Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 19
hönnun lifun 19 … o g s t u ð l a a ð b æ t t r i h í b ý l a m e n n i n g u Fyrir fimmtíu árum stofnuðu frumkvöðlar í starfsstétt íslenskra húsgagnaarkitekta með sér félag og höfðu meðal annars á stefnuskrá sinni að stuðla að bættri híbýlamenningu Íslendinga. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skilningur almennings aukist jafnt og þétt á því að færa sér í nyt þjónustu húsgagna- og innan- hússarkitekta enda, eins og húsgagna- arkitektinn Helgi Hallgrímsson komst að orði árið 1968: „… innrétting nútímaheim- ilis og stofnana það margþætt, að það er tæplega á færi annarra en sérfræðinga að ná þar öllum endum saman, svo að vel fari.“* Eftir Elsu Ævarsdóttur innanhússarkitekt Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar voru húsgagnavinnustofur í Reykjavík nokkuð margar en flestar fámennar. Nær eingöngu var um húsgagnasmíði að ræða því innréttingar, svo sem í eldhús og svefn- herbergi, voru unnar af smiðunum sem byggðu húsin. Lítið var um fjöldaframleidd húsgögn, mest var smíðað eftir pöntunum. Nokkrar húsgagnaverslanir voru þó í bænum, til dæmis verslun Kristjáns Siggeirssonar. Íslensk húsgagnasmíði fór hins vegar oftast þannig fram að menn völdu af tímaritsmyndum þau húsgögn sem þeim hugnuðust og fengu verkstæðin til að smíða. Sum verkstæðin höfðu þó sérstöðu því eigendur þeirra voru húsgagnaarkitektar. Einn þeirra var Friðrik Þorsteinsson sem árið 1923 lauk fyrstur Íslendinga prófi sem húsgagnaarkitekt í Þýskalandi. Nokkrum árum síðar luku Skólastóll eftir Friðrik Þorsteinsson (1896-1980) frá því um 1950. Friðrik var fyrstur Íslendinga til að ljúka prófi sem húsgagnaarkitekt. Hann rak smíðastofu í Reykjavík. Borðstofustóll frá 1954 eftir Sigurgísla Sigurðsson (1923) húsgagnaarkitekt og einn stofnenda Félags húsgagna- og innan- hússarkitekta (FHI). Árin milli 1960-70 voru frjó ár hugsjónamanna sem töldu nauðsynlegt að vekja athygli á formsköpun og þýðingu hennar í húsgagnagerð. Félag húsgagna- og innanhússarkitekta stóð fyrir þremur yfirlitssýningum á verkum félagsmanna, árin 1960, 1961 og 1968. Hluti sýningarinnar frá 1960 var sendur til München í Þýskalandi á alþjóðlega sýningu. Þar hlaut stóllinn „Chieftain“ úr eik og nautshúð eftir húsgagna-arkitektinn Gunnar H. Guðmundsson (1922-2004) gull-verðlaun. Stóll eftir Svein Kjarval (1916-1981, Sindrastóll úr járni með rauðu plastáklæði frá því um 1960. Sveinn var afkastamikill í húsgagnahönnun sinni og einn þeirra sex manna sem sátu stofnfund FHI á Laugavegi 13 árið 1955. Lj ó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.