Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 42
Lifun 42 matur 42 lifun heimalagað músl í 4 bollar haframjöl 1/2 bolli sólblómafræ 1/2 bolli sesamfræ 2 bollar heilar, hýðislausar möndlur eða blandaðar hnetur 1 bolli eplasósa, úr krukku 2 tsk kanill 1 tsk engifer 1/3 bolli gott sýróp 1/2 bolli hunang 1/2 bolli ljós púðursykur 1 tsk salt 2 msk sólblómaolía 2 bollar rúsínur Maukið möndlur/hnetur gróflega í matvinnslu- vél. Hrærið öll þurrefnin saman í stórri skál en geymið rúsínurnar. Blandið olíu, sýrópi og eplamauki saman við. Dreifið jafnt í 2 ofn- skúffur, klæddar bökunarpappír, og bakið við 180 gráður í 20 mín. Takið þá úr ofninum og hrærið í, setjið aftur í ofninn í 20 mín. Múslíið á að verða gullið. Takið úr ofninum, kælið og hrærið rúsínurnar saman við. Geymið í loft- þéttum umbúðum. eitthvað í ætt við músl í ís 2 bollar múslí 1 bolli rjómi 1 bolli mjólk Hrærið allt saman og frystið. Gott að hræra reglulega upp í blöndunni í frystinum. Berið fram frosið með ferskum ávöxtum. (fyrir 1). ferskt berjamúsl í með skyri 2 bollar frosin ber að eigin vali 2 msk sykur múslí skyr að eigin vali Setjið frosin berin í blandara ásamt sykri. Maukið mjög vel. Setjið berjablönduna í glær glös, þá hrært skyr og loks múslí. Endurtakið ef þið viljið, það kemur flott út í háum glösum. (magn í um 3 stór eða 6 lítil glös). magnaðar múslíhugmyndir Múslí er eitthvað sem allir vilja borða en fólki þykir misgott. Þess vegna er best að búa bara til sitt eigið og geyma í loftþéttum umbúðum. Úr heima- lagaða múslíinu er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.