Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 12
12 lifun Ragnhildur Anna Jónsdóttir á og rekur ásamt eiginmanni sínum, Sverri Berg, verslanirnar Noa Noa og Next í Kringlunni. Ekki er langt síðan fjölskyldan flutti í stærra húsnæði en eftir tölu- verðar endurbætur lýsir Ragnhildur nú heimilinu sem ljósu yfirlitum og léttu í bragði. Ó l í k a r á h e r s l u r í l i t l u o g s t ó r u E ft ir H ö llu B ár u G es ts d ó tt ur L jó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n Heimili Ragnhildar hafði sama ljósa yfirbragðið áður en fjölskyldan skipti um húsnæði en nú er mun rýmra um alla og meira pláss eins og Ragnhildur orðar það sjálf. Þau bjuggu áður í risíbúð í Vesturbænum, þar sem hlutunum var öllum haganlega fyrir komið og litlir möguleikar á að gera breytingar. Þar var eldhúsið lokað og bara stofa án borðstofu. Núna er um allt annað að ræða og Ragnhildur segist hvað ánægðust með að vera komin með borðstofuborð. Hún hefur alltaf haft ákveðinn stíl og veit hvað hún vill þegar kemur að heimilinu. Stíllinn hefur samt breyst aðeins í áranna rás, þó ekki mikið – úr gamaldags furuhús- gögnum í dökkbrún húsgögn sem blandað er saman við beinhvíta tóna í húsgögnum og aukahlutum sem ávallt hafa fylgt Ragnhildi. Þegar Ragnhildur og Sverrir fóru að huga að stærra húsnæði sáu þau ekki fyrir sér að þau myndu flytja úr Vesturbænum en svo fór sem fór. Ragnhildur þurfti einn daginn að sækja köku í Laugarásinn, leist svona vel á hverfið og þegar hún skilaði kökudisknum varð ekki aftur snúið. Þau leituðu strax að húsnæði í hverfinu og duttu nánast um leið um íbúðina sem þau eiga í dag. Það sem heillaði þau við íbúðina var opið rýmið og birtan. „Mér finnst það rosalega skemmtilegur eiginleiki,“ segir Ragnhildur. „Það býður líka upp á mikla möguleika. Hér skiptist rýmið niður í nokkur svæði og hver getur því verið að hugsa um sitt án þess að trufla aðra.“ Íbúðin, eins og Ragnhildur nefndi, er opin þrátt fyrir að vera skipt niður í innlit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.