Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 38
matur 38 lifun f ík jusamloka með hráskinku og mozzarel la 2 sneiðar af sérstaklega góðu og nýju brauði smá smjörklípa 1 fíkja, vel þroskuð 1-2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar af mozzarella-osti fersk basilíka parmesanostur Smyrjið brauðið létt með örlitlu smjöri eða viðbiti. Skafið úr fíkjunni og smyrjið á brauðið. Leggið hráskinkuna yfir, ostinn, basilíkuna og stráið parmesanosti yfir. Þessi er líka góð grilluð. (fyrir 1). biscott i 1 egg 1/2 bolli flórsykur 1/2 tsk vanilludropar nokkrir möndludropar 3/4 bolli hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1/3 bolli heilar, hýðislausar möndlur 1/3 bolli súkkulaðibitar, ekki mjög sætir Hrærið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Hellið dropunum saman við ásamt þurrefnum. Hnoðið möndlur og súkkulaði með. Mótið brauðlaga lengju, ekki of þykka, og bakið á 180 gráðum í 25 mín. Takið úr ofninum, látið kólna í 5 mín. og skerið þá varlega í þunnar sneiðar, skáhallt í brauðið. Leggið á ofn- plötuna og bakið í 10 mín., snúið sneiðunum og bakið í 5 mín. Látið kólna. Berið fram með góðu kaffi. vani l lukaff i gott sterkt gæðakaffi í bolla og 1-2 dropar af gæða vanilludropum (extract) saman við. Frjálst val hvort mjólk er sett í kaffið, jafnvel flóuð eða froðumjólk. til Ítalíu í huganum Þeir sem vilja gott kaffi með morgunmatnum verða ekki sviknir af Ítölum sem gæla alltaf við gæðahráefni og mat … sama hvenær dagsins sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.