Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 15 MENNING ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum UNDIR lok síðasta árs barst mér í hendur gormainnbundin, þýdd bók sem ber nafnið Hvað mikið er nóg? skrifuð af Jean Illsley Clarke og fleirum. Undirtitill er Jarðbundinn leiðarvísir að heilbrigðu uppeldi í stað ofdekurs. Bókinni er fylgt úr hlaði með prýðilegum formála dr. Sigrúnar Júlíusdóttur sem er pró- fessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Vitnað er til þess að áður hafi komið út bók eftir Jean Illsley Clarke hér á landi. Dr. Clarke er bandarísk, hefur skrifað fjölda bóka um foreldrafræðslu og haldið for- eldranámskeið, m.a. hérlendis. Árið 2002 kom fyrir sjónir íslenzkra les- enda bókin Að alast upp aftur, sömuleiðis gefin út af ÓB ráðgjöf. Ég skrifaði ritdóm um þá bók og fann henni allt til foráttu. Kannski er óþarft að rifja þann ritdóm upp hér en samt setti ég á mig hvössu gagnrýnisgleraugun þegar ég hóf lestur nýju bókarinnar. Og viti menn, hér er allt annað og betra á ferðinni. Virkilega vel þýdd, læsileg og fróðleg bók sem er full af skyn- samlegum ráðum til foreldra, skrif- uð af innsæi og þekkingu um mál- efni sem ég held að flestir foreldrar, afar og ömmur svo og aðrir uppal- endur hefðu mikið gagn af að lesa. Ég tek ofan fyrir útgefendunum, því þeir hafa bætt ráð sitt svo um mun- ar. Flestir foreldrar eiga í vissum erf- iðleikum með það hvort og hvernig setja eigi mörk fyrir hegðun barna sinna. Pyttirnir sem falla má í eru svo ótal margir og flestir foreldrar falla í einhvern þeirra fyrr eða síðar. Segja má einnig að til séu foreldrar sem falli í þá flesta og oftar en þá grunar, án þess að ætla sér það. Of- dekur leiðir gjarnan af sér ein- staklinga sem aldrei eru sáttir við það sem þeir hafa eða eiga, óánægt, ófullnægt fólk sem eiga mun í erf- iðleikum alla sína ævi og ekki sízt eiga erfitt með að takast á við von- brigði þau sem alla geta hent á lífs- leiðinni (nema það sé svo lánsamt að leita sér hjálpar seinna í lífinu eða lesi bók af þessu tagi!). Ofdekrað fullorðið fólk getur átt erfitt með að koma sér að verki, það gefst upp og lýkur ekki við verkefni sín og mynd- ar jafnvel ekki eðlileg tengsl við annað fólk (bls. 39). Í bókinni kemur skýrt fram hve mikilvægt það er að kenna börnum að leggja sig fram við það sem mað- ur gerir, uppskera umbun ekki fyr- irfram heldur eftir á, taka ábyrgð á sjálfum sér og gagnvart öðru fólki, vera heiðarlegur í lífi og starfi og rækta með sér samúð með náung- anum. Það að setja börnum sínum mörk þarf ekki að vera gert á nei- kvæðan hátt en jákvæður agi er öll- um hollur og flest börn vilja að for- eldrar séu foreldrar, setji lífinu vissan ramma og skapi þar með ör- yggi. Foreldrar þurfa að vera börn- um sínum fyrirmynd og vinsam- legur félagi sem forðast að mæla allt upp í barninu gagnrýnislaust. Börn þurfa líka næði til að læra að vera sjálfum sér nóg. Margir foreldrar gæta ekki að þessu þegar sífellt er verið að skipuleggja tíma barnsins til að hafa ofan af fyrir því eða til þess að því leiðist ekki. Ekki er verið að hvetja til fálætis eða vanrækslu, síður en svo. Áherzlu þarf að leggja á þá innri ró sem hverjum manni er nauðsynleg. Ofdekur kemur fram í mörgum myndum. Í huga flestra kemur án efa upp sá siður að láta í sífellu eftir börnum sínum sem þannig læra að suða og rella þar til þau ná fram vilja sínum. Einhvers staðar var gerð könnun á því hve oft þyrfti að meðaltali að suða til að foreldrar skólabarna gæfu eftir og það reynd- ist vera níu sinnum! Til nánari skýr- ingar mætti nefna öll þau barna- herbergi sem stútfull eru af leikföngum, vélrænum, upp- trekktum, eldspúandi eða ýlfrandi, sem enginn lítur við. Þeim fjár- munum sem farið hafa í slíka ofgnótt hefði mátt verja skynsamlegar, ekki satt? Slíkt má sjá eftir á en það er aldrei of seint að átta sig. Dr. Clarke leiðir lesanda bók- arinnar í gegnum kerfi sem hjálpar honum að greina vísbendingar um ofdekur. Þannig þarf maður að velta fyrir sér í hverju tilviki hvort verk- efnið/ athæfið/ hluturinn sé þrosk- andi fyrir barnið, of miklu af tíma/ fjármunum/ athygli/ orku/ rými sé varið í eitt barn umfram systkini eða aðra, hvort undanlátssemi sé barninu í hag eða foreldrum þess og hvort hegðun barnsins geti skaðað aðra. Þessu kerfi er gefið heitið Fjórprófið. Mörg skýr dæmi eru tekin úr daglegu lífi og Fjórprófinu beitt til nánari skilnings. Þetta fjór- próf gengur upp að mínu áliti og dæmin sem tekin eru finnst mér af- ar vel valin. Það eina sem ég sé athugavert við þessa bók eru kaflar undir lokin þar sem umfjöllun um hinn svokallaða formaþjóðveg (já, ég veit að orðið hljómar hræðilega) er tekin upp úr bókinni frá 2002. Kannski er það gert til að vekja athygli lesandans á því að sú bók skuli fyrirfinnast, en ef ég nota aðferð höfundar kemur þetta inn í annars ágæta bók sem gjörsamlega framandi efni sem er með öllu óþarft. Með öðrum orðum stenzt innskotið ekki Fjórprófið. Íslenzk börn horfa mikið á sjón- varp og þar ber fyrir augu sífelldar auglýsingar sem lokka og laða, skapa þarfir og væntingar, og í kjöl- farið koma kröfur um veraldleg gæði sem foreldrum er gert að upp- fylla. Ráðþrota foreldrar og uppal- endur fá með þessari bók upp í hendurnar kærkomið og gagnlegt tól til að takast á við slíkar kröfur. Þar að auki er okkur öllum hollt að læra að þekkja merki um ofdekur. Einungis þannig getum við sneitt hjá því, börnum okkar til heilla. Það nægir að suða níu sinnum … BÆKUR Uppeldisfræði Höfundar: Dr. Jean Illsley Clarke, dr. Connie Dawson og dr. David Bredehoft. Þýðandi: María Vigdís Kristjánsdóttir. Út- gefandi: ÓB ráðgjöf. Reykjavík 2004. Hvað mikið er nóg? Katrín Fjeldsted ÍSLENSKI dansflokkurinn lagði land undir fót á dögunum með það að markmiði að heimsækja bæði Evr- ópu og Mið-Austurlönd. Byrjað var á því að heimsækja Avignon í Frakk- landi þar sem verk Ernu Ómars- dóttur og Emils Hrvatin, Við erum öll Marlene Dietrich FOR, var sýnt á danshátíðinni Hivernales. Þaðan var svo haldið til Beirút í Líbanon þar sem sýnt var á Al Bustan-hátíðinni. Þar voru sýnd verkin Bolti eftir Katrínu Hall, Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Match eftir Lonneke Van Leth. Nú um helgina sýndi hluti hópsins svo í Ljubljana í Slóveníu á danshátíðinni Gibanica og verður þar um þrjár sýn- ingar af Við erum öll Marlene Diet- rich FOR að ræða, þær tvær síðustu í kvöld og á morgun en hinn hluti hópsins fór heim vegna Open Source- sýningarinnar sem frumsýnd var í gær. Að lokum fer flokkurinn til Linz í Austurríki þar sem hann kemur fram á danshátíð á vegum Posthof- leikhússins hinn 3. mars með Við er- um öll … Í samtali við Katrínu Hall, listræn- an stjórnanda flokksins, kemur fram að Við erum öll … er hluti af evr- ópsku samstarfsverkefni sem kallast Trans Dance Europe en ferðalög í líkingu við umrætt ferðalag eru liður í því verkefni. Hópnum var mjög vel tekið þar sem hann kom fram og má nefna að sýningin í Linz er ekki hluti af Trans- verkefninu heldur æsktu aðilar þar á bæ sérstaklega eftir hópnum. „Þannig að við finnum fyrir mikl- um áhuga á þessu verkefni,“ segir Katrín. „Við höfum enn fremur aldr- ei farið svona víða, á jafn knöppum tíma og nú.“ Katrín segir að sýningarnar hafi vakið forvitni og nafn flokksins sé hægt og bítandi að verða fólki tamt. Í Avignon hafi t.d. verið talsvert um stórlaxa í dansbransanum og fengu þau mjög góða gagnrýni fyrir sýn- inguna þar. Katrín segir að sýningarnar í Beirút hafi gengið mjög vel og mynd- aðist góð stemmning í salnum þar. „Nútímadanslist þar er nokkuð framandi og við stóðum í hálfgerðu kynningarstarfi á því listformi. Við fengum mjög góð viðbrögð og öðru- vísi en ella. Það var mikið hlegið og áhorfendur tóku virkan þátt. Við fengum líka mikið lof fyrir tónlistina en Jóel Pálsson, Hallur Ingólfsson og Ske áttu frumsamda tónlist við öll þessi þrjú verk sem voru sýnd þar.“ Úr verkinu Bolti eftir Katrínu Hall listdansstjóra sem var á meðal verka sem sýnd voru í Beirút við mikla athygli. „Nafn flokksins hægt og bítandi að verða fólki tamt“ The Match eftir Lonneke Van Leth var einnig sýnt í Beirút. Danslist | Íslenski dansflokkurinn á ferðalagi erlendis www.id.is SÝNING á ís- og snjóskúlptúrum var opnuð í almenn- ingsgarði nokkrum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Getur þar meðal annars að líta þennan kappa. Að líkindum á hann sér slavneska fyrirmynd en gæti rétt eins verið íslenskur fornkappi af útlitinu að dæma. Ekki það að sýningargestirnir, maðurinn og barnið á smáhestinum, létu sig það einhverju varða, þegar þau gengu þar hjá í rólegheitum. Reuters Snækappi á sýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.