Morgunblaðið - 18.02.2005, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga JónínaDagbjartsdóttir
fæddist á Höfða á
Höfðaströnd 14. des-
ember 1917. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 11. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar Helgu voru
Guðbjörg Ragnheið-
ur Jónsdóttir, f. 7.10.
1893, d. 5.3. 1934, og
Dagbjartur Lárus-
son, f. 11.4. 1886, d.
12.7. 1956. Systkini
Helgu voru Laufey
Ólafsdóttir, f. 22.9.
1912, d. 18.7. 1993, Garðar Dag-
bjartsson, f. 9.9. 1916, d. 21.1.
1996, Hermann Elínór Dagbjarts-
son, f. 4.12. 1922, d. 9.3. 1956,
Jón Jóhannes Kristinn Dagbjarts-
son, f. 10.6. 1927, d. 2.9. 1984 og
Gíslína Hugljúf Dagbjartsdóttir,
f. 3.1. 1930, d. 17.12. 1998.
Eiginmaður Helgu er Bjarni
Magnússon, f. 27.8. 1921. Dóttir
Helgu og Bjarna er Guðbjörg H.,
f. 12.11. 1956. Börn
Guðbjargar og
Birgis Kaaber,
fyrrverandi eigin-
manns hennar eru
Helga Birgisdóttir,
f. 18.2. 1981, Ragn-
ar Birgisson, f. 9.9.
1983 og Sverrir
Birgisson, f. 18.3.
1988.
Helga ólst upp í
Skagafirðinum en
fluttist til Siglu-
fjarðar eftir lát
móður sinnar og
bjó þá hjá hjónun-
um Guðrúnu Sigurjónsdóttur og
Jónasi Guðmundssyni. Um þrí-
tugt flutti Helga til Reykjavíkur
og bjó hún lengst af á Laugaveg-
inum, í Þórufellinu og á Berg-
staðastræti. Síðasta æviárið
dvaldist Helga á Hrafnistu í
Reykjavík.
Helga verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Eitt sumarið þegar ég var lítil
hnáta gisti ég sem oftar hjá ömmu
Helgu og afa Bjarna á Bergstaða-
strætinu. Betri stað var ekki hægt
að hugsa sér fyrir litla dekurrófu,
enda var allt fyrir mig gert og ég
þurfti ekki að lyfta litla fingri. Ým-
ist var ég inni hjá afa þar sem ég
lét hann lesa fyrir mig, teikna,
skrifa og tefla eða ég skoppaði inn
í eldhús til ömmu. Við tvær gátum
alltaf fundið okkur eitthvað að
dunda, hvort sem það var að
syngja, dansa, hlæja eða tala sam-
an. Einu sinni, þegar við amma
vorum orðnar lafmóðar eftir mik-
inn dans og söng, settist amma nið-
ur, dæsti og sagði: „Ja, þegar ég
kemst til himna þá ætla ég að læra
að dansa almennilega og syngja í
kór.“ Mér brá alveg agalega mikið
og spurði ömmu hvort hún ætlaði
nokkuð fara þangað alveg strax.
Amma sagðist nú ekki hafa hugsað
sér það en þegar hún sá skelfing-
arsvipinn á barnabarninu stakk
hún upp í mig súkkulaðikúlu og
sagðist hlakka afskaplega mikið til
að komast til himna. Þá myndi hún
hitta foreldra sína og systkini og
gera allt það sem hana hefði alltaf
langað til. „Himnaríki er góður
staður,“ sagði hún og bætti síðan
við: „maður á alltaf að vera glaður
þegar gamlar ömmur kveðja og
fara þangað.“
Það er erfitt að vera glaður þeg-
ar amma manns kveður, þó að hún
hafi eflaust verið hvíldinni fegin og
líði eflaust vel þar sem hún er
núna. En ég ætla að minnast henn-
ar sem kátrar konu sem var sí-
syngjandi og brosandi. Og það er
ekki laust við að ég brosi sjálf og
rauli lítinn lagstúf þegar ég rifja
upp stundirnar sem við áttum sam-
an.
Helga Birgisdóttir.
Amma okkar var lítil, snaggara-
leg og kát kona sem alltaf átti sæl-
gæti eða smáaur í buddunni til að
gefa barnabörnunum. Á jólunum
bakaði hún ótal sortir af smákök-
unum og gaf þær síðan flestar. Ef
einhver flutti, átti afmæli eða hélt
veislu var hún mætt með himinhá-
an pönnukökustafla sem hún
galdraði fram úr erminni á svip-
stundu. Á jólunum roguðust hún og
afi upp stigann heima hjá okkur
með sitthvorn pokann af jólagjöf-
um og nokkra dunka af smákökum.
Amma var ekki mikið fyrir að eyða
í sjálfa sig en þótti þeim mun
skemmtilegra að hjálpa öðrum og
gefa gjafir. Yfirleitt fussaði hún og
sveiaði þegar einhver stakk upp á
því að kannski myndi hún kaupa
sér eitthvað og sagðist ekki þurfa
neitt, hún hefði allt sem hún þyrfti.
Það eina sem amma þurfti og vildi
var að hafa fólkið sitt í kringum sig
og hugsa um það, og það gerði hún
svo sannarlega.
Við eigum eftir að sakna ömmu
okkar og vonum að henni líði vel
þar sem hún er nú.
Ragnar Birgisson og
Sverrir Birgisson.
Lokið hefur lífshlaupi sínu önd-
vegiskonan Helga Jónína Dag-
bjartsdóttir. Helga var ættuð frá
Hofsósi og þar átti hún sín fyrstu
æviár. Sem unglingsstúlka lá leið
hennar til Siglufjarðar þar sem
hún kom á heimili hjónanna Guð-
rúnar Sigurjónsdóttur og Jónasar
Guðmundssonar smiðs sem
barnapía þriggja barna þeirra,
þeirra Hauks, Sigurðar og Ásdísar.
Í fyrstu var dvölin aðeins yfir sum-
artímann en það fór síðan þannig
eftir lát móður Helgu að Helga
varð eins konar uppeldissystir
systkinanna og ólst upp á heimili
Guðrúnar og Jónasar. Helga varð
snemma fyrir því áfalli að veikjast
af berklum og þurfti að dvelja á
spítala árum saman, fyrst á Siglu-
firði en síðan á Vífilsstöðum og á
Reykjalundi.
Á Vífilsstöðum kynntist Helga
ungum manni, Bjarna Magnússyni
frá Hafnarfirði, og urðu þau frá
þeim tíma samferða í gegnum lífið.
Helga var með eindæmum já-
kvæð kona í öllu sínu veikindastríði
og allir í návist Helgu nutu góð-
semi hennar og kærleika. Helga og
fjölskylda hennar voru alla tíð hluti
af fjölskyldu okkar og voru þau ófá
sporin sem Helga fór til að aðstoða
við alls kyns tilfallandi verk á
heimili þar sem börnin voru fimm
og oft mikið að gera í kringum svo
stórt heimili. Þótt það væri gott að
fá Helgu til að koma og létta undir
með eitt og annað var það þó nær-
vera hennar sem var nóg til þess
að öllum liði vel. Við, Ásdís uppeld-
issystir Helgu og fjölskyldan,
þökkum henni fyrir alla alúð og all-
an kærleika í okkar garð alla tíð og
fyrir samverustundirnar í gegnum
árin og erum þess fullviss að hún
hafi fengið góða heimkomu. Megi
góður guð vaka yfir Bjarna og
dóttur þeirra Guðbjörgu og fjöl-
skyldu hennar.
Ásdís Jónasdóttir, Birgir J.
Jóhannsson og börn.
Við systur kveðjum í dag ynd-
islega konu, hana Helgu, sem var
uppeldissystir móður okkar.
Helga á sérstakan stað í hjörtum
okkar. Hún var vinkona okkar og
aldursmunurinn skipti þar engu
máli. Alltaf var gaman að heim-
sækja Helgu og Bjarna. Við „stelp-
urnar“ settumst þá niður við eld-
húsborðið, fengum okkur kaffibolla
og ekki mátti gleyma súkkulaðikúl-
unum. Helga var jákvæð kona og
hafði gaman af öllu gríni. Stundum
fórum við aðeins yfir strikið í
glensi og gamni og þá var nú hleg-
ið svo tárin runnu niður kinnarnar
á okkur. Við gátum líka talað sam-
an á alvarlegum nótum og þá var
hún alltaf tilbúin að hlusta og góð
ráð hjá henni vel þegin. Við feng-
um svo sannarlega að njóta hjálp-
semi hennar hvort sem það var í
veikindum eða annarri aðstoð. Það
er svo margt sem hún hefur kennt
okkur gegnum árin sem við mun-
um alltaf búa að.
Við kveðjum Helgu með söknuði
og vottum Bjarna, Guggu „frænku“
og fjölskyldu samúð okkar.
Blessuð sé minning Helgu.
Inga og Sigrún.
HELGA JÓNÍNA
DAGBJARTSDÓTTIR
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
GRÍMUR SAMÚELSSON,
Hlíf,
Ísafirði,
lést mánudaginn 14. febrúar.
Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 19. febrúar kl. 11.00.
Óðinn Grímsson,
Magndís Grímsdóttir, Jóhannes Guðnason,
Steinunn Grímsdóttir, Þór Gunnlaugsson,
Snorri Grímsson, Árný H. Herbertsdóttir,
Samúel Grímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og
amma
ÞÓREY ÓLÖF HALLDÓRSDÓTTIR,
Skálateigi 1,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 15. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Halldóra S. Gestsdóttir,
Katrín Anna Sigurðardóttir, Sigurður J. Sigurðsson,
Margrét Harpa Jónsdóttir,
Sólrún Dögg Jónsdóttir,
Halldór Árnason,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Faðir okkar,
PÁLL JÓNASSON,
Lambastaðabraut 12,
Seltjarnarnesi,
lést föstudaginn 11. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk.
Vigdís Pálsdóttir,
Viggó Snorri Pálsson,
Helga Pálsdóttir,
Páll Kári Pálsson,
Hrafnhildur Pálsdóttir,
Halla Guðbjörg Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
STEFÁN BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
frá Dratthalastöðum,
verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar-
daginn 19. febrúar kl. 14.00.
Hallveig Guðjónsdóttir,
Sigmundur K. Stefánsson, Sigríður Ágústa Jónsdóttir,
Guðrún S. Stefánsdóttir, Emil H. Ólafsson,
G. Hjalti Stefánsson, Heiður Ósk Helgadóttir,
Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, Páll Jóhann Kristinsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
LILJA HALLDÓRSDÓTTIR,
Hlíf 1,
Ísafirði,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa-
firði sunnudaginn 13. febrúar, verður jarðsung-
in frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. febrúar
kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði njóta
þess.
Anna Gunnlaugsdóttir,
Hákon Guðmundsson, Ingigerður Traustadóttir,
Katrín Guðmundsdóttir, Kristján Ragnarsson
og aðrir aðstandendur.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
áður til heimilis í Miðtúni 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
16. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðju-
daginn 22. febrúar kl. 11.
Guðmundur Hlíðar Björnsson, Anna Hlín Guðmundsdóttir,
Birna G. Björnsdóttir, Björn Karlsson,
Stefanía G. Björnsdóttir, Jón Helgason,
Haraldur Björnsson, Ingibjörg Gísladóttir,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR,
Ásvegi 9,
Breiðdalsvík,
sem lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
10. febrúar verður jarðsungin frá Heydalakirkju
laugardaginn 19. febrúar kl. 14.
Gunnar Ari Guðmundsson, Heiðrún Alda Hansdóttir,
Einar Guðmundsson,
Björn Guðmundsson,
Aðalheiður Guðrún Guðmundsdóttir,
Friðrik Mar Guðmundsson, Alda Oddsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Þorlákur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.