Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Páfagarði. AP, AFP. | Benedikt XVI hélt sína
fyrstu messu í gær sem páfi og hét þá að
stefna að einingu allra kristinna manna og
eiga góða viðræðu við fulltrúa annarra trúar-
bragða. Ljóst er af ræðu hans, að hann vill
draga úr ótta sumra við, að páfadómur hans
muni einkennast af einstrengingslegu aft-
urhaldi.
Í messunni, sem flutt var á latínu í Sixtus-
arkapellunni, kvaðst páfi finna til „auðmýkt-
ar og smæðar“ frammi fyrir ábyrgðinni og
hvatti kardinálana til að „styðja mig með
bænum og uppbyggilegri samvinnu“. Sagði
hann kjör sitt sem páfa hafa komið sér á
óvart en „sú guðlega forsjón, sem birtist í at-
kvæðagreiðslu kardinálanna, hefur valið mig
sem eftirmann hins mikla páfa“, og vísaði þá
til Jóhannesar Páls II.
Benedikt XVI sagði um viðræðuna við full-
trúa annarra trúarbragða, að góður vilji
gerði litla stoð.
„Við verðum að bregðast við af einlægni
hjartans, eiga viðræðu við okkar eigin sál og
samvisku. Með því einu náum við árangri.“
Hefur þessum orðum hans verið vel tekið, til
dæmis af Alexí II, yfirmanni rússnesku
kirkjunnar, sem segist vona, að páfadómur
Benedikts XVI muni einkennast af góðum
samskiptum kirknanna.
Enginn afturhaldsmaður
Rosalio Jose Castillo Lara, kardináli í
Venesúela, sagði í gær í viðtali við ítalska
blaðið La Stampa, að sú mynd, sem dregin
hefði verið upp af Joseph Ratzinger sem
harðlínumanni, væri „alröng“.
„Þetta er bara einhver skrípamynd. Það
er ekki rétt, að hann sé afturhaldssamur.
Síður en svo,“ sagði Castillo Lara og bætti
við, að líklega hefði staða Ratzingers sem yf-
irmanns Stjórnardeildar trúarkenninga veitt
honum lítið svigrúm til að tjá sig mjög frjáls-
lega.
Við messuna í gær voru aðeins kardinálar
og aðrir háttsettir menn innan kirkjunnar en
búist er við, að allt að 100.000 manns muni
safnast saman á Péturstorginu á sunnudag
þegar páfi verður opinberlega vígður til
embættisins. Þá hefur verið upplýst, að
fyrsta utanlandsferð páfa verður til föður-
landsins, til Kölnar í Þýskalandi. Þar verður
mikið æskulýðsmót í ágúst.
Hét að vinna að einingu
allra kristinna manna
Páfi sagði einnig í sinni fyrstu messu, að hann vildi stuðla að gagn-
kvæmum skilningi og viðræðum við fulltrúa annarra trúarbragða
Reuters
Benedikt XVI heilsar upp á mannfjöldann
við bústað sinn í Páfagarði í gær.
BENEDIKT XVI er fyrsti Þjóðverjinn á páfastóli í
meira en 480 ár og það er því ekki rétt, sem fram
kom í fréttaskeyti AP-fréttastofunnar og vitnað var
til í frétt í Morgunblaðinu í gær, að síðasti Þjóðverj-
inn hefði gegnt embættinu á 11. öld. Hadrian VI,
sem var af þýskum ættum en fæddur í Hollandi,
sem þá laut þýskri stjórn og var hluti af Hinu heil-
aga rómverska ríki, var páfi í tæp tvö ár á árunum
1522–23.
Að Joseph Ratzinger, Benedikt XVI, und-
anteknum hafa alls átta þýskættaðir menn gegnt
embættinu en aðeins einn þeirra, Leó IX, markaði
einhver spor í söguna.
Sá fyrsti var Gregoríus V, fæddur Bruno frá
Kärnten, sem nú er í Austurríki. Hann var aðeins
24 ára þegar frændi hans, Ottó konungur III, kom
honum í embætti árið 996. Launaði Gregoríus hon-
um greiðann það sama ár með því að krýna hann
keisara yfir Hinu heilaga rómverska ríki.
Aðallinn í Róm undi þessu illa og þegar Gregor-
íus þurfti að bregða sér af bæ árið eftir notaði hann
tækifærið og útnefndi annan páfa, svokallaðan and-
páfa. Gregoríus sneri þó aftur til Rómar 998 með
hjálp Ottós en lést ári síðar úr malaríu.
Skjólstæðingar
þýskra konunga
Eftir 1046 komu fjórir þýskir páfar í röð og til-
drögin alltaf þau sömu og voru með Gregoríus.
Heinrekur III, konungur Þýskalands, setti Suitger
greifa, Klementíus II, á páfastól 1046 og var síðan
sjálfur krýndur keisari. Klementíus lést árið eftir
og þykir líklegt, að eitrað hafi verið fyrir honum.
Hvílir hann í Bamberg í Bæjaralandi og er það eina
páfagröfin norðan Alpafjalla.
Heinrekur réð einnig skipan Damasusar II, Leós
IX og Viktors II en á þessum tíma var sú skipan
ekki komin á, að kardinálar réðu páfakjöri.
Kom að klofningnum í
Austur- og Vesturkirkjuna
Damasus lést úr malaríu 1048 eftir aðeins 24
daga í embætti en Leó IX, sem var páfi frá 1049 til
1054 og hefur verið tekinn í dýrlingatölu, lét veru-
lega að sér kveða. Það var hann, sem ákvað, að
kardinálar skyldu velja páfa og honum tókst að
auka mikið völd kirkjunnar. Átti hann í miklum
deilum við patríarkann í Konstantínópel og sú
ákvörðun hans 16. júlí 1054 að að setja hann út af
sakramentinu varð til þess, að kirkjan klofnaði í
Austur- og Vesturkirkjuna. Þær höfðu þó verið
farnar að fjarlægjast löngu áður.
Viktor II hélt áfram starfi fyrirrennara sinna og
vann meðal annars að því nýmæli, að prestum
skyldi bannað að kvænast. Það var þó ekki formlega
viðtekið fyrr en 500 árum síðar, á ráðstefnunni í
Trent, en til hennar var boðað til að ræða þá hættu,
sem stafaði af siðbótarhreyfingu Marteins Lúters.
Síðastur þýsku páfanna á 11. öld var benediktus-
armunkurinn Frederick frá Lorraine en hann varð
páfi, Stefán IX, 1057. Var hann sá fyrsti í langan
tíma, sem kosinn var af kirkjunnar mönnum.
Kænn maður en skildi
þó ekki kall tímans
Hadrian VI, síðasti þýskættaði maðurinn á páfa-
stóli þar til nú, var fæddur í Utrecht í Hollandi, son-
ur trésmiðs af þýskum ættum. Var hann kjörinn að
sér fjarverandi en kardinálarnir mátu við hann
mikla stjórnmálakænsku og dyggðugt líferni.
Hadrian var aðeins páfi í 22 mánuði, 1522–23, og
áttaði sig ekki á þeim þunga, sem fylgdi kröfu landa
hans, Lúters, um siðbót innan kirkjunnar. Átti það
sama við um stríðið milli hinna kristnu Vesturlanda
og Ottómana-ríkisins tyrkneska en það steypti býs-
antínska ríkinu.
Margir Rómverjar fyrirlitu Hadrian, sem sumir
kölluðu hollenskan, og að honum gengnum voru
páfarnir ítalskir í næstum 500 ár eða þar til Pólverj-
inn Karol Wojtyla var kjörinn sem Jóhannes Páll II
árið 1978.
Níundi
Þjóðverjinn
á páfastóli
Leó IX þykir einna
merkastur þýskra páfa
fram til þessa.
Hadrian VI var páfi á
örlagaríkum tíma í sögu
kirkjunnar.
MARGIR kaþólikkar í fátækum
löndum höfðu vonað að næsti
páfi yrði úr löndum þeirra en
ekki auðugu vestrænu landi.
Einkum var mikið um slíkar
vonir í Rómönsku Ameríku en
þar og í Norður-Ameríku býr nú
samanlagt rösklega helmingur
allra kaþólskra manna í heim-
inum. Vonbrigðin voru því sums
staðar mikil þegar í ljós kom að
þýski kardínálinn Joseph Ratz-
inger hafði sigrað. Ekki bætti úr
skák að sumir gagnrýna hann
mjög fyrir kreddufestu og ótt-
ast að hann skorti skilning á
bágum kjörum í fátækum lönd-
um og þeim vanda sem einkum
brenni á fólki þar.
Sterkasta vígi kaþólskra í As-
íu er á Filippseyjum en þar er
mikill meirihluti þjóðarinnar í
kirkjunni. Var kjöri páfa vel
fagnað þar en íhaldssöm sjón-
armið hans eru hvorki gagn-
rýnd að ráði þar eða í Afr-
íkulöndum eins og Nígeríu. Eru
þau miklu fremur talin vera rétt
túlkun á heilagri ritningu.
Einkum ber mikið á gagnrýni
á páfa meðal frjálslyndra kaþ-
ólikka í Bandaríkjunum, Mexíkó
og Brasilíu. Telja þeir kominn
tíma til að kirkjan horfist í augu
við vandamál eins og þau að
þorri kaþólikka í auðugum lönd-
um og margir í fátækum lönd-
um hunsa bannið við getn-
aðarvörnum sem Páll páfi VI
setti á áttunda áratugnum.
Einnig er ljóst að skortur á
prestum mun enn vaxa á næstu
árum og áratugum en margir
ungir menn vilja ekki sætta sig
við bannið við að ganga í hjóna-
band vilji þeir gerast prestar.
Enn aðrir vilja auka hlut kvenna
og leyfa þeim að taka prest-
vígslu.
„Hryggilegur dagur“
Viðbrögðin einkenndust af
varkárni og jafnvel vonbrigðum
í Chicago í Bandaríkjunum en
þar er mikið af kaþólikkum,
þeir eru um 40% íbúanna.
„Þetta er hryggilegt fyrir kirkj-
áli sem predikaði í Pereira í 22
ár, yrði fyrir valinu. Miðaldra
húsmóðir í Tegucigalpa í Hond-
uras, Gloria Vazquez, sagði
einnig að kjósa hefði átt páfa úr
hennar heimshluta. En hún tók
samt þátt í messu til að fagna
hinum nýja páfa. „Hvað eigum
við gera? Við erum kaþólikkar,“
sagði hún.
Til varnar Benedikt XVI
Alejandro Goic, biskup og yf-
irmaður biskuparáðsins í Chile,
varði nýja páfann, Benedikt
XVI, sagði hann hafa afar góða
þekkingu á málefnum Róm-
önsku Ameríku og vera
spænskumælandi. Jaime Prieto,
biskup í Kólumbíu, viðurkenndi
að þar hefðu menn vonað að
næsti páfi yrði úr þeirra heims-
hluta. Hann sagði á hinn bóginn
valið á Ratzinger gefa til kynna
að í Páfagarði styddu menn til-
raunir kólumbísku kirkjunnar
til að koma á friði í áratuga-
löngu stríði stjórnvalda og upp-
reisnarmanna.
Liðsmenn brasilísku kirkj-
unnar hafa yfirleitt ekki fylgt
vandlega allri leiðsögn kirkj-
unnar í siðferðislegum vanda-
málum. „Við verðum að endur-
skoða ýmislegt í siðferðislegum
efnum,“ sagði nunna í Sao Paulo
að sögn blaðsins Financial Tim-
es. „Við bönnum notkun
smokka, sættum okkur ekki við
samkynhneigða. Ratzinger
kardínáli er á móti hjónaskiln-
uðum. Þetta er ekki í samræmi
við veruleikann í Brasilíu. End-
urskoða þarf kenningar kirkj-
unnar um siðferðisleg efni.“
Margir kaþólikkar í Róm-
önsku Ameríku segja einnig að
páfi verði að sinna málum eins
og fátækt og vaxandi útbreiðslu
mótmælendasafnaða í þeirra
heimshluta. Hinn nýkjörni páfi
hefur meðal annars beitt sér
mjög gegn frelsunarguðfræði
sem átti upptök sín í Rómönsku
Ameríku og mörgum þótti bera
keim af marxisma vegna
áherslu á pólitískar aðgerðir.
Forveri hins nýja páfa, Jóhann-
es Páll II, var sama sinnis og
Ratzinger í þessum efnum.
Bernardo Barranco, mexíkósk-
ur félagsfræðingur og sérfræð-
ingur í trúmálum, var ævareið-
ur og sagði valið á Ratzinger
vera skelfilegt áfall.
„Hann tók að sér að gera út af
við frelsunarguðfræðina. Hann
skildi ekki Rómönsku Am-
eríku,“ sagði Barranco.
Sækir fram í Afríku
Kaþólska kirkjan hefur sótt
mjög á víða í þróunarlöndum
síðustu áratugina, ekki síst í
löndum Afríku sunnan Sahara
en einnig hefur íslam vaxið þar
fylgi. Margir höfðu spáð því að
Francis Arinze frá Nígeríu yrði
fyrsti afríski páfinn í 1500 ár.
„Raunverulegir kaþólikkar í
þessum heimi eru nú í Afríku og
Rómönsku Ameríku og það
myndi hafa styrkt kirkjuna að
fá páfa frá einhverju þessara
svæða,“ sagði Okwudili Otti,
kaupsýslumaður í Onisha í suð-
austanverðri Nígeríu.
Mary Ekpe, þrítugur banka-
starfsmaður, sagðist aldrei hafa
búist við því í raun og veru að
Afríkumaður yrði fyrir valinu.
„Ég veit að Evrópumenn og
Bandaríkjamenn eru ekki enn
reiðubúnir. En ég hélt að ein-
hver frá Rómönsku Ameríku
yrði kjörinn.“ Hún sagði á hinn
bóginn jákvætt að páfinn væri
þýskur, það sýndi að ekki yrði
horfið á ný til þeirrar hefðar að
páfi skuli vera ítalskur.
una og framfarasinnað fólk,“
sagði Kathleen Long, Sins-
inawa-dóminikananunna sem
barist hefur fyrir auknum rétti
kvenna. „[Ratzinger] hefur ver-
ið mjög íhaldssamur og haft
taumhald á allri framfarasinn-
aðri hugsun … og nú er hann
kominn með myndugleika páfa.
Kúgun kvenna mun enn aukast.
Þetta er mjög hryggilegur dag-
ur. Við erum öll heldur beygð.“
Kaþólikkar sem hafa áhyggj-
ur af flótta ungs fólks úr kirkj-
unni og skorti á prestum segja
að haldi fram sem horfi muni
Rómarkirkjan þoka fyrir ýms-
um kirkjum mótmælenda sem
hafa sótt verulega á í mörgum
löndum Rómönsku Ameríku,
einkum Mexíkó og fleiri ríkjum
Mið-Ameríku, síðustu árin á
kostnað kaþólsku kirkjunnar.
Sumir frammámenn kaþ-
ólikka í Rómönsku Ameríku eru
einnig ósáttir við að kirkjan
skuli beita sér gegn því að
ákveðnir siðir og venjur indíána
séu löguð að hefðum kirkjunnar
í stað þess að þeim sé úthýst
með öllu sem heiðni.
„Mér hefði þótt betra að fá
einhvern öðruvísi, yngri, með
nýjar hugmyndir og kannski
með dekkra hörund eins og
við,“ sagði Alfonso Mercado, ís-
sali í Pereira í Kólumbíu. Marg-
ir í borginni hans höfðu að sögn
AP-fréttastofunnar vonað að
Dario Castrillon Hoyos, kardín-
Efasemdir um nýjan páfa
víða í Ameríkuríkjum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
AP
Kenýamenn lesa dagblöð þar sem skýrt er frá kjöri Joseph Ratz-
ingers í embætti páfa. Kaþólska kirkjan hefur sótt fram í mörgum
Afríkulöndum síðustu árin en keppir þar oft við íslam.