstarf við forystu Kennarasambands Íslands (KÍ), samkvæmt bókun 5 í kjara- samningnum þurfi það ekki fyrr en á síðari stigum. „Það þarf að skipa samstarfs- nefnd vinnustaðarins og kenn- arasambandsins þegar samningur er kominn á, þegar búið er að kjósa um samninginn,“ segir Edda. Sú samstarfsnefnd á að fjalla um vafa- atriði, ef einhver er ósáttur við laun, vinnuálag eða annað í þeim dúr. „Öll þess konar atriði verða borin undir þessa samstarfsnefnd.“ Edda segir fráleitt að einhverjir kennarar sem gangast undir þenn- an sérsamning verði á lægri laun- um en þeir fengju samkvæmt al- mennum kjarasamningum grunnskólakennara. „Enda gerir kennari ekki einstaklingssamning við skólastjórann sinn sem felur í sér launalækkun.“ Ef menn geti fengið betri laun annars staðar semji þeir augljóslega ekki um lægri laun í Ísaksskóla. Sérsamningar kennara Ísaksskóla leiða til aukinna útgjalda Gjöld hækkuð til að mæta kostnaði Morgunblaðið/Sverrir Kennarar við Ísaksskóla eru tilbúnir til sérsamninga og segir skólastjórinn það þýða launahækkun. Edda Huld Sigurðardóttir „MÉR líst í grófum dráttum vel á að gera svona tilraun, þetta er gert í mikilli sátt við kennara í skólanum og það skiptir miklu máli,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, um sam- komulag Ísaksskóla við starfsmenn. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kynnt sér öll efnisatriði samningsins. „Þetta er líka í samræmi við áherslur sem við lögð- um í síðustu kjarasamningum, að fá þarna inn bókun sem gerði okkur þetta kleift. Reykjavíkurborg var mjög áhugasöm um það að fá svigrúm til þess að gera svona tilraunir og bæði þá og nú höfum við heyrt á bæði skólastjórnendum og kennurum að þeir hafa áhuga á að fikra sig í þessa átt,“ segir Stefán Jón. Hann segir þó að borgin hafi viljað bíða með slíkar tilraunir þar til skólahald hafi komist í eðlilegt horf eftir verkfall grunnskólakennara síðasta haust. „Ég held að þetta sé mjög áhugavert og geti, ef rétt er á málum haldið, verið mjög jákvætt framtak. Það er sagt með öllum fyrirvörum en mér sýnist að kennararnir séu þessu samþykkir, sem og skólastjórnin, og þá er þetta hið besta mál.“ Stefán Jón segir að Reykjavíkurborg hafi þegar hafið undirbúning að því að hefja umræður innan borgarkerfisins um sérsamninga fyrir kennara í sumum skólum, hvað það geti þýtt og hvaða möguleikar séu í stöðunni. Ekki sé þó farið að ræða þessa möguleika við kennaraforyst- una. Í samræmi við áherslur í síðustu samningum Stefán Jón Hafstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.