Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 33
innlit lifun 33 Hvar lærðir þú arkitektúr og hvenær, hví innanhússarkitektúr og hvað kveikti upphaflega áhuga þinn á starfinu? Ég lærði í Kaupmannahöfn í Skolen for Boligindretning frá 1986- 1990. Var orðin 30 ára þegar ég hóf námið, en það hafði verið það sem mig langaði að læra frá því ég var 12-13 ára. Ég veit ekki hvað upphaflega kveikti áhugann, en frá þessum aldri var ég að spá í innanhússhönnun, húsgagnahönnun og fleira, alltaf að breyta í herberginu mínu, smíða hluti og fleira. Finnst þér starf þitt hafa breyst á þessum árum síðan þú hófst störf og hvernig? Já, starfið hefur breyst mikið á þessum núna 15 árum sem ég hef starfað við þetta. Eftirspurnin eftir þjónustu innanhússarkitekta hefur aukist gífurlega. Meðvitund fólks hefur breyst mikið á undanförnum árum. Fólk spáir meira í hönnun, metur orðið meira hönnun og hefur upplifað hvað hönnun getur verið mikilvæg í endanlegri útkomu þess verks sem verið er að fást við. Hver eru þín markmið og mottó í starfi, hver er hugmyndafræðin? Markmið mín í þessu starfi er að leysa eftir bestu getu þau mál sem ég er beðin fyrir þannig að ég og viðskiptavinurinn séum ánægð með útkomuna. Ánægður viðskiptavinur er besta hrósið. Það er svo sem engin sérstök hugmyndafræði í því hvernig ég tekst á við mismunandi verkefni, annað en það sem ég nefndi hér að framan. Að takast á við hvert verkefni með því hugarfari að eftir standi ég og viðskiptavinurinn sátt við útkomuna. Hver er þinn uppáhaldsarkitekt? Ég dáist að mörgum arkitektum. Allt sem Antonio Citterio gerir vekur áhuga minn. Nú er eiginmaður þinn líka arkitekt, laðist þið að sömu hönnun og arkitektúr? Já, það er nú víst nokkuð ljóst. Við erum bæði ákaflega upptekin af þessu fagi, eiginlega of upptekin finnst börnunum okkar á stundum, og ég held að það stafi að miklu leyti af því að við erum á sömu línu hvað þetta varðar. Hver finnst þér staða íslenskra innanhússarkitekta vera í saman- burði við nágrannalöndin? Staða okkar er allt öðru vísi en í nágrannalöndunum. Íslenskir innanhússarkitektar vinna sennilega meira á svokölluðum „privat“-markaði. Hér heima hafa innanhússarkitektar ekki unnið eins mikið á opinberum markaði þó svo það sé að breytast. Erlendis vinna innanhússarkitektar miklu meira í nánu samstarfi með arkitektum, en hér hefur það ekki verið eins mikið. Hvert sækir þú innblástur og áherslur þegar kemur að vinnunni og heimilinu? Til Ítalíu … nei ég segi nú bara svona. Innblástur getur maður fengið hvar og hvenær sem er. Vakandi eða sofandi. Ég er t.d. nýkomin frá Ítalíu, þar sem bara það að keyra um ægifagra náttúru Dólómítafjallanna getur verið uppspretta ýmissa hugmynda. Hvað er skemmtilegast við starfið? Það verð ég að segja að séu þau mannlegu samskipti sem verða til í starfinu. Og þá á ég við þau samskipti sem verða til með þeim sem maður vinnur fyrir og líka með þeim sem vinna verkið, þ.e. iðnaðarmönnunum. Hvaða verkefnum hefur þú nýlokið og að hverju ertu að vinna núna? Ég vinn í augnablikinu við að ljúka seinni hluta breytinga á Nordica Hóteli, er svo að vinna að breytingum á fordyri í Háskólabíói, sýningarsal fyrir Tengi hf., ásamt ýmsum skemmtilegum verkefnum fyrir einstaklinga. Hefur starf þitt áhrif á umgjörð heimilisins og þá hvernig? Já, ég hugsa nú að það sé erfitt að komast hjá því þegar maður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.