Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 19 S tefna Reykjavíkurlistans í málefnum grunnskólans er skýr: Að í öllum hverfum borgarinnar standi til boða skóli sem er jafnvígur öðrum að gæðum, sannkallaður „heimaskóli“. Jafnræði sé með skólum þannig að öllum börnum standi til boða sams konar „þjónustutrygging“, óháð efnahag eða búsetu. Skólar séu fjölbreyttir; þau börn sem ekki vilja nýta sér for- gangsrétt í heimahverfi hafi val um aðra skóla í borg- inni; réttur forráðamanna til upplýsinga, áhrifa og áfrýjunar sé ríkur. Áhersla er á aukið fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skóla og umtalsvert fé lagt til að ýta undir þróun og nýsköpun. Frelsi til að velja skóla Ritstjórum Morgunblaðsins virðist fyrirmunað að skilja að engin tvímæli eru um að fólk megi velja grunnskóla. Í innritunarbréfi sem sent er út til forráðamanna sex ára barna er þetta skýrt tekið fram: Barnið á forgang í heimahverfi, en getur óskað eftir skólavist í hvaða öðrum grunnskóla í Reykjavík. Fyrir skömmu samþykkti menntaráð reglur þar sem kveðið er á um rétt forráðamanna til upplýsingar og áfrýjunar um þetta efni. Dæmi: Vilji forráðamenn barns í skólahverfi A ekki nýta sér forgang þar, standa til boða 33 aðrir almennir grunnskólar, og skóla- stjórar þeirra verða að hafna móttöku nemanda með málefnalegum rökum sem hægt er að áfrýja til Fræðslu- miðstöðvar. Val um skóla snýst ekki bara um „almenna skólakerfið“ eða „einkaskóla“ heldur alla þá skóla sem starfa í borginni og hafa í vaxandi mæli mismunandi framboð á áherslum í starfi sínu. Fjölgun skóla eða aukin fjölbreytni náms? Reykjavíkurborg stefnir að því að vera sem næst 100% nýtingu nemendarýma með því að dreifa mannafla og námsframboði um borgina eftir spurn í heimahverfum. Þetta kostar nær 11 milljarða árlega og hvert einasta prósentustig í fráviki kostar skatt- greiðendur mikið. Fjölgun „einka“skóla með 20% aukningu „sætarýma“ þýddi a.m.k. 2–3 milljarða króna kostnaðarauka til að byrja með, að því gefnu að áfram yrði í gildi stefna um að tryggja skólavist allra í heimahverfi. Vilja skattgreiðendur borga að jafnaði fyrir 120–130% afkastagetu í skólakerfinu fyrir nokkra milljarða aukalega? Við stöndum frammi fyrir þessari spurningu með tónlistar- skólana, sem allir eru „einkareknir“ á kostnað borg- arinnar, þar sem fjölgun skóla leiðir til óhagkvæmra rekstrareininga, offramboðs skóla og deilna um tak- mörkuð framlög. Eða vilja skattgreiðendur nota pen- ingana til að tryggja fjölbreytni með öðrum hætti, t.d. með áherslu á námsefni og framboð námsleiða fyrir bráðger börn (í öllum skólum) á forsendum ein- staklingsmiðaðs náms? Raunar finnst mér umræðan um að fjölga skólum gamaldags. Miklu nær sé að auka námsleiðir, sveigjanleika og framboð innan skólakerfisins í heild, og áhugavert að sjálfstætt starfandi skólafólk fái til þess atbeina með grunn- skólunum. Sjálfstæði skóla Sjálfstæði skóla snýst ekki um mismuninn milli „almenna kerfisins“ og svokallaðra einkaskóla. Í ný- legri rekstrarúttekt á skólum borgarinnar kemur fram að stefnu um fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði sé ágætlega fylgt eftir og meirihluti skólastjórnenda telur sig vel við una. Ég vil ganga lengra í þessu efni, ekki bara fyrir suma skóla heldur alla. Margir þættir hamla þróun skóla til aukins sjálfstæðis: 1) Of smá- munasöm grunnskólalög, íhlutunarsöm aðal- námskrá, stýrandi samræmd próf, einhæf kenn- aramenntun; 2) skorður í kjarasamningum sem eru gamaldags; 3) skortur á fjölbreyttara námsefni; 4) of lítið notendaaðhald og -áhrif foreldrasamfélags; 5) einsleitni í uppbyggingu skólastarfs. Síðustu tveir liðirnir eru á forræði borgarinnar og þar höfum við tekið marktæk framfaraskref og munum gera betur, því það er hægt. En spyrja má: Hvað hefur Sjálf- stæðisflokkurinn sem farið hefur með mennta- málaráðuneytið í 20 ár gert til að losa þvingur rík- isvaldsins af grunnskólunum? Hvað líður endurskoðun grunnskólalaga sem mennta- málaráðherra boðaði fyrir ári, og hvað líður tilslök- unum í aðalnámskrá? Þar er skipað fyrir í smáat- riðum hvernig allir skólar eigi að hegða sér. Ekkert er jafn hamlandi á sjálfstætt skólastarf að aðhald rík- isins og njörvaðir kjarasamningar. Reykjavíkurborg hefur kynnt hugmyndir um allt þetta án undirtekta. Framlag á nemanda, krónur eða þjónusta? Fjölbreytni almennra skóla í borginni leiðir af sér að framlag með hverjum nemanda er mjög misjafnt. Kostnaður á hvern nemanda ræðst m.a. af samsetn- ingu kennaraliðsins, af stærð, og af samsetningu ár- ganga og nýtingu mannafla. Laun eru t.d. um 85% af rekstrarkostnaði, en mismunur á meðallaunum kennara í tveimur sambærilegum skólum getur verið um þriðjungur. Lægst er framlag á nemanda nú um 290 þúsund, hæst um 360 þúsund (milli samanburð- arhæfra almennra skóla). Það er því ekki góð hug- mynd að láta fasta krónutölu fylgja hverjum nem- anda, það þýddi að sumir skólar í almenna kerfinu fengju alltof há framlög miðað við aðra sem yrðu órekstrarhæfir og nemendum þá fyrst mismunað. Í stað þessa hefur borgin skilgreint „þjónustuframlag“ sem fylgir hverjum nemanda, í hvaða skóla sem hann kýs að ganga. Sérstakt reiknilíkan sem hvarvetna hefur fengið lof tryggir því þjónustujafnræði milli nemenda, þótt krónutalan á bak við þá sé mismunandi. „Meðalframlag“ í krónum talið er villandi og rangt við- mið þegar talað er um rétt hvers nem- anda. Ólík rekstrarform Stefna borgarinnar er um nokkra einkarekna skóla með sérstöðu til hlið- ar við almenna skólakerfið. Árið 2003 fór fram gagnger endurskoðun á stöðu þeirra sem leiddi til enn meiri hækk- unar á framlögum, auk mikillar skuldaniðurfellingar fyrir einn þeirra. Framlög borgarinnar hafa hækkað um 212% á nokkrum árum meðan vísitala hækkaði um 31%. Ég hafði fyllstu ástæðu til að ætla að skól- unum hefði verið tryggður rekstrargrundvöllur með þeim aðgerðum, enda dró það enginn í efa þá, og „einkaskólarnir“ höfðu góð orð um að nú gætu þeir annast rekstur. Meginhugsun var þessi: Skólarnir fái framlög á hvern nemanda sem jafngildir hagstæð- asta skóla borgarinnar (auk álags vegna sérþjón- ustu), en fái jafnframt heimildir til að afla aukatekna með skólagjöldum, sem þar með gera þá a.m.k. jafn- víga meðalskólum borgarinnar í tekjum. Þær að- gerðir sem borgaryfirvöld ákváðu til að bæta hag þessara skóla fyrir tveimur árum voru svo sann- arlega gerðar í góðri trú og með ærnum tilkostnaði, og það er ekki við borgina að sakast í einu og öllu þótt þar hafi ekki allt gengið eftir eins og vonast var. Þvert á móti. Ásakanir um að Reykjavíkurlistinn vilji þessa skóla feiga eru rangar í ljósi þessarar sögu. Hví hefðum við strikað yfir 70 milljónir fyrir Ísaks- skóla árið 2003 og hækkað öll framlög verulega nema vegna þess að við töldum að hægt væri að standa við fyrirheit um öruggan rekstur? Vandi skólanna kom eigi að síður aftur í ljós í byrj- un þessa skólaárs. Þeir eru ólíkir innbyrðis og vandi þeirra stundum ósambærilegur, en staðreynd er að þeir eru allir óhagkvæmar rekstrareiningar (sem borgin myndi ekki skipuleggja sjálf) og þeir eiga við minnkandi aðsókn að stríða. Yfirvöld hafa fylgst með og rætt við forráðamenn skólanna á yfirstandi skóla- ári; án þess að fara nánar út í stöðu hvers og eins full- yrði ég að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa í hvert sinn eftir ýtrustu kröfum um styrk án þess að gera kröfur um rekstrarlegt gagnsæi, aðhald og tryggt fé- lagslegt bakland. Þetta hlýtur jafnvel Morgunblaðið að skilja. Mér finnst gleðilegt að geta skýrt frá því að um sumt horfir nú betur en áður, en get ekki farið nánar í þá sálma að sinni. Skattgreiðendur eiga ein- faldlega kröfu um að ábyrgðar sé gætt. Meint „fjandsemi“ Er það „fjandsemi“ við Landakotsskóla að óska eftir að hann taki að sér víðtækari þjónustu á eigin forsendum við börn í heimahverfi sínu með fullum styrk frá borginni? Hér er um nýmæli að ræða sem einhvern tímann hefðu þótt merkileg tíðindi fyrir „einkarekstur“ í skólum. Er það vond hugmynd eða góð? Sá skoðanaríki nafnlausi höfundur Reykjavík- urbréfs (20. feb.) sem skammar undirritaðan blóð- ugum skömmum mætti hafa gefið þeirri spurningu gaum. Þá samþykkti fræðsluráð fyrir áramót að í nýjum skóla á Norðlingaholti yrði auglýst með öðr- um hætti en venjulega, gefinn kostur á því fyrir áhugahópa eða fólk með nýbreytni í skólastarfi í huga að sækja um að taka uppbyggingu skólans að sér. Þessi dæmi sýna að borgin er opin fyrir ný- breytni í þessum efnum. Ég sé fyrir mér að allir skól- ar borgarinnar færist í átt til aukins sjálfstæðis og fjölbreytni milli þeirra verði enn meiri en nú er. Þeir verði því að nokkru leyti svipaðir og „charter“-skólar í Bandaríkjunum eða „óháðu“ skólarnir í Svíþjóð. Í því efni tel ég afar mikilvægt að byggja upp sterkt fé- lagsleg bakland foreldra við hvern skóla í heima- hverfi. Aukið sjálfstæði allra skóla er metnaðarfullt verkefni sem ég mun lýsa í annarri grein. Sjálfstæði skóla og fjölbreytni Eftir Stefán Jón Hafstein ’Fjölgun „einka“skóla með20% aukningu „sætarýma“ þýddi a.m.k. 2–3 milljarða króna kostnaðarauka til að byrja með, að því gefnu að áfram yrði í gildi stefna um að tryggja skólavist allra í heimahverfi.‘ Höfundur er formaður menntaráðs. Stefán Jón Hafstein mótfallinn umræðum um þessi mál. Eftir nokkrar umræður lagði Halldór Ásgrímsson því til að málinu yrði aftur vísað til utanríkismála- hópsins. Þar voru ýmsar nýjar leiðir ræddar; sumir vildu reyndar ganga lengra, aðrir skemur. Þegar einn nefndarmanna lagði fram tillögu um að setja orðið „hugs- anlega“ inn í setninguna um aðild- arviðræður við ESB, þótti mönnum sem lausnin væri fundin. Guðni Ágústsson lýsti því yfir að hann gæti fellt sig við þá leið. Nefndarmenn féllu einnig frá því að álykta um að niðurstaða vinnu um ESB-mál skyldi borin undir næsta flokksþing til „samþykktar eða synjunar.“ Þess í stað skyldi hún lögð fram til „kynn- ingar“. Nýjustu drögin voru kynnt þing- fulltrúum síðar um daginn og voru samþykkt umræðulaust og án mót- atkvæða. sóknarflokk- kkja ályktun iðræður við bili. Halldór ri viðkvæmt; afa áhrif hér á við. Hann gar ættu að legrar aðild- n forsendum rðmanna. hljóða r til umfjöll- pi þingsins. ur voru ný morgun. num kom þó ekki fundin. sson, fyrr- Framsóknar- taldi of langt nn lýsti jafn- nni við hug- ds að ESB. nn væri ekki umál á flokksþingi framsóknarmanna st sem t sig við Morgunblaðið/Árni Torfason Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttur á flokksþinginu í kjörin í forystunni með um 80% atkvæða. arna@mbl.is TALSVERÐAR breytingar urðu á ályktun um Evrópusambandið frá fyrstu drögum að endanlegri útgáfu, sem samþykkt var á flokksþinginu. Fyrsta útgáfa í drögum „Kynna ber Evrópumálin fyrir öllum almenningi og vanda vel stefnu- ákvarðanir. Stefnt skal að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið á kjörtímabilinu og niðurstöður þeirra bornar undir þjóð- aratkvæði í næstu alþingiskosningum.“ Fyrsta tillaga umræðuhóps Þegar til flokksþings kom lagði umræðuhópur til eftirfarandi breyting- artillögu: „Mikilvægt er að íslenska þjóðin sé upplýst um kosti og galla að- ildar að EES-samningnum á hverjum tíma. Vegna óljósrar stöðu og fram- tíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála eru líkur á að hagsmunum Íslands verði betur borgið innan ESB. Aðildarviðræður við ESB gætu hafist í náinni framtíð, hugsanlega strax á næsta kjörtímabili. Niðurstöður slíkra viðræðna skal bera undir þjóðaratkvæði. Á vettvangi Framsóknarflokksins skal strax hefjast vinna við mótun samningsmark- miða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal kynna og bera undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Þriðja útgáfan Þessari annarri útgáfu ályktunarinnar var vísað til umræðuhópsins í gærmorgun og þá var næst lögð til þessi útgáfa: „Á vettvangi Framsókn- arflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samn- ingsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skal kynna og bera undir næsta flokksþing til samþykktar eða synjunar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu nið- urstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.“ Endanleg útgáfa Endanleg útgáfa sem var svo samþykkt samhljóða er svohljóðandi: „Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning hugsanlegra aðild- arviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing til kynningar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.“ Orðalag breyttist kum sem þar flokksmanna æðum á laug- a og eldar log- ð vera orðum skoðunar að n, sem stofnuð sameinist í ni ræða þau m. Góðu tíð- agsmönnum msóknar- eftir flokks- alldór engan sþingið hafi t. Skilaboð á leið að fram- saman. Hann fnum en æstu mánuðum rnarinnar og n hafi tekið að ð Guðna nn flokksins, nardrög málin, segir erið gott á f með sömu bara ágætt. málum og na á þeim m við gera eins alldór Ás- SB FORYSTA Framsóknarflokks- ins var endurkjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra fékk 81,85% greiddra at- kvæða í formannskjöri, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra fékk 77,03% greiddra atkvæða í varaformannskjöri og Siv Frið- leifsdóttir þingmaður fékk 81,69% greiddra atkvæða í rit- arakjöri. Guðni Ágústsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið sáttur við úrslitin. „Ég tel þetta vera mjög góða kosningu fyrir mig,“ sagði hann. „Þegar menn eru farnir að fá þrjú af fjórum atkvæðum og þaðan af meira eru menn nánast að fá fullt hús atkvæða.“ Hann sagðist hafa fengið fleiri atkvæði en hann hefði átt von á, því flokk- urinn hefði verið að takast á við erfið mál. Siv Friðleifsdóttir kvaðst í samtali við blaðið bæði þakklát og hrærð. Úrslitin væru óvænt en þau sýndu að hún nyti mikils trausts í flokknum til að takast áfram á við ritarastarfið. Halldór og Siv fengu jafnmörg atkvæði Alls 520 fulltrúar á flokksþingi greiddu atkvæði í formannskjör- inu. Halldór Ásgrímsson fékk 406 atkvæði, Kristinn H. Gunnarsson fékk 33 eða 6,67% atkvæða, Jón- ína Bjartmarz fékk 18, Siv fékk 17 atkvæði og fjórir til viðbótar fengu samtals 9 atkvæði. Alls 535 greiddu atkvæði í varaformannskjörinu. Guðni Ágústsson fékk 399 atkvæði, Kristinn 27 atkvæði eða 5,21%, Jónína og Siv fengu 26 atkvæði hvor, Árni Magnússon fékk 21 at- kvæði, Valgerður Sverrisdóttir fékk 14 atkvæði og fjórir til við- bótar alls fimm atkvæði. Alls 521 greiddi atkvæði í rit- arakjörinu. Siv fékk 406 atkvæði, Jónína 42, Kristinn 13, Valgerður 10 og sjö aðrir skiptu á milli sín 26 atkvæðum. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins fyrir um það bil tveimur árum fékk Halldór 96,7% at- kvæða í formannskjöri, Guðni fékk 91,3% atkvæða í varafor- mannskjöri og Siv fékk 89,3% at- kvæði í kjöri um ritara flokksins. Forystan var endurkjörin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.