Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ragnheiður Gestsdóttir
rithöfundur og mynd-
listarmaður hlaut
Norrænu barnabóka-
verðlaunin 2005 fyrir
höfundaferil sinn sem
rithöfundur og mynd-
listarmaður, með
sérstakri áherslu á
unglingabókina
Sverðberann.
Nú á tilboði
1.990 kr.
Norrænu
barnabókaverðlaunin
2005
Barnabókaverðlaun
fræðsluráðs
Reykjavíkur 2005
Fyrir Sverðberann hlaut
Ragnheiður jafnframt
Barnabókaverðlaun
fræðsluráðs Reykjavíkur
í ár.
Ragnheiður Gestsdóttir
Til hamingju
Ragnheiður!
„ÉG LEGG mikla áherslu á það að þó stofn-
unin breytist þýðir það ekki að þjónustufram-
boðinu sé eytt,“ segir Stefán Jón Hafstein,
formaður menntaráðs, en á fundi menntaráðs í
gær voru kynntar og ræddar tillögur um
Námsflokka Reykjavíkur sem fela í sér
ákveðnar skipulagsbreytingar á stofnuninni.
Þannig er gert ráð fyrir að ráðinn verði for-
stöðumaður Námsflokkanna til að stýra
stefnumótun og rekstri. Einnig er í tillögunum
kveðið á um að það fé sem ætlað er til fullorð-
insfræðslu á fjárhagsáætlun verði áfram nýtt
til að tryggja framboð á þeirri grundvallar-
þjónustu sem félagsleg menntastefna borg-
arinnar byggist á.
Langstærsta hlutverk Námsflokkanna hef-
ur til þessa falist í íslenskukennslu fyrir nýbúa
og verður það, að sögn Stefáns Jóns, áfram
svo. „Í tillögunum er lagt til að Námsflokk-
arnir leiti eftir samstarfi við Mími-endur-
menntun, eða aðra þá aðila sem til greina
koma, í því skyni að tryggja áfram framboð á
íslenskukennslu fyrir útlendinga. Með sam-
starfi við Mími gætum við eflt nýbúakennsl-
una, enda held ég að við náum samlegðaráhrif-
um og meiri styrk með því að vinna með
Mími,“ segir Stefán Jón og tekur fram að lögð
sé áhersla á að starfsmönnum Námsflokkanna
sem sinnt hafi þessari kennslu að meginstarfi
verði boðin störf og að námsefni og aðferðir
sem Námsflokkarnir hafi haft forgöngu um að
þróa nýtist til áframhaldandi uppbyggingar
þjónustunnar. Stefán Jón segist vona að að-
koma bæði ríkis og annarra sveitarfélaga við
þetta frumkvöðlastarf Námsflokkanna muni
vega þungt í víðtækara samráði og framboði
menntaleiða fyrir nýbúa. Einnig verður þess,
að sögn Stefáns Jóns, gætt að þeir nemendur
sem ekki njóti fjárhagsaðstoðar stéttarfélaga
eða atvinnurekenda fái áfram að njóta nið-
urgreidds náms.
Frístundanám borgarinnar leggst af
Hvað varðar námsframboð fyrir fullorðna
sem ekki hafa lokið grunnskólanámi segir
Stefán Jón mikilvægt að tryggja það til fram-
búðar. „Við leggjum til að Námsflokkarnir
bjóði áfram skilvirkar leiðir fyrir fullorðna til
að hefja nám á ný í grunngreinum eins og
lestri, ritun og stærðfræði, og ljúka áföngum
sem þarf til að skapa tækifæri til að stunda
nám í framhaldsskólum. Einnig er í tillög-
unum að finna mjög mikilvæga nýjung sem
felur í sér að það verði veitt náms- og starfs-
ráðgjöf þessu samfara í þjónustumiðstöðvum
borgarinnar sem eru að byrja í haust.“
Samkvæmt tillögunum er hins vegar gert
ráð fyrir að borgin hætti að bjóða upp á frí-
stundanám. Aðspurður segir Stefán Jón mikið
framboð af alls kyns tómstundanámskeiðum í
borginni á vegum ýmissa aðila, en það hefur
stundum verið gagnrýnt að borgin hafi verið á
samkeppnismarkaði með þessi námskeið. „Ég
tel því ekki rétt að við séum að niðurgreiða
þetta nám.“
Að sögn Stefáns Jóns er markmiðið með til-
lögunum að endurskipuleggja þjónustuhlut-
verk Námsflokkanna. „Félagsleg mennta-
stefna okkar felst ekki í að stofnunin sjálf sé
óbreytt heldur í því að tryggja framboð þjón-
ustunnar. Þannig að þegar menn segja að við
séum að leggja Námsflokkana niður þá svör-
um við neitandi. Námsflokkarnir eru félagsleg
menntastefna og henni verður haldið áfram í
þessu breytta skipulagsformi.“
„Námsflokkarnir eru
félagsleg menntastefna“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ALMENNT teljum við ekki að borgin eigi að
standa í rekstur í samkeppni við almenna
markaðinn,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
fulltrúi sjálfstæðismanna í menntaráði
Reykjavíkur. Hún bendir hins vegar á að
Námsflokkar Reykjavíkur eigi 65 ára sögu,
sem skapi þeim sérstöðu. Undir stjórn Guð-
rúnar Halldórsdóttur hafi Námsflokkarnir
sérhæft sig í að veita borgarbúum, sem hafi
orðið utanveltu við skólakerfið og ýmis önnur
félagsleg gæði, tækifæri til menntunar og fé-
lagslegrar uppbyggingar. Þá megi ekki
gleyma íslenskukennslu Námsflokkanna fyr-
ir nýbúa.
„Við erum ekki sammála þeim tillögum
sem kynntar hafa verið að leggja í raun niður
stofnunina Námsflokka Reykjavíkur. Þótt
einn starfsmaður starfi þar er nokkuð ljóst að
stofnunin sem slík leggst niður. En við erum
ekki mótfallin því að gera breytingar á
rekstrinum.“
Guðrún Ebba segir að sjálfstæðismenn hafi
talið fýsilegan kost að ræða við starfsfólk
Námsflokkanna og kanna hvort það vildi
reka stofnunina áfram. Þá hefði borgin getað
gert við þá þjónustusamning um reksturinn.
Eins hafi sjálfstæðismenn ekki verið mót-
fallnir því að bjóða reksturinn út.
Andvíg því að
leggja Náms-
flokkana niður
LANDVERND flutti þingmönnum
kveðju á Austurvelli í gær og gaf
þeim sumargjöf í tilefni þess að
vetur var að kveðja. Gjöfin var í
formi geisladisks með ljós-
myndum Jóhanns Ísberg frá
Þjórsársverum. Ólöf Guðný Valdi-
marsdóttir, formaður Land-
verndar, önnur frá hægri á
myndinni, flytur þeim þingmönn-
um kveðju sem létu sjá sig á
Austurvelli.
Með gjöfinni vildi Landvernd
minna á þingsályktunartillögu um
stækkun Þjórsárvera og mik-
ilvægi þess að vernda þessa nátt-
úruperlu.Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landvernd
gaf þing-
mönnum
sumargjöf
MEIRIHLUTI Reykjavíkurlistans
í menntaráði kynnti í gær tillögur
um aukin framlög til einkarekinna
grunnskóla. Bað minnihlutinn um
frestun á málinu og verður auka-
fundur í menntaráði á mánudaginn
kemur þar sem gera má ráð fyrir að
málið verði afgreit. Að sögn Stefáns
Jóns Hafstein, formanns mennta-
ráðs, nemur hækkunin samkvæmt
tillögunum nær 25%. Hækkunin er
rúm 82 þúsund á nemanda, fer úr
rúmlega 330 þúsundum í rúm 413
þúsund kr. á hvern grunnskólanem-
anda.
Jafnframt var lagt til að framlag
vegna fimm ára barna í einkarekn-
um grunnskólum verði jafn hátt
framlagi sem greitt er til einkarek-
inna leikskóla eða 340 þúsund krón-
ur á barn og að breytingin gildi frá
síðustu áramótum.
Stefán Jón bendir á að alls nemi
hækkun á framlögum til skólanna
tæpum 300% síðan árið 1997. Rifjar
hann upp að árið 2003 hafi borg-
arráð samþykkt nýjar reglur um
fjárframlög til einkarekinna skóla
sem fólu í sér umtalsverða hækkun
á framlagi fyrir hvern nemanda, auk
niðurfellingar skulda. „Kom fram
við lyktir þeirra mála að sameig-
inlegur skilningur væri að nægilega
vel væri séð fyrir rekstrarstöðu
einkarekinna skóla. Eigi að síður
komu fram óskir um aukin framlög
fyrir upphaf skólaársins 2004–5.“
Segir hann fulltrúa borgarinnar
hafa átt viðræður við fulltrúa skól-
anna um stöðu þeirra í vetur og eru
framkomnar tillögur lyktir þeirra
viðræðna. Segir hann tillögurnar
miðast við að allir einkareknir skól-
ar njóti hækkaðra framlaga með
sama hætti. „Með framlagi borg-
arinnar ásamt hóflegum skólagjöld-
um nema tekjur skólanna á hvern
nemanda svipaðri upphæð og með-
alkostnaður á nemanda í borgar-
reknum grunnskóla.“
Meðalframlag á nemanda í
grunnskólum Reykjavíkur er nú um
565 þúsund krónur á mánuði. Fram-
lag til einkarekinna skóla sem taka
skólagjöld verður um 414 þúsund á
grunnskólanemanda, skólagjöld upp
á 16 þúsund kr. á mánuði munu
færa einkareknum skólum samtals
tekjur sem jafngilda meðaltekjum á
nemanda í almennum grunnskólum.
Framlag á nemanda
hækki um rúm 82 þúsund
GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir,
fulltrúi sjálfstæðismanna í mennta-
ráði Reykjavíkur, segist fagna
stefnubreytingu R-listans í mál-
efnum einkarekinna skóla og eins
því að horfið skuli frá hugmyndum
um að gera Landakotsskóla að
hverfisskóla. Legið hafi í loftinu
að það ætti að vera skilyrði fyrir
auknu framlagi til skólans frá
borginni.
Guðrún Ebba telur að tillaga R-
listans um aukin framlög til einka-
skóla gangi ekki nógu langt. Í stað
þess að miða framlög við rekstur
hagkvæmasta skóla borgarinnar
eigi nú að miða við fimm hag-
kvæmustu skólana. Samkvæmt því
hækki framlag á hvern nemanda í
rúmar 413 þúsund krónur á meðan
meðalkostnaður á nemanda í skól-
um reknum af borginni sé 565 þús-
und krónur. Guðrún Ebba segir
sjálfstæðismenn vilja miða framlög
til einkaskólanna við meðalkostn-
aðinn. Miðað við tillögu R-listans
þurfi einkaskólarnir að innheimta
rúmlega 150 þúsund krónur á ári
frá foreldrum fyrir hvert barn til
að ná meðalkostnaðinum.
„Þetta er ekki í anda þess sem
við sjálfstæðismenn leggjum til.
Við viljum valfrelsi í skólamálum
og að nemendum sé ekki mis-
munað þannig að það sé að lág-
marki miðað við meðalframlagið
til þeirra nemenda sem ganga í
sjálfstæða skóla.“
Gengur ekki nógu langt