Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 16
stærra. Ég skreyti töluvert með hlutum úr húsbúnaðarlínu Next sem hentar heimilinu vel.“ Ertu dugleg að kaupa inn til heimilisins? „Já, mjög dugleg. Ég er svo lánsöm að ferðast mikið út af vinnu og get þá gripið eitthvað fallegt með mér. Ég kaupi alltaf eitthvað þegar ég er í Danmörku, fer oft í Indiska og um daginn keypti ég mér diska í Notre Dame. Bahne er líka skemmtileg verslun með ýmis merki sem ég er hrifin af. Svo finnst mér Broste-vörurnar fallegar og hef gaman af að fara í Tekk-Company hér heima. Ég kaupi mikið af húsbúnaðar- blöðum og fylgist með, hér áður keypti ég alltaf Ideal Homes og slík blöð en hef meira gaman af Livingetc og blöðum í þeim anda í dag.“ Hvaða rými hefur þér þótt skemmtilegast að innrétta? „Hiklaust stofuna og borðstofuna því það var alveg nýtt fyrir mér frá okkar fyrri íbúð. Mér finnst alveg meiri háttar að hafa borðstofu og stóra stofu, stórt borðstofuborð og skenk. Þetta er svo ólíkt fyrri íbúð því hér er plássið svo miklu meira. Það er svo notalegt að sitja hér á kvöldin þegar dimmt er úti og kveikja á kertum.“ Er eitthvað sem þig langar til að gera hér heima fyrir utan það sem komið er? „Það liggur ekkert á og mér finnst gott að taka smá tíma í að finna sálina í húsinu. Það er gott að koma sér strax fyrir á ákveðinn hátt en síðan koma hlutirnir smám saman. Núna erum við að hugsa um lýsinguna og mig langar jafnvel í stól og kommóðu í stofuna en ég er ekkert að flýta mér. Sömuleiðis er arinn á dagskrá. Núna erum við að klára að innrétta baðherbergin og svo er alltaf ýmislegt smálegt sem tínist til. Það er gott að gefa sér tíma, svolítið eins og að leyfa húsinu að tala við sig. Fyrir utan þetta eru rosaleg viðbrigði að koma úr miklu minni íbúð í þetta stórt og það þarf að venjast því þar sem áherslur eru allt aðrar.“ 16 lifun innlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.