Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 20
hönnun 20 lifun hliðstæðum prófum þeir Jónas Sólmundsson og Garðar Hall sem ráku Smíðastofuna Reyni. Þá má nefna Jón Halldórsson sem lengi stundaði nám og störf erlendis. Ekki bættist í hóp húsgagnaarkitekta fyrr en árið 1938 þegar þeir Helgi Hallgrímsson og Skarphéðinn Jóhannsson komu heim frá námi við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn. Þeir voru jafnframt fyrstir til að gera húsgagna- og innréttin- gateikningar að atvinnu sinni. Með skrifum í blöð og tímarit vöktu þeir athygli á þessu nýja fagi og fólk til umhugsunar um gildi hönnunar fyrir híbýli og vellíðan fjölskyldunnar. Það fjölgaði í starfsgreininni og virtust næg verkefni fyrir alla. Menn urðu áhugasamir um stofnun félags og í fyrstu fundargerð Félags húsgagnaarkitekta frá 9. janúar 1955 er skráð að tilgangur með stofnun slíkra samtaka sé „… að vernda rétt félaganna frá atvinnulegu sjónarmiði, og fá viðurkenningu (honorar) fyrir vinnu sína. Sömuleiðis að vinna að bættri heimilisprýði og batnandi smekk almennings til híbýlanna.“ Í júní sama ár var kosið í fyrstu stjórn félagsins. Hjalti Geir Kristjánsson var kosinn formaður, Helgi Hallgrímsson ritari og Árni Jónsson gjaldkeri. Á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun félagsins hefur starfsstéttin dafnað vel. Fljótlega urðu innréttingateikningar fyrirferðarmesti þát- turinn í starfi félagsmanna. Að sama skapi breyttist nafn félagsins fljótlega í Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI). Almennur skilningur á störfum félagsmanna hefur aukist til muna og almenningur, stofnanir og fyrirtæki færa sér í síauknum mæli í nyt þjónustu þeirra. Húsgagnateikning er nú í miklum minnihluta af verkefnum húsgagna- og innanhússarkitekta, en aðalstarf þeirra er að skipuleggja rými og teikna innréttingar af ýmsu tagi fyrir einkaheimili, fyrirtæki og stofnanir. Auk þess starfa margir við ráðgjöf af ýmsum toga. Félag húsgagna- og innanhússarkitekta fagnar hálfrar aldar afmæli í ár. Auk þess að standa vörð um starf og stöðu stéttarinnar, verndun starfsheitisins og starfssviðsins, er eftir sem áður meðal markmiða þess að kynna almenningi þýðingu góðrar hönnunar og stuðla að bættri híbýlamenningu. Sífellt eykst mikilvægi þess að byggingar og umhverfi séu skipulögð frá upphafi. Lýtur það ekki einungis að stílum og stefnum og fagurfræðilegum þætti sem oft vill verða ofan á í umræðunni, heldur að vellíðan og öryggi. Viðfangsefni félagsmanna eru byggingar og hönnun þess manngerða umhverfis sem fólk lifir í. Þannig snýst starf húsgagna- og innanhússarkitekta um manneskjur, að skapa þeim gott og hentugt umhverfi þar sem nýtni, hugmyndaauðgi og fagurfræði er í fyrirrúmi. *Sýningarskrá sýningar Félags íslenskra húsgagnaarkitekta sem fram fór í þá fokheldu húsnæði Iðnskólans í Reykjavík árið 1968. Borðstofustóll úr afrómósíu með leðurlíki á sessu og baki frá því um 1960 eftir húsgagnaark- itektinn Árna Jónsson (1929- 1983). Hann var fyrsti gjaldkeri Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, rak framan af húsgagnavinnustofu við Laugaveg 67 en gerði síðan verslun með listmuni og húsgögn að sínu aðalstarfi í versluninni Kúnst. Þríhyrnt hornborð frá 1950 og stóll sem snýst á öxli frá 1948-49 voru hönnuð af Skarphéðni Jóhannssyni (1914-1970) fyrir Búnaðarbankann við Austurstræti. Skarphéðinn og Helgi Hallgrímsson voru ötulir við að miðla af þekkingu sinni eftir að þeir komu heim frá námi árið 1938. Báðir skrifuðu til að mynda kafla í bókina Húsakostur og híbýlaprýði sem Mál og menning gaf út árið 1939. Bókin er hvað þekktust fyrir grein Halldórs Laxness um „Sálarfegurð í mannabústöðum“, en margt annað er þar fróðlegt að finna, t.d. grein Skarphéðins „Heimili og húsgögn“ þar sem hann leiðir rök að því að hlutverk húsgagnanna á heimilinu hafi breyst: „Nú er það ekki lengur þeirra aðalhlutverk að vera til sýnis, heldur að gera heimili okkar að þægilegum dvalarstað, þar sem við getum hafzt við frjáls og óþving-uð.“* Hann telur kosti nútímalegra húsgagna ótvíræða og finnst „… alleinkennilegt, þegar fólk, sem klæðir sig samkvæmt nýjustu tízku frá París og leggur sér ekki til munns annan mat en þann, sem inniheldur hið rétta hlutfall af fjörefnum, ferðast og nýtur útiveru, alls samkvæmt tíðaran- danum, – gerir sér lítið fyrir og lætur búa handa sér stælingar af einnar til tveggja alda gömlum húsgögnum.“*. Skarphéðinn lýkur grein sinni með því að benda á að liðinni tíð sýnum við mesta virðingu með því „… að vera sjálfum okkur samkvæm, byggja á því gamla og góða, en skapa eitthvað nýtt, sem hentar okkur og samtíð okkar og getur sýnt afkomendunum, hvernig augum við litum hlutina.“* Eftir seinna stríð hélt Skarphéðinn til náms í arkitektúr í Kaupmannahöfn og er þekktastur fyrir verk sín á því sviði. *Húsakostur og híbýlaprýði. Skarphéðinn Jóhannsson: Heimili og húsgögn, bls. 83 og 92. Mál og menning, Reykjavík 1939. Ruggustóll eftir Helga Hallgrímsson (f. 1911) frá 1967. Helgi var ritari fyrstu stjórnar FHI og honum var íslensk híbýla- menning hugleikin í skrifum sínum. Í skrá að sýningu félagsins árið 1968 fjallar hann um mikilvægi formsköpunar í íslenskri húsgagnagerð og nauðsyn þess að leggja á herslu á séreinkenni íslenskra húsgagna: „Hvort sem um er að ræða samkeppni innan- lands við innflutt húsgögn eða möguleika til útflutnings íslenskra húsgagna, er þörf nýsköpunar og hönnunar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.