Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR icelandair.is/vildarklubbur Toyota Land Cruiser 16.900 kr. Innifalið: 3 dagar, 500 km akstur og kaskótrygging. Tilboðið gildir til 30. apríl 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 79 25 04 /2 00 5 Láttu ekki áætlanir helgarinnar stranda á bílnum. Við höfum bílinn sem hentar þínum þörfum á lægra verði en þig grunar. Tilboðs- verð miðast við að þú sækir bílinn á föstudegi og skilir honum á mánudagsmorgni. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Hafðu samband, Hertz hjálpar þér áfram. Taktu helgina með Hertz tilboði 50 50 600 • hertz@hertz.is Þannig hafi nú í heildina litið á um annað þúsund heimili skráð sig fyrir þjónustunni fyrstu dagana. „Það má segja að eftir útspil Símans í morgun hafi komið kippur í þetta, því ein- hverjir voru að bíða eftir því hvernig Síminn myndi svara þessu. Þannig að það er mikið að gera hjá okkur núna. Síminn svarar með ávinningi innan hverrar þjónustu fyrir sig, en hefur svo sem ekki komið með neitt á móti Og1 sem er hrein viðbót hjá okkur við SÍMINN og Og Vodafone bítast nú um viðskiptavini, en bæði fyrirtækin hafa kynnt nýjar áskriftarleiðir fyrir viðskiptavinum sínum. Að sögn tals- manna beggja fyrirtækja hefur mikið verið hringt og eru viðskiptavinir for- vitnir um tilboðin. Og Vodafone kynnti á laugardag nýja heildarþjónustu sína, Og1, þar sem gert er ráð fyrir að viðskiptavinir hafi GSM-síma, heimasíma og Int- ernet-áskrift hjá fyrirtækinu. Síminn auglýsti síðan í gær þjónustu sína þar sem lögð er áhersla á að við- skiptavinir geti valið þá leið sem þeim hentar og verið þannig einungis með GSM-áskrift en fengið engu að síður afslætti. Það skal þó tekið fram að til að geta nýtt sér tilboð á netáskrift þarf að hafa GSM-áskrift hjá Síman- um. Sverrir Hreiðarsson, markaðs- stjóri Og Vodafone, segir verulegan áhuga vera fyrir Og1. Skráning við- skiptavina hafi gengið mjög vel og fyrirtækið brugðið á það ráð að fjölga starfsfólki í þjónustuveri og versl- unum til að anna eftirspurninni. þann ávinning sem fólk hafði fyrir.“ Síminn er bundinn af samkeppn- islögum og má ekki bjóða upp á svip- aðan pakka og Og Vodafone. Nið- urstaða kærumáls til samkeppnisyfirvalda fyrir nokkrum árum var sú að sem markaðsráðandi fyrirtæki mætti Síminn ekki skilyrða heimasímann við aðra þjónustu. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir viðbrögð við auglýsingu Símans í gær hafa verið gríðarlega góð og miklar annir í þjón- ustuverinu. Viðskiptavinir Símans fá áskriftarleiðirnar ekki sjálfkrafa, heldur þurfa þeir að skrá sig sjálfir, annaðhvort gegnum vefinn eða þjón- ustuverið. „Það er mjög mikið spurt og fólk er mikið að velta fyrir sér þessum möguleikum. Meginmark- miðið hjá okkur er það að við- skiptavinir hafi val og við höfum ein- mitt fengið mjög góð viðbrögð við því.“               !"    #         !"  $ ! ! $ ! ! $ ! ! $ ! !                %#  #& '  #( '  (   #& '  ( '  (   #& '    (  %#  #& '  #( '  (  ) !!' ( '  (  ) !!'  * #( ' #(  %#+, -.&/ 0  '*  %#+, -.&/ 0  '*  %#+, -.&/1! %#  '*            %#  #& *2   #&  ( '  (   #& '    (  %#  #& # )# ##  *   & '    (  %#+, - .&/ 0  '*  %#+, -.&/1! %#  '*  Símafyrirtækin keppast um viðskiptavini „Það er mjög mikið spurt“ Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is KAUPÞING banki hf. hlaut í gær Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2005. Þetta er fyrsta fjármálafyr- irtækið sem fær þessi verðlaun. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti Sigurði Ein- arssyni, stjórnarformanni Kaup- þings banka hf., verðlaunin við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum. Útflutningsverðlaunin voru nú veitt í 17. sinn. Í úthlutunarnefnd- inni sitja fulltrúar frá forsetaemb- ættinu, ASÍ, viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðs- ins og Útflutningsráði, sem ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna. Verðlaunahafinn fékk sérhann- aðan verðlaunagrip, listaverk eftir Borghildi Óskarsdóttur sem heitir Útsýni. Einnig verðlaunaskjal og leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt í fimm ár frá afhendingu. Merki Útflutningsverð- launanna er hannað af Hilmari Sig- urðssyni. Formaður úthlutunarnefndar, Valur Valsson, ávarpaði samkom- una og sagði meðal annars: „Kaupþing banki fær verðlaunin fyrir þann árangur sem fyrirtækið hefur á skömmum tíma náð á þró- uðum mörkuðum erlendis. Fyr- irtækið fer fremst í öflugri útrás ís- lenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur. Djörfung og dugur einkenna fyrirtækið, starfs- menn þess og stjórnendur. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mjög ör undanfarin ár og hefur það gegnt lykilhlutverki í fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi hér á landi. Síðustu ár hefur bankinn stóraukið starfsemi sína á erlendri grundu með stofnun dótturfélaga og kaupum á fjármálafyrirtækjum. Í dag er Kaupþing banki hf. stærsti banki landsins og í hópi tíu stærstu banka á Norðurlöndum með starfsemi í tíu löndum og stefnir að því að vera í hópi leiðandi fjárfestingabanka á Norðurlöndum. Í árslok 2004 voru 1.606 stöðugildi hjá Kaupþing banka og dótt- urfélögum, heildareignir fyrirtæk- isins námu 1.534 milljörðum króna og hagnaður bankans eftir skatta nam rúmum 15,7 milljörðum kr. Rúmlega helmingur hagnaðarins á rætur að rekja til starfsemi utan Ís- lands.“ Kaupþing banki hf. hlaut Útflutningsverðlaun forseta Morgunblaðið/Eyþór F.v.: Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, Sigurður Einarsson stjórn- arformaður og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. STJÓRN Almennings ehf. sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem þökkum er komið á framfæri til þeirra þúsunda Íslendinga sem sýnt hafa vilja sinn til þátttöku í kaupum á hlut í Landssímanum. Fram kemur að kappsamlega sé unnið að framgangi málsins með ýmsum sérfræðingum. Meðal þess sem nú er unnið að, með aðstoð Verð- bréfastofunnar, er útboðslýsing. Þegar útboðslýsingin er tilbúin og hefur verið samþykkt af Fjármála- eftirlitinu mun hefjast hin formlega skráning fyrir hlutafjárloforðum. Að sögn Orra Vigfússonar eru komnar viljayfirlýsingar frá um sjö þúsund manns fyrir 10–12 milljörðum króna. Beinir stjórn Almennings því til áhugasamra að þeir geti skráð sig á www.xbokhald.is/landssiminn. Einn- ig megi hafa samband á netföngin agnes@mbl.is og orri@icy.is. Sím- inn hjá Almenningi er 895 1545. Reiknar félagið með að geta upplýst landsmenn frekar um stöðu mála fljótlega í næstu viku. Almenn- ingur vinn- ur að út- boðslýsingu GÆTI verið að Evrópusambandið (ESB) gerði Íslandi tilboð sem ekki sé hægt að hafna um aðild að sam- bandinu? Þessum möguleika er velt upp í ritstjórnardálknum Ob- server í breska dagblaðinu Fin- ancial Times í gær, en þar segir að slíkt boð geti komið ef til þess kem- ur að Frakkar hafni nýrri stjórn- arskrá ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu. Segir í blaðinu að íslensk sendi- nefnd sé væntanleg til Brussel á næstu vikum til fundar við Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn ESB. Þar er um að ræða hina svokölluðu Evr- ópunefnd, sem er væntanleg til Brussel í lok maí. Rehn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundurinn væri að frumkvæði ís- lensku nefndarinnar, og þar ætti að ræða skilyrði sem sett eru fyrir inngöngu í ESB, og hver kostnaður landsins við inngöngu gæti orðið. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og formaður nefndarinnar segir umrædd skrif þó ekkert eiga skylt við tilgang Brussel-ferðar nefndarinnar. Þó tengslin á milli þess að Frakkar segi nei, og þess að Ís- landi verði boðin aðild liggi ekki í augum uppi er í greininni bent á að ef Frakkar hafni stjórnarskránni gæti verið möguleiki til þess að „smygla inn“ mikilvægustu málun- um í stjórnarskránni inn í reglu- verk ESB með aðildarsamningi nýs ríkis að bandalaginu. Vandamálið er bara að stækkun ESB er að segja má lokið í bili. Samningar við Rúmeníu og Búlg- aríu verða undirritaðir 25. apríl, en kosið verður um stjórnarskrána í Frakklandi 29. maí. Þar gæti Ís- land komið að málinu, segir í Fin- ancial Times, auðvelt verði að semja um aðild þessa auðuga lands, sérstaklega saman borið við önnur ríki eins og Albaníu og Bosníu. Því gæti hugsast að Íslandi yrðu boðnir skilmálar sem erfitt sé að neita, sér í lagi þegar kemur að yfirráðum Íslendinga yfir fiskimið- unum. Evrópunefndin til Brussel Evrópunefndin var skipuð af for- sætisráðherra sumarið 2004. Nefndarmenn eru væntanlegir til Brussel í lok maí í kynnisferð til stofnana EES og ESB, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu, og einn þeirra sem verður fundað með er Ollie Rehn. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um framkvæmd Evrópska efnahagssamningsins, sjávarútvegsstefnu ESB, kosti og galla þess að taka upp evruna, og hvað aðild að ESB myndi kosta rík- issjóð til lengri og skemmri tíma. Spurður um eðli viðræðnanna segir Rehn að þetta sé upplýsinga- fundur. „Við erum að aðstoða nefndina við að vinna það mat sem henni hefur verið falið að vinna. En að sjálfsögðu fagna ég þessu tækifæri til að hitta íslensku Evrópunefnd- ina og er mjög hlynntur því að ræða af fullri alvöru aðild Íslands að Evrópusambandinu.“ Íslandi boðin aðild að ESB ef Frakkar hafna stjórnarskránni? Tilboð um aðild sem ekki er hægt að hafna Björn Bjarnason segir ekkert samhengi milli Brussel-ferðar Evrópu- nefndar og skrifa Financial Times Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.