Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 27
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 27 DAGBÓK Verkfræðingafélags Íslands og Tækni-fræðingafélags Íslands standa að ráð-stefnu um samgöngumál sem haldinverður á Grand hóteli Reykjavík fimmtudaginn 3. febrúar kl. 9–17. Ráðstefnunni er skipt í tvo efnisflokka. Fyrir hádegi verður fjallað um hálendisvegi. Greint verður frá núverandi stöðu, skipulagi miðhálend- isins og sérstöðu þess í alþjóðlegu samhengi, framtíðarhorfum og sjónarmiðum hagsmunahópa og náttúruverndar. Eftir hádegi verður síðan fjallað um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar verða kynnt viðhorf til umferðarmála á höfuðborgarsvæðinu m.a. með hliðsjón af umferðarlausnum í Danmörku og Bandaríkj- unum. Þá verða erindi um breyttar áherslur í skipulagi og umferðarmálum, framtíðarlausnir, almenningssamgöngur, jarðgöng, mögulegar leiðir til suðurs frá miðborginni og tengsl höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þá munu fulltrúar frá Reykjavíkurráði ungmenna gera grein fyrir sínum sjónarmiðum, sem ungir vegfarendur. Hreinn Haraldsson, formaður undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar, segir samgöngukerfi einn af grunnþáttum nútímasamfélags, en það hafi áhrif á atvinnu, búsetu, ferðalög og frítíma. „Enn er langt þar til hægt verður að segja að sam- göngukerfið, einkum vegakerfið, sé sambærilegt við það sem best gerist hjá öðrum þjóðum,“ segir Hreinn. „Framtíðardraumar beinast að því að samgöngur þjóni bæði atvinnulífi og íbúum allt árið á fullnægjandi hátt. Einnig þarf að vinna ötullega að því að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar, einkum slysum og áhrifum á umhverfi. Umræða um hálendisvegi hefur verið áberandi undanfarið. Vegakerfið á hálendinu er ófull- komið, en stefnt er að því að hefja verulegar end- urbætur þar á. Það er hins vegar vandaverk að ákvarða hvers konar vegir þar eiga að vera og hvar þeir eiga að liggja, og sýnist þar sitt hverj- um.“ Hreinn segir samgöngur á höfuðborgarsvæð- inu ekki síður hafa verið í brennidepli. „Nægir að nefna flugvallarmálið, mislæg gatnamót, Sunda- braut, aukinn umferðarþunga, hávaða frá umferð og þar fram eftir götunum. Augum verður ekki síst beint að samspili skipulags og samgangna. Almenningssamgöngur hafa átt erfitt uppdráttar hér á landi og líklegt að einhverjir reifi skýringar á því og hugmyndir til úrbóta.“ Óteljandi verkefni bíða úrlausnar í samgöngu- málum og brýnt að taka stór skref á komandi ár- um. Enn á eftir að byggja upp töluverðan hluta vegakerfisins. Sums staðar þarf að breikka vegi og auka burðarþol vegna aukningar þungaflutn- inga. Óskað er eftir jarðgöngum í stað fjallvega eða til að stytta vegalengdir. Kröfur aukast um þjónustu, t.d. betri hálkuvarnir. Í þéttbýli þarf að bæta gatnakerfið, einkum stofnbrautir, til að auka umferðarflæðið og bæta umferðaröryggi. Allt kallar þetta á mikið fjármagn, mun meira en markaðir tekjustofnar skila nú til vegamála. Samgöngumál | Ráðstefna VFÍ og TFÍ um samgöngumál á Grand hóteli á fimmtudag Þörf á miklum samgöngubótum  Hreinn Haraldsson er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1971, B.Sc.-prófi í jarð- fræði frá HÍ árið 1974 og Ph.D.-prófi í jarð- fræði og jarðverkfræði árið 1981. Hreinn hefur starfað við kennslu, ráðgjöf og rannsóknir á sviði jarðvísinda og verkfræði og gegnt ýmsum störfum fyrir Vegagerðina. Hann hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa og stundað ritstörf. Hreinn er kvæntur Ólöfu Ernu Adamsdóttur, fulltrúa forstjóra LSH og eiga þau þrjú börn. Íslensk lýsing á enskum fótbolta KÆRU lesendur, mig langar aðeins til að ræða svokallaðar lýsingar á enskum fótboltaleikjum. Eins og margir fótboltaáhugamenn hafa sjálf- sagt tekið eftir er búið að vera að fjalla um þetta í flestum fjölmiðlum landsins. Ég sá í sjónvarpinu um dag- inn umræðu milli yfirmanns íþrótta- mála Skjás eins og svo hins vegar yf- irmanns íþróttamála Stöðvar tvö eða 365 ljósvakamiðla, þar sem talað var um útsendingu Skjás eins á knatt- spyrnuleik með enskum þulum, þar sem yfirmaður Stöðvar tvö virtist æf- ur yfir slíkum útsendingum og talaði um að þetta væri slæmt fyrir okkar ástkæra móðurmál. Í þessu tilfelli verð ég að vera honum ósammála, því það fer ekkert á milli mála hvað er að gerast á fótboltavellinum, við þurfum ekki einhvern til að segja okkur hver er að gera hvað inni á vellinum, það segir sig sjálft. Þessar svokölluðu lýs- ingar á fótboltaleikjum í dag eru raunar ekki neinar lýsingar því það er aðallega verið að tala um leik- mennina, hver kostaði hvað eða hvað þessi eða hinn gerði og svo framvegis. Ég man aðeins eftir einum manni sem virkilega hefur lýst fótboltaleik og það er enginn annar en Bjarni Fel. Smádæmi: Ferdinand gefur boltann á Ronaldo og Ronaldo hleypur upp kantinn og gefur boltann yfir á Giggs og hann á Rooney sem skorar. Þetta er lýsing á fótbolta. En verði það ofan á að lýsa þurfi leikjum myndi ég vilja hafa það á þann hátt sem Bjarni Fel. gerir og það myndi þá nýtast blindum og sjónskertum einstaklingum líka. Vona ég að þetta mál hljóti farsælan endi svo allir verði sáttir. Sölvi Breiðfjörð Harðarson, Brimhólabraut 27, Vestm. Tímahellirinn ÉG er að leita að bókinni Tímahell- irinn. Þeir sem geta liðsinnt mér hafi samband við Þór Ólafsson í síma 844 8903. Ósanngjörn skoðanakönnun AF OG til eru birtar skoðanakann- anir um lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Finnst mér þessar skoðanakannanir ekki sanngjarnar því það er ekki sanngjarnt að bera saman ókeypis blað sem er dreift í öll hús og blað sem er í áskrift. Finnst mér að svona könnun verði að vera byggð á jöfnum grunni. Birgir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Atvinnuauglýsingar Hársnyrtifólk Getum bætt við okkur hressum klippurum í vinnu eða stólaleigu. Einnig vantar okkur góða nema. Upplýsingar gefur Svava í síma 564 6444 og 692 0028. RAÐ- AUGLÝSINGAR Atvinnuhúsnæði Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher- bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. Fundir/Mannfagnaður Félagslíf  MÍMIR 6005022819 I  HEKLA 6005022819 VI  GIMLI 6005022819 I I.O.O.F. 19  1852288  III* I.O.O.F. 10  18502288  II* 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Be2 Rf6 6. Rc3 d6 7. O-O Be7 8. f4 O-O 9. a4 Dc7 10. Kh1 b6 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rfd7 13. Bf4 Bb7 14. Bd3 Rc5 15. Dg4 Hd8 16. Bg3 Bf8 17. Rf3 h6 18. Bf4 Kh8 19. Dh5 Rc6 Staðan kom upp í lokuðu móti sem lauk fyrir skömmu í Bermúda. Andrey Volokitin (2685) hafði hvítt gegn Giovanni Vescovi (2645). 20. Bxh6! gxh6 21. Rg5 Rxe5 22. Rxf7+ Rxf7 23. Hxf7 Hd7 24. Haf1! Rxd3 sókn hvíts hefði einnig orðið óstöðv- andi eftir 24... Hxf7 25. Hxf7. 25. Hxf8+! og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 25... Hxf8 26. Dxh6+ og einnig eftir 25...Kg7 26. Dg4+ Kh7 27. Dg8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september 2004 í Garðakirkju þau Telma Róbertsdóttir og Sigurður Jóelsson. Stúdíó Sissu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.