Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 20
Sandgerði | Fjöldi foreldra og annarra gesta fylgdist með skemmtun barnanna á árshá- tíð yngri deilda Grunnskóla Sandgerðis í gær. Íþrótta- húsið var skreytt með eftirlík- ingum af byggingum staðarins og síðan gekk hver árgangur í salinn og söng sitt lag úr Kardimommubænum sem raunar var búið að staðfæra og nú nefnt Kardimommu- gerði. Eldri nemendur skólans voru með sína skemmtun í gærkvöldi. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sungið í Kardimommugerði Skemmtun Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vatnsveita í Grábrókarhrauni | Orku- veita Reykjavíkur vinnur að gerð nýrrar vatnsveitu fyrir Borgarnes og Bifröst. Veit- an mun einnig nýtast íbúum og sum- arhúsaeigendum við lögnina. Vatnið er tek- ið úr holum sem boraðar hafa verið í Grábrókarhrauni, skammt frá Hreðavatni. Eftir að Hitaveita Borgarness samein- aðist Orkuveitu Reykjavíkur var farið að athuga möguleika á að tryggja ferskvatns- öflun fyrir Borgarnes þar sem sýnt þótti að núverandi vatnsból á Seleyri myndi ekki anna því til lengdar. Eftir könnun á nokkr- um svæðum í nágrenni Borgarness beindist athyglin að Grábrókarhrauni en þar eru þekktar vatnsuppsprettur í hraunjaðrinum niðri við Norðurá. Fram kemur á vef Orkuveitu Reykjavík- ur að boraðar hafa verið tvær vinnsluholur, þrjátíu metra djúpar, og sú þriðja verður boruð í vor. Munu þær anna þörfum mark- aðarins til næstu ára. Byrjað er á lögninni sjálfri og verið að semja við verktaka um byggingu vatnstanks á Stóru-Skógum og annarra mannvirkja. Verklok eru áætluð á fyrri hluta næsta ár. Kostnaður við vatns- veituna er áætlaður um 300 milljónir kr. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Íslenskukennsla | Þing um íslensku- kennslu fyrir innflytjendur verður haldið á morgun, föstudag, kl. 10–16.30 í Hömrum á Ísafirði. Yfirskrift þingsins er „Öll erum við íslenskukennarar – þing um markvissa ís- lenskukennslu í dreifbýli.“ Þingið er öllum opið og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Því er ætlað að móta stefnu sem gefur öllum innflytjendum, óháð búsetu, löngum vinnudegi, menntun, fjár- hag, bakgrunni o.s.frv. möguleika á að læra íslensku. Einnig að skoða málefnið í víðu samhengi og finna raunhæfar leiðir til að ná því takmarki að kunnátta í íslensku takmarki ekki virkni innflytjenda í samfélaginu. Til þingsins boða Fjölmenningarsetrið og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þjónustuhús byggt | Bæjarstjórn Blönduóss hefur ákveðið að ganga að sam- eiginlegu tilboði fyrirtækjanna Kráks ehf. og Stíganda ehf. um byggingu þjónustu- húss í Brautarhvammi. Nýja þjónustuhúsið er ætlað gestum tjaldsvæðisins og mun þar auk salerna verða sturtuaðstaða og aðstaða til að þvo þvott og þurrka. Endanleg samn- ingsupphæð hljóðar upp á tæpar 12 millj- ónir króna og fyrirhugað er að húsið verið risið fyrir 15. júní nk. Íþrótta- og frí-stundanefnd Fljóts-dalshéraðs hvetur einstaklinga og fyrirtæki til þess að gefa hreyfing- arleysinu langt nef og taka þátt í átakinu „Hjólað í vinnuna“. Átakið stendur yfir dagana 2. til 13. maí nk. og er hluti af verkefni Íþróttasambands Íslands, „Ísland á iði“. Meginmark- mið framtaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hag- kvæmum og umhverf- isvænum samgöngumáta. Offita og hreyfingarleysi er vaxandi vandamál og hreyfing er mikilvæg fyrir líkamlegt og andlegt heil- brigði. Allar nánari upp- lýsingar um „Hjólað í vinnuna“ eru á vef átaks- ins, www.hjolad.isi- sport.is, og þar geta ein- staklingar og fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Frá þessu segir á vef Fljóts- dalshéraðs. Hjólað Straumendurnar semvor hvert velja sérleið upp Blöndu á móti straumi og hækkandi sól skilja hlutverk sitt í líf- inu. Það er ekki sama hve- nær berjast skal móti straumi og hvenær ekki. Hlutabréf lífsins hækka í samræmi við sólarhæð og þetta skilja straumend- urnar. Verð hlutabréfa í hinu óverndaða lífi dýr- anna tekur aðeins mið af gangi himintungla, fæðu- framboði og hvernig við- koma stofnsins verður best tryggð. Þessar sömu endur skilja líka hvenær láta skal undan straumnum og halda út á hinn raunveru- lega ólgusjó. Baráttan um að viðhalda stofninum og skilningur á aðstæðum lífsins gera það að verkum að þessi fugl gerir það sama ár eftir ár, hokinn af reynslu aldanna og kemst af. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á móti straumnum Ámeðan beðið vareftir vali á nýjumpáfa orti Kristján frá Gilhaga: Meðan ennþá rýkur svart í Róm rísa af vetrardvala sumarblóm. Grænir ungar gala í Reykjavík, gefa nýjan tón í pólitík. Stefán Vilhjálmsson orti „fimmskeytlu“ þegar kjör- ið var kynnt, þar sem síð- asta hending er jafnan einn stafur: Á kardinálum var hvergi hik og hægt um vik. En mér finnst kenningin bann- sett bik hjá Benedik- t. Séra Hjálmari Jónssyni varð hugsað til páfagarðs: Andans fursti einn og hver atkvæðaseðla taldi. Rómarkirkjan Ratzinger rétt í þessu valdi. Hallmundur Kristinsson: Ekki veit ég hvort heimsfriðinn hefur heilagur Benedikt eflt. Hitt er þó víst að það gleði mér gefur að geta nú aftur teflt. Nýr páfi pebl@mbl.is Hornafjörður | Samningur um samstarf á milli Menningarmiðstöðvar Horna- fjarðar og Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu (FAS), hefur verið und- irritaður. Skólinn og sveitarfélagið ætla á næstu tveimur árum að efla menning- arstarf og afþreyingu ungs fólks á aldr- inum 16 til 25 ára í skólanum og sveitar- félaginu öllu. Leitað verður eftir samstarfi við alla sem koma að æskulýðs-, tómstunda- og menningarmálum í héraðinu. Menning- armiðstöð Hornafjarðar mun sinna þessu verkefni í samráði við ungt fólk á svæðinu og nemendur í FAS, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Lögð verður áhersla á að styðja við frum- kvæði og drifkraft unga fólksins með því að aðstoða það við skipulagningu og fjármögnun einstakra viðburða og verk- efna. Efla menn- ingarstarf ungs fólks Eyrarbakki | Einkahlutafélagið Búðar- stígur 4 var stofnað í janúarmánuði síð- astliðnum, gagngert til að stuðla að end- urbyggingu hússins Miklagarðs á Eyrarbakka. Upphaflega var húsið byggt sem verslunarhús en síðar fór þar fram ýmiss konar iðnaðarstarfsemi og fleira. Plastiðjan hf. var þar til húsa um ára- bil og framleiddi meðal annars einangr- unarplast og einnig einangrun hitaveitu- röra. Var þar um að ræða frumkvöðlastarf hér á landi. Síðast var húsið notað fyrir aðfangalager Alpan. Húsið til sýnis Í nokkur ár hefur það staðið autt og ofurselt hrörnuninni. Var það orðið líti á þorpsmyndinni. Nú fer fram alger end- urnýjun hússins og er endurbyggingin vel á veg komin. Á sumardaginn fyrsta verður opið hús, til að sýna framkvæmdirnar, en áætlað er að húsið verði tekið í notkun um miðjan maí. Rauða húsið verður þar með sína starfsemi. Mikligarður endur- byggður ♦♦♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.