Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Sveinssonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1949. Hann lést af slysförum 17. febr- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveins L. Bjarnasonar, f. 13. 9. 1917, d. 25. 6. 1991, og Ástu Stef- ánsdóttur, f. 17. 10. 916, d. 4. 2. 2002. Bjarni ólst upp í Hafnarfirði. Systk- ini hans eru Gerður Ragna, f. 24. 3.1 942 og Stefán Pétur, f. 2. 10. 1944, kvæntur Hrafnhildi Sigurðardótt- ur f. 5. 12. 1945. 1987 og 4) Inga Rún, f. 13.7. 1990. Bjarni lærði matreiðslu á Hótel Loftleiðum og útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1970 og vann áfram á Loft- leiðum. Á árunum 1974–1975 starfaði hann á Hótel Sögu og ÁTVR í Reykjavík. Hann hóf störf hjá Hótel Esju árið 1975. Bjarni og Sigrún bjuggu í Svíþjóð um tveggja ára skeið og eign- uðust þar sitt fyrsta barn. Árið 1978 stofnuðu þau samlokufyrir- tækið Sóma og ráku þau það til ársins 2003. Bjarni rak í sam- vinnu við Skeljung söluturninn Á Stöðinni, við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði frá árinu 1990 og um tíma fleiri söluturna. Bjarni stundaði veiðiferðir, gönguferðir, skotveiði, golf og sund af kappi. Hann var félagi í Landssambandi íslenskra vélsleðamanna frá 1982. Bjarni verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Bjarni kvæntist 5.12. 1970 Guðrúnu Sif Sigurvinsdóttur. Þau slitu samvistum. Eiginkona Bjarna er Sigrún Hjaltalín, f. 31.5. 1957. Foreldrar hennar eru Siguður Hjaltalín, f. 29.12. 1934, og Guðrún María Óskarsdóttur, f. 6.10. 1935. Bjarni og Sigrún eiga fjögur börn, þau eru: 1) Lena Björk listakona, f. 7.9. 1977, 2) Eva Dögg Long, f. 20.9. 1980, sonur hennar er Viktor Orri Long Valsson, f. 30.5. 2002, 3) Bjarni Snær nemi, f. 24.12. Elsku hjartans eiginmaður, félagi og besti vinur. Ást þín og hlýja, húmor og óend- anleg orka hefur einkennt samband okkar sem hefur verið yndislegt. Þú vildir allt fyrir mig gera, sama hvað það var. Þú hefur hvatt mig og styrkt á alla lund. Með þig mér við hlið í næstum 30 ár get ég bara verið sterk þó tárin renni þessa dagana. Ég var svo vön að kveðja þig þegar þú skrappst í sleðaferð og svo vön að taka á móti þér þegar þú komst heim. Fjöllin voru þín orkulind og þú gast alltaf bjargað þér við ótrúleg- ustu aðstæður, hvar sem var. Út- geislun, kærleikur, næmi og skiln- ingur marka spor þín og gerir okkur að betri manneskjum sem eftir stöndum. Elsku vinur, ég mun alltaf sakna þín, í sumarbústaðnum, sundlauginni, golfvellinum, ferða- lögum og eldhúsinu sem var þinn staður. Ég þakka þér samfylgdina og bið góðan Guð að faðma þig, þar sem ég get það ekki lengur. Ég sakna þín. Þín Sigrún. Elsku hjartans pabbi minn. Hvernig í veröldinni eigum við að fara að án þín? Þú varst allaf hjart- að og sálin í þessari fjölskyldu, og raunar í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur! Meira að segja þegar þú ætlaðir þér að standa til hliðar og láta aðra um stjórnina vissirðu ekki af því fyrr en búið var að draga þig út í allskyns skipulag og læti. Það er svo skondið, þessa síðustu daga, að ég hef svo mikið farið að hugsa um allt sem þú gerðir. Ég hugsaði ekkert svo mikið út í það, þegar þú gerðir það, fyrir þér var það bara sjálfsagður hlutur og þessvegna spáði ég ekkert í það. Það eru nú ekki margir pabbar sem renna sér niður rennibrautir með krakkagríslingunum sínum. Eða elda dýrindis mat á hverju einasta kvöldi svo að okkur fannst við vera algerar prinsessur (þó svo að mað- ur hafi nú stöku sinnum burstað skóna þína eða leitað að lyklunum, svona bara til að halda pínuponsu jafnvægi á hlutunum.). Manstu öll skiptin sem þú lékst við okkur? Þegar þú kastaðir okkur í sund- laugunum í ferðalögunum okkar, eða þegar þú eldaðir súpu úr kart- öflum? Manstu þegar við rúntuðum um lítinn, ónefndan smábæ í leit að klemmum því þvotturinn okkar var rennvotur og allt var lokað? Manstu þegar þú bjargaðir okkur frá Bínu gömlu og brjáluðu rollunum í Þórs- mörk? Manstu þegar við röltum saman á ströndinni þú, ég og mamma, í rokna roki og seltu og læddumst gegnum eitthvað læst hlið? Manstu þegar Baddi datt á hausinn og þú plástraðir hann sam- an enn betur en læknirinn? Við grínuðumst nú alltaf með það að þú hefðir átt að verða læknir, því þú skrifaðir svo hroðalega illa! Ég veit að þú manst eftir öllum grillveisl- unum hérna heima og annarsstað- ar, og hvernig það lá við að þú ryk- ir út á götu til að draga fólk í mat. Og ég gleymi aldrei þegar þú lagðir það á þig að leggja garðslöngu í gegnum allan bakgarðinn, gegnum runna og yfir hóla, þegar við stelp- urnar gistum í tjaldi, bara til að hrekkja okkur eftir draugasöguna þína! Ég man líka þegar þú ætlaðir að hneyksla mig með því að bjóðast til að koma með mér í skólann, fúl- skeggjaður, með sólgleraugu, með derhúfu, á stuttbuxum og klossum, og glottir svo að skein í gulltönnina. Mér fannst það allt í lagi, ég var bara montin af þér. Manstu hvað þú talaðir lengi við mig þegar ég átti erfitt og hvað þér tókst alltaf að hressa mig við? Það er nú alveg lýsandi fyrir þig, þú varst kannski stundum ólátabelgur og hvein svo- lítið í þér, en þér tókst alltaf að strá í kringum þig ljósi, og því held ég að enginn sem komst í kynni við þig geti gleymt. Ég er þér og mömmu svo óend- anlega þakklát, fyrir hvað þið voruð alltaf yndisleg hvort við annað, og okkur krakkana. Ég held að meira elskandi par sé leitun á að finna. Ég get ekki fundið orð til að lýsa því hvað það er yndislegt að eiga foreldra sem leyfa sér að sýna hvað þau elska hvort annað mikið, og dirfast að vera rómantísk. Þó svo að „dittó“ hafi nú verið uppáhalds orðið þitt, vissum við nú öll hvað þú meintir. Það veganesti sem þið senduð okkur með út í þetta líf held ég bara að geti ekki gerst betra. Ég er svo stolt af þér. Og ykkur báðum reyndar, og ég leyfi mér að monta mig óspart af ykkur. Ég segi hverjum sem heyra vill að hann pabbi minn hafi aldrei reynt að þrýsta mér út í eitt né neitt. Hvort sem það var fjölskyldubisnesinn, barneignir né neitt annað sem svo mörgum dettur í hug að reyna að pína börnin sín í, hvorugt ykkar hefur nokkurn tímann svo mikið sem ýjað að því, og það finnst mér bera vott um þroska og víðsýni sem er ekki bara sjaldgæf heldur ómet- anleg. Og þó svo að þér hafi stund- um kannski fundist þú hafa getað gert þetta eða hitt betur, leyfi ég mér að vera þér hjartanlega ósam- mála í því. Mér finnst þú, og þið bæði, hafa staðið ykkur stórkost- lega, og ekki múður né múkk með það. Takk, pabbi. Fyrir öll skiptin sem þú plokk- aðir flísar úr löppunum á mér, þó ég emjaði eins og stunginn grís. Takk fyrir öll skiptin sem þú fórst með okkur í ferðalög og þvældist upp um fjöll og firnindi – ég held svei mér þá að það séu ansi fáir staðir á gamla klakanum sem ég hef ekki fengið að sjá að minnsta kosti einu sinni, svo ekki sé minnst á útlöndin. Takk fyrir allar tálguðu spýturnar, og fyrir Draumadalinn. Takk fyrir að standa með mér þeg- ar ég lenti í vandræðum í skól- anum. Takk fyrir að kenna mér að bjarga mér, meðal annars í eldhús- inu (en láttu það ekki fréttast að ég kunni pínuponsu að elda!). Takk fyrir að skamma mig þegar ég stóð mig illa, og hvetja mig til að gera betur, og fyrir að hrósa mér þegar ég gerði rétt. Takk fyrir að keyra um með skringilegu myndina mína í bílnum þínum, þó svo að fólki fynd- ist þú áreiðanlega stórundarlegur fyrir það. Takk fyrir að passa mig, fyrir að elska mig, nákvæmlega eins og ég er, og fyrir að reyna allt- af að skilja mig, og okkur öll. Og umfram allt pabbi, takk fyrir að vera pabbi minn. Þú ert best pabbi í heimi! Ég held svei mér þá að ég hefði hvergi í veröldinni getað fundið betri og merkari pabba! Og allt það fólk sem hefur komið til okkar og haft samband á síðustu dögum hefur átt það sameiginlegt að þú hefur skilið eftir spor í hjört- um þeirra. Hver einn og einasti maður mundi eftir brosinu þínu (eða kannski glottinu, í mörgum til- fellum, enda varstu nú sá allra al- ræmdasti prakkari sem ég hef kynnst!), og því hvað þú varst bara elskulegur og líflegur alla daga. Ekki svo að segja að ég sé eitthvað að reyna að mála þig sem einhvern dýrling, enda myndirðu nú ekki taka það í mál – en þú ert bara mitt uppáhald. Ég veit alveg að þú ert ekkert farinn langt, það er ekki það, en það er ansi erfitt til þess að hugsa að ég geti ekki tuðað yfir þér í eld- húsinu um að nota ekki rjóma í matinn, eða að þú drekkir nú of mikið rauðvín, eða að þú eigir að bera krem á hendurnar á þér, eða færa þér vatn þar sem þú situr í sófanum og keppir í Ólympíuleikum fjarstýringarnotkunar. Það er svo skrýtið, elsku pabbi, að reyna að skilja að ég fái ekki að sjá þig hérna aftur. Mér finnst alltaf eins og þú hljótir að fara að labba inn um dyrnar og hrópa halló, eða labba upp að okkur og spyrja hversvegna við séum að þessu voli. Og hvað allt þetta blómafargan sé að gera í húsinu. Og mikið lifandis skelfingar ósköp langar mig að knúsa þig – rétt eftir að ég skamma þig fyrir að taka upp á því að deyja svona, ég er alls ekkert tilbúin að sleppa þér, en ég veit að þú verður að fá að fara, að minnsta kosti í bili, og ég bið góðan Guð að geyma þig og hjálpa þér að rata rétta leið. Eitt hugga ég mig þó við, og ég veit að þú ert mér sammála í þessu. Þú verður aldrei geðvont gamal- menni (ekki svo að segja að ég haldi að þú gætir haldið við geð- vonsku sérlega lengi, það var nú nokkuð sem þú varst ekkert sér- lega klár í), þú þarft aldrei að verða veikur eða þjást, og þú fékkst að verða fallegt lík eins og þú sagðist alltaf ætla að vera. Það er ekki laust við að það hafi verið smáglott á andlitinu á þér þarna. Og umfram allt þetta er ég þakklát fyrir það að þú fékkst að enda þinn tíma með okkur á þann hátt sem þér þótti vænst um, í fjöllunum þínum með þínum besta vini (fyrir utan hana mömmu auðvitað!). Fjöllin voru alltaf þitt uppáhald, eins og þú sagðir mér oft, og kallaðir það að hlaða batteríin. Fræknari sleða- manni hef ég aldrei kynnst, enda spóluðuð þið félagarnir þarna fram og til baka í rúm tuttugu ár eða meira, og skipti þá ekki stóra mál- inu hvort það var eitthvað vesen eða ekki, þér fannst þetta allt jafn- skemmtilegt. Og ekki má gleyma að minnast á heiðina þína, Arnarvatns- heiði, þó svo að ég hafi nú aldrei fengist til að koma þangað þar sem ég er hroðalegur veiðimaður með flugufælni á háu stigi, en lýsing- arnar þínar duga mér nú ansi vel. Elsku pabbi, góða ferð, hvar sem þú ferð, og kíktu nú oft í heimsókn til mín. Mundu að ég mun alltaf elska þig óendanlega mikið. Engin orð fá því lýst hversu mikið ég mun sakna þín, en ég ætla að vera dug- leg og standa mig vel, svo þú getir nú grobbað þig svolítið, hvar sem þú ert. Ég elska þig, alltaf. Þín dóttir, Lena Björk. Elsku pabbi, aldrei nokkurn tím- ann datt mér í hug að ég þyrfti að kveðja þig á þessu ári, ég hélt ekki næsta né þarnæsta heldur, en… ég sem get alltaf talað á engin orð núna, eldhúsið er tómt, húsið er tómt, þó að það sé fullt af fólki. Ég sit bara og bíð eftir að þetta líði hjá, þú komir heim, með brotin rif- bein eða ónýta öxl eða eitthvað að- eins krambúleraður eftir enn eina byltu á sleðanum, þú hefur alltaf komið heim, afhverju ekki núna? Mig langar til að skamma þig fyrir að gera okkur svona bilt við og knúsa þig og segja þér að ég elska þig tíu sinnum, ég veit þú svarar dittó, svo eldarðu eitthvað gott, þannig var þetta alltaf. Þú hlýtur að eiga að gera eitthvað merkilegt hinum megin, ég get ekki hugsað neitt nógu merkilegt til að réttlæta það að hann steli þér, en ég er viss um að það er eitthvað. Ég veit þú vildir ekki verða gamall og hrumur, sagðist örugglega verða leiðinlegt gamalmenni. Þú þurftir alltaf að vera á fullu, alltaf með eitthvað fyr- ir stafni, fullt af fólki í mat, breyta húsinu, taka til í skúrnum (eitt af eilífðarverkefnunum), þefa uppi bissnesstækifæri, einu skiptin sem þú stóðst kyrr á sama staðnum í smástund var þegar þú varst að elda, þegar þú gast ekki farið frá pönnunum, þá planta ég mér á stól eða uppá eldhúsbekk og drekki þér í pælingum, vangaveltum um hitt og þetta, kvarta undan hinu og þessu, þú neyðist til að hlusta, get- ur ekki farið, annars brennur mat- urinn við. Takk pabbi, fyrir að leyfa mér að vera svona mikil pabbastelpa, og ég er stolt af því, ég er stolt af þér, ég er montin af þér, það var hægt að redda öllu með því að hringja í pabba, hvort sem mig vantaði að vita hvernig væri best að elda kjúk- linginn eða hvernig eitthvað fjár- máladæmi virkaði, pabbi átti svör, það er líka alveg merkilegt hvað það var þér alltaf mikilvægt að geta leyst allt fyrir okkur, að við þyrft- um ekki að hafa of mikið fyrir hlut- unum. Pabbi, þú varst hetjan mín, alltaf, alveg frá því að ég man eftir mér varstu að kenna mér eitthvað, ég veit ekki um neinn annan pabba sem kenndi manni að gera prakk- arastrik, þú sagðir okkur frá öllum prakkarastrikunum þínum, sem uxu aldrei af þér reyndar, og baðst okk- ur svo í guðanna bænum að herma ekki eftir þér! Samt glottirðu svo skemmtilega að þú gafst okkur leyfi um leið, það var það besta við þig, þú leyfðir öllum að vera þeir sjálfir, vissir að við þyrftum að fá að prófa hlutina til að læra. Viktor Orri er svo lítill, ég sagði honum strax úti í Ecuador að engl- arnir hefðu tekið afa, og við ætl- uðum heim að hugga ömmu Sig- rúnu, hann segist bara ætla að ná í band og binda englana og ná í afa fyrir ömmu, og hann er margbúinn að kalla út í loftið: „þið máuð ekki taka afa minn englar!!“ svo sagði hann í fluginu á leiðinni til Banda- ríkjanna með sínum einlæga tón „ég sakna afa míns“. Ég á svo margar góðar minn- ingar með þér, ég skal lofa að reyna að hugsa bara um þær þegar mig langar að setjast niður og gráta, það þegar mamma fór til Sví- þjóðar með hina krakkana og við fórum í veiðiferð, og grófum okkur tíu holur í sandinn bakvið hól og sögðum að þetta yrði kamarinn okkar, svo spiluðum við þangað til ég sofnaði, ég skal hugsa um það þegar við fórum sumar eftir sumar uppá Arnarvatnsheiði að veiða, með öllum köllunum, og þú sagðir að ég væri eini kvenmaðurinn sem fengi aðgang að þessum ferðum, svo lagði ég mig alla fram við að búa um okkur í tjaldvagninum, því ég var svo mikilvæg, því þú hefðir örugg- lega aldrei getað búið um þig sjálf- ur, þú „varðst“ að hafa mig með. Svo bjargaði ég sósunni alveg því ég var svo dugleg að tína lamba- grös, svo veiddi ég líka „stærsta“ fisk sem veiðst hefur á heiðinni, hann var stærstur í mööörg ár! Svo sagðirðu mér alltaf að ég væri besti ferðafélaginn því ég drakk ekki frá þér rauðvínið þitt, hjá þér var ég alltaf best í öllu, alltaf stór, nú er ég lítil og ein. Ég veit ekki hvernig við förum að án þín, það var allur þunginn af fjölskyldulífinu á þér, þú sást um allt og alla, þú gleymdir að hringja og setja okkur fyrir áður en þú fórst, þú þurftir þess kannski ekki, ég veit alveg að ég á að sjá um mat- inn þegar þú ferð á fjöll, ég hló allt- af og sagði að þetta reddaðist alveg þótt þú yrðir í burtu í sólarhring, samt fannst mér alltaf jafnóþægi- legt þegar þú varst kominn úr símasambandi, ég fann svo mikið öryggi að geta hringt í þig, það var alltaf eitthvað eitt enn sem ég þurfti að segja við þig. Takk fyrir að vera svona stór og góður, takk fyrir að vera pabbi minn. Ég elska þig tíu sinnum. Eva Dögg. Ég veit að enginn venjulegur maður mun nokkurn tíma geta fyllt upp í það skarð sem hann skildi eft- ir sig. Ósjálfrátt leitaði hugur minn að einhverjum til þess að fylla upp í tómið sem myndast hefur í hjarta mínu. Þeir eru ekki fáir sem ég veit að myndu vilja gera hvað sem er til þess að hjálpa okkur og láta okkur líða betur. En um leið og ég ímynda mér einhvern koma í staðinn fyrir hann finn ég að hjarta mitt hefur stækkað en sárið er ennþá til stað- ar. Vandamálið mun ekki leysast með því að gleyma og halda áfram, a.m.k. ekki hjá mér. Ég bið ekki um að einhver komi í staðinn fyrir hann og hvarflar það ekki að mér, það eina sem ég bið um er hjálp til þess að láta sárið gróa. Þær tilfinningar sem ég ber til hans eru væntumþykja og þakk- læti. Eitt það síðasta sem ég og vin- ur minn töluðum um áður en við fórum út fyrr um kvöldið var það hversu ótrúlega heppinn ég væri að eiga þessa foreldra og hversu vin- samleg þau væru og bara öll fjöl- skyldan. Ég var stoltur og er það ennþá. Ég hugsa til baka um þær minningar sem ég á um hann og þeim bregður fyrir eins og svip- myndum í höfðinu á mér. Orð fá því einfaldlega ekki lýst hversu þakk- látur ég er, hvort sem þær eru frá stundum hamingju eða óhamingju þá brosi ég gegnum tárin. Margir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en þeir missa það en ég gerði mér grein fyrir því og er ég betri maður fyrir vikið. Ég gæti leyft mér að brotna niður núna og gráta og gráta og gráta, væla undan því hversu ósanngjarnt þetta er og hversu mikið ég óska þess að þetta hefði verið faðir einhvers annars, hversu mikið ég vildi að móðir mín hefði verið að skrökva að mér til þess að ég kæmi heim þegar að hún hringdi þessa nótt og sagði að það væri maður í húsinu og ég yrði að koma heim strax. Ég man að mig langaði ekki að fara heim en guði sé lof fyr- ir það að ég fór. Síst af öllu datt mér í hug að þetta hefði komið fyrir þegar hún bað mig að koma heim, það að brotna saman og haga mér eins og barn væri eigingirni og hann á miklu meira skilið frá mér heldur en það. Ég græt en brosi gegnum tárin. Þótt ég hafi misst föður minn og góðan vin átti ég föð- ur sem að gegndi sínu hlutverki til hins ítrasta vægast sagt og gott betur en það. Það þjónar engum til- gangi að dvelja í fortíðinni eða framtíðinni vegna þess að þannig verður maður aldrei hamingjusam- ur, maður einblínir á framtíðina og hvað allt verður gott eða horfir til BJARNI SVEINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.