Morgunblaðið - 21.04.2005, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GLÆSILEGUR sigur Mehmet Ali
Talats í forsetakosningunum á
Kýpur hefur vakið vonir um var-
anlegan frið í landinu eftir blóðug
átök og aðskilnað gríska og tyrk-
neska hlutans
um ártugaskeið.
Ljóst er, að
Kýpur-Tyrkir
eru orðnir lang-
þreyttir á ein-
angrun og fá-
tækt og því
horfa þeir von-
araugum til þess
að sameina
landshlutana og
öðlast um leið
aðild að Evrópusambandinu. Það
mun þó ekki gerast í einni svipan.
Rauf Denktash, fráfarandi for-
seti og stofnandi ríkis Kýpur-
Tyrkja, hefur alla tíð barist hart
gegn því að sameina landið. Þrátt
fyrir það samþykktu Kýpur-
Tyrkir áætlun Sameinuðu þjóð-
anna um sameiningu í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í apríl fyrir ári
en Kýpur-Grikkir felldu hana hins
vegar með miklum mun. Afleið-
ingin var sú, að stjórn Kýpur-
Grikkja, sem nýtur alþjóðlegrar
viðurkenningar, öfugt við stjórn
Kýpur-Tyrkja, fékk ein aðild að
ESB.
Enn langt í land
Kýpur-Grikkir nefndu ýmsar
ástæður fyrir andstöðu sinni við
áætlunina. Ein var sú, að sam-
kvæmt henni áttu ekki allir Grikk-
ir, sem reknir voru frá heimkynn-
um sínum eftir innrás Tyrkjahers
1974, að fá að snúa aftur og önn-
ur, að þúsundum Tyrkja frá meg-
inlandinu, sem sest hafa að á
eynni, yrði leyft að búa þar áfram.
Þá voru Grikkir einnig mótfallnir
því, að tyrkneska hernum yrði
leyft að hafa herstöðvar á eynni
enn um sinn. Við allt þetta bætist
síðan gagnkvæm andúð og sá
fjandskapur, sem lengi hefur verið
með Grikkjum og Tyrkjum. „Kjör
Talats er mikil og merkileg yf-
irlýsing gagnvart alþjóðasamfélag-
inu af hálfu Kýpur-Tyrkja,“ sagði
Murat Tuzunkan, sérfræðingur í
málefnum Kýpur við Alþjóðahá-
skólann, sem er í tyrkneskum
hluta Nikósíu, höfuðborgar lands-
ins. Hann telur þó ekki, að til-
koma Talats muni opna strax allar
dyr fyrir sameiningu landsins.
„Alþjóðasamfélagið varpar önd-
inni léttara, nú þegar Denktash er
að fara og Talat að taka við, og
heldur kannski, að eftirleikurinn
verði auðveldur. Svo er þó ekki.“
Tuzunkan segir, að brotthvarf
Denktash sé ekki nóg vegna þess,
að fyrir utan þjóðarbrotin á Kýpur
komi aðrir að málinu, það er að
geti lifað saman í sátt og sam-
lyndi. Viðbrögð við kjöri Talats
hafa hvarvetna verið mjög jákvæð.
Papadopoulos, forseti Kýpur-
Grikkja, hefur fagnað því og í yf-
irlýsingu grísku stjórnarinnar er
talað um upphaf nýs tíma og
nýrra viðræðna um sameiningu.
Undir það tók tyrkneska stjórnin
með enn afdráttarlausari hætti og
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, og talsmaður ESB kváðust
vona, að nú væri bjartara en áður
yfir framtíð eyjarskeggja.
Kjör Mehmet Ali Talats sem forseta Kýpur-Tyrkja mun vafalaust greiða fyrir nýjum viðræðum um sameiningu gríska
og tyrkneska hlutans segir Sveinn Sigurðsson en samt er ólíklegt, að þær muni ganga þrautalaust fyrir sig.
Bjartara framundan en ýmis ljón í veginum
’Alþjóðasamfélagiðvarpar öndinni léttara
og heldur kannski, að
eftirleikurinn verði auð-
veldur. Svo er þó ekki.‘
Mehmet Ali
Talat
AP
Stuðningsmenn Talats fagna. Hann er eindreginn stuðningsmaður sameiningar við gríska eyjarhlutann sem þegar hefur fengið inngöngu í Evrópusam-
bandið. Talat fékk um 56% atkvæða en sá, sem næstur honum kom, var aðeins með 23%. Mikill munur er á lífskjörum í gríska og tyrkneska hlutanum, þau
eru mun betri í hinum fyrrnefnda.
segja stjórnvöld í Grikklandi og
Tyrklandi og einnig í Bretlandi en
Kýpur var lengi undir stjórn
Breta. Hann segir þó, að Talat
hafi stigið mikilvægt skref er hann
strax eftir kjörið skoraði á Tassos
Papadopoulos, forseta Kýpur-
Tyrkja, og ESB að vinna með sér
að friði og sameiningu eyjarinnar.
Gjörbreytt afstaða
Tyrklandsstjórnar
Talat hefur barist fyrir samein-
ingu Kýpur í tvö ár og hefur að
undanförnu haft til þess stuðning
stjórnvalda í Tyrklandi. Er ástæð-
an fyrir því að sjálfsögðu sú stefna
þeirra að fá aðild að Evrópusam-
bandinu en formlegar viðræður
um það eiga að hefjast 3. október í
haust.
Nánir samstarfsmenn Talats
vara við bjartsýni en telja, að
ESB eigi að standa við loforð sitt
um að „umbuna þeim, sem sýndu
friðarvilja“. Það hefðu Kýpur-
Tyrkir gert með samþykki sínu í
þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra.
Ozdil Nami, helsti ráðgjafi Talats,
segir, að ESB megi ekki láta
600.000 manna samfélag taka sig í
gíslingu og á þá við Kýpur-Grikki.
Þeir hafa lengi verið andvígir al-
þjóðlegu frumkvæði í þessum mál-
um af ótta við, að það megi túlka
sem óbeina viðurkenningu á rík-
isstjórn Kýpur-Tyrkja.
Mikill sameiningarsinni
Mehmet Ali Talat er fæddur ár-
ið 1952, kominn af bændafólki í
Kyrenia, sem nú er í tyrkneska
hlutanum en var þá að mestu
byggð Grikkjum.
Eftir innrás tyrkneska hersins
1974 fór hann fyrst til náms í
Nikósíu en síðan til Tyrklands.
1977 útskrifaðist hann sem raf-
magnsverkfræðingur frá Tæknihá-
skólanum í Ankara en er hann
sneri aftur til Kýpur gekk hann til
liðs við Tyrkneska lýðveldisflokk-
inn, sem er sagður vera vinstra
megin við miðjuna. Var hann kjör-
inn formaður hans 1966.
Talat, sem hafði lengi ofan af
fyrir sér með því að gera við ís-
skápa og loftkælingarbúnað, er
maður mjög brosmildur og hefur
gaman af því að tala við blaða-
menn.
Var hann í tvígang menningar-
og menntamálaráðherra og einu
sinni aðstoðarforsætisráðherra í
samsteypustjórnum fram til 2003
en þá var hann kjörinn forsætis-
ráðherra og gegnir því embætti
nú eða þar til hann tekur formlega
við forsetaembættinu.
Í þingkosninum í febrúar í fyrra
varð flokkur Talats sá stærsti á
þingi, fékk 19 af 50 þingmönnum,
og þá var það hans helsta kosn-
ingamál að sameina Kýpur í anda
þeirrar áætlunar, sem Sameinuðu
þjóðirnar voru að vinna að.
Denktash forseti, sem hefur
ráðið næstum öllu í tyrkneska
hlutanum í 40 ár og vill, að hann
verði sameinaður Tyrklandi, sakar
Talat um svik en hann ber af sér
slíkar sakir og segist aðeins vilja,
að Kýpverjar, Grikkir og Tyrkir
Minsk. AFP. | Alexander Lúka-
sjenkó, forseti Hvíta-
Rússlands, sagði á þriðjudag
að það yrði engin „„bylting“ í
Hvíta-Rússlandi, „runnin und-
an rifjum Vesturlanda“, líkt
og í sumum öðrum fyrrver-
andi sovétlýðveldum. Kvaðst
hann staðráðinn í að vera við
völd allt til 2010.
Lúkasjenkó hefur sætt mik-
illi gagnrýni á Vesturlöndum
fyrir einræðistilburði og
þrýstingur á hann hefur vaxið
eftir „rósabyltinguna“ svo-
nefndu í Georgíu og „appels-
ínugulu“ byltinguna í Úkraínu
fyrir jól. Hann flutti ávarp til
þjóðar sinnar á þriðjudag.
„Allar þessar litabyltingar
hafa í raun verið hrein og tær
stigamennska,“ sagði hann.
Sstjórn Hvíta-Rússlands yrði
ekki steypt með peningum.
Fordæmdi Lúkasjenkó Evr-
ópusambandið og Bandaríkin
fyrir að „vilja kenna Hvíta-
Rússlandi lýðræði“ og sagði
lýðræðisvandann þar meiri en
Hvíta-Rússlandi.
Engin „lita-
bylting“ í
Hvíta-
Rússlandi