Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 21 MINNINGAR ✝ Þorkell Jóhann-esson fæddist í Ólafsvík 20. júlí 1925. Hann lést á Sankti- Jósefsspítala í Hafn- arfirði 20. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðbjörg Olivers- dóttir, f. í Hlein í Eyr- arsveit í Snæfellsnes- sýslu 24. mars 1890, d. í Hafnarfirði 8. apríl 1962, og Jó- hannes Magnússon, f. á Þórisstöðum í Fellshreppi í Strandasýslu 10. apríl 1887, d. 9. ágúst 1936, drukknaði af línuveið- aranum Erninum ásamt syni sínum Magnúsi. Systkini Þorkels voru Sigríður, f. 15. okt. 1915, d. 4. júní 1982, Magnús, f. 23. okt. 1916, d. 9. ágúst 1936, og Oliver Steinn, f. 23. maí 1920, d. 15. apríl 1985. Þorkell kvæntist 24. desember 1947 Kristínu Önnu Guðjónsdóttur, Helgu Huld Ingadóttur, börn þeirra eru Orri Freyr og Elín Klara; b) Pétur, f. 5. des. 1984; og c) Hilmar Ögmundsson (uppeldisson- ur Magnúsar), f. 30. maí 1969, kvæntur Svanborgu Þóru Kristins- dóttur, börn þeirra börn eru Frið- rik, Laufey og Eva Ósk. 3) Guðrún Íris, f. 15. febrúrar 1956, gift Frið- riki Guðjónssyni, f. 11. apríl 1945. Þorkell flutti með foreldrum sín- um til Hafnarfjarðar upp úr 1930 og bjó þar og starfaði alla tíð. Þor- kell lauk námi í prentiðn 1946 og starfaði í Prentsmiðju Hafnarfjarð- ar þar til hann stofnaði eigin prent- smiðju, Prentverk Þorkels Jóhann- essonar 1958 og bókaútgáfuna Snæfell. Hann starfaði í Álverk- smiðjunni í Straumsvík samhliða prentverkinu frá 1973 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var liðtækur í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum með félagi sínu, FH, aðallega í stang- arstökki. Og trompetleikari var hann með ýmsum danshljómsveit- um á fimmta áratugnum. Hann var félagi í Frímúrarareglunni og Rót- arýklubbi Hafnarfjarðar. Útför Þorkels fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. f. 10. apríl 1927 í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru: Guðjón Sveinsson, f. 31. ágúst 1900, d. 26. maí 1944, og Kristensa Arn- grímsdóttir, f. 26. júlí 1898, d. 25. nóv. 1972. Börn Þorkels og Krist- ínar Önnu eru: 1) Guð- jón, f. 4. sep. 1947, kvæntur Sesselju G. Sigurðardóttur, f. 16. ágúst 1950. Börn þeirra eru: a) Sigurður Sören, f. 2. maí 1973, sambýliskona Ásthild- ur Helga Bragadóttir, börn þeirra eru Sigurjón Daði og Kristín Helga; b) Kristín Anna, f. 28. apríl 1974, sambýlismaður Úlfar Sig- urðsson, synir þeirra eru Víkingur og Sindri; c) Agnes, f. 10. apríl 1983. 2) Magnús, f. 25. apríl 1950, kvæntur Guðrúnu Ásmundsdóttur, f. 14. apríl 1950. Synir þeirra eru; a) Þorkell, f. 3. maí 1974, kvæntur Elsku afi, ég vildi að ég hefði komið á spítalann að heimsækja þig áður en þú fórst. Ég hélt að þú værir ekki á förum strax. Því kveð ég þig nú og þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Minningar mínar um þig eru mér mjög kærar, það var alltaf svo gaman að koma til þín og ömmu. Það var allt svo spennandi heima hjá ykkur, allir hlutirnir sem þið höfðuð safnað á ykkar ótalmörgu ferðalögum um heiminn. Endalaust hægt að skoða og hlusta á sögurnar af ferðalögunum til allra þessara framandi landa. Enda er mér ennþá í fersku minni mitt allra fyrst ferðalag til útland með þér og ömmu. Ég man ennþá hvernig það var að stíga út úr flugvélinni og beint út í 25–30° hita, að borða kiwi í fyrsta skipti, fara í lest, vera tekin með á diskótek 9 ára gömul, fara á strönd og að fá að upplifa þetta allt með þér. Ég man þig spila á trompetið, og hvað mér fannst merkilegt að þú skyldir ekki vera með falskar tennur eins og aðrir afar, þær komu reyndar síðar. Svo fannst mér frábært að þú áttir eldrauða skó! Ég man þegar ég, þú og amma plötuðum Kela, sögðum honum að kjúklingalærin væru froskalappir, hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að smakka, eins og honum fannst kjúklingur góður. Ég man hvað það var æðislegt að koma út í risastóra garðinn sem þú varst búinn að nostra við, gróðursetja allskonar tré og blóm og jarðarber. Labba í gegnum garðinn, yfir smáhraun og niður í prentsmiðjuna þína, sem var ótrúlega spennandi staður fyrir litla púka. Stórar og ógnvekjandi prent- vélar og skrítin lykt. Man þig syngja Michelle með Bítlunum, í fyrsta skipti sem ég heyrði það lag. Ég man þig alltaf hlæjandi og sprellandi með okkur afabörnunum, elsku Oggi afi. Ég sé þig fyrir mér í göngutúr í kringum tjörnina á fallegum vordegi og þannig muntu fylgja mér. Anna. Með þessum fáu orðum kveðjum við FH-ingar, prentarann, íþrótta- kappann og hljóðfæraleikarann Þor- kel Jóhannesson. Oggi, eins og vinir hans nefndu hann oftast, kom ungur í raðir FH- inga, hann fylgdi þar í kjölfar eldri bróður sins, Olivers Steins. Fyrst má sjá nafn Þorkels í keppnisskrám hjá FH árið 1936, hans íþróttagreinar voru frjálsar íþróttir, enda var mað- urinn íþróttamannslega vaxinn, fjöl- hæfur og keppnismaður mikill. Það sýndi hann mjög oft. Keppnisgreinarnar mótuðust af umhverfinu og aðstæðunum, mjög svo fábrotnum, þ.e. ,,skólamölin“ og síðar Hörðuvallasvæðið. Í austur- horni skólamalarinnar var sandkassi og stutt atrennubraut, þar æfðu FH- ingar undir stjórn Hallsteins Hin- rikssonar, þessi aðstaða mótaði keppnisgreinarnar sem voru aðallega stökkgreinar. Í þeim greinum varð Þorkell Íslandsmeistari drengja árið 1944. Þetta sama ár atti hann kappi við bestu stangarstökkvara landsins á Íslandsmótinu, en þeir voru frá Vestmannaeyjum. Þá átti Þorkell fast sæti í sigursælli 4x100 m boð- hlaupssveit FH. Um þá sveit var ort: Fótatökin tíðari, tifið sem þið getið. Á sigurdaginn síðari, setti FH metið. Á þessum árum átti FH mjög öfl- ugt frjálsíþróttalið sem átti í harðri baráttu við bestu lið landsins. Frá árinu 1943 til 1949 fóru fram árlegar bæjarkeppnir milli Hafnar- fjarðar (FH-inga) og Vestmannaeyja í frjálsum íþróttum. Hart var barist enda féll sigurinn sitt á hvað. Í þess- um keppnum vakti stangarstökks- keppnin oftast mesta athygli, enda voru Vestmannaeyingar góðir þar og margfaldir Íslandsmeistarar en Þor- kell setti oft strik í reikninginn og vann þessa grein, þó að stundum þyrfti Íslandsmet til að sigra. Sagan segir að árið 1947 hafi stangarstökks- keppnin verið tvísýn sem oftar, þá hafi Þorkell brotið báðar bambus- stangirnar sínar og mönnum ekki lit- ist á blikuna, reynt að telja hann frá frekari keppni en þá gekk Þorkell til Eyjamanna og fékk lánaða stöng, skellti sér yfir rána og vann keppn- ina, þótti þetta skörulega gert. Þess skal í lokin getið að Þorkell var valinn í úrvalslið Íslands, er skyldi æfa fyrir Ólympíuleikana í London árið 1948, en breyttar að- stæður hjá honum leyfðu ekki að hann gæti einbeitt sér að því verkefni og stuttu síðar hætti hann keppni, þá aðeins 24 ára. FH-ingar senda eiginkonu Þorkels og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Þorkels Jó- hannessonar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar. ÞORKELL JÓHANNESSON sungið við píanó-undirleik, bræð- urnir kátir og skemmtilegir, og hef ég grun um að Rúna hafi fallið vel inn í hópinn með sína léttu lund. Síðar átti hún eftir að giftast einum syni sýslumanns, Jóni Magnússyni, en hann lézt 13. febrúar árið 1983. Líf Rúnu og Jonna var ekki endi- lega neinn stöðugur dans á rósum fremur en hjá öðrum, en þau hjónin tókust á við lífið og það sem því fylgir, í sameiningu og má segja, með bros á vör. Rúna hafði þessa sérlega góðu lund, fallegt bros og dillandi hlátur, sem smitaði frá sér, og hefi ég engum kynnzt með þvílíkt jafnaðargeð og tryggð, fyrr eða síð- ar. Hún var blátt áfram og yndisleg í skapi. Hún kom mjög oft á heimili mitt, og eins fórum við til hennar á heimili fjölskyldunnar, og hlakkaði ég alltaf til þeirra stunda. Viðmót og veitingar Rúnu voru í sérflokki, allt það bezta var ekki nógu gott. Hún tók á móti fólki með sömu hlýjunni, aldrei sá ég hana öðruvísi. Mótlæti tók hún með slíku æðruleysi. Jón og Rúna eignuðust fjögur börn, Magn- ús, sem lézt úr krabbameini 20. júlí árið 1998, aðeins 47 ára að aldri, Jó- hönnu Guðrúnu, Matthildi Sif og Freydísi. Barnabörnin eru orðin mörg og langömmubörnin einnig, en ég reikna með að það sé upp talið í upphafsgrein. Hún hafði einstakt lag á börnum og hafði endalaust aðdráttarafl, þau voru hennar líf og yndi. Þau drógust að henni líkt og segull. Það gerði ég líka, og fannst mér nánast hún vera önnur mamma mín. Það gilti einu hversu margir komu á hennar heim- ili, allir voru velkomnir og alltaf nóg pláss og nóg af nýbökuðum pönnu- kökum og öðru góðgæti, – birtu og yl. Hjálpsemi var henni í blóð borin, og reyndist hún móður minni og okkur systkinunum einstaklega vel. Þegar faðir okkar lézt, aðeins 42 ára og móðir mín var ein með þrjú ung börn, var Rúna boðin og búin til að- stoðar í ýmsum erfiðleikum, sem skyndilegu dauðsfalli fylgir. Rúna hélt sambandi sínu við mig og mína fjölskyldu alla tíð, og eftir að ég gifti mig, stóð hún við hlið mér eins og klettur, ef veikindi voru eða annað, tilbúin til að gæta barna minna. Dóttur hennar, Sif, og okkar fjöl- skyldu varð líka mjög vel til vina, og helzt það samband enn. Rúna tók þessu lífi með slíku æðruleysi og kvartaði helzt ekki, var orðin þreytt og búin að upplifa eins mikið og hún hafði orku og heilsu til, og því er lát hennar Guðs blessun, eins og bezt getur orðið. Megi Guð blessa minn- ingu hennar. Ég enda þessi fátæklegu orð mín með orðum, sem mér finnst lýsa Rúnu. Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. (Stephan G. Stephansson.) Agla Tulinius. Í dag er kvödd hinztu kveðju Guðrún Maríasdóttir (Rúna). Fyrstu kynni mín af henni voru, er ég ungur drengur kynntist henni á heimili mínu, Skothúsvegi, hjá for- eldrum mínum, en hún varð fljótt heimagangur þar, og var gott sam- band fjölskyldna okkar. Var Rúnu annt um okkur systkinin, og voru ófá húsverkin, er hún innti af hendi með þeirri hlýju, er henni einnig var lagið. Rúna var hjartahlý og okkur systkinum ávallt innan handar. Var einkar vingott milli móður minnar og hennar og margt spjallað á góð- um stundum. Þar bar ekki skugga á. Nú er komið er að leiðarlokum bið ég aðstandendum Guðs blessunar. Hvíl í friði. Magnús J. Tulinius. ur. Mér var skutlað til ömmu snemma morguns og þar tók amma við mér úti á stétt. Það fyrsta sem ég man eftir var að amma var ákaf- lega hjartagóð kona og vildi öllum vel. Hún passaði einstaklega vel upp á sína nánustu. Minnist ég þess mjög vel að amma spurði mig ávallt hvort ég hefði ekki verið í bílbelti þegar hún tók á móti mér er ég steig út úr bílnum. Sem ungum dreng fannst mér þetta skrítið að amma væri alltaf að spyrja mig hvort ég væri ekki í bílbelti, en seinna þegar ég kom til ára áttaði ég mig á því að hún amma var ein- faldlega að passa upp á mig og það var það sem hún gerði hvað allra best. Amma sýndi með þessum at- hugasemdum hversu mikils virði maður var í hennar augum. Einnig átti amma það oft til að stinga að manni pening og var ég alltaf jafn- ánægður með það. Jafnvel þó að hún amma væri ekki veraldlega efnuð kona sá hún sér alltaf fært að gefa okkur systkinunum eitthvað í nánast hvert skipti sem við komum að heimsækja hana. Annað sem ég man mjög vel eftir þegar ég var ungur drengur var hvað amma var einstaklega ná- kvæm og vandvirk manneskja. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var óaðfinnanlegt. Þessar einstöku dyggðir koma vel fram þegar amma hélt hið árlega jólamatarboð á jóla- dag fyrir alla fjölskylduna og eru ófáar minningarnar sem tengjast því að sitja við matarborðið á Njarðargötunni. Amma tók sér góð- an tíma í að undirbúa jólaboðið og vildi hún með því vera alveg örugg um að allt væri fullkomið. Það sem gerði þetta enn erfiðara fyrir hana var að jólaboðið skyldi hefjast kl. 12 á hádegi en það þýddi að hún þurfti að vakna eldsnemma til að hafa allt tilbúið þegar gestirnir mættu. Aldr- ei svo ég minnist kom það fyrir að það var ekki allt klappað og klárt þegar við fjölskyldan mættum og hélt amma þessi matarboð þar til hún var 83 ára. Þarna kom berlega í ljós hversu vandvirk og áreiðanleg hún amma var. Amma var mjög dugleg og lífseig kona og var við hestaheilsu langt fram yfir áttræðisaldur. Hún fór oft á tíðum í göngutúra niður í bæ að skoða mannlífið. Man ég vel eftir því þegar ég ákvað einn daginn, þá 12 ára að aldri, að skella mér niður í bæ. Þetta var fallegur sumardag- ur í júlí og það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég var kominn niður í bæ var amma og Stína, en þá voru þær að fá sér göngutúr og skoða mannlífið í bænum. Þarna áttaði ég mig á því hversu dugleg og lífseig hún var. Eitt sem einkenndi ömmu vel var hversu gott vald hún hafði á ís- lenskri tungu og hún var einkar orðheppin kona. Ég man þegar við systkinin brostum út í bæði þegar amma svaraði hinum ýmsum spurn- ingum sem bæði og pabbi og mamma lögðu fyrir hana. Þessar spurningar snerust oft á tíðum um hvort hún myndi eftir hinu eða þessu. Hvort sem amma mundi eft- ir hlutunum eða ekki náði hún ávallt að koma brosi á okkur öll. Það var einkar minnisstætt þegar amma kom í fermingarveislu Iðunn- ar. Var amma í raun vinsælasta manneskja í veislunni, að frátöldu fermingarbarninu. Amma leit mjög vel út og ef fólk var að hafa orð á því þá svaraði amma með hnyttnu svari. Það var ákaflega gaman af því að hafa hana í veislunni og af svörum sem amma gaf fólki. Við systkinin brostum mikið þegar ömmu var bent á það að nú væri hún orðin langamma, þar sem Gunnlaugur og Sigurlilja höfðu eignast barn fyrir ekki svo löngu, en hún amma kannaðist ekkert við það og sagði að hún væri ekki orðin nógu gömul til þess að vera langamma. Því næst var spurt hversu gömul hún væri og þá sagð- ist hún vera 87 ára, en í raun var hún 93 ára. Amma trúði ekki, eða vildi ekki viðurkenna, hversu gömul hún væri og það skýrist kannski vegna þess að henni fannst hún ekkert vera eldri en 87 ára. Við systkinin munum um allan aldur minnast þess hversu góð og hlý hún amma var. Við munum oft renna huganum til hennar ömmu og reyna að tileinka okkur þá kosti sem henni fylgdu. Manngæska og hugulsemi voru hennar ær og kýr og við þau orð væru allir ánægðir með að vera kenndir. Andrés og Iðunn Elva. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG JÓHANNESDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 1. mars kl. 13.00. Sigmar Jónsson, Hlíf Jóhannsdóttir, Magnús Þórarinn Jónsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Hallur Steinar Jónsson, Jóhanna V. Magnúsdóttir, Ragnheiður Hrefna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 20 februar sl. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 2. mars nk. kl. 13.30 Davíð, Kristján, Sigfús og Bergur Erlingssynir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, ÞÓRARINN BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Þverbrekku 4, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugarda- ginn 26. febrúar. Sigurdís Þóra, Guðrún Þórarna, Eva og Ásta Þórarinsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.