Morgunblaðið - 18.02.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 33
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Hjör-leifsdóttir fædd-
ist á Raufarfelli und-
ir Austur-Eyjafjöll-
um 5. ágúst 1924.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
nesja 8. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Soffía
Runólfsdóttir, f. 21.
apríl 1890, d. 4.
október 1982, og
Hjörleifur Guðjóns-
son, f. 21. maí 1893,
d. 24. janúar 1973.
Systkini hennar
voru átta og eru þau öll látin,
nema Ingi, hann er búsettur í
Keflavík.
Ingibjörg fluttist tveggja ára
til Vestmannaeyja, og var þar öll
uppvaxtarár sín, þangað til að
hún fluttist til Keflavíkur með
foreldrum sínum og tveimur
bræðrum 1946.
Ingibjörg giftist 16. apríl 1949
Aðalsteini Guðmundssyni og
bjuggu þau fyrst í
Keflavík og fluttust
síðan til Njarðvíkur
og bjuggu þar æ síð-
an. Börn þeirra eru
fjögur: 1) Guðmund-
ur I., f. 13. desem-
ber 1948. 2) Rósant
G., f. 29. janúar
1952, kvæntur Guð-
rúnu Högnadóttur,
þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn.
Einn son á Rósant
frá fyrra hjóna-
bandi. Einnig á
Guðrún einn son. 3)
Soffía, f. 14. mars 1955, gift Er-
lendi Guðnasyni, þau eiga fjögur
börn og tvö barnabörn. 4) Ingv-
eldur M., f. 25. september 1964,
gift Sigurði Garðarssyni, þau
eiga tvö börn.
Ingibjörg helgaði heimili sínu
og fjölskyldu allt sitt líf.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Heimsins besta mamma og amma
er nú öll eftir langvarandi veikindi og
mikla baráttu við illvígan sjúkdóm
sem tók lífið smátt og smátt frá þér.
Aldrei heyrði ég þig kvarta og alltaf
hélstu í þá von að þú næðir aftur
heilsu og kæmist heim. Heimilið og
börnin voru þér allt og er ég lánsöm
að hafa fengið að alast upp í öllu því
öryggi og ást sem þú veittir mér.
Elsku mamma mín ég er þér ævin-
lega þakklát fyrir alla þá umhyggju
sem þú sýndir börnunum mínum og
alltaf var opið hús hjá ömmu og alltaf
var eitthvað gott til með kaffinu.
Elsku mamma mín, mér er það bæði
ljúft og sárt að hafa fengið tækifæri
og tíma til að létta þér lífið nú síðustu
mánuðina. Ég vona mamma mín að
þú hafir fundið fyrir allri þeirri ást og
umhyggju sem við reyndum að sýna
þér þar til yfir lauk. Hafðu þökk fyrir
allt elsku mamma.
Mamma er kona sem heldur í hönd-
ina á manni fyrstu árin en hjartað alla
ævi.
Þín dóttir
Ingveldur.
Nútímafjölskyldur geta eflaust
lært margt af þeim eldri. Hjá þeim
var ekki mikið til skiptanna og oft lítið
framboð af veraldlegum gæðum. Þau
lærðu því að gera mikið úr litlu og
deila því með öðrum.
Tengdamóðir mín, Ingbjörg Hjör-
leifsdóttir, var verðugur fulltrúi eldri
kynslóðarinnar og helgaði líf sitt
störfum fyrir heimilið. Hún rak sitt
heimili af myndarskap, nægjusemi,
kærleika og alúð við eiginmann sinn,
börn, barnabörn og tengdabörn.
Á meðan heilsan leyfði var hugur
hennar allur tileinkaður því að sinna
öðrum og sjá til þess að frá henni
skorti þá ekkert sem hún gat veitt.
Það var ávallt gott að heimsækja
Ingibjörgu, því þar var hún í essinu
sínu og stjanaði við alla. Þegar aðrir
höfðu sest í kringum eldhúsborðið,
stóð hún og gekk yfirleitt eins langt
og hún mögulega komst með það að
tryggja að allir færu með fullan maga
út af hennar heimili.
Við fjölskyldu okkar Ingu, var Ingi-
björg einkar góð. Hún teygði sig eins
langt og mögulegt var til að tryggja
að okkur liði alltaf sem allra best.
Jafnvel þegar við lögðum land undir
fót, var hún jafnan búin að laumast
heim til okkar og tryggja að þegar við
snerum til baka væri allt í góðu standi
á okkar heimili, jafnt í ísskápnum sem
í vaskahúsinu.
En það fylgir því mikil raun fyrir
aðstandendur að horfa á eftir fullheil-
brigðri sál fjarlægjast sig í lifanda lífi.
En það varð hlutskipti þessarar fjöl-
skyldu. Á undanförnum árum hafa átt
sér stað hlutverkaskipti, þar sem eig-
inmaðurinn og börnin tóku að sér það
hlutverk sem hún sjálf hafði lengst af.
Það var ekki auðvelt og hefur reynt á
alla fjölskylduna að standa saman að
því.
Á endanum var ekki aftur snúið því
Alzheimer-sjúkdómurinn sem hafði
tekið völdin, dró burtu allan fyrri
mátt og skildi að lokum ekkert eftir
sem áður var. Það er alltaf jafnsárt að
kveðja þá sem okkur þykir vænt um,
en við kveðjum nú góða móður í sátt
og göngum áfram með minningarnar
í farteskinu.
Sigurður Garðarsson.
Imba amma, er ég skrifa þetta er
rigning fyrir utan. Minnið hins vegar
leikur þann leik að rigningin vill oft
hverfa úr minningunni. Þegar ég
hugsa um þig er hvergi rigning eða
vont veður og jafnvel í sumarbústaða-
ferð á Laugarvatni í rigningu var sól-
in aldrei langt undan. Alltaf virðist
hafa verið gott veður þegar haldið var
í jólaboðin á jóladag hjá þér og Alla
afa. Hangikjötið og flatkökur þínar
voru nauðsyn á jólunum, og mér verð-
ur hugsað til þín við tilhugsunina um
þetta góðgæti. Og tvenns minnist ég í
fari þínu, glaðlyndis þíns og gjafmildi.
Að endingu vil ég þakka kynnin við
þig og hversu hlýlega þú tókst á móti
mér.
Með kveðju frá Englandi,
Hilmar Guðlaugsson.
Í Hávamálum segir,
… orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Himnafaðirinn velur okkur misjöfn
hlutverk á leiksviði lífsins. Sumum
hlotnast fyrirferðarmikil og áberandi
hlutverk; þau hlutverk sem flestir
telja leikmyndina reista í kringum, á
meðan aðrir halda sig til hlés; láta
hugmyndir um frægð og frama sem
vind um eyru þjóta. En nú sem oft
áður, þá eru vegir Guðs órannsak-
anlegir. Af einhverjum ástæðum,
okkur ókunnum, ákvað Skaparinn að
setja sinn vænsta leikara í hlutverk
hógværrar, góðrar og mildrar konu.
Líkt og mætum leikara hæfir, stal
amma senunni að lokum. Hún kenndi
okkur, nýgræðlingum þessa lífs, að
meta lífið út frá ástvinum en ekki sek-
úndum. Aldrei tók hún sjálfan sig
fram yfir ástvini; í veikindum sínum
veitti hún okkur enn alla sína ást og
umhyggju. Hennar verður sárt sakn-
að.
Ef sá spaki mælir lög, þá mun
minningin um ömmu okkar vara um
aldir alda.
Jesús er mér í minni,
mig á hans vald ég gef,
hvort ég er úti eða inni,
eins þá ég vaki og sef.
Hann er mín hjálp og hreysti,
hann er mitt rétta líf,
honum af hjarta eg treysti,
hann mýkir dauðans kíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Rósant Ísak Rósantsson,
Tinna Rósantsdóttir.
Elsku amma. Nú þegar þú hefur
kvatt okkur í bili langar okkur að
skrifa nokkur orð til minningar um
þig og stikla á þeim atriðum sem eru
okkur efst í huga við þessi tímamót.
Okkar fyrstu minningar af þér eru
þegar við vorum smá pollar og bjugg-
um á Gónhóli 1 en þú á Borgarvegi 52.
Þá gerðum við okkur oft ferð yfir mó-
ann til að heimsækja þig. Mamma
útbjó okkur alltaf eins og um fjall-
göngu væri að ræða þó leiðin yfir mó-
ann væri bæði bein og breið. Handan
móans beiðst þú við gluggann og
horfðir á okkur koma arkandi. Þegar
við nálguðumst húsið þitt komstu út á
tröppur og tókst fagnandi á móti hetj-
unum þínum. Þú fórst svo með okkur
inn og lékst þér við okkur tímunum
saman og gleymdir þér oft með okkur
í fíflaganginum, sem oftast var
skammt undan þar sem við bræðurnir
vorum saman komnir. Þegar árin liðu
fluttumst við með mömmu og pabba á
Holtsgötuna. Þá fórum við oft í sendi-
ferðir fyrir mömmu og færðum þér
nýjustu afurðirnar úr ofninum henn-
ar. Seinna meir fluttust þið afi á neðri
hæðina hjá okkur á Holtsgötunni. Að
búa heima hjá mömmu og pabba og
hafa ömmu og afa á neðri hæðinni.
Var hægt að hafa það betra? Mikið
hvað það var gott að líta við á neðri
hæðinni og drekka mjólk úr græna
plastmálinu, borða með þér jólaköku
og ræða við þig um öll heimsins mál.
Þegar leið á dvölina þína á Holts-
götunni fóru veikindi að gera vart við
sig. Ekki óraði okkur fyrir því þegar
þú fórst þína fyrstu ferð á sjúkrahús-
ið, að sjúkrasagan ætti eftir að verða
eins og raun bar vitni. Veikindin urðu
æ alvarlegri og smátt og smátt gerð-
um við okkur grein fyrir því hversu
alvarleg veikindi þín voru. Eitt skipti
er okkur sérstaklega minnisstætt,
þegar mamma kom til okkar og sagði
okkur að þú værir u.þ.b. að deyja.
Hún spurði okkur hvort við vildum
fara inná stofuna þína á sjúkrahúsinu
og hvísla kveðjuorð í eyra þitt. Með
tárvot augun gengum við hægum
skrefum inná stofuna þína, þar sem
þú lást umvafin tækjum. Við hvísluð-
um örfá orð í eyra þitt og gengum svo
sömu hægu skrefunum út af stofunni
aftur. En þú harðneitaðir að segja
skilið við okkur. Eins og síðar kom á
daginn reyndist hjarta þitt úr stáli og
í huga þínum varstu staðráðin í því að
koma aftur heim. Sem þú og gerðir. Í
þetta sinn vorum það við sem fögn-
uðum hetjunni okkar þegar þú komst
aftur heim. Þú varst greinilega mjög
eftir þig strax eftir heimkomuna.
Veikindin höfðu tekið sinn toll. Þann-
ig liðu árin. Við héldum áfram að
koma niður í heimsókn til þín og við
ræddum oft saman um hitt og þetta.
Þú tókst að vísu ekki jafn mikinn þátt
í umræðunum og áður, en þú sam-
gladdist og hreifst með öllu því sem
við sögðum þér frá. Svo ekki sé nú
minnst á brandarabrosið þitt sem þú
splæstir í þegar við byrjuðum með
einhvern fíflagang. Þú varst amma
eins og maður les um í sögum og sér í
bíómyndum. Amma sem segir sögur,
amma sem veitir skjól og hlýju, amma
sem þerrar tár, amma sem kann lausn
á öllum heimsins vandamálum og
amma sem getur dimmu í dagsljós
breytt á einu augnabliki. Fyrir u.þ.b.
einu og hálfu ári horfðum við aftur á
eftir þér inn á sjúkrahús. Það var
alltaf jafn gaman að heimsækja þig
þangað. Þegar þú sást okkur koma
inn í herbergið þitt, mátti greina vott
af brandarabrosinu. Það var engu lík-
ara en þú vissir hverju mætti búast
við fyrst við vorum komnir í heim-
sókn. Þú spurðir okkur stundum sem
hjá þér vorum, hvenær báturinn
kæmi að sækja þig. Í því lá dýpri
merking en nokkur gerði sér grein
fyrir.
Síðustu skiptin sem við komum til
þín renna okkur seint úr minni. Þú
lást í rúminu þínu sofandi og við sett-
umst við hliðina á rúminu þínu. Við
héldum í höndina þína og þökkuðum
þér fyrir þann tíma sem við áttum
saman og báðum Guð að veita þér
verðskuldaða hvíld og góðan og hlýj-
an samastað í nýjum heimkynnum.
Klukkan 20, þriðjudaginn 8. febrúar,
kom svo báturinn og sótti þig. Við
biðjum góðan Guð um að hugsa vel
um þig á nýjum slóðum og vonum að
þú hafir það hlýtt og notalegt, eins og
þú vildir alltaf hafa það. Eftir allt sem
þú hefur reynt, og allt sem þú gafst af
þér til okkar, áttu hvíld af bezta tagi
fyllilega skilið. Nú bíður þú aftur eftir
að taka á móti hetjunum þínum líkt og
forðum. Í þetta sinn ekki handan mó-
ans, heldur á himnum. Mikið yrðum
við ánægðir ef þú værir skipstjórinn á
bátnum sem sækir okkur.
Elsku amma, Guð blessi þig.
Borgar Erlendsson,
Guðni Erlendsson.
Elsku besta Imba amma.
Nú ertu loksins komin á betri stað,
laus úr þínum veika líkama. Ég sé þig
fyrir mér þar sem þú situr í stólnum
þínum niðri, lesandi moggann eða
heklandi dúllur og raulandi lag með
bros á vör. Þannig varstu svo oft þeg-
ar ég kom niður til að sækja blaðið.
Stundum varð skottúr að sækja blað-
ið að löngum stundum þar sem við
sátum og spjölluðum um allt mögu-
legt. Það var hægt að segja þér allt,
sama hversu lítið það var, þú gladdist
ef við glöddumst. Þannig var það, þú
vildir alltaf að við hefðum það sem
allra best, þér fannst þú vera algjört
aukaatriði. Þú elskaðir og dáðir fjöl-
skylduna þína mest af öllu og sýndir
það svo sannarlega í allri þinni hlýju
og væntumþykju. Þú varst svo mikil
amma, svona eins og ömmurnar í sög-
unum, varst alltaf heima til taks ef
eitthvað bjátaði á eða bara til að
spjalla og fíflast. Það var fátt betra en
að koma til þín að loknum köldum
degi og leyfa þér að hlýja mér á hönd-
unum, þú hafðir sérstaka tækni í því
sem enginn annar kunni. Þú hafðir
líka grallarabros, stórt og sterkt
hjarta og karakter sem enginn annar
hafði, hefur haft eða mun hafa. Amma
þú varst svo einstök! Síðustu vikuna
lást þú sofandi í rúminu þínu og þá
var alltaf einhver hjá þér því fátt
fannst þér betra en að vera umkringd
af fjölskyldunni þinni. Nú var komið
að okkur að borga þér til baka alla þá
hlýju, ást og umhyggju sem þú hafðir
fært okkur. Þegar þú svo kvaddir
okkur var svo mikill friður og ró yfir
þér og því veit ég að á nýja, hlýja,
blómlega staðnum þínum hefur þér
verið vel tekið. Ég veit líka að nú ert
þú orðin frjáls að nýju og það gleður
mitt litla hjarta.
Elsku amma mín, Guð geymi þig
um ókomna tíð.
Þín nafna,
Ingibjörg Ósk.
Þá er komið að því að þú kveður
okkur, elsku amma mín. Það koma
ekkert annað en góðar og skemmti-
legar minningar þegar ég hugsa til
baka um það hvernig var að vera
ömmustrákur á Borgarvegi 52. Það
eru mikil forrétindi að fá að alast upp
með ömmu nánast í næstu götu sem
var alltaf ánægð þegar ég kom, hvort
sem ég var svangur eða vantaði fé-
lagsskap. Ef svo ólíklega vildi til að þú
værir ekki heima þegar ég kom, var
gott að vita af lyklinum undir vett-
lingnum í þvottahúsinu svo að ég
kæmist inn og gæti fengið mér mjólk
og kex. Þó að húsið hafi einstaka sinn-
um verið læst, var fangið þitt alltaf
opið.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Aðalsteinn Ingi Erlendsson.
Alfaðir, breið þú yfir lönd
unað og gæsku þína.
Blessaði Jesús, bróðurhönd
berðu á þjáning mína.
Andaðu, Guð, á eymd og kröm,
andvöku-léttu nætur,
búðu um sár og brotalöm,
blessaði Jesús mætur.
Líknandi tak í lófa minn,
láttu mig ekkert saka.
Algóði faðir, engil þinn
yfir mér láttu vaka.
(Einar J. Eyjólfsson.)
Hinsta kveðja
Ingi og Kristrún.
Elsku Imba.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Alli, Ingi, Rósi, Soffía, Inga
Magga og fjölskyldur. Okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Sigríður, Hjördís og Stefanía.
INGIBJÖRG
HJÖRLEIFSDÓTTIR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BALDUR BJÖRNSSON,
Borgarsíðu 13,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 9. febrúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 21. febrúar kl. 13:30.
Guðrún Fanney Guðmundsdóttir,
Karl Líndal Baldursson, Allen Gumisad Ongue,
Borgþór Baldursson, Sigrún Þórólfsdóttir
Hermann Baldursson,
Guðmundur Ingi Baldursson, Kolbrún Þórarinsdóttir,
Guðrún Halldóra Baldursdóttir, Hjálmar Ólafsson,
Elínborg Baldursdóttir, Elvar Þór Sigurjónsson,
Ingibjörg Baldursdóttir, Ingi Sigurbjörn Hilmarsson,
Björn Stefán Baldursson,
Jónas Helgi Baldursson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN MARINÓ STEFÁNSSON,
Austurbergi 30,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 15. febrúar sl.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13.00.
Aðalheiður S. Jónsdóttir, Einar Baldvinsson,
Stefanía Gerður Jónsdóttir, Þórður Jónsson
og barnabörn.