Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 34
Lifun 34 innlit 34 lifun lifir og hrærist í þessum heimi. Við verðum kannski mest vör við það þegar hingað koma gestir. Fólk gengur um, skoðar og finnst þetta allt heldur merkilegt og óvanalegt. Hvernig lýsir þú stílnum heima? Hjartanlegum. Ég kalla það svo því að ég vinn hlutina út frá einhverri fenginni sannfæringu sem býr innra með mér. Þegar ég er ánægð í hjartanu, veit ég að ég er að gera góða hluti. Auðvitað eru straumar og stefnur í þessu fagi sem bera ákveðin nöfn og þess háttar, en ég hef aldrei unnið þannig að ég „innrétti“ í ákveðnum stíl. Stíllinn er sá sem verður til úr samvinnu minni og þeirra aðila sem koma að verkinu. Hvernig er það öðruvísi að hanna fyrir eigið heimili en annarra? Hér heima gerast hlutirnir hægar, hér er þeim velt eilítið lengur fyrir sér, og það getur t.d. tekið 9 ár að ákveða hvernig gólflistarnir eiga að vera! Hvað réð vali arkitekts við kaup á eigin íbúð, hvað hefur hún upp á að bjóða? Ja, í mínu tilfelli væri það innra skipulag, birtuflæði, Útsýni með stórum staf, en það hefur alltaf verið mér mikilvægt. Á þessum stað sem við búum á í dag var áður holt og mói, og hér var tengivegur frá Reykjanesbraut inn í Garðabæinn. Við hjónin áttum það til að stoppa hér í holtinu, njóta útsýnisins til Arnarvogsins, Suðurnesjanna og Bláfjallanna og segja „hér gætum við hugsað okkur að búa“. Og viti menn, nokkrum árum seinna þegar búið var að skipuleggja holtið fyrir íbúðarsvæði, enduðum við í holtinu. Hvað hafðir þú í huga við innréttingu íbúðarinnar? Við hjónin vorum upptekin af því að þar sem við værum nú að hoppa út í djúpu laugina með að vera arkitektar og teikna og reisa okkar eigið hús, þyrfti það að vera þannig að það lifði vel áfram í tíma. Hvernig er draumaíbúðin? Ég held ég geti sagt að ég búi í draumaíbúðinni minni! Uppáhaldslitir og litasamsetningar fyrir heimilið? Hvítt verð ég að segja að sé minn uppáhaldslitur. Mildir náttúrulitir koma þar á eftir. Eftir hverju sækist fólk þessa stundina þegar kemur að innanhússhönnun? Ég vil halda að það sé ósk um góðar og hagnýtar lausnir, umhverfi sem því líður vel í og stenst tímans tönn í útliti. Þess má að lokum geta að Guðbjörg hannaði m.a. sófasettið, borðstofuborðið og bekkinn sem er á forsíðunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.