Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRGANGUR þorsksins frá síðasta ári er mjög lélegur, árgangurinn 2003 er frekar lélegur og 2001 ár- gangurinn mjög lélegur. Árgangur- inn frá 2002 er hins vegar nærri meðallagi. Stofnvísitala þorsks er nú 16% minni en í stofnmælingu á síðasta ári. Þetta eru bráðabirgða- niðurstöður úr hinu svokallaða tog- araralli Hafrannsóknastofnunar. Mest fékkst af þorski djúpt úti af Norður- og Austurlandi og út af Ísafjarðardjúpi. Holdafar þorsksins var heldur betra en árið 2004 og nærri með- allagi ef litið er á tímabilið frá 1997, en árin 1993–1996 var holdafar betra. Loðnumagn í þorskmögum var mjög mikið út af Vestfjörðum og fyrir norðan land en nær engin loðna fannst í þorskmögum á svæð- inu frá Ingólfshöfða vestur að Látrabjargi. Aldursgreiningum fiska og úr- vinnslu gagna er ekki lokið en hér á eftir er stutt samantekt Hafrann- sóknastofnunar á þeim niðurstöðum sem liggja fyrir. Þorsksins er getið áður. Hitastig sjávar var svipað og árið 2004 þegar það mældist frekar hátt allt í kringum land. Undan- tekning var á svæðinu frá Horna- firði og vestur undir Breiðamerk- urdjúp þar sem kólnaði um 3–4 gráður frá árinu 2004. Ýsa á uppleið Stofnvísitala ýsu hækkaði um 20% frá árinu 2004 og var sú hæsta frá upphafi ralls. Mæliskekkjan í stofnvísitölunni er eins og árið 2004 mjög lítil sem skýrist af mjög jafnri útbreiðslu ýsunnar. Lengdardreif- ingar benda til að árgangur 2004 sé nærri meðallagi, árgangur 2003 mjög stór, árgangur 2002 stór en árgangur 2001 lélegur. Ýsan veidd- ist allt í kringum land en mest fyrir norðan og suðvestan land. Gullkarfi Stofnvísitala gullkarfa var mun lægri en árin 2003 og 2004 en þau ár var hún mjög há miðað við fyrri ár. Mæliskekkjan lækkaði hins veg- ar frá árunum 2003 og 2004. Stofnvísitala gullkarfa var í lág- marki árin 1992–1995 en hefur hækkað verulega síðan. Vísitölurnar eru töluvert breytilegar frá ári til árs þar sem tiltölulega mikið af karfaaflanum kemur á fáum stöðv- um. Stofnvísitala steinbíts var óbreytt frá fyrra ári þegar hún var með því lægsta frá upphafi stofnmælingar- innar. Vísitala ufsa var svipuð og árið 2004 þegar hún var há. Vísitala skarkola lækkaði frá fyrra ári en mæliskekkjan minnkaði. Vísitalan er þó ekki nema rúm 20% af því sem hún var í upphafi ralls. Magn lýsu var svipað og árið 2004 þegar það var það mesta frá upphafi stofnmælingarinnar. Magn lýsu hef- ur verið að aukast undanfarin ár, væntanlega vegna hækkandi sjáv- arhita. Svipuð mynd og 2004 „Niðurstöður mælingarinnar sem hér eru kynntar til bráðabirgða, eru mikilvægasti þáttur árlegrar úttekt- ar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Stofnmælingin í ár gefur svipaða mynd og stofnmælingin 2004 hvað varðar magn og útbreiðslu flestra nytjastofna og staðfestir þær breyt- ingar sem hafa sést á undanförnum árum. Mesta breytingin frá árinu 2004 er þó aukin hrygning loðnu út af Vestfjörðum og fyrir norðan land. Þessa dagana stendur yfir frekari úrvinnsla gagna svo sem aldursgreining helstu tegunda. Lokaúttekt á niðurstöðum og til- lögur Hafrannsóknastofnunarinnar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní næst- komandi,“ segir í frétt frá Hafrann- sóknastofnun Stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum, togararallið, fór fram í 21. sinn dagana 1. mars til 2. apríl sl. Fjórir togarar voru leigðir til verk- efnisins: Páll Pálsson ÍS, Ljósafell SU, Brettingur NS og Bjartur NK, auk þess sem kannaðir voru mögu- leikar þess að nota rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson í togararall. Alls var togað á 550 rallstöðvum allt í kringum landið. Stofnmælingin gekk skv. áætlun, að undanskildum töfum á stöðvatöku vegna hafíss norðvestur af landinu. Nýjasti árgangur þorsksins mjög lélegur    3%%%  4%'   5 3    % 6!  !7 8 8 8 8 8 8                    3%%%  4%'   5 3    % 6!  !7 8 8 8 8 8 8               ÚR VERINU BJÖRN Bjarman rit- höfundur lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 19. apríl síðastliðinn á áttugasta og öðru aldursári. Björn var fæddur á Akureyri 23. septem- ber árið 1923, sonur hjónanna Sveins Árna- sonar Bjarman og Guðbjargar Björns- dóttur Bjarman. Hann var elstur átta systk- ina. Björn lauk lögfræði- prófi árið 1949 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1971. Hann vann við lögfræðistörf frá 1949–58. Hann var framhaldsskólakenn- ari frá 1956 og stund- aði jafnframt ritstörf og blaðamennsku. Björn sinnti einnig fé- lags- og trúnaðar- störfum fyrir rithöf- unda, framhaldsskóla kennara og hjarta- sjúklinga og vann að hagsmunamálum þeirra. Björn var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Unnur Gröndal og eignuðust þau tvö börn. Þau skildu. Seinni kona hans var Sveinbjörg Stefánsdóttir. Andlát BJÖRN BJARMAN VIÐ lok sextándu aldar var mynd Evrópubúa af Íslendingum slæm; þeir voru sagðir nánast eitraðir vegna illa þefjandi reyks sem fyllti hús þeirra, þar sem þeir kúldruðust nagandi þorskhausa, ómenntaðir, og sérlega illa að sér í mannasiðum. Það tók Íslendinga heila öld að berj- ast gegn þessari mynd af þeim úti í hinum stóra heimi, en það gerðu þeir með því að vísa í glæsilegan bók- menntaarf þjóðarinnar. Þetta kom fram í erindi Magnúsar Magnússonar, sjónvarpsmanns og rithöfundar, sem hann flutti á ráð- stefnu sem haldin var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Magnús gerði hugmyndir útlendinga um Ís- land og þá sem þar búa að umfjöll- unarefni og hann rakti sig í gegnum heimildir, allt frá Landnámu til okk- ar daga, og nefndi mörg skemmtileg dæmi. Myndin af Íslandi hefur ekki alltaf verið eins slæm og í dæminu hér á undan og því til staðfestingar vitnaði Magnús m.a. í texta frá 825 þar sem írskur klerkur segir frá reynslu munka sem búa á eyju á hjara veraldar (sem talin er hafa verið Ísland), þar sem birta sum- arnátta var slík að hægt var að tína flærnar af klæðum sínum á mið- nætti. Öll getum við verið sammála Magnúsi um einstaka fegurð þess- arar myndar sem þarna er dregin upp en hann minnti þó á hversu marga og misjafna dóma landið og þjóðin hefðu fengið í gegnum ald- irnar. T.d. voru fyrstu víkingarnir sem hingað komu ekki á einu máli um ágæti landsins. Magnús nefndi í því sambandi Hrafna-Flóka sem hafði ekkert gott um þetta land að segja en Þórólfur Þorsteinsson kvað aftur á móti smjör drjúpa þar af hverju strái. Notuðu fornbókmenntirnar Á sextándu öldinni var íslenskur fræðimaður, Arngrímur Jónsson, fenginn af Skálholtsbiskupi til að skrifa bók til þess að hrekja þann róg um Ísland og Íslendinga sem fest hafði í sessi í Evrópu og lýsir sér í því dæmi sem tekið var hér í upp- hafi um skítuga og ókurteisa lúða. Arngrímur fór þá leið að draga fram gullið okkar og vakti athygli á ís- lensku fornbókmenntunum og hetjum fornsagnanna. Þannig tókst honum að ná eyrum annarra fræði- manna og skálda í útlandinu. Í fram- haldi af því sóttu evrópskir sagn- fræðingar, málfræðingar, heimspekingar, náttúrufræðingar, landkönnuðir, ferðamenn og rithöf- undar óspart innblástur í hinn mikla auð fornbókmenntanna á Íslandi sem og magnaða náttúruna. Við vor- um loksins einhvers virði. Magnús vitnaði í hina ýmsu vís- indamenn sem sigldu hingað upp á skerið á átjándu öldinni og rannsök- uðu þetta forvitnilega land. Eld- virknin heillaði margan nátt- úrufræðinginn en þeir sögðu líka frá upplifun sinni á landanum og sumir þeirra urðu mjög svo hissa þegar þeir komust að því að Íslendingar voru barasta mennskir. Ferðabækur gerðust mjög vinsæl- ar í Bretlandi á nítjándu öldinni og upplifun ferðalanga á Íslendingum var með ýmsum hætti. Sumir sögðu þá einstaklega vingjarnlega, aðrir sögðu þá lausa við allt lyktarskyn því nef þeirra væru úttroðin af tób- aki. Enn aðrir gátu vart vatni haldið vegna náttúruundranna Gullfoss, Geysis og Þingvalla, svo ekki sé tal- að um bókmenntirnar fornu. En strax á nítjándu öldinni kom fram fullyrðing í ferðabókum, sem kannski enn loðir við landið okkar: Þar er dýrt að vera. Magnús vitnaði í bréfaskipti tveggja erlendra ljóðskálda frá fyrri hluta 20. aldar þar sem annar þeirra lýsir upplifun sinni á harðfiski sem hann segir aðaluppistöðu í fæðu Frónbúa. Fisk þennan sagði ljóð- skáldið stundum svo harðan að líkt- ist því að éta táneglur. Magnús Magnússon hefur rannsakað lýsingar á Íslandi Bækurnar og sagan komu okkur á kortið Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Magnús Magnússon Bílar á föstudögum á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.