Morgunblaðið - 18.02.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 35
MINNINGAR
✝ Jón ValdimarKristjánsson
fæddist á Stöðvar-
firði 30. janúar 1919.
Hann lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi 11.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Kristján Stef-
ánsson, f. 1889, d.
1961, og Þórunn Mar-
grét Þórðardóttir, f.
1900, d. 1991, ábú-
endur í Kirkjubólsseli
í Stöðvarfirði. Bræð-
ur Jóns eru Ragnar, f.
29. janúar 1925, og Björgólfur
Kristþór, f. 13. febrúar 1940.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er
Borghildur Gísladóttir, f. 1. apríl
1923. Foreldrar hennar voru hjón-
in Gísli Páll Björnsson rafveitu-
stjóri, f. 1896, d. 1988, og Arnbjörg
Arngrímsdóttir húsmóðir, f. 1893,
d. 1935, þau voru búsett á Höfn í
Hornafirði. Börn Jóns og Borg-
hildar eru: 1) Gísli Arnbjörn, f. 7.
júní 1944. Kona hans er Heiðrún
Helga Karlsdóttir, f. 8. maí 1945.
Þau eiga þrjár dætur og fjögur
barnabörn. 2) Kristján Grétar, f.
16. júní 1945. Kona hans var Gerð-
ur Björgmundsdóttir, f. 25. maí
1945, d. 7. apríl 1988. Börn þeirra
eru fimm og barnabörn sjö. Í sam-
búð með Kristjáni Grétari er Þór-
dís Guðjónsdóttir, f.
22. desember 1942.
Hún á tvö börn og
eitt barnabarn. 3)
Ingunn Sóley, f. 10.
ágúst 1949. Eigin-
maður hennar er
Árni Halldór Guð-
bjartsson, f. 21. nóv-
ember 1945. Þau
eiga þrjú börn og sex
barnabörn. 4) Þórð-
ur Heiðar, f. 21. nóv-
ember 1959. Kona
hans er Guðbjörg
Ingólfsdóttir, f. 31.
maí 1972. Börn
þeirra eru tvö.
Jón ólst upp á Stöðvarfirði og
hlaut þar barnafræðslu að þeirra
tíma venju. Hann stundaði almenn
störf í uppvextinum, til sjós og
lands, og rúmlega tvítugur sótti
hann námskeið í smíðum sem hann
starfaði síðar við með öðru. Sjó-
mennska var þó aðalstarfið og
hann reri á eigin bát um árabil.
Jón og Borghildur reistu sér hús
á skika úr landi Kirkjubólssels og
nefndu það Ásbrún. Þar bjuggu
þau allt til ársins 1994 en fluttu þá
til Reykjavíkur og síðustu ár hefur
heimili þeirra verið í Hraunbæ
103.
Útför Jóns fer fram frá Árbæj-
arkirkju í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Jón Valdimar Kristjánsson fædd-
ist í Laufási á Stöðvarfirði 30. janúar
1919, sonur hjónanna Þórunnar
Margrétar Þórðardóttur og Krist-
jáns Stefánssonar.
Jón ólst upp í Kirkjubólsseli – eða
„Seli“ eins og bærinn er oftast
nefndur þar um slóðir – og í æsku
var hann ævinlega kallaður Jonni í
Seli. Hann fékk almenna barna-
fræðslu þar heima og vann að bú-
störfum og sjósókn frá unga aldri,
með föður sínum og fleirum, og upp
frá því var sjómennskan honum kær
og hans helsta starf.
Eftirlifandi eiginkona er Borg-
hildur Gísladóttir frá Grímsstöðum
á Hornafirði. Þau gengu í hjónaband
24. desember 1943 og eignuðust
fjögur börn.
Árið 1942 fór Jonni á smíðanám-
skeið sem haldið var á Laugarvatns-
skóla og vann við smíðar um skeið í
Reykjavík að því loknu. Hann var
einstakur hagleiksmaður hvort sem
var á tré eða járn. Hann byggði hús,
smíðaði húsgögn, múraði og snikk-
aði og gerði við alla mögulega hluti,
svo sem byssur, gasluktir, lampa og
jafnvel útvarpstæki. Allt var komið
með til Jonna sem laga þurfti. Einn-
ig var hann árum saman aðalhár-
skeri Stöðfirðinga.
Hann var góður söngmaður og
spilaði á harmoniku frá unga aldri til
æviloka. Spilaði á dansleikjum árum
saman á Austurlandi og víðar. Ein-
stakur veiðimaður, góð skytta og
sérlega áhugasamur og fengsæll
stangveiðimaður.
Margar voru veiðisögurnar og
gaman að fylgjast með þeirri um-
ræðu enda frásagnir úr veiðiferðum
þrungnar glettni og gamansemi. Það
er ljúft yfir minningum margra sam-
verustunda í leik og starfi. Oft unn-
um við pabbi saman að ýmsum
framkvæmdum, til dæmis við raf-
lagnir og smíðar í nokkur ár.
Það var góð samvinna og lær-
dómsrík samvera og kær. Við sung-
um saman í Karlakór Stöðvarfjarð-
ar, spiluðum saman á nokkrum
dansleikjum og nokkrum sinnum fór
ég með honum í róður á Kópnum.
Já, hann pabbi minn var vinmarg-
ur, fróður og dagfarsprúður ná-
kvæmnismaður í einu og öllu. Ég vil
ljúka þessum minningarorðum með
vísu, eða fyrirbæn, sem kveðin var
til hans sem barns, þó ekki sé full-
víst um höfund.
Gakktu veginn gæfunnar,
Guð þig leiði ávallt þar.
Auðnu hljót þú alls staðar,
elsku Jón minn Valdimar.
Ég vil þakka samveruna á lífs-
hlaupinu.
Guð blessi minningu góðs drengs.
Grétar.
Elsku afi.
Þá er komið að kveðjustund hjá
okkur. Einhvern veginn bjóst ég
ekki við því að þú myndir kveðja
okkur strax, en þinn tími var greini-
lega kominn.
Ég á margar minningar um þig,
en skiptin sem ég fór með þér á milli
bryggja, þegar þú varst búinn að
landa, heima á Stöðvarfirði, þær
standa upp úr hjá mér núna. Vá,
hvað mér fannst það gaman. Mér
fannst líka svo gaman að hlusta á
þig spila á nikkuna og sagði stolt,
öllum sem það vildu heyra, að hann
afi minn gæti sko alveg spilað á
svona græju. Það var alltaf svo nota-
legt að koma til ykkar ömmu, alltaf
fékk ég eitthvert góðgæti og stund-
um gat ég platað ykkur í spil, það
fannst mér nú sérstaklega skemmti-
legt.
Þessa dagana stendur það upp úr
þegar við litla fjölskyldan komum til
ykkar bæði um jól og 30. janúar síð-
astliðinn á afmælinu þínu. Það var
svo gaman að sjá bæði þig og ömmu
spjalla við litlu stelpuna okkar Loga,
ég er svo ánægð með að þið Karen
Hrund fenguð smátíma saman. Svo
var svo gaman að hlusta á þig rifja
upp árin á Kóp og veiðiferðirnar,
það var sko eitthvað sem átti hug
þinn allan.
Með þessum orðum kveð ég þig
elsku afi minn, ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert staddur núna, ef-
laust með ömmu í Seli þér við hlið.
Elsku amma, Arnbjörn, Grétar,
mamma, Þórður, Ragnar, Björgólf-
ur og fjölskyldur. Dýpsta samúð mín
og fjölskyldunnar til ykkar allra.
Elva Árnadóttir.
Jæja, afi minn, nú er komið að
kveðjustund og mig langar að þakka
þér í fáum orðum allar stundir okk-
ar saman, sérstaklega þegar við
bjuggum hlið við hlið á Stöðvarfirði.
Það var alveg yndislegt að hafa
ykkur ömmu í næsta húsi þegar ég
var að alast upp. Ég man alltaf eftir
því þegar þú varst að fara á sjóinn á
Kópnum þínum og þegar þú komst
að landi seinnipart dags og að fá að
fara með þér yfir á smábátabryggju.
Oft leyfðir þú mér að stýra trillunni
þinni, sem bar af öðrum hvað hrein-
læti varðar. Ekki þreyttist þú á að
fara inn að pípu og út að pípu með
mér á bílnum þínum. Þetta eru
stundir sem ég á aldrei eftir að
gleyma og eru fastar í minningu
minni, ég þakka þér fyrir þær, elsku
afi minn. Þegar þú lást á spítalanum
sofandi og ég kom til að kveðja þig
varstu alveg eins og þegar þú lást í
sófanum í Ásbrún, sofandi yfir sjón-
varpinu, þannig minnist ég þín og er
þakklátur fyrir að hafa getað sagt
bless við þig.
Elsku amma, Grétar, Arnbjörn,
Þórður og mamma, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og Guð geymi
þig, afi minn.
Guðbjartur.
Elsku afi minn.
Eitt sinn þurfa allir menn að
deyja og núna er komið að okkur að
kveðja þig.
Við brölluðum margt þegar ég var
lítil stúlka. Þú hafðir oft orð á því,
hvað þér fannst gaman þegar þú lást
í sófanum í stofunni í Ásbrún og ég
sat á bumbunni þinni og sagði þér
sögur. Manstu þegar við fórum á
rúntinn okkar inn að pípuhliði og út
að pípuhliði, þú varst ótrúlega dug-
legur að rúnta þetta með mig, í
hvert skipti sem ég bað um það. Ég
átti heima í næsta húsi og var fljót
að fatta það að amma var alltaf með
kvöldkaffi handa þér og skokkaði ég
þá gjarnan yfir til ykkar og borðaði
heimabakaða sætabrauðið hennar
ömmu „þér til samlætis“. Já, það var
gott að vita af ykkur þarna í næsta
húsi og geta leitað til ykkar ef eitt-
hvað bjátaði á. Ég gæti talað enda-
laust upp hitt og þetta en við skulum
bara eiga það út af fyrir okkur.
Elsku afi minn, þá ætla ég að
kveðja þig og þakka þér fyrir öll
yndislegu árin okkar, þau eru mér
dýrmæt eign. Elsku amma, Arn-
björn, Grétar, mamma, Þórður og
fjölskyldur, innilegustu samúðar-
kveðjur mínar og fjölskyldunnar til
ykkar allra.
Þín
Borghildur Jóna.
JÓN VALDIMAR
KRISTJÁNSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningar-
greinar
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
SIGURGEIR HANNESSON
bóndi,
Stekkjardal,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
þriðjudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn frá
Blönduósskirkju laugardaginn 19. febrúar
kl. 13:00. Jarðsett verður að Svínavatni.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heil-
brigðisstofnunina á Blönduósi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hanna Jónsdóttir.
Útför
AXELS EMILS GUNNLAUGSSONAR,
sem lést fimmtudaginn 10. febrúar sl., hefur
farið fram í kyrrþey.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á sjóð til
styrktar sleðakaupa vetraríþrótta fatlaðra,
Íþróttasamband fatlaðra - kt. 620579-0259,
bankanr. 0313-13-710623.
Aðstandendur.
Hjartans þakkir til þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GYÐU GUÐNADÓTTUR,
Bjargi,
Stokkseyri.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
gjörgæslu- og hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut.
Erna Elíasdóttir, Gunnar Hübner,
Guðrún Elíasdóttir, Pálmi Jónsson,
Ingvar Elíasson,
Guðni Elíasson, Hafdís Rósa Bragadóttir,
Rósa Þórey Elíasdóttir og Jökull Logi,
Davíð Sigurðsson, Þorbjörg Yngvadóttir,
Helga Guðný Sigurðardóttir, Jón Haukur Ingvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR BJARNASON
stýrimaður,
Hraunbæ 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 25. febrúar kl. 15.00.
Halldór Ómar Sigurðsson,
Laufey Guðrún Sigurðardóttir,
Atli Sigurðsson, Berglind Sigurðardóttir,
Hafrún Sigurðardóttir, Einar Björn Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu, langömmu og langalangömmu,
HILDAR B. KÆRNESTED,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknarde-
ildar Landakots og starfsfólki í Sóltúni 2 fyrir
frábæra umönnun í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Anton Örn Kærnested, Ágústa Bjarnadóttir,
Ásthildur Birna Kærnested,
Sigrún Gróa Kærnested, Grétar Mar Hjaltested,
Sigríður G. Kærnested,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.