Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 8
8 lifun spurt og svarað Ein af huggulegustu te- og kaffistofum Reykjavíkur var opnuð fyrir stuttu við Ingólfsstræti og nefnist því dularfulla nafni Frú fiðrildi. Nafnið kemur til vegna ástar eigandans á fiðrildum og öllu því sem flögrar létt um. Kvenlegur ömmustíll svífur þar yfir vötnum með ljósum litum, antíkhúsgögnum, tímaritum frá því um miðja síðustu öld og fallegum gjafavörum sem boðið er upp á til sölu. Ef heppnin er með gestum lyktar húsið af nýbökuðum skonsum en eigandi testofunnar, Ingibjörg Grétarsdóttir, bakar allt meðlæti sjálf. Lifun fékk að koma í heimsókn til fiðrildafrúarinnar flögrandi. Flögrandi stemmning í Ingólfsstrætinu te eða kaffi ? að sjálfsögðu te. ég er brjáluð í … súkkulaði. eftirlætis borgin mín … kaupmannahöfn. listaverkið mitt … bleika myndin mín eftir söru vilbergsdóttur. elsti hluturinn minn … ætli það sé ekki uppáhalds bakkinn minn sem ég erfði eftir hana langömmu. besta lyktin er ... vanilla. eftirlætis hönnuður … veit ekki, ég kaupi bara það sem mér finnst fallegt hverju sinni. besta húsgagnið er … kringlótti tígrasófinn minn sem ég keypti í fríðu frænku. mig dreymir um … að flytja aftur til útlanda, á einhvern stað þar sem er heitt allt árið. fjölskylduhagir ? ein með frábæran sjö ára strák. besta stund dagsins? kvöldið. heimilið er fyrir mér … best í heimi. ómissandi heimilistæki? þvottavél. ég fæ aldrei leið á … að kaupa mér skó. hvað keyptir þú eða eignaðist síðast til heimilisins? bleika blóma-ljósaseríu frá lisbeth dahl. áhugaverður listamaður? Vera vinkona mín, hún er svo mikill listamaður frá hjartanu. án hvaða veraldlegs hlutar vildir þú síst vera? föt og förðunarvörur er eitthvað sem engin kona ætti að vera án. uppáhaldskaffihúsið … tea time í kaupmannahöfn og auðvitað frú fiðrildi í reykjavík. E ft ir R ó su B j-r k B ry nj ó lfs d ó tt ur L jó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.