Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 33 Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri! J A M I E F O X X  T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS Magnaður spennutryllir með Keanu Reeves og Rachel Weisz í aðalhlutverki. ÁLFABAKKI kl. 3.45 og 6.30. Ísl tal KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30. B.i. 16. KRINGLAN kl. 5.30. Í.t./ kl. 7. E.t. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl. tali. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. KRINGLAN kl. 6, 8.15 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A  Kvikmyndir.is T I L N E F N I N G A R T I L Ó S K A R S V E R Ð L A U N A 4 tilnefningar til Óskarsverðlauna           !"#$% %&%'( %)  &%*(         HIÐ sjálfstæða framhald á gleði- og söngvamyndinni Með allt á hreinu reyndist betur heppnað og skemmtilegra en maður þorði að vona. Myndin er lexía í því hvernig gera á létta og skemmtilega mynd, þar sem hlutirnir ganga upp þökk sé rétta andanum; léttu og góðu andrúmslofti á tökustað sem smitar frá sér. Þetta virðist hafa verið gaman; gaman fyrir þennan vinahóp hæfileikamanna að koma saman aftur eftir öll þessi ár, gaman að taka upp þráð- inn að nýju og spinna áfram með poppklisjurnar, gaman að búa aft- ur til gleðitónlist sem þjóna á söguþræði – og öfugt. Það er ekki síst vegna þess hve tónlistin er góð í myndinni, hversu mörg smellin lög eru sungin í henni við bráðfyndna texta, sem dæmið gengur eins vel upp og raun ber vitni. Það er hreinlega eins og að kviknað hefði í gömlum glæðum við það hjá Stuðmönnum að búa aftur til tónlist fyrir bíó. Í það minnsta hefur sveitin ekki búið til betri lög í háa herrans tíð. En þetta er samt ekkert á við þá snilld sem vall uppúr genginu er það bjó til Með allt á hreinu, enda er bókstaflega ósanngjarnt að ætla að fara fram á slíkt. Með allt á hreinu verður ekki jöfnuð, verður ekki endurtekin; hvorki myndin né tónlistin sem í henni ómaði. Ekki frekar en að Bítlum eða McCartney tókst að gera aðra Hard Days Night (reyndu samt með Help! og munið McCartney reyndi það meira að segja með Give My Regards To Broadstreet og fataðist hörmulega flugið), ekki frekar en tókst að gera aðra Saturday Night Fever, aðra Blues Brothers. Reglan er þessi að góðar söngvamyndir verða ekki leiknar eftir; þær eru spurning um stund og stað, rétta augnablikið þegar allt smellur saman. Og blessunarlega virðast Stuðmenn að mestu hafa verið meðvitaðir um lögmál það og því valið fremur þá leið að gera aðra mynd, með sömu persónum en öðrum áherslum; jafnt í gríni sem tónum. Tónlistin úr Í takt við tímann er því engan veginn sambærileg við tónlistina úr Með allt á hreinu. Hún er ekki eins rakin konsept tónlist – ekki eins auðheyrilega hluti af stærri heild og hvert lag stendur fremur eitt og sér. Þetta eru líka hin fínustu popplög, mörg hver með þeirra mest grípandi. Ber þar fyrst að nefna hið bráðvel heppnaða einkennis- og upp- hafslag myndarinnar „Fönn, fönn, fönn“, næsta fullkomin poppperla sem maður hefði sannarlega viljað sjá Stuðmenn flytja í Evróvisjón- keppninni fyrir Íslands hönd. Aðrir augljósir smellir eru „Lát- um það vera“, „Græna torfan“ og „Afi minn og amma mín“. Þau sýna hversu feikilega sterkur Eg- ill er orðinn á þessu sviðinu en þar á ofan á Jakob einstaklega góðan dag í popplagasmíðunum eins og „Heimsfrægðin í húfi“ og hið lúmskt ljúfsára „Hverjir eru best- ir“ bera vitni. Ekki verður heldur hjá því komist að geta hins bros- lega klisjukennda „Saklaus“ eftir Eggert Þorleifs og hins bráð- fallega „Góða nótt“ eftir Egil sem Ragnhildur syngur svo vel. Þá eru textarnir sérkapítuli út af fyrir sig, eru flestir hverjir bráðfyndnir og vel viðeigandi: „Allar alvöru grúppur nota einungis lúppur/ og erlendan pródúsent./Sé heims- frægðin í húfi skal hlúa að grúvi/ og hugleiða þetta tvennt.“ („Heimsfrægðin í húfi“) Misfellurnar eru til staðar. Sum lögin er fullþunglamaleg og lítt grípandi fyrir svona hressilegt konsept, eins og „Komdu mér til “ og „Skál! Ottó vann í Lottó“, sem hefur ekkert skánað frá því í sum- ar, við það að vera komið í bíó- mynd. Þegar allt kemur til alls sannast það við að heyra tónlistina úr Í takt við tímann að það er að stórum hluta vegna hennar sem myndin gengur upp og er svo skemmtileg. Svo maður falli sjálf- ur í þá óhjákvæmilegu og ósann- gjörnu samanburðargryfju er þetta ekki alveg Með allt á hreinu, en næstum því. Með næstum allt á hreinu TÓNLIST Íslenskar plötur Stuðmenn – Í takt við tímann  Plata Stuðmanna með tónlist úr kvik- myndinni Í takt við tímann. Flutt af Stuð- mönnum, sem eru Egill Ólafsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Jakob Magnússon, Tómas Tómasson, Þórður Magnússon, Ásgeir Óskarsson og Eyþór Gunnarsson. Með þeim syngja og leika Eggert Þor- leifsson, Ragnar Bjarnason, Sigurjón Kjartansson, Roland Charles Hartwell jr., Kristinn Svavarsson, Samúel Jón Sam- úelsson, Kjartan Hákonarson, Helgi Svavar Helgason, Óskar Páll Sveinsson, Björgvin Halldórsson, Bryndís Jak- obsdóttir og Kór Fíladelfíu. Lög og textar eftir Stuðmenn, Eggert Þorleifsson og Ágúst Guðmundsson. Stjórn upptöku: Óskar Páll Sveinsson og Mick Glossop. Útgefandi Reykjavik Records. Skarphéðinn Guðmundsson DYGGIR aðdáendur „Star Trek: Enterprise“-þáttanna komu saman við hlið Paramount-kvikmyndafyrirtækisins í Hollywood á föstudag. Þeir mótmæltu harðlega hugmyndum um að hætta framleiðslu þáttanna. Star Trek-seríurnar eiga sér afar traustan aðdáendahóp og voru mótmælin vel skipulögð af þeirra hálfu en yfir hundrað manns söfnuðust við hliðin þar sem þættirnir eru framleiddir. Að þessu sinni sáust ekki búningar úr Star Trek eins og algengt mun vera á samkomum aðdáenda. Þess í stað héldu mótmælendur á skiltum með slagorðum á borð við „Þetta er ekki bara þáttur, þetta er ábyrgð“ og „18 ára tryggð og eru þetta þakkirnar?“ Í kjölfar fréttanna um framleiðslustöðvun hafa hinir trölltryggu aðdáendur safnað meira en 48 þúsund dölum til styrktar áframhaldandi framleiðslu. Leikarar í þáttunum Star Trek: Enterprise. Sjónvarp | Fyrirhugað að hætta framleiðslu Star Trek-þáttanna Aðdáendur Star Trek mótmæla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.