Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MÖRG þúsund konur úr flokkum stjórnarand- stæðinga efndu til útifundar í Lome, höfuðborg Afríkuríkisins Tógó, í gær og kröfðust þess að við völdum tæki ríkisstjórn sem færi að reglum lýðræðisins. „Við klæðumst rauðu vegna þess að lýðræðið er í hættu, við verðum að bjarga að segja af sér embætti í aðdraganda forseta- kosninga. Mun forseti þingsins nú taka við embættinu til bráðabirgða. Gnassingbe var settur í embætti forseta eftir að faðir hans, Gnassingbe Eyadema, lést eftir um fjörutíu ár á valdastóli. því,“ sagði Brigitte Adjamongbo-Johnson, ein þeirra sem skipulögðu mótmælin. Samband Vestur-Afríkuríkja aflétti á laugardag við- skiptaþvingunum gagnvart Tógó eftir að Faure Gnassingbe, sem her landsins setti í embætti forseta nýlega, tilkynnti að hann hefði ákveðið Reuters Tógó-konur krefjast lýðræðis PAUL Martin, forsætisráðherra Kanada, seg- ir að Bandaríkjamenn muni verða að biðja um leyfi hjá Kanadastjórn ef þeir vilji skjóta niður árásareldflaug yfir kanadísku landi, komi til þess. Kom þetta fram í máli ráðherrans á föstudag, daginn eftir að Kanadastjórn ákvað að taka ekki þátt í væntanlegu gagn- flaugakerfi Bandaríkjamanna. Með gagnflaugakerfinu er ætlunin að búa til kerfi eldflauga sem hægt verði að nota til að skjóta niður árásareldflaugar en til þess þarf geysilega fullkomna tækni sem enn er verið að þróa. Margir Kanadamenn óttast að með kerf- inu verði hleypt af stað nýju vopnakapphlaupi. Er því andstaða meðal almennings við þátt- töku Kanada í varnarkerfinu og þess skal get- ið að ríkisstjórn Martins er í minnihluta á þinginu í Ottawa. Leiðtogi Íhaldsflokksins, Stockwell Day, gerði gys að Martin og benti á að varla myndi gefast tími til að ræða málin áður en gagnflaug yrði skotið upp. Viðurkenndi Martin að þegar upp væri staðið myndu það verða Bandaríkja- menn sem tækju ákvörðun um eldflaugaskot. Verður spurt leyfis? Toronto. AP. TVEIR tyrkneskir fangar boruðu nýlega gat á níu sentímetra þykkan steinvegg á milli klefa sinna og höfðu kynmök í gegnum það með þeim afleiðingum að barn kom í heiminn. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu að hvort um sig hafi hlotið fjögurra mánaða fangels- isdóm fyrir skemmdir á eigum hins opin- bera. Upprunalega var viðbótardómurinn fyrir gatið eitt ár en hann var mildaður með tilliti til þess að skemmdirnar hefðu verið „lítilfjörlegar“. Nýbakaður faðirinn, Seylan Corduk, sem er fertugur, situr inni fyrir morð, og móð- irin, Kadriye Fikret, 27 ára, situr inni fyrir að hafa komið fyrir sprengju á markaðs- torgi. Fjölgun í fangelsi Istanbúl. AFP. FULLTRÚAR klerkastjórnarinnar í Íran og Rússlands undirrituðu í gær samkomulag um að hinir síð- arnefndu sæju Írönum fyrir elds- neyti fyrir kjarnorkutilraunaver. Þegar búið er að nota eldsneytið verður því skilað til Rússlands til að tryggja að Íranar vinni ekki úr því plútón sem unnt væri að nota til smíði kjarnorkusprengju. Margir óttast að Íranar muni geta notað tilraunaverið til að fram- leiða kjarnorkuvopn. John McCain, einn af áhrifamestu þingmönnum repúblikana í öldungadeildinni bandarísku, lagði í gær til að Rúss- um yrði refsað fyrir að aðstoða Ír- ana við kjarnorkutilraunir með því að útiloka þá frá fundum helstu iðn- ríkja heims, G-8-fundunum svo- nefndu. Með samkomulaginu í gær verður Írönum gert kleift að gangsetja sitt fyrsta kjarnorkuver sem verið er að reisa með aðstoð Rússa í Bushehr í sunnanverðu landinu. Rússar fá um 800 milljónir doll- ara, nær 50 milljarða króna, fyrir aðstoðina við Írana. Gert er ráð fyr- ir að verið komist í gagnið í árslok 2006. Gholamreza Aghazadeh, vara- forseti Írans, og Alexander Rúmj- antsev, yfirmaður rússnesku kjarn- orkumálastofnunarinnar, skrifuðu undir samkomulagið í kjarnorku- verinu. Enn hefur ekki verið samið um hver greiði kostnaðinn við að skila eldsneytinu þegar búið er að nýta það. Ótti á Vesturlöndum Bandaríkjamenn saka írönsk stjórnvöld um að reyna á laun að smíða kjarnavopn, þótt ríkið eigi að- ild að samningnum um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna (NPT). Benda margir á að komi Ír- anar sér upp slíkum vopnum muni fleiri ríki á svæðinu þegar fylgja í kjölfarið vegna þess að þau vilji ekki að Íranar komist í yfirburðastöðu í Mið-Austurlöndum. Klerkastjórnin styður með fé og vopnum ýmis herská samtök og hryðjuverkamenn í öðrum löndum og neitar staðfast- lega að viðurkenna tilverurétt Ísr- aels. Íranar vísa öllum ásökunum á bug og segja að tilraunaverinu í Bushehr sé eingöngu ætlað að framleiða orku. Efast sumir um þörfina á því þar sem Íran ræður yfir meiri olíu- og gaslindum en flest ríki jarðar. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sagt að hann sé þess fullviss að fyrir Írönum vaki einungis að nýta kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi. Telja margir Rússar að andstaðan á Vesturlöndum byggist m.a. á því að menn geti þar ekki unnt Rússum að ná þessum mik- ilvægu samningum sem skipti öllu fyrir rússneskan kjarnorkuiðnað. Samið um eldsneyti í kjarnorkuver Írana Reuters Tilraunaverið sem verið er að reisa með aðstoð Rússa í Bushehr í Íran. McCain vill að Rússar verði úti- lokaðir frá fund- um G-8-ríkjanna Teheran, Washington. AP, AFP. JÓHANNES Páll II páfi kom í gær óvænt út í glugga á Gemelli- sjúkrahúsinu í Róm og veifaði til hóps af fólks fyrir utan. Á tröpp- um Péturskirkjunnar var lesin yf- irlýsing frá páfa þar sem hann fór þess á leit að beðið yrði fyrir sér. Páfa var ekið í hjólastól út að glugganum þar sem hann signdi sig og benti á hálsinn á sér til að minna á að hann mætti ekki tala. Á fimmtudaginn var gerður á hon- um barkaskurður til að gera hon- um auðveldara um andardrátt, og mun hann ekki geta talað í nokkra daga. Jóhannes Páll var við gluggann í um mínútu og leit þokkalega út þrátt fyrir heilsubrestinn. Hann tók ekki þátt í sunnudagsbænum, Angelus, í gær, í fyrsta sinn í 26 ára páfatíð sinni. Las aðstoðar- maður páfa blessunarorðin fyrir hans hönd. Reuters Páfi ber sig vel SABAWI Ibrahim Hasan, hálfbróð- ir Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, hefur verið handtek- inn, að sögn skrifstofu íraska for- sætisráðuneytisins í gær. Hasan var í 36. sæti á lista Bandaríkja- manna yfir 55 helstu samverka- menn Saddams, spilastokknum fræga. Saddam og Hasan eru sam- mæðra. Hasan er talinn hafa flúið til Sýrlands um það leyti er stjórn Saddams féll. Að sögn íraskra emb- ættismanna, sem ekki vildu láta nafns síns getið, afhentu sýrlensk stjórnvöld Írökum Hasan til þess að sýna góðan samstarfsvilja. Bandaríkjamenn hafa sakað Sýr- lendinga um að skjóta skjólshúsi yfir hermdar- verkamenn sem stundi iðju sína í Írak. Sýrlending- ar eiga einnig mjög í vök að verjast vegna krafna um að þeir dragi her sinn á brott frá Líbanon. Grunur leikur á að þeir hafi staðið á bak við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra Líbanons, sem vildi að her- námi Sýrlendinga lyki. Hasan er meðal þeirra sem taldir eru helstu skipuleggjendur upp- reisnaraflanna í Írak en hann er talinn hafa veitt herskáum hópum fjárstuðning. Hafði Bandaríkja- stjórn sett milljón dala, um 61 milljón króna, til höfuðs honum. Í stjórnartíð Saddams var Hasan lengi æðsti yfirmaður leyniþjón- ustu Íraks en undir lokin var hann sérstakur ráðgjafi forsetans. Hann var alræmdur fyrir að beita pynt- ingum og morðum gegn stjórnar- andstæðingum. Tveir aðrir hálf- bræður Saddams, Barzan og Watban, voru handteknir í apríl 2003. Bróðir Saddams handsamaður Bagdad. AP, AFP. Sabawi Ibrahim Hasan ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.