Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 10

Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MÉR ER það ljóst að í umræðu undanfarinna daga hafa menn sér- staklega verið áhugasamir um það að vita hver eign mín væri í fyr- irtækinu Skinney-Þinganes hf. sem starfandi er á Hornafirði,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra. „Faðir minn var einn af stofnendum fyrirtækisins Skinney hf. og nú eftir lát móður minnar á síðasta ári hefur verið gengið frá uppgjöri á dánarbúi þeirra og að því loknu þá er minn hlutur í þessu fyrirtæki 2,33% af heildarhlutafé,“ segir Halldór, en það samsvarar 15.180.000 kr. á nafnvirði. Að sögn Halldórs hefur þing- flokkur Framsóknarflokksins ákveðið að setja sér reglur um og ráðast í það að birta opinberlega upplýsingar um fjárhag og eignir og eftir atvikum eignarhlut þing- mannanna í atvinnurekstri, þóknun fyrir önnur launuð störf, og aðild að hagsmunasamtökum og upplýsing- ar um gjafir, hlunnindi og boðsferð- ir. Hefur þingflokkurinn óskað eftir því við forsætisnefnd að hún setji slíkar reglur og jafnframt ákveðið að eiga frumkvæðið að því að setja sér slíkar reglur. Spurður hvort hann telji almennt heppilegt að þingmenn eigi í fyr- irtækjum svarar Halldór því ját- andi. „Ég tel það bara mjög gott að þingmenn ráðstafi sínum sparnaði í hlutafé eins og aðrir borgarar þessa lands. Ég tel það mjög mikilvægt að sem flestir byggi upp sparnað og það er af hinu góða ef menn ráð- stafa því í áhættufé í atvinnulífinu. En í flestum tilvikum er það sem þingmenn eiga í fyrirtækjum sára- lítið.“ Aðspurður hvort hlutafjár- eign þingmanna geti ekki skapað ákveðna hagsmunaárekstra segir Halldór afar skýrar reglur gildi um hvenær ráðherra eigi að víkja sæti í slíkum tilvikum. „Samkvæmt 37. gr. stjórnsýslulaganna ber ráðherra að víkja sæti ef til úrlausnar koma mál sem varða fyrirtæki þar sem ráð- herra eða venslamenn hans eiga sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta,“ segir Halldór og bendir á að það komi reglulega fyrir að ráð- herra víki sæti í málum þar sem einhverjir hagsmunaárekstrar eigi sér stað. Halldór á 15,1 milljón að nafnvirði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Forsætisráðherra gerir grein fyrir eign sinni í Skinney-Þinganesi hf. HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra hefur ritað formönnum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi bréf og óskað eftir því að þeir til- nefni fulltrúa í nefnd til að fjalla um lagalega um- gjörð stjórnmálastarfsemi. Nefndin á m.a. að fjalla um hvernig hátta skuli eftirliti með fjárreið- um stjórnmálaflokka. Lagt er til að hún skili til- lögum sínum fyrir lok þessa árs. Þetta er upplýst í skýrslu forsætisráðherra, sem lögð var fram á Alþingi í gær, um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórn- málaflokka á Íslandi. Tilefni skýrslunnar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylking- arinnar, og fleiri þingmanna flokksins frá því í október sl. um að ráðherra skili skýrslu um þessi mál. Í upphafi skýrslunnar er rifjað upp að nefnd, skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka, hafi skil- að skýrslu um fjármál flokkanna í lok árs 1998. Sú nefnd hafi einróma komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að setja lög um fjármál stjórnmálaflokk- anna. Síðan þá hafi umræðan aukist um þessi mál, þ.e. umræðan um hvort og þá með hvaða hætti væri rétt að setja ákvæði í lög um fjármál stjórnmála- flokka. Jafnframt hafi orðið mikil þróun í þessum efnum á alþjóðlegum vettvangi. Til að mynda á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu og á vettvangi Evrópuráðsins. Samstarf sé t.d. um það meðal aðildarríkja Evrópuráðsins að berj- ast gegn spillingu og þurfa þau í því skyni að gang- ast undir úttekt svokallaðrar Greco-nefndar. Vísað í tilmæli Evrópuráðsins „Sú þróun sem hér hefur verið rakin kallar að áliti forsætisráðuneytisins á að lagaramminn um fjárhagslega umgjörð stjórnmálaflokkanna hér á landi sæti endurmati,“ segir í skýrslu forsætisráð- herra. Er í því sambandi einnig vísað til tilmæla Evr- ópuráðsins, frá árinu 2003, um sameiginlegar regl- ur gegn spillingu í tengslum við fjármögnum stjórnmálaflokka og kosningabaráttu. Þau tilmæli eru þó ekki bindandi fyrir Ísland, að því er fram kemur í skýrslunni. Í lok skýrslunnar er ítrekað að forsætisráð- herra telji eðlilegt að skipuð verði nefnd til að fjalla um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi. „Meðal þess sem slík nefnd þarf að fjalla um er hvernig skuli háttað eftirliti með fjárreiðum stjórnmálaflokkanna, hvort setja skuli bann við framlögum frá fyrirtækjum í opinberri eigu, hvaða reglur eigi að gilda varðandi framlög aðila sem selja vöru eða þjónustu til ríkisins til stjórnmála- flokka, hvort og þá hvaða mörk eigi að setja við nafnlausum framlögum eða hámarksfjárhæð framlaga og hvaða viðmið eigi að vera í lögum að öðru leyti um þetta efni með hliðsjón af tilmælum Evrópuráðsins og löggjafarþróun almennt. Þá gæti þessi nefnd eftir atvikum fjallað um hvort gera skuli kröfu til ráðherra og þingmanna um að þeir upplýsi um fjármálaleg eða stjórnunarleg tengsl sín við fyrirtæki,“ segir í skýrslu ráðherra. Þverpólitísk nefnd fjalli um eftir- lit með fjárreiðum flokkanna Eftir Örnu Schram arna@mbl.is JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði á Alþingi í gær að hann treysti því að stjórnendur og starfs- menn Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) settu niður deilur sínar. „Ég er þeirrar skoðunar að deilur af því tagi sem uppi voru á Land- spítala eigi að leysa inni á spít- alanum sjálfum og treysti því að stjórnendur og starfsmenn setji niður deilur sínar með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ sagði ráð- herra. „Ég veit ekki betur en að menn hafi fullan vilja til að tala saman.“ Kom þetta fram í umræðu utan dagskrár um stöðu LSH. Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Sagði hún m.a. að uppsafnaður halli spítalans væri um einn milljarður. Hún sagði einnig að deilurnar innan spítalans und- anfarið hefðu rýrt traust á hinni mikilvægu þjónustu sem spítalinn veitti. Þá væri þjónusta við sjúk- linga ófullnægjandi. Sparnaðarað- gerðir undanfarinna ára hefðu haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga. En þó ekki síður á heilsufar og úthald starfsfólks. Treysti stjórnendum Ráðherra kvaðst hins vegar telja að sjúklingar fengju viðunandi þjónustu á spítalanum. „Ég treysti stjórnendum spítalans fullkomlega til að forgangsraða verkefnum þannig í rekstrinum að þeir fái þjónustuna sem þurfa á henni að halda.“ Ráðherra sagði að það væri hins vegar erfitt verk að sameina tvo spítala í einn. „Það reynir á stjórn- endur og það reynir á starfsmenn Landspítalans. Á sama tíma hefur rekstur spítalans batnað og á sama tíma hefur starfsemin aukist um- talsvert sjúklingum til hagsbóta. Það er von mín að erfiðleikar af þessu tagi séu nú senn að baki og menn geti horft til framtíðar frem- ur en að láta tímabundna erfiðleika trufla sig.“ Ráðherra vísaði því einnig á bug að spítalanum hefði verið gert að spara eða hagræða á síðustu miss- erum. Heildarfjárframlög til spít- alans hefðu þvert á móti hækkað undanfarin ár. Álag á taugadeild Ásta Ragnheiður gerði ástandið á taugadeild LSH sérstaklega að um- talsefni. Hún sagði að við samein- ingu spítalanna hefði sjúkrarúmum á taugadeild fækkað úr 42 í 21. Það væri í lagi, sagði Ásta, ef göngu- deildarþjónustan væri viðunandi. Svo væri á hinn bóginn ekki. „Ég tel að starfsfólkið sé að gera krafta- verk á hverjum degi við þessar að- stæður en margir eru að gefast upp á ástandinu, og lykilmenn jafnvel á förum.“ Fram kom í máli ráðherra að álag hefði verið á deildinni í vetur. „Þar voru mönnunarvandræði fyrr í vetur,“ sagði hann. Nú væri hins vegar unnið að því að fullmanna deildina. Þegar hefðu verið settar fram áætlanir í þeim efnum. „Einn- ig verður hafin vinna við að skoða húsnæðismál deildarinnar með það í huga að efla dag- og göngudeild- arþjónustu. Bind ég vonir við að þau áform sem mér hafa verið kynnt færi aðstæður á taugadeild- inni í gott horf,“ sagði ráðherra á Alþingi í gær. Jón Kristjánsson um Landspítala Treystir því að starfsfólk setji niður deilur sínar Uppsafnaður halli um einn milljarður ÞINGMENN Framsóknarflokksins hyggjast taka saman og birta opin- berlega upplýsingar um fjárhag og eignir sínar og eftir atvikum eign- arhlut sinn, maka og náinna ættingja í félögum í atvinnurekstri. Einnig upplýsingar um önnur launuð störf, aðild að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir og boðsferðir. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, tilkynnti þessa ákvörðun þingflokksins í um- ræðum á Alþingi í gær. Stefnt er að því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar, m.a. á vef Fram- sóknarflokksins, í næstu viku. Jónína hefur fyrir hönd þing- flokksins, sent forseta Alþingis bréf, þar sem óskað er eftir því að forsæt- isnefnd setji sem fyrst reglur um op- inbera upplýsingagjöf um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl alþingis- manna. „Við höfum ákveðið, þing- flokkur Framsóknarflokksins, að ríða á vaðið en aðlaga síðan þær regl- ur, sem við ætlum að birta okkar upplýsingar á, þeim reglum sem for- sætisnefnd setur, þegar og ef af því verður,“ sagði Jónína á Alþingi. Þingmennirnir munu, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins byggja upp- lýsingagjöfina fyrst um sinn á eigin reglum. Hyggjast þeir semja þær reglur fyrir helgi. Fagna umfjöllun Jónína sagði að reglurnar myndu auka trúverðugleika þingsins; gagnsæi um hugsanleg eigna- og hagsmunatengsl þingmanna myndi m.ö.o auka trúverðugleika þeirra gagnvart umbjóðendum sínum. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra vék einnig að þessum málum á Alþingi í gær. Hann sagði eðlilegt að forsætisnefnd þingsins fjallaði um hvaða reglur ættu að gilda í þessum efnum. „Ég er á margan hátt undr- andi á því hvað lítil umræða hefur farið fram [í forsætisnefnd] um þessi mál,“ sagði hann. „Auðvitað hefði forsætisnefnd getað fyrir löngu sett reglur um þessi mál. Ég vek líka at- hygli á því að einstakir flokkar, ein- stakir þingflokkar, geta sett sjálfum sér slíkar reglur. Ekkert kæmi í veg fyrir það,“ sagði hann, enda hefði þingflokkur framsóknarmanna, þeg- ar tekið af skarið. Þingmenn tóku almennt vel í það að forsætisnefnd fjallaði um þessi mál. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hvatti jafnframt til þess að nefndin fjallaði um tillögur sínar um að settar verði siðareglur fyrir alþingismenn. Þingmenn VG, bentu m.a. á leið Dana, í þessum efnum. „Á heimasíðu danska forsætisráðuneytisins er hægt að fá upplýsingar um tengsl allra ráðherra í dönsku ríkisstjórn- inni við hvers kyns viðskiptahags- muni,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Þingmenn Frjáls- lynda flokksins sögðu m.a. að þeir hefðu lengi vel barist fyrir því að fjármál stjórnmálaflokkanna yrðu gerð opinber. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagð- ist hlynntur því að hafa sem flestar upplýsingar uppi á borðinu. Það myndi slá á kjaftasögur og gróusög- ur. Hann benti þó á að ef menn ættu að gefa upp eignir sínar ættu þeir líka að gefa upp skuldir sínar. Skuldatengsl væru miklu alvarlegri en eignatengsl. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að birta upplýsingar um fjármál sín Upplýsingarnar gerðar opinberar í næstu viku Forsætisnefnd setji samræmdar reglur um upplýsingagjöf þingmanna Eftir Örnu Schram arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.