Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 6
skraut 6 lifun U m sj ó n In g a B ry nd ís J ó ns d ó tt ir M yn d ir G un na r Sv er ri ss o n Í r i s o g k ro s s a r n i r Sumt fólk á ótrúlega auðvelt með að lifa innihaldsríku og skapandi lífi. Þannig er hún Íris, alltaf að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt. Nú er komið að ykkur, kæru lesendur, að berja augum sérstaklega fallega krossa, hannaða af listakonunni Írisi. Nokkrir fróðleiksmolar um krossinn fylgja með. Krosstáknið er eldra en kristnin, það þekktist í Grikklandi og Egyptalandi í ýmsum formum. Krossinn, sem við setjum um hálsinn á okkur, er sigurtákn, tákn um þá kærleiksfórn sem Kristur færði á krossinum þegar hann frelsaði mannkynið undan oki syndarinnar. Hann minnir okkur á að: „… svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Þess má líka geta að í heiminum ku finnast yfir 400 mismunandi krossform. Krossunum hennar Írisar fylgja hins vegar litlar öskjur sem innihalda tákn kúlnanna og litarins á kross- inum. Mannakorn, uppáhalds tilvitnanir eða sálmur sem væntanlegir eigendur eða gefendur geta komið með, fylgja síðan með á merkispjaldi. Einnig er hægt að velja um liti og bönd. Fyrir áhugasama lesendur fylgir hér netfang Írisar: iris@nh.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.