Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR         Má bjóða upp í dans, herrar mínir. Mikil óánægja ermeðal forstöðu-manna safna í kjölfar úthlutunar safnar- áðs á styrkjum til ís- lenskra safna en tilkynnt var um þá nú nýlega. Alls var úthlutað styrkjum að upphæð 64 milljónir króna, en þar af fær ráðið sjálft til rekstrar 9,6 millj- ónir króna, sem er nokkur hækkun frá fyrra ári eða úr 6,4 milljónum. For- stöðumenn 15 safna birtu yfirlýs- ingu vegna úthlutunarinnar í Morgunblaðinu síðastliðinn laug- ardag þar sem hún er harðlega gagnrýnd, m.a. hversu mjög kostnaður af starfsemi ráðsins hækkar milli ára, en á sama tíma sé rekstrarstyrkur til safnanna lækkaður. Hann hefur verið 1,5 milljónir króna sl. ár en fer niður í 400 þúsund til 1,2 milljónir eftir stærð safna. Í greinargerð safn- aráðs segir að ástæður hækkunar- innar séu þær að úthlutað fjár- magn sé lægra nú en var á liðnu ári, þá megi gera ráð fyrir lög- fræðikostnaði á árinu og eins séu uppi áform um að efna til mál- þings og útgáfu. Stjórn safnaráðs hefur reynt að sannfæra fjárveitinganefnd um mikilvægi þess að hækka framlög- in en án árangurs. Söfnum sem hljóta rekstrarstyrki hefur fjölgað úr 24 í 40 á sl. fjórum árum. Nú hefur sú breyting orðið á varðandi úthlutun verkefnastyrkja að í stað þess að veita marga lága styrki til fjölda verkefna var sá póll tekinn í hæðina að veita styrki til verkefna sem þykja mikilvæg fyrir framþróun safnastarfs og þeir þá myndarlegri en áður tíðkaðist. Um 50 fá styrki árlega Rakel Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri safnaráðs, segir mikla grósku í íslensku safnastarfi og að sífellt fjölgi þeim sem rétt eigi á rekstrarstyrkjum úr sjóðn- um, nú fái um 50 safnastofnanir styrki árlega úr sjóðnum, þannig að menn ættu glögglega að sjá að lítið er til skiptanna „Vandinn er sá að Safnasjóður hefur því miður ekki fjárhagslega getu til að vera raunveruleg stoð við rekstur safna eins og vænting- ar manna hafa staðið til og getan til þess fer fremur minnkandi en hitt,“ segir Rakel. Hún nefndi að söfn víða um land væru mikilvæg samfélaginu, í tengslum við starf- semi þeirra væri oft efnt til menn- ingarviðburða af ýmsu tagi. „Það sem við okkur blasir er að sjóð- urinn hefur úr allt of litlu fé að moða,“ sagði Rakel. Auk þess sem söfn fá styrki úr sjóðnum fá mörg þeirra bein framlög á fjárlögum frá ríkinu. Þannig kemur fram í ársskýrslu safnaráðs frá 2003 að 270 milljón- um króna var varið til safnastarfs á fjárlögum það ár. Viðbrögð stjórnar Síldarminja- safnsins á Siglufirði við lækkun á rekstrarstyrk úr 1,5 milljón í 1,2 verða að líkindum þau að minnka starfshlutfall eina starfsmanns þess, sennilega um 25–30%, en tekin verður ákvörðun þar um á næsta fundi hennar. Safnið fékk engan verkefnastyrk í ár. Örlygur Kristfinnsson forstöðumaður Síld- arminjasafnsins, sagði að sér virt- ist sem safnaráð treysti ekki sér og öðrum safnstjórum til að vinna faglega og meta hvað væri til framdráttar safnstarfi í landinu. Með því að auka vægi verkefna- styrkja tæki ráðið í sínar hendur að meta hvaða verkefni það væru sem skiptu máli fyrir íslenskt safnastarf en það sem skipti meg- in máli væri að Safnaráð hækkaði eigin rekstrarastyrk um 50%. Mikil uppbygging hefur orðið á Síldarminjasafninu frá því starf- semi þess hófst fyrir 15 árum, safnið varð til úr nánast engu en er nú eitt af stærstu söfnum lands- ins. Þangað komu yfir 14 þúsund gestir á liðnu ári og þá fékk það gullverðlaun í Evrópukeppni safna árið 2004. „Við höfum skilað árangri sem mælist m.a.í alþjóð- legum verðlaunum og margskon- ar viðurkenningum og það var Safnaráð sem svo að segja sendi Síldarminjasafnið í þessa keppni og það kunnum við Siglfirðingar vel að meta. En þá er það hast- arlegt að næsta verk þess er að lækka styrk til eina starfsmanns safnsins,“ sagði Örlygur, en í kjöl- farið kvaðst hann gera ráð fyrir að dofnaði yfir faglegri starfsemi. Hörð gagnrýni 15 safnstjóra víða um land á safnaráð og nýja stefnu þess við úthlutun styrkja sem og viðhorf ráðsins til safn- astarfsemi í landinu kom fram í áðurnefndri yfirlýsingu þeirra um helgina. Ólafur Kvaran, formaður ráðsins, vildi í samtali við Morg- unblaðið um helgina ekki svara gagnrýninni efnislega, en sagði umræðuna þarfa og brýna. „Ólaf- ur tekur undir áskoranir okkar til menntamálaráðherra og alþingis- manna um að leggja meira fé í Safnasjóðog vísar til einnar og hálfrar setningar í langri gagn- rýnisgrein á ráðið. Um leið og hann reynir að slá ryki í aug- um lesenda blaðsins er hann að slá vopnin úr höndum okkar. Mér finnst það skylda formanns safn- aráðs að svara gagnrýni okkar efnislega og eins að útskýra hvernig standi á því að ráðið sjálft tekur til sín svo stóran hluta fjár- veitingarinnar,“ sagði Örlygur og vill að safnaráð verði flutt til menntamálaráðuneytisins. Fréttaskýring | Úthlutun styrkja safnaráðs Of litlar fjárveitingar Gagnrýnt að kostnaður við rekstur safnaráðs hækkar umtalsvert Fjöldi gesta heimsækir Síldarminjasafnið. Mikil gróska er almennt í íslensku safnastarfi  Mikil gróska er í íslensku safn- astarfi. Í ársskýrslu safnaráðs kemur fram að rúmlega 200 safnastofnanir eru hér á landi. Einnig að fjöldi safna á hverja 100 þúsund íbúa er 11,4 í Noregi, 6,3 á Ítalíu, 5,9 í Finnlandi, 5,3 í Portúgal, 2,7 í Svíþjóð en á Ís- landi er fjöldi safna á 100 þúsund íbúa 25. Á Norðurlöndum er til- hneiging til að fækka söfnum fremur en að fjölga þeim. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Arnar Óla Bjarnason, 22 ára, í 2 ára fangelsi fyrir að kveikja í bílum í Hafnarfirði í sept- ember á síðasta ári auk fleiri brota. Þá var hann dæmdur til að greiða eigendum bílanna samtals tæplega 1,2 milljónir króna í bætur. Fram kemur í dómnum, að ákærði hafi stofnað mannslífum í háska og valdið hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum. Ákærði hellti bensíni yfir bíl sem stóð á bílastæði við fjölbýlishús við Lækjargötu í Hafnarfirði og kveikti í. Eldurinn breiddist út með þeim af- leiðingum að bíllinn brann ásamt tveimur öðrum bílum við hliðina og einnig urðu lakkskemmdir á tveimur bílum til viðbótar. Þá barst eldur í gluggakarma á jarðhæð hússins sem brunnu og rúður sprungu á jarðhæð og annarri hæð hússins. Var ákærði talinn hafa stofnað lífi níu sofandi íbúa hússins í hættu, sem stendur 1,5 til 2 metra frá upptökum eldsins, valdið eignatjóni og hættu á yfirgripsmikilli eyðingu fleiri eigna hefði eldurinn breiðst enn frekar út, en hann var fljótlega uppgötvaður og slökktur af slökkviliði. Kveikti í á ný með bensíni Í kjölfar þessarar íkveikju hellti ákærði bensíni yfir bíl við Fögrukinn og kveikti í. Varð tjón bæði á bílnum og grindverki en fyrir aftan bílinn var tjaldvagn sem var bjargað Ákærði var einnig fundinn sekur um umferðarlagabrot með því að aka undir áhrifum deyfandi lyfja og var sviptur ökuréttindum í sex mánuði. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir brot gegn vopnalögum, með því að hafa í vörslum sínum hníf með 15 cm löngu blaði. Fram kemur í dómnum, að mað- urinn hafi um árabil misnotað áfengi og ýmis efni og endurteknar með- ferðartilraunir hafi ekki borið árang- ur. Umrædda nótt hafi hann verið undir verulegum áhrifum áfengis og eftir endurtekin rifrildi við kærustu í síma hafi hann espast upp og misst stjórn á hegðun sinni. Maðurinn viðurkenndi brot sín. Í niðurstöðu dómsins segir, að refsing þyki hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Finnbogi Alexandersson héraðs- dómari dæmdi málið. 22 ára maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir íkveikjur Stofnaði fólki í hættu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.