Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 28
28 lifun staðsetning 1. Aðalgönguleið í gegnum rými ætti að vera a.m.k. 120 cm breið en annars þarf 45 cm til að komast almennilega um. 1. Ætlið 60 cm milli matarborðs og veggjar, til að draga stólinn frá borðinu. Það ættu að vera um 120 cm milli borðsins/stólanna og veggjar ef plássið er ætlað sem gönguleið. 2. 90 cm pláss ætti að vera fyrir framan kommóðu til að draga út skúffurnar, breidd skáphurðar ætti að vera næg til að opna skáp við þröngar aðstæður og 45 cm ættu að vera milli rúms og veggjar svo að gott sé að búa um. 3. 30-45 cm ættu að vera milli sófa/stóla og sófa- eða hliðarborða svo að hægt sé að standa huggulega upp! Að sama skapi ætti sófaborð ekki að vera of langt frá sófa svo að ekki þurfi að teygja sig of langt til að ná til þess. Það getur verið erfitt að ná margumtöluðu jafnvægi í ákveðnu rými/herbergi en eftirfarandi getur hjálpað mikið til: Sófi – æskileg hæð er 38-45 cm og dýpt 81-90 cm, ef um sjón- varpssófa er að ræða er gott að miða við 210 cm breidd. Sófaborð – gott að miða hæðina við hæð sætisins í sófanum. Ef borð er lægra má ná hæð með bókum, blómum eða vösum til dæmis. Lág húsgögn geta látið rými sýnast stærra. Hliðarborð – sama hæð og sófaarmur eða um 60 cm. Þá er gott að nota borðið til að leggja frá sér hluti. Lægra borð nýtist betur ef það er notað til uppstillingar á t.d. lampa. Motta – látið stóra mottu vera 75-110 cm frá vegg, ef hún er undir sófa, hafið hana þá bara undir fremri fótunum. Gardínur – festið gardínustöng 10-15 cm ofan við glugga, látið hana ekki ná lengra en 20 cm út fyrir hann. Gardínurnar ættu að vera 5 cm neðan við gluggasillu eða ofan við gólf eða rétt snerta það. Loftljós – neðsti hluti ljóss ætti að vera 75-90 cm frá borði, skermur 30 cm minni en borðbreidd og ef lofthæð er mikil má svindla og hafa ljósið hærra en 90 cm frá borði. En það er ekki nóg að raða bara upp húsgögnum; pláss í herbergi er jafnmikið atriði og hlutirnir þar inni. Það þarf að lofta um hlutina, aðgengi þarf að vera gott. Eftirfarandi má hafa í huga: 1 2 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.