Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 27
lifun 27 staðsetning A f s t a ð a h l u t a n n a Fyrir utan útlit og hagkvæmni þá skiptir uppröðun og staðsetning hús- gagna og hluta, afstaða þeirra hvers til annars, miklu máli þegar verið er að velta fyrir sér hvernig rými muni virka sem best. Mörgum þykir undarlegt að velta ofantöldu fyrir sér áður en flutt er inn í nýja íbúð eða þegar verið er að gera upp og standsetja. Það er hins vegar betra að íhuga slíkt í tíma til að hafa skýrar hugmyndir um hvernig rými nýtist sem best eða hvernig best er að bæta það. Ýmislegt þarf að hafa í huga, m.a. hvernig manni líður í herberginu, hvort hægt að leggja hlutina frá sér, hvort mögulegt er að lesa þar, hvort aðgengi er þægilegt og ávallt skyldi hafa í huga ákveðinn miðpunkt til að ganga út frá þegar verið er að innrétta. Þarna takast ætíð á fagurfræði og hagkvæmni – hægindastóll fer vel í horn- inu en verður hann notaður þar? Þægindin eiga að hafa forgang og í þessu tilfelli ætti að finna eitthvað annað í hornið! Stóllinn ætti að vera hluti af stærri heild stóla og sófa, n.k. setrýmis. Stærð hlutanna hefur mikil áhrif á yfirbragð herbergis. Of margir stórir hlutir gera það stíft, formlegt og óþægilegt. Of margir litlir og lágir hlutir láta herbergið líta út sem eitthvað vanti. Þarna þarf að skapa ákveðið jafnvægi en samt ekki á þann veg að hafa jafn- mikið af háu og lágu dóti. Þægilegast er að hugsa málið þannig að það lága sé í meirihluta og það háa komi inn á milli. Sófi og stólar, sbr. sófasett, kemur vel út með stökum og opnum stólum og léttu, lágu sófaborði, t.d. glerborði. Þá getur komið skenkur eða hilla, stór spegill eða málverk og standlampi. Mottur hafa líka áhrif, mynstraðar mottur í dökkum litum þrengja og minnka sem og dökkir litir á veggjum. Gluggar, opnanleg fög, sólarljós og ofnar geta haft sitthvað að segja um staðsetningu húsgagna, sömuleiðis staðsetning hljómtækja upp á hljómburð og sjónvarps til að sem flestir sjái með góðu móti. E ft ir H ö llu B ár u G es ts d ó tt ur L jó sm yn d ir úr L ifu n G un na r Sv er ris so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.