Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 9
ÞAÐ SEM einkennir stelpuleiðtoga eru oft þættir sem strákaleiðtogi myndi forðast, t.d. samviskusemi, tengsl við kennarann, góðar ein- kunnir og feimni. Það sem hins vegar einkennir strákaleiðtogann er fyndni, að vera sama um hvað öðrum finnst og leti. Þetta eru m.a. niður- stöður rannsóknar sem Berglind Rós Magnúsdóttir, uppeldis- og mennt- unarfræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, gerði veturinn 2001–2002 á valdatengslum nemenda í tveimur tíundu bekkjum í Reykjavík. Berglind kynnti rann- sókn sína á ráðstefnu um drengja- menningu í skólum sem haldin var í síðustu viku. Í rannsókninni var skoðað hverjir væru leiðtogar hópsins, hefðu sig mest í frammi og teldust hæfileika- ríkir bæði af kennurum og nemend- um. Í fyrirlestri sínum á ráðstefn- unni gaf Berglind sérstaka innsýn í innbyrðis tengsl drengjanna og í hugarheim drengjaleiðtogans í öðr- um bekknum sem hún kallar L-bekk- inn, á hverju vinsældir hans og völd byggðust og hvernig það tengdist fræðilegum hugmyndum um karl- mennsku og almennum hugmyndum um leiðtoga. Í kynningu Berglindar á ríkjandi hugmyndum um karlmennsku kom fram að karlmennska er oft metin út frá íþróttahæfileikum, líkamlegum styrk, þekkingu á tækjum, kynferð- islegri frammistöðu, óttaleysi, sjálfs- trausti, samkeppni og rökhugsun. „Þetta byggist allt á því að sanna sig og getu sína fyrir öðrum, bæði strákahópnum og öðrum í bekkn- um,“ sagði Berglind. Færni án þess að hafa fyrir því Tveir drengir Í L-bekknum, Valdi og Svanur, höfðu sig mest í frammi í kennslustundum og voru vinsælastir. „Þeir voru jafnframt bestir í boltan- um og fyndnastir. Bæði kennarar og nemendur höfðu jafnan mesta trú á þeim,“ segir Berglind. Þegar nemendur voru spurðir í viðtölum um hvað fælist í greind að þeirra mati voru svör drengjanna og stúlknanna almennt ólík. Færni án þess að hafa fyrir því, er greind að mati flestra strákanna og sumra stelpnanna í bekknum. Sam- viskusemi tengist undirgefni og kvenleika að þeirra mati. „Strákarnir hneyksluðust á stelpunum hvað þær lærðu mikið,“ segir Berglind. Stelp- urnar mátu hins vegar greind innan síns hóps út frá einkunnum. Einkunn var keppikefli fyrir þær og hafði áhrif á valdastöðu í þeirra hópi. En einkunnir hjá drengjunum höfðu ekki áhrif á valdastöðu þeirra. „Öll erum við að reyna að efla valdastöðu okkar og ef einkunnir eru ekki hluti af því, af hverju ættum við þá að keppast við að fá mjög góðar ein- kunnir?“ spyr Berglind. Strákarnir vildu þó ekki fá lélegar einkunnir, vildu ekki láta útiloka sig frá framhaldsskóla. „En það getur verið ansi erfitt þegar það má helst aldrei neitt læra,“ segir Berglind. Í ljós kom að mörgum drengjanna gekk ágætlega í skóla, m.a. leiðtog- unum. „En það var mjög mikilvægt að það kæmi fram að þeir hefðu ekk- ert fyrir því og að þeir væru í raun snillingar. En stelpur með háar ein- kunnir voru samviskusamar og dug- legar. Þessi viðhorf komu upp bæði hjá kennurum og nemendum. Af þessu er augljóst að það eru ólíkir mælikvarðar notaðir við kynin.“ Þegar leiðtoginn Valdi er spurður hver sé greindastur í bekknum svar- ar hann: „Ég … nei … jú … samt … eða sko Ása og Fjóla þær læra alltaf mikið fyrir öll próf og ég geri það ekki en fæ alltaf sömu einkunn og þær. Síðan sko þegar ég var yngri þá las ég voða mikið svona fræðibækur og þannig og ég bý að því að ég var alltaf svona proffi en ég var samt … ég var sko ekki nörd.“ Um þetta svar segir Berglind: „Þar liggja mörkin. Nördarnir eiga engan sjens á að verða leiðtogar. Það er allt í lagi að vita mikið og mik- ilvægt að koma þekkingu sinni á framfæri, helst ef það stendur ekki í skólabókunum.“ Þeir sem voru taldir leiðtogar í L- bekknum voru jafnan fyndnastir. „Fyndni er lykilatriði í karl- mennsku. Að vera fyndinn er afskap- lega heillandi,“ segir Berglind. Strákarnir láta vaða í allan bekkinn en stelpurnar segja eitthvað fyndið innbyrðis í sínum hópi og láta það nægja. Enginn hópur valdi stelpu sem borgarstjóraefni Veturinn sem athugunin var gerð voru borgarstjórnarkosningar. Bekkjunum tveimur sem tóku þátt í rannsókninni var skipt í sex hópa og stofnuðu „stjórnmálaflokka“ og völdu sér borgastjóraefni. Enginn hópurinn valdi stelpu sem borgar- stjóraefni. Ástæðurnar að mati stelpnanna voru m.a. að hópurinn ætti meiri möguleika með strák í far- arbroddi og að það þýddi ekkert að hafa stelpu í forsvari. Þá óttuðust þær að vera stimplaðar athyglis- sjúkar og sögðust ekki hafa eins mik- ið vit á stjórnmálum og strákarnir. „Karlmennska og hugmyndir um leiðtoga virðast því enn samofnar,“ segir Berglind. „Þau atriði sem ein- kenna karlmennsku eru oft þau sem talin eru lýsa heppilegum leiðtoga. Það gæti að einhverju leyti skýrt þetta. Hin ráðandi orðræða í samfélaginu um að stelpum sé hyglað á kostnað drengja og ekki sé langt að bíða að þær nái yfirhöndinni á flestum svið- um þjóðlífsins er hæpin í þessu sam- bandi,“ segir Berglind um niðurstöð- urnar. Strákar eru snillingar en stelpur samviskusamar Drengir sem gengur vel í skóla eru snillingar og þurfa ekkert að hafa fyrir náminu. En stelp- ur sem fá háar einkunn- ir eru sérlega samvisku- samar og duglegar. Ný rannsókn á valda- tengslum nemenda var kynnt á ráðstefnu um drengjamenningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Færni án þess að hafa fyrir því var greind að mati flestra strákanna og sumra stelpnanna í L-bekknum sem Berg- lind Rós rannsakaði. Samviskusemi tengdist undirgefni og kvenleika að þeirra mati. sunna@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Skyrtur og vesti Síðustu dagar útsölunnar 500 kr. - 1.000 kr. - 2.000 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 „ÞAÐ eru ekki uppi nein áform um að breyta núverandi fyr- irkomulagi samræmdu próf- anna í grunnskólum. Við telj- um að prófin eins og þau eru í dag þjóni mikilvægu hlutverki fyrir nemendurna, foreldra þeirra og skólana,“ segir Stein- grímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráð- herra, um þá tillögu Félags grunnskólakennara, sem greint var frá í síðustu viku, að leggja beri samræmdu prófin í grunnskólum niður. Að sögn Steingríms eru próf- in í 4. og 7. bekk í raun könn- unarpróf ætluð nemendum, foreldrum og kennurum til að meta stöðu nemanna. „Þau þjóna einnig þeim tilgangi að menn geti miðað skólastarfið í framhaldinu við niðurstöður prófanna.“ Spurður um þá afstöðu sem birtist í ályktun Félags grunn- skólakennara um að skóla- starfið væri nú þegar farið að taka of mikið mið af prófunum segir Steingrímur það ekki þurfa að vera svo. „Ef það er svo þá er það fyrst og fremst einhver gryfja sem menn detta í, því það er ekki tilgangur prófanna að stýra skólastarf- inu. Raunar er þýðingarmikið að menn líti fremur á prófin sem mikilvægt hjálpartæki sem verið geti leiðbeinandi í skóla- starfinu.“ Prófin valfrjáls Steingrímur minnir á að samræmdu prófin í 10. bekk eru valfrjáls. „Hið háa hlutfall nemenda sem kýs að taka próf- in, eða rúmlega 90% í ensku, ís- lensku og stærðfræði og rúm- lega 70% í dönsku, sýnir ef eitthvað er að nemendurnir hafa sjálfir áhuga á að láta meta stöðu sína.“ Að mati Fé- lags grunnskólakennara gagnast samræmdu prófin í 10. bekk ekki grunnskólanum heldur framhaldsskólunum og telur félagið eðlilegra að fram- haldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskil- yrði. Spurður um þetta atriði spyr Steingrímur á móti hvort menn séu að kalla eftir því að framhaldsskólar taki upp inn- tökupróf. „Ég held að það sé ekki eitthvað sem menn myndu vilja sjá koma í staðinn.“ Í ályktuninni kemur einnig fram að félagið telji samræmd próf ganga þvert á stefnuna um einstaklingsmiðað nám. Spurður hvort það fari saman að hafa samræmd próf á sama tíma og þróun síðustu ára hafi verið í átt að einstaklingsmið- uðu námi segist Steingrímur ekki sjá neitt því til fyrirstöðu. Fyrirkomu- lagi sam- ræmdra prófa ekki breytt Í RANNSÓKNINNI tók Berglind saman allt sem nemendur og kenn- arar sögðu um strákaleiðtogann Valda og stelpuleiðtogann Áshildi. Um Valda var sagt: Fæddur leiðtogi, hrókur alls fagnaðar, alveg sama hvað öllum finnst, algjör snillingur, hundlatur, dekurbarn, hefur alltaf skoðun, einstaklega fyndinn og skemmtilegur og víðles- inn. Um Áshildi leiðtoga stúlknahópsins var sagt: Frekar frumkvæð- islaus en bauð sig fram í verk ef enginn annar vildi vinna þau, gerir allt sem henni er sagt, ofsalega áreiðanleg, traustur vinur, feimin, frekar óvirk í kennslustundum, samviskusöm fram í fingurgóma, fær hæstu einkunnirnar og er í nánum tengslum við umsjónarkenn- arann. „Prófið þig í huganum að snúa þessu við, að setja það sem sagt er um Áshildi undir Valda og öfugt,“ spyr Berglind. „Haldið þið að það gæti einhvern tímann átt sér stað að strákur, sem er lýst eins og Ás- hildi, gæti orðið leiðtogi drengjahóps?“ Berglind segir að í raun forðist drengir margt af því sem virðist einkenna stelpuleiðtogann. Hvað einkennir bekkjarleiðtogann? HAGNAÐUR vegna sölu á eigin íbúðarhúsnæði er ekki skattskyldur ef húsnæðið hefur verið í eigu við- komandi lengur en tvö ár samkvæmt nánar tilgreindum reglum. Hafi íbúðarhúsnæðið verið í eigu viðkomandi skemur en í tvö ár er greiddur 10% skattur af söluhagn- aði, ef um hann er að ræða, og eins ef ekki er um að ræða eigið húsnæði viðkomandi. Sama gildir um skatt- lagningu söluhagnaðar og skattlagn- ingu vaxtatekna og annarra fjár- magnstekna, eins og arðs af hlutabréfum, að greiddur er 10% fjármagnstekjuskattur, en með upp- töku hans voru allar fjármagns- tekjur færðar saman og skattlagðar eins. Fjallað er um söluhagnað vegna íbúðarhúsnæðis í 17. gr. laga um tekju- og eignaskatt. Þar segir meðal annars: „Hagnaður af sölu íbúðar- húsnæðis telst að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári hafi maður átt hið selda húsnæði skemur en tvö ár, en hafi hann átt hið selda í tvö ár eða lengur telst söluhagnaðurinn ekki til skattskyldra tekna. Ákvæði þessarar greinar gilda aðeins um sölu íbúðarhúsnæðis sem er í eigu manna og aðeins að því marki sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis selj- anda fer ekki fram úr 600 m3 á sölu- degi ef um einstakling er að ræða en 1.200 m3 ef hjón, sbr. 62. gr., eiga í hlut. Stærðarmörk þau sem gilda fyrir hjón gilda einnig um sölu eft- irlifandi maka á íbúðarhúsnæði sem var í eigu hjónanna.“ Fram kemur að hægt er fara fram á frestun söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi. Kaupi viðkom- andi annað íbúðarhúsnæði eða hefji byggingu íbúðarhúsnæðis í stað þess selda innan þess tíma færist sölu- hagnaðurinn til lækkunar á stofn- verði hinnar nýju eignar. Hagnaður af sölu eigin íbúðarhúsnæðis ber 10% skatt Ekki skattskyldur eftir tvö ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.