Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 3

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 3
lifun 3 Lifun/Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: lifun@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson Auglýsingar Elínrós Líndal sími 5691141, netfang elinros@mbl.is Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins l i f u n S j ö a n Stóll heldur upp á 50 ára afmæli s itt Þegar danski arkitektinn Arne Jacobsen hannaði stól sem hann kallaði módel númer 3107 gat hann ekki ímyndað sér hvílíkra vinsælda stóllinn ætti eftir að njóta meðal almennings sem og arkitekta. Fimmtíu árum eftir að stóllinn var fyrst kynntur hefur hann verið seldur í yfir 5 milljónum eintaka ásamt því að vera sá stóll sem hvað mest hefur verið hermt eftir í hönnunarsögunni. Danskt orðatiltæki segir: „Við höfum mörg nöfn yfir það sem við elskum,“ og það hefur átt við um módel númer 3107. Stóllinn var fljótt kallaður „Sjöu-stóllinn“ og „Fiðrilda-stóllinn“ og hefur í gegnum tíðina þótt einstaklega tímalaus sem hefur skilað sér í því að hann hefur staðið af sér tískusveiflur og þótt þess virði að eiga. Nú, árið 2005, hefur stóllinn aldrei verið vinsælli. Hinn 4. mars hélt framleiðandinn, Fritz Hansen, upp á 50 ára afmæli stólsins með því að kynna til sögunnar nýjungar í „Sjöum“; nýja liti, áferð, útgáfur … og stærðir. Nú er fagnað með 11 nýjum litum, 7 litum sem fást í háglans, dökkbæsaðri eik, nýju leðuráklæði í nokkrum litum, barnastól sem er 3/4 af stærð þess fullvaxna og barstól sem fæst í tveimur hæðum. E ft ir H ö llu B ár u G es ts d ó tt ur L jó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.