Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Glæsileg húsgögn frá Brasilíu Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ Sími: 565 3399 FYRIR HEIMILIÐ OG BÚSTAÐINN Þú flytur með okkur! Klettagarðar 1 • Sími: 553 5050 SENDIBÍLASTÖÐIN H.F sendibilastodin.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Stein borðplötur og flísar NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Hægt að panta beint af heimasíðu okkar www.hagfiskur.is sími: 567-7033 • www.hagfiskur.is • hagfiskur@hagfiskur.is Se nd um hv ert á la nd se m er. Glæsilegar vörur úr marmara og granít Höfum opnað sýningarsal í Síðumúla 13 og bjóðum nú allt að 50% afslátt næstu daga. Granítflísar frá 2.890m2 Síðumúla 13, S: 517-0077 www.granithusid.is Granítflísar frá 2.890 Þ að er alltaf líf og fjör inni í sal Kópavogsdeildar Rauða krossins við Hamraborg á miðjum miðvikudögum. Rúta er þá nýkomin úr Hjallaskóla með unga nýbúa, sem eru að reyna að aðlagast íslensku samfélagi. Að þessu sinni voru þeir tólf talsins frá Albaníu, Póllandi, Taílandi, Víetnam, Kosovo og Portúgal. Á móti þeim tekur „ömmufaðmur“ Sigríðar Pálsdóttur, sem segist vera módel 25 og verði því líklega áttræð síðar á árinu. Sig- ríður hefur í tíu ár starfað sem sjálf- boðaliði hjá Kópavogsdeild Rauða krossins og segist sannarlega njóta hverrar stundar, líkt og þiggjendur þjónustunnar geri vonandi. „Ég trúi því að geri maður öðrum gott geri maður sjálfum sér best,“ segir hún í samtali við Daglegt líf og snýr sér síðan að ungu Íslendingunum, sem eru að tínast inn einn af öðrum og bíða í ofvæni eftir því hvaða skemmtilegheit Sigríður ætlar að töfra fram að þessu sinni. Matarást og spennulosun Hún stjórnar af röggsemi og byrjar á því að láta börnin tjá tilfinningar með hreyfingu til að losa um spennu, eins og hún orðar það. „Þetta er sambland af drama og leikfimi, en sjálfri finnst mér mjög gaman að hreyfa mig eftir tónlist. Það fylgir því óneitanlega mikil spenna að setj- ast að í nýju landi við óþekktar að- stæður, en í þessum krökkum er geysilegur rytmi og hann þarf að virkja og hrista saman hópinn við nýjar aðstæður. „Satt best að segja held ég þó að þau hafi bara matarást á mér því þeim finnst bæði pönnu- kökurnar og skúffukakan mín svolít- ið góð.“ Það er þó ekki alveg rétt því Sig- ríður hefur athygli hópsins óskipta þegar hún tekur til máls og fer að tala til krakkanna og í kjölfarið fylgja nokkrar dæmisögur úr dag- lega lífinu, sem gott er að læra af. „Daglegt líf fyrri tíma er gott sögu- efni þegar virkja þarf viljann til sjálfshjálpar við erfiðar aðstæður. Svoleiðis dæmisögur falla vel að börnum, sem eru að koma inn í nýtt þjóðfélag þar sem allt er framandi og erfitt.“ Loks beinist athyglin að pinklum og körfum, sem Sigríður hefur komið með að heiman. Þegar betur er að gáð kemur í ljós dót og spil af ýmsum toga, sem barnabörn- in átta hafa átt aðgang að heima hjá ömmunni. Nýbúarnir kunnu svo sannarlega að meta gamla dótið. Tveir elstu drengirnir byggðu úr trémekkanói og í öðrum hópi sátu sjö börn frá fimm þjóðlöndum og byggðu án allra árekstra fínasta miðaldakastala úr gamla „playmo- inu“. Málörvun og fræðsla Starf með ungum innflytjendum er nýtt verkefni, sem hófst í mars- byrjun 2004 og er unnið í samvinnu við móttökudeild nýbúa í Hjalla- skóla. Börnin, sem eru á aldrinum 7– 15 ára, koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð deild- arinnar og geta meðal annars fengið málörvun og fræðslu um tómstunda- starf í Kópavogi í gegnum kynning- arstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að ís- lensku samfélagi og virka þátttöku í því. Sjálfboðaliðar í starfi með ungum innflytjendum hafa að mestu leyti verið háskólanemar á þrítugsaldri, en alltaf er þörf fyrir fleiri sjálf- boðaliða, að sögn Kamillu Ingibergs- dóttur, framkvæmdastjóra Kópa- vogsdeildar Rauða krossins. „Svona sjálfboðaliðastarf gerir vissulega kröfur til manns og það þarf að nýta það sem maður hefur lært á starfsævinni og helst þarf að finna upp eitthvað nýtt,“ segir Sig- ríður, sem er Grundfirðingur að ætt og uppruna og vann lengst af sem íþróttakennari við Öskjuhlíðarskóla. Þegar hún lét þar af störfum fyrir tíu árum, þá sjötug að aldri og orðin ekkja þremur árum áður, bjó hún sér til sína eigin stundaskrá til að detta ekki niður í einsemdina, sem margir lenda í við þessi tímamót í líf- inu. „Ég gekk til liðs við svokallaða sjúkravini, sem er um tuttugu manna hópur sjálfboðaliða í Sunnu- hlíð. Ennfremur fór ég í Senjorítu- kórinn, sem er angi úr Kvennakór Reykjavíkur og undir stjórn Sigrún- ar Þorgeirsdóttur, en í hann komast aðeins sextugar frúr og eldri. Á dag- skránni var líka bókband, gamlir dansar og línudansar, en það skemmtilegasta sem ég hef gert í sjálfboðastarfinu var að fara í yngstu bekkina í Snælandsskóla síð- astliðna tvo vetur og segja börn- unum frá Íslandi minna æskudaga. Eftir þá reynslu óska ég þess að allir grunnskólar hefðu afa- eða ömmu- tíma á stundaskrá að minnsta kosti einu sinni í mánuði því Ísland fyrir iðnbyltingu er í þeirra augum eins og gamalt ævintýri.“ Að lokum segir Sigríður: „Reyni maður ekki að hjálpa sér sjálfur er varla von að aðrir geri það. Mín lífs- sýn er nefnilega sú að það geti eng- inn notið lífsins fyrir mann ef maður ekki vill gera það sjálfur.“  SJÁLFBOÐALIÐI | Starfar með ungum innflytjendum Nýt sannarlega hverrar stundar Morgunblaðið/Þorkell Þegar Sigríður Pálsdóttir sá sjötug fram á starfs- lok bjó hún sér til stundaskrá og er nú sjálfboðaliði í starfi með ungum innflytjendum. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að vilji til sjálfshjálpar væri mikilvægur því ef menn reyndu ekki að hjálpa sér sjálfir væri varla von að aðrir gerðu það. join@mbl.is Sigríður Pálsdóttir sest niður með börnunum og lætur þau tjá tilfinningar með hreyfingu til að losa um spennu, eins og hún orðar það. Krakkarnir spila og fara í leiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.