Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Vesturland | Flestir þeirra 16 hjúkrunarnema sem nú stunda fjarnám í hjúkrun á Akranesi hefðu ekki byrjað í slíku námi hefði þessi val- kostur ekki verið í boði. Þær koma í Bókasafn Akraness flesta virka daga þar sem þær sitja í skólastofu en í stað þess að hafa kennarann á staðnum sjá þær hann á skjá og geta komið fyrirspurnum í gegnum hljóðnema sem er í miðri stofunni. Eftir þó nokkurn undirbúning og athuganir á hvort hægt yrði að setja saman hóp á Akra- nesi sem hefði áhuga á að stunda hjúkrunar- nám í fjarnámi var haldið af stað haustið 2003. Áskorun hafði komið frá Sjúkrahúsi Akraness vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og undir- skriftarlistar höfðu borist um að Símennt- unarmiðstöðin hlutaðist til um slíkt nám. Hún kom áskoruninni til Háskólans á Akureyri að sögn Ingu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og var ákveðið að bjóða upp á námið vegna þessa mikla áhuga og þrýstings á Akranesi. Notalegt í námsverinu í Svöfusal Akraneskaupstaður sýndi verkefninu mik- inn áhuga og á meðal annars fjarfundabún- aðinn sem notast er við auk þess að útvega húsnæði fyrir námið. Námið fer fram í náms- veri fullorðinna í Svöfusal í Bókasafni Akra- ness og sér starfsfólk safnsins um daglega umsýslu aðstoðar nemana á ýmsan hátt og hefur alltaf kaffi og te á boðstólum. Náms- verið var tekið í notkun í september 2002 og er það rekið í samvinnu við Símenntunarmiðstöð- ina á Vesturlandi. Það var nefnt eftir Svöfu Þórleifsdóttur sem var brautryðjandi í skóla- og félagsmálum á Akranesi og var skólastjóri Barnaskóla Akraness 1919 til 1944. Í Svöfusal er fjarfundabúnaðurinn og þráð- laus nettenging. Halldóra Jónsdóttir bæjar- bókavörður á Akranesi sagði að forsenda fyrir slíku námi væri gott netsamband. „Við erum núna tengd við FS-netið, sem er háhraðanet fyrir framhaldsskóla og símenntunarmið- stöðvar á Íslandi og gengur það mjög vel,“ sagði hún. „Myndin er skýr og hljóðið gott. Hér er bæði sjónvarpsskjár auk þess sem myndinni er varpað upp á stóran skjá. Sí- menntunarmiðstöðin á eina tölvu sem er í námsverinu en annars eru 8 af 15 nemum með eigin tölvu.“ Sumir tjá sig meira en aðrir Myndin sem birtist í námsverinu kemur beint frá fyrirlestri sem fram fer á sama tíma í Háskólanum á Akureyri. Því fylgjast hjúkrun- arnemarnir á Akranesi með sömu fyr- irlestrum og nemarnir í HA. Að þessu leyti segir Halldóra að hjúkrunarnámið sé ekki hefðbundið fjarnám því nemarnir sækja sömu tíma og væru þeir í hefðbundnu námi við HA. Í spjalli við hjúkrunarnemana kom fram að yfirleitt gengi vel að fylgjast með fyrirlestr- unum í námsverinu. Helsta vandamálið væri að þær sæju ekki alltaf á glærur sem stundum eru notaðar í fyrirlestrum. Þetta væri þó mis- jafnt eftir kennurum, því hægt væri að skipta yfir á glærurnar með sérstökum búnaði. Því miður muni ekki allir kennararnir eftir því. Einnig væri stundum erfitt að heyra spurn- ingar úr salnum fyrir norðan. Nokkrir kenn- arar væru þó duglegir við að endurtaka spurn- inguna áður en þeir svöruðu henni. Þær segjast líka vera duglegar að taka þátt í umræðunum með því að nota hljóðnemann í stofunni. „Og sumir tjá sig meira en aðrir,“ heyrðist í einni. Hjúkrunarnemarnir voru nýkomnir frá Ak- ureyri þar sem þeir voru í staðbundnu námi sem er einu sinni á önn. Þá fer fram sýni- kennsla og tekin eru verkleg próf. „Sam- vinnan er mjög góð við bekkinn fyrir norðan,“ sögðu þær, „og nokkrar í bekknum fyrir norð- an hugsa vel um okkur og færa bæði mynda- vél og hljóðnema svo við heyrum betur og sjáum.“ Við reddum þessu sjálfar Fimm þeirra sem nú sækja námið á Akra- nesi voru áður á Akureyri. Þær fluttu sig um set vegna þess að það hentaði fjölskyldu- aðstæðum betur. Nokkrar búa á Akranesi, aðrar í Borgarfirðinum og enn aðrar koma ak- andi úr Reykjavík á hverjum degi. Þær voru sammála um að það skapaði skemmtilega stemmningu að vera í svo litlum hópi. Góður andi væri í hópnum þó aldursbilið væri breitt, en þær eru rúmlega tvítugar upp í 45 ára. Óneitanlega væri andrúmsloftið svolítið frjáls- legra en á móti kæmi að þær þyrftu að vera svolítið duglegar að bjarga sér, til dæmis með ýmis tæknimál. Sem betur fer væru innan um nemendur sem þyrðu að taka þau mál að sér. „Við reddum þessu sjálfar og þurfum lítið á tæknilegri aðstoð að halda.“ Nemendur geta keypt sér kort fyrir skóla- önnina og er innifalið í því bókasafnskort, að- gangur að námsveri og þráðlaus tenging. Þá hafa þeir aðgang að Svöfusal til verkefnavinnu ef salurinn er ekki í notkun. Einnig hafa þeir aðgang að lessal safnsins og bókasafni. „Bókasafn Akraness er orðinn hálfgerður skóli,“ sagði Halldóra. „Auk hjúkrunarnem- anna eru hér 11 leikskólakennaranemar á 3. ári sem mæta einu sinni í viku, einn nemandi er í auðlindanámi við sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri og annar er í íslenskunámi við Háskóla Íslands. Þetta setur óneitanlega skemmtilegan svip á starfsemi safnsins,“ sagði hún. VESTURLAND Sextán hjúkrunarnemar stunda fjarnám í hjúkrun á Akranesi Skemmtileg stemmning í litlum hópi Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hjúkrunarnemar á Akranesi. Hópurinn gaf sér tíma til myndatöku á meðan Sigurður Björnsson læknir tók sér hlé á fyrirlestrinum í Háskólanum á Akureyri. Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður er lengst til vinstri. asdish@mbl.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● EIMSKIP Denmark A/S og Faroe Ship A/S verða sameinuð undir nafninu Eimskip – Faroe Ship Den- mark A/S. Er það liður í þeirri þró- un og stefnumótun hjá Eimskip á Norðurlöndunum sem hefur að leiðarljósi að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita við- skiptavinum skilvirkari og betri þjónustu, að því er segir í tilkynn- ingu. Siglingakerfið helst óbreytt en með sameiningunni á að verða til félag sem getur veitt enn öflugri þjónustu en áður gagnvart við- skiptavinum sínum í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi. Fram- kvæmdastjóri Eimskip–Faroe Ship Denmark A/S er Hjörtur Hjartar. Sameina Eimskip Den- mark og Faroe Ship BRESKA sendiráðið og UK Trade Investment héldu málþing á fimmtudag undir yfirskriftinni Við- skiptabrú milli landa, en þar voru nýir möguleikar til útrásar kynntir og hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér svæðisbundna styrki og þann stuðning sem breskir vís- indagarðar bjóða til að auðvelda fyrirtækjum að ná árangri á breska markaðinum og auka útflutning. Af hálfu Íslands komu Impra nýsköp- unarmiðstöð, Klak nýsköpunar- miðstöð, Samtök iðnaðarins, Sam- tök sprotafyrirtækja, Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja og Seed Forum Iceland að undirbún- ingi málþingsins. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Alp Mehmet, sagði í ávarpi á mál- þinginu að það væri öðrum þræði haldið til að fjalla um þær áskor- anir sem blasa við fyrirtækjum með aukinni alþjóðavæðingu sem aug- ljóslega sé komin til að vera og stjórnendur vísindagarðanna geri sér fulla grein fyrir. Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra sagði að Íslendingar hefðu þegar haslað sér völl með fjárfestingum í Bretlandi svo eftir hefði verið tekið. Hann sagðist þó vonast til þess að þær fjárfestingar væru aðeins upphafið að aukinni fjárfestingu Íslendinga á Bretlandi og að málþingið myndi verða til þess að ýta enn frekar undir þá þró- un. Davíð sagði hátt menntunarstig á Íslandi hafa lagt grunninn að stofn- un framsækinna fyrirtækja, Ísland sé nú í hópi þeirra landa sem eyði einna hæstu hlutfalli af landsfram- leiðslu sinni til menntunar; það muni vonandi leiða til enn frekari nýsköpunar á Íslandi og útrásar á erlendum mörkuðum. „Ég er þeirr- ar skoðunar að aðstæður fyrir sprotafyrirtæki hafi sjaldan verið eins hagstæðar á Íslandi og nú.“ Adrian Pinder sem starfar fyrir UK Trade & Investment (T&I) í Stokkhólmi hvatti íslensk fyrirtæki til þess að nýta sér þá þjónustu sem T&I veitti. Pinder, sem sér um að- stoða bresk fyrirtæki við útflutning til Norðurlandanna sagði til- tölulega auðvelt og kostnaðarlítið fyrir erlend fyrirtæki að koma sér upp fyrirtæki í Bretlandi. Viðskiptabrú milli landa VIÐHALDSFYRIRTÆKI þau sem heyrt hafa undir félög í eigu Avion Group hafa nú verið sam- einuð og ber nýja fyrirtækið nafnið Avia Technical Services (ATS). Tilkynnt var um sameiningu Av- iaservices Limited og Air Atlanta Aero Engineering Limited við opn- un nýrra höfuðstöðva Avion Group í Bretlandi síðastliðinn fimmtudag. Eykur afkastagetu Höfuðstöðvar hins nýja félags verða við Kent-flugvöll í Manston í Kentsýslu á suðausturodda Eng- lands. Í byggingunni, sem á að verða 8.950 fermetrar, verða auk viðgerðaraðstöðu skrifstofur og geymslurými. „Með tilkomu nýrra húsakynna eykst afkastageta fyr- irtækisins,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Avion Group en þar segir jafnframt að búist sé við að fleiri viðhaldsfyrirtæki muni bætast við undir merkjum ATS í framtíðinni. Í ræðu sinni við opnun höfuð- stöðva Avion Group í Bretlandi sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins, að hér væri um að ræða sameiningu tveggja afar vel metinna fyrir- tækja á sínu sviði. Enn fremur sagði Magnús stofnun hins nýja fé- lags vera „framhald á því straum- línulögunarferli sem við höfum unnið að innan samsteypunnar á undanförnum vikum.“ Hann sagði félagið hafa metnað til þess að vaxa enn frekar með aukinni eft- irspurn frá félögum innan sam- steypunnar auk utanaðkomandi flugfélaga og flugrekstrarfélaga. Avion Group sam- einar dótturfélög NÝTT skipurit yfirstjórnartekur gildi hjá Vífilfelli hf. fráog með morgundeginum, 1.mars, en þá tekur Þorsteinn M. Jónsson, aðaleigandi fyr- irtækisins, sæti sem starfandi stjórnarformaður. Árni Stef- ánsson, sem verið hefur annar tveggja framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs, verður forstjóri Vífilfells. Guðjón Guðmundsson verður fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs. Stjórn Vífilfells skipa auk Þorsteins þeir Sig- fús R. Sigfússon og Tryggvi Jónsson, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Vífilfelli. Þorsteinn hefur gegnt starfi forstjóra Vífilfells í hart nær 9 ár. Hann er með MA-próf í hagfræði frá Northwestern University í Bandaríkjunum. Þorsteinn starfaði áður m.a. hjá Samtökum iðnaðarins og Seðlabanka Íslands. Árni hefur unnið fyrir Vífil- fell í rúm 6 ár, fyrst sem vöru- merkjastjóri en síðan sem annar tveggja framkvæmda- stjóra markaðs- og sölusviðs. Hann er með MSc-próf í al- þjóðamarkaðsfræði frá Strath- clyde University í Skotlandi. Guðjón hefur starfað fyrir Vífilfell í tæp 6 ár, fyrst sem vörumerkjastjóri en síðan sem annar tveggja framkvæmda- stjóra markaðs- og sölusviðs. Guðjón er með MIM-próf frá Thunderbird, The Garvin School of International Man- agement, í Bandaríkjunum. Skipulags- breyting- ar hjá Vífilfelli ● AFGERANDI meirihluti Íslendinga er á móti því að grunnnet Landssím- ans verði selt með fyrirtækinu, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Og Vodafone. Þegar eingöngu eru teknir þeir sem afstöðu tóku í könnuninni kem- ur í ljós að 71% var mjög eða frekar andvígur því að selja grunnnetið með, en um 18% voru frekar eða mjög hlynntir því að selja grunnnetið með. 11% voru hlutlausir, segir í til- kynningu frá Og Vodafone. Tekið var 800 manna slembiúrtak fólks á landinu öllu, á aldrinum 18 til 75 ára. Brúttósvarhlutfall var 70% eða 560 manns. Á móti sölu grunnnets

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.