Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 17
ERLENT
edda.is
Gleðilegt sumar
á Gljúfrasteini
Í tilefni viku bókarinnar og sumarkomunnar
verður dagskrá á Gljúfrasteini í dag helguð
Halldóri Laxness. Pálmi Gestsson leikari les valin
brot úr skáldsögum og kvæðum Halldórs Laxness.
Dagskráin hefst klukkan 15:00
Tvær sígildar skáldsögur Halldórs Laxness,
Brekkukotsannáll og Sjálfstætt fólk koma
út í kilju í glænýjum búningi.
Gljúfrasteinn - hús skáldsins er
opið frá kl. 10 - 17.
Skemmtileg og fræðandi
hljóðleiðsögn um húsið,
margmiðlunarsýning um ævi
skáldsins og fallegt umhverfi.
Madríd. AFP. | Fulltrúar allra helstu
trúarhreyfinga á Spáni, að íslam
slepptu, sendu í gær frá sér yf-
irlýsingu þar sem andmælt er
áformum um að heimila samkyn-
hneigðum að ganga í hjónaband
þar í landi.
Umræða um hjónabönd samkyn-
hneigðra hefst á Spánarþingi í
dag. Minnihlutastjórn sósíalista vill
að samkynhneigðum verði leyft að
ganga í hjónaband og ættleiða
börn. Áformað er að lögin öðlist
gildi síðar á þessu ári hljóti þau
blessun þingheims. Gerist það
verður Spánn í hópi allra frjáls-
lyndustu ríkja í þessum efnum.
Í yfirlýsingu trúarhreyfinganna
segir að nauðsynlegt sé að hug-
leiða vel svo róttæka breytingu
sem stjórnvöld leggi til á eðli og
inntaki hjónabandsins. Tryggja
beri víðtæka sátt um slíkt og tæm-
andi umræðu. Frumvarpi stjórn-
arinnar er síðan hafnað með þeim
rökum að hjónaband gagnkyn-
hneigðra sé einn af grunnþáttum
helstu trúarbragða heims og
„grundvallarstofnun“ í samfélag-
inu.
Yfirlýsingu þessa undirrituðu
fulltrúar biskuparáðs Spánar (þ.e.
rómversk-kaþólsku kirkjunnar),
samtaka gyðinga, sambands trúar-
hópa mótmælenda og háttsettur
fulltrúi rétttrúnaðarkirkjunnar.
Kaþólska kirkjan á Spáni hefur
einkum andmælt áformum stjórn-
valda og gert það af umtalsverðum
þunga m.a. með ályktunum um eðli
og inntak samkynhneigðar.
Belgar og Hollendingar heimila
nú einir Evrópuþjóða samkyn-
hneigðum að ganga í hjónaband.
Trúarhópar hafna
giftingum
samkynhneigðra
Reuters
Presturinn James Pickett í San Francisco í Kaliforníu fær aðstoð Nick
Andrade (t.h.), samkynhneigðs karlmanns, við messu. Málefni samkyn-
hneigðra eru afar viðkvæm í Rómarkirkjunni.
SÆNSKA ríkisstjórnin hefur ákveð-
ið að lækka ekki áfengisskatta að
sinni. Þetta gerir að verkum að
Norðmenn hafa afráðið að hreyfa
ekki við þeim nú á vormánuðum að
sögn norsku fréttastofunnar ANB.
Norska ríkisstjórnin mun leggja
fram endurskoðað fjárlagafrumvarp
hinn 13. næsta mánaðar. Talið var að
norskir ráða-
menn myndu
jafnvel sjá sig
neydda til að
lækka áfengis-
gjaldið til að
bregðast við sam-
bærilegri ákvörð-
un Svía.
Nú liggur fyrir
að sænska ríkis-
stjórnin hefur
ákveðið að fresta ákvörðun í máli
þessu til haustsins. Dagfinn Høybrå-
ten, atvinnu- og félagsmálaráðherra
Noregs, fagnaði tíðindunum frá Sví-
þjóð í gær og kvað þau þýða að
norskum stjórnvöldum gæfist nú
tækifæri til að fara betur yfir málið.
Lýsti hann niðurstöðunni í Svíþjóð
sem „áfangasigri“ þar sem teikn
væru á lofti um að Svíar hefðu ekki
fallið frá lækkun áfengisskatta.
Kjell Magne Bondevik, forsætis-
ráðherra Noregs, hefur leitað til
starfsbræðra sinna á Norðurlöndum
um að stjórnvöld þar sameinist um
varnarstöðu gagnvart kröfu sem
einkum berst frá Evrópusamband-
inu (ESB) um að áfengisgjöld verði
lækkuð.
Göran Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, sem er eitt aðildarríkja
ESB ásamt Finnlandi og Danmörku,
hefur lýst yfir skilningi á þessari af-
stöðu Bondevik en jafnframt sagst
óttast að Svíar neyðist til að láta af
þeirri stefnu sinni að leggja þunga
skatta á áfengi á þeirri forsendu að
þannig megi draga úr neyslu þess.
Ríkið verður af tekjum vegna
kaupa í öðrum ESB-ríkjum
Sænski jafnaðarmaðurinn Kent
Härstedt vann að beiðni stjórnvalda
skýrslu um hvernig bregðast bæri
við þrýstingi frá ESB um lækkun
áfengisgjalda. Hann lagði m.a. til að
látið yrði undan og þau lækkuð um-
talsvert. Hátt áfengisverð í Svíþjóð
gerir að verkum að menn geta nú
flutt með sér umtalsvert magn frá
öðrum ESB-ríkjum sem þar fæst við
mun lægra verði. Það hefur m.a. í för
með sér að ríkissjóður verður af um-
talsverðum tekjum. Hvað Noreg
varðar hefur lægra verð í Svíþjóð
skapað þrýsting auk þess sem smygl
er talið hafa aukist mjög.
Kent Härstedt sagði í samtali við
norsku ANB-fréttastofuna í gær að
málinu hefði verið frestað til hausts-
ins. Aðspurður kvaðst hann enn
þeirrar hyggju að lækka bæri áfeng-
isskatta í Svíþjóð verulega. „Og sú er
einnig afstaða ríkisstjórnarinnar,“
bætti hann við.
Áfengis-
gjaldið
óbreytt
í Svíþjóð
Göran Persson