Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 37
matur lifun 37 U m sj ó n H al la B ár a G es ts d ó tt ir - Lj ó sm yn d ir G un na r Sv er ris so n ástaraldins- og banana- „french toast” 2 ástaraldin 2 msk flórsykur 2 msk vatn 1/2 vanillustöng 2 lítil egg 2 msk mjólk 1 msk rjómi 2 þykkar sneiðar af hvítu brauði 1 banani 25 g smjör Skafið innan úr ástaraldinunum og vanillu- stönginni og setjið í lítinn pott ásamt sykri og vatni. Látið sjóða við vægan hita í 5 mín. eða þar til blandan verður sýrópskennd. Kælið. Hrærið saman egg, mjólk og rjóma. Skerið brauðið í tvær 4 cm þykkar sneiðar. Skerið sneiðarnar í tvennt milli horna og skerið vasa inn í brauðið. Fyllið vasana með banönum. Bræðið smjörið á pönnu, dýfið brauðinu í mjólkurblönduna þannig að hún þeki sneiðarnar og steikið brauðið á pönnunni í 1-2 mín. á hvorri hlið. Hellið sýrópinu yfir og berið strax fram. (sneiðar fyrir 2). hunangs- og pistasíujógúrt 2 msk gott og fljótandi hunang 1 msk saxaðar pistasíuhnetur hrein jógúrt, AB mjólk eða skyr, allt eftir smekk Hellið hunanginu í lítið og glært glas, sáldrið hnetunum varlega yfir svo að þær sökkvi ekki. Fyllið upp með jógúrt. (skammtur fyrir 1). mangóhrist ingur 2 mangó, afhýdd og kjötið skorið af steininum 3 dl hrein jógúrt 1/2 tsk muldar kardemommur 1 msk hunang Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman. Berið strax fram. (magn í 2 stór glös eða 4 lítil). sætur og fallegur Þessi samsetning er voða hugguleg sem morgunmatur í rúmið! Ástaraldin, pistasíur og mangó eru allt annað en daglegt brauð. m o rg u n v e r ð u r á n h v e r s - d a g s l e i k a n s Það þekkja allir frasann að morgunverðurinn sé mikil- vægasta máltíð dagsins. Þrátt fyrir að fáir efist um það, þá eru það ekki allir sem borða morgun- verð, sumir gefa sér ekki tíma til þess en alltaf eru einhverjir sem setjast niður og halda sig við sömu rútínuna til að koma sér í gang að morgni. Þegar kemur að frítíma og hátíð eins og páskum þá er kannski helst hægt að njóta þess að fá sér góðan morgunverð og taka í það tíma. Það er einhver sérstök stemmning og friður sem fylgir slíkum morgunverði og allt önnur tilfinning í því en að skella í sig góðu cheeri- osi. Morgunmaturinn sjálf- ur þarf samt ekki að vera neitt flókinn og tímafrekur í undirbúningi en hann má alveg vera öðru vísi og losna þar með undan hversdagsleikanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.