Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 4
S k a n d i n a v í s k s v e i t a r ó m a n t í k stíll 4 lifun Skandinavar eru þekktir fyrir hönnun sína og þá trónar svona út á við þetta einfalda, ljósa yfirbragð þar sem PH-lampinn og „Sjöan“ fara framarlega. Staðreyndin er samt sú að nánast þvert á þennan stíl fer annar jafnvinsæll á þessum slóðum – skandinavíski sveitastíllinn. Honum má lýsa sem blandi af frönskum sveitastíl, amerískum sveitastíl og kannski smávegis af þeim sem kallaður er „Gustavian“. Sá franski er skilgreindur með tilvísan í Provence-hérað í Suður-Frakklandi þar sem bjartir litir í gulum, bláum og bleikum tónum eru áberandi. Kalkáferð er á veggjum, terracotta-leirflísar á gólfum og frekar stór, stílhrein húsgögn sem eru laus við alla tilgerð. Ameríski stíllinn er breið lína frekar einfaldra og frumstæðra húsgagna þar sem húsgögn fá að vera snjáð og notuð í útliti. Máluð gólf, mottur og stenslar er mikið notað. Gústafs-stíllinn er sænskættaður, tengdur Gústaf 3 sem ríkti seint á 18. öld. Þar eru stórir gluggar, birta, miklir kertastjakar og speglar sterk einkenni – strigi, panell og blómamynstur á veggjum. Mest áberandi eru þó máluð húsgögn; kaldir litir í blágráu, perlugráu, bleiku og gulu. Húsgögn eru í nýklassískum anda sem er fyrsti raunverulegi, alþjóðlegi stíllinn þar sem flúri og skrauti rókokkó-stílsins var mótmælt í einfaldleika þess tíma. Þessi skandinavíski sveitastíll er í senn rómantískur, kvenlegur og stelpulegur í bland við að vera oft mjög hvítur og frekar einfaldur í oft mikilli litagleði. Hann virðist aldrei hafa náð til Íslands og það má sennilega rekja til þess að þeir sem fylgja honum eftir kaupa mikið af húsgögnum og hlutum á flóamörkuðum og skransölum. Sú hefð hefur ekki náð fótfestu á Íslandi – að kíkja á markaði, bílskúrssölur og jafnvel það að setja dót sem ekki er lengur notað út á gangstétt og hver sem er má hirða það. Antíkbúðir erlendis selja margar mikið af dóti sem hæfir þessum stíl en þær eru flestar frekar dýrar. Skandinavískur sveitastíll hefur samt sem áður það einkenni að vera mjög blandaður. Skandinavísk hönnun frá miðbiki aldarinnar er þar áberandi og blandast því sem á undan er talið. Sérstaklega húsgögn og hlutir sem finna má á fornsölum og teljast gamlir og upprunalegir. E ft ir H ö llu B ár u G es ts d ó tt ur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.