Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 46
Lifun 46 Leður og aftur leður Leðursófar virðast vera það sem fólk sækist eftir í dag. Að sögn starfsfólks Exó eru það hvítir og svartir leður- sófar sem eru „heitastir“. Leðrið er allt frá hanskaleðri og upp í mjög gróft leður. Sófarnir eru með breiðum örmum. Hægt er að fá álbakka til að setja á arminn sem er kjörinn til að leggja frá sér vínglas eða kaffibolla. núna Day Home Danska vörumerkið Day Birger et Mikkelsen er hugðarefni danska viðskiptajöfursins og hönnuðarins Keld Mikkelsen. Það hefur fram- leitt kvenfatnað frá því síðla árs 1997 og aukið fjölbreytnina smám saman; nú síðast kom á markað heimilislína, Day Home. Vor 2005 er fyrsta árstíðin og reglulega bætist í línuna, komin eru púðaver og ábreiður, leðurhirslur, minnisbækur og rúmföt koma á næstu vikum og gaman verður að fylgjast með framhaldinu þar sem bætist í litavalið. Stílnum má lýsa á sama hátt og í fatalínunni – hann er nútíma- legur og klassískur í senn, með sterka skír- skotun í ýmis þjóðleg einkenni. Day Birger et Mikkelsen fæst í verslun GK á Laugavegi. l i f u n Beovision 7 frá Bang & Olufsen Einstök hönnun Beovision 7 býður upp á nýja möguleika þegar kemur að hljóð og mynd inni á heimilinu. Beovision 7 er með innbyggðum DVD-spilara sem opnast hljóðlaust undir skjánum og fellur inn í heildarútlit tækisins. Þegar kveikt er á Beovision 7 kveikir það á innbyggðum snúningsbúnaði sem stillir sjónvarpið hljóðlaust í uppáhaldsstillingu áhorfandans. Um leið mælir tækið birtuskilyrði og stillir mynd sína í samræmi við þau. VisionClear-tækni Bang & Olufsen tryggir síðan hámarksgæði myndar sama hvaðan horft er á LCD-skjá sjónvarpsins. Hljóðkerfi Beovision 7 var sérstaklega hannað sem sjálfstætt hljóðkerfi en er samt órjúfanlegur hluti sjónvarpsins og fellur einstaklega smekklega að útliti tækisins. Niðurstaðan leiddi til mestu gæða í hljóði sem þekkjast í sjónvarpi sjónvarp. Fjöldi möguleika til staðsetningar og uppsetningar standa til boða, hægt er að hengja sjónvarpið á vegg, láta það standa á gólfi, sjálfstætt eða á standi, eða einfaldlega setja það á sjónvarpsskápinn. Beovision 7 inniheldur allar þær hátæknilausnir sem Bang & Olufsen hafa þróað síðastliðin 20 ár við framleiðslu sjónvarpa ásamt fallegri hönnun og býður uppá einstaka upplifun við áhorf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.