Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Softis stendur fyrir fræðslufundi um þráðlausa vinnslu í daglegum rekstri fyrirtækja. OpenHand veitir þráðlausan aðgang að upplýsinga- kerfum og er hægt að nálgast gögn hvenær og hvar sem er í heiminum, hvort sem er í farsíma, ferða- og/eða lófatölvur. Ströngustu öryggis- kröfum er framfylgt og gögn þarf ekki að geyma á notendatækjum. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 4. mars kl. 08.30-10.00 í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 08:30 Fundur settur 08:35 Þráðlaus samskipti og stjórnun fyrirtækja Bjarni S. Jónsson framkvæmdastjóri IMG. 08:45 Hvað er OpenHand? Dr. Snorri Agnarsson prófessor við Háskóla Íslands og Guðmundur Kr. Hallgrímsson markaðsstjóri Softis. 09:10 OpenHand in Jersey Mark Stuchfield, Jersey Telecom. 09:20 Framtíðarsýn (Roadmap) Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri Softis og Graham Higginson, OpenHand Sofware Ltd. UK. 09:35 Samantekt fundarstjóra og umræður Bjarni S. Jónsson framkvæmdastjóri IMG. Viðskipti án landamæra Þráðlaus vinnsla með OpenHand Boðið verður upp á léttan morgunverð meðan á fundinum stendur. Kynningarfundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á skraning@softis.is. Business on the Go www.openhand-mobile.com www.softis.is Umræðan  daglegt málþing þjóðarinnar líka á netinu: mbl.is Í SÉRSTAKRI höfuðborgarstefnu Framsóknarflokksins, sem sam- þykkt var á flokksþingi í gær, segir að miðstöð innanlandsflugs verði áfram rekin í Reykjavík. „Leitað skal leiða til að skipuleggja flugvallar- svæðið og næsta nágrenni þess þann- ig að landsvæði sem undir hann fer minnki og stuðli að eðlilegri byggða- þróun í Reykjavík. Með þessu móti er tryggt að haldið verði uppi öflugum og öruggum samgöngum milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis,“ seg- ir í stefnunni. Þar segir ennfremur að samgöngu- miðstöð verði komið á hið fyrsta í Vatnsmýrinni með það að markmiði að styrkja enn frekar þá mikilvægu samgönguleið sem innanlandsflugið er. Í fyrstu drögum að höfuðborgar- stefnunni, sem lágu fyrir þinginu, var hins vegar lögð áhersla á að flugvöll- urinn í Vatnsmýri viki fyrir byggð eins og gert væri ráð fyrir í aðal- skipulagi Reykjavíkur þannig að norður-suðurbraut verði aflögð árið 2016. Á sama tíma yrði leitast við að finna flugvellinum framtíðarstað þar sem hann gæti þjónað þjóðinni allri þannig að sátt næðist um miðstöð innanlandsflugsins. Í höfuðborgarstefnunni, sem sam- þykkt var í gær, er einnig lögð áhersla á að við endurskoðun vega- áætlunar verði gert ráð fyrir endur- bótum á þremur helstu umferðaræð- um að og frá höfuðborgarsvæðinu; Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Sundabraut – til að mæta stigvaxandi umferðarþunga á þessum leiðum. Gjaldfrjáls leikskóli Fjölmargar aðrar ályktanir voru samþykktar á flokksþinginu. Í álykt- un um menntamál segir m.a. að skoða þurfi vandlega þá hugmynd að gera síðasta ár leikskóla að skyldunámi. „Stefnt verði að gjaldfrjálsum leik- skóla enda verði tryggt mótframlag ríkisins,“ segir í ályktuninni. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að Ríkisútvarpið verði áfram í þjóð- areigu og að sjálfstæði þess verði eflt. „Skoðaðar verði mismunandi leiðir til að standa undir rekstrarkostnaði,“ segir ennfremur í ályktun um menn- ingarmál. Í ályktun um stjórnsýslu og stjórnskipan segir að flokkurinn vilji að ráðherrar gegni ekki jafn- framt þingmannsstarfi. „Stefnt skal að því að þessi breyting verði gerð á yfirstandandi kjörtímabili.“ Í ályktuninni segir einnig, að flokk- urinn vilji að við upphaf næsta kjör- tímabils taki gildi ný verkaskipting stjórnarráðsins þar sem ráðuneytum fækki og verkaskipting þeirra verði stokkuð upp með tilliti til breyttra samfélags- og atvinnuhátta. Tvö þúsund ný störf Í ályktun um samgöngumál er m.a. lögð áhersla á að veggjald í Hval- fjarðargöng verði lækkað og í álykt- un um ríkisfjármál segir að afnema beri verðtryggingu lána. Þá segir m.a. í ályktun um orkumál að flokk- urinn styðji hugmyndir um að ríkið kaupi hlut Reykjavíkurborgar og Ak- ureyrarbæjar í Landsvirkjun. Í ályktun um iðnaðarmál segir að mikilvægt sé að efla alþjóðlegan há- tækni- og upplýsingaiðnað á Íslandi og búa honum hagstætt umhverfi og góða innviði. „Þannig verði sköpuð tækifæri til sóknar sem hafi það að markmiði að greinin verði ein styrk- asta stoðin í íslensku efnahagslífi. Þannig vill Framsóknarflokkurinn sjá greinina tífalda umsvif sín á næstu tíu árum. Slík þróun myndi skapa allt að 2.000 ný hálaunastörf vel menntaðs fólks, auk fjölda ann- arra starfa.“ Ályktanir samþykktar á flokksþingi Framsóknarflokksins Miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Torfason Flokksþingið samþykkti m.a. ályktun um að við upphaf næsta kjörtímabils tæki gildi ný verkaskipting stjórnarráðsins þar sem ráðuneytum fækkaði. Stefnt að gjald- frjálsum leikskóla GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á álykt- un flokksþings Framsókn- arflokksins um Evrópusam- bandið í gær. Frjálslyndir hafi aldrei viljað hafna neinum málum án um- ræðu, þeir séu að ýmsu leyti Evr- ópusinnar án þess að þeir vilji endi- lega að Ísland gerist aðili að ESB við núverandi aðstæður. Þeir séu ekkert gefnir fyrir daður við ESB líkt og framsóknarmenn. Frjálslyndir hafi ekki tekið þá ákvörðun að Ísland eigi að ganga í ESB. Á meðan við séum með núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi, með framseljanlegum aflaheimildum, og ekki með stjórn- arskrárákvæði um þjóðareign yfir auðlindunum, þá vilji Frjálslyndi flokkurinn ekki undir neinum kring- umstæðum ganga í ESB. Guðjón A. Kristjánsson Ekki gefnir fyrir daður við ESB Viðbrögð talsmanna stjórnarandstöðuflokka við Evrópuályktun Framsóknar FJALLIÐ tók jóðsótt og það fæddist lítil mús, sagði Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylking- arinnar, um ályktun Fram- sóknarflokksins um Evrópumálin. „Það sem upp úr stendur í þess- um dæmalausa málatilbúnaði hjá Framsóknar- flokknum er að flokkur forsætis- ráðherra ætlar sér hugsanlega að móta stefnu í Evrópumálum. Það sýnir að sá ágæti flokkur hefur engu gleymt, hann er opinn í báða enda og hefur heldur loðna stefnu í jafnstórum málum. Það vekur mikla undrun að eftir að málið var kynnt með lúðrablæstri og söng þá gerðist það að samstarfsflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, sýndi með ýmsum hætti mjög eindregna mótstöðu við þessa stefnumótun. Þess vegna var merkilegt að sjá forystu flokksins leggja samstundis á flótta.“ Össur Skarphéðinsson Fjallið tók jóðsótt og fædd- ist lítil mús ÖGMUNDUR Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir djúpstæðan klofning vera greinilegan hjá Framsóknar- flokknum varð- andi aðild að Evrópusamband- inu. Ályktun flokksins sé málamiðlun tveggja fylkinga. Ögmundur segir að annars veg- ar vilji formaðurinn, Halldór Ás- grímsson, og hans samherjar ólm- ir halda til Brussel og hins vegar séu aðrir fullir efasemda eða jafn- vel andvígir aðildarumsókn. Hann hafi grun um að æði margir séu í síðarnefnda hópnum. Því sé yfir- lýsing flokksins frá í gær augljós málamiðlun. „Spurningin sem er ósvarað er hve lengi sá plástur heldur sem nú hefur verið settur á sárið,“ segir Ögmundur. Ögmundur Jónasson Málamiðlun tveggja fylkinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.