Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 27

Morgunblaðið - 21.04.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 27 NEYTENDUR ✿ ❃ ❁ * Í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóðum við 20% afslátt af barnaskóm fimmtudag - sunnudag GLEÐILEGT SUMAR Kringlan 8-12 sími 568 6211 Verð áður 3.990 Nú 3.192 Str. 29-35 Verð áður 2.990 Nú 2.392 Str. 27-34 Verð áður 3.990 Nú 3.192 Str. 24-35 Verð áður 3.990 Nú 3.192 Str. 27-35 Innlendir jafnt sem erlendir fram- leiðendur neysluvara sækjast nú í vaxandi mæli eftir því að fá að blanda bætiefnum í vörur sínar við fram- leiðslu þeirra til að freista þess að laða að fleiri viðskiptavini. Bætiefnin, sem um ræðir, eru einkum vítamín og steinefni, en að mati sérfræðinga Lýðheilsustöðvar er íblöndun sama næringarefnis í of margar tegundir matvæla á markaði óæskileg þar sem hún eykur líkurnar á að neytendur fái of mikið af efninu, sem aftur getur haft öfug áhrif og skaðað heilsuna. Frá áramótum hafa Umhverf- isstofnun borist umsóknir um vítam- ínbætingar á 21 vörutegund, sem fela í sér íblöndun með allt frá einu og upp í tíu næring- arefni í sömu vör- unni og hafa nú þegar fjórtán um- sóknir verið af- greiddar. Allt ár- ið 2004 bárust stofnuninni þrjár umsóknir um íblöndun og var í öllum tilfellum sótt um íbætingu fyrir eitt nær- ingarefni. Árið 2003 bárust umsóknir fyrir átta vöruteg- undir fyrir allt frá einu og upp í fjögur nær- ingarefni í sömu vörunni. Meðal þessara vara eru mjólk- urdrykkir, sojamjólk, ávaxtasafar, íþróttadrykkir, Swiss Miss diet, Fittybrauð og brauðbollur. Holly- wood-kúrinn svonefndi fékk hins veg- ar ekki leyfi og var tekinn af markaði vegna þekktra eituráhrifa A-vítamíns í umframmagni. Spurningar vakna um hvort slíkar vítamínbætingar eru nauðsynlegar eða hollar Íslendingum og öðrum Vesturlandabúum, sem búa við gnægð matar á hverju götuhorni. Bæta heilsu og afstýra skorti Hingað til hefur það tíðkast að blanda bætiefnum í valin matvæli til að koma í veg fyrir skort og til að bæta heilsu. Nefna má dæmi um D- vítamínbætingu mjólkur t.d. í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Finnlandi og joðbætingu salts víða um heim þar sem joðskortur hefur verið land- lægur. Árið 1996 fóru Bandaríkja- menn að fólasínbæta mjöl til þess að auka fólasínneyslu ungra kvenna, en fólasín minnkar líkur á klofum hrygg í fóstri. Mjölið varð fyrir valinu þar sem neysla á því er útbreidd meðal ungra kvenna, að sögn Hólmfríðar Þor- geirsdóttur, verkefnisstjóra nær- ingar hjá Lýðheilsustöð. „Hér á landi er trúlega lengst hefð fyrir A- og D- vítamínbætingu smjörlíkis, en einnig hefur vítamín- og steinefnabætt morgunkorn verið á markaði um langan tíma. Dreitill og Fjörmjólk eru D-vítamínbættar mjólkurvörur, sem eru hér á markaði en vörum, sem blandað hefur verið í bætiefnum, hefur fjölgað á undanförnum árum. Til að íblöndun bætiefna gagnist fjöldanum, er mikilvægt að velja mat- vöru, sem hefur mikla útbreiðslu meðal markhópsins og að magnið sé hæfilegt þannig að ekki skapist hætta á ofneyslu. Eftir því sem bæti- efnum er blandað í fleiri matvæli á markaði, aukast líkurnar á að fólk fái of mikið af einstökum næring- arefnum sem skaðað getur heilsu fólks,“ segir Hólmfríður. Lýsið góður D-vítamíngjafi Flest vítamín og steinefni eru í nægu magni í fæði Íslendinga. Á því eru þó undantekningar, sem ná einkum til ungra stúlkna og kvenna, að sögn Hólmfríðar. „Efnin, sem helst eru í lægri kantinum, eru kalk, járn, fólas- ín, joð og síðast en ekki síst D- vítamín, sem er að finna í fáum al- gengum fæðutegundum, helst þó í lýsi, síld og öðrum feitum fiski. Þeir, sem ekki hafa vanið sig á að taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa, fá ekki nægjanlegt magn af D-vítamíni og járnneysla kvenna er líka undir ráð- lögðum dagskammti.Sömuleiðis er meðalneysla ungra stúlkna á kalki og joði undir ráðleggingum, en fisk- og mjólkurneysla þeirra hefur dregist verulega saman. Fólasínið er að sama skapi undir ráðleggingum, sér- staklega meðal kvenna, en aðal upp- spretta fólasíns hefur verið grænmeti og kornvörur," segir Hólmfríður. Evrópureglugerð á leiðinni Íslendingum verður skylt, þegar þar að kemur, að taka upp Evrópusam- bandsreglugerð um íblöndun mat væla sem aðilar að evrópska efna hagssvæðinu. Evrópusambandið lagði fyrir drög að reglugerðinni í nóvember 2003 þar sem fjallað er um sjálfviljuga íblöndun á vítamínum og steinefnum í matvæli. Drögin hafa þó enn ekki verið samþykkt af aðild- arríkjum ESB. Samkvæmt þessum drögum þarf að merkja matvæli sem bætt hefur verið í vítamínum og/eða steinefnum með næringargildismerkingu svo neytendur geti betur áttað sig á hversu mikið af næringarefnum er í tilteknum matvælum. Einnig verða sett efri mörk fyrir hversu miklu má bæta af vítamínum og steinefnum í matvæli. Þar eru einnig nefnd mat- væli sem ekki verður leyft að íblanda en það eru fersk matvæli eins og ávextir, grænmeti og kjöt. Drögin gera heldur ekki ráð fyrir að leyft verði að bæta vítamínum og stein- efnum í áfenga drykki. Óánægju- raddir eru uppi um að ekki séu fleiri matvæli nefnd sem ekki má íblanda s.s. kökur, kex, sælgæti og gos- drykki og er það örugglega að hluta til ástæðan fyrir því að dregist hefur að samþykkja áð- urnefnd drög, að sögn Jóhönnu E. Torfadóttur, sérfræðings á mat- vælasviði Um- hverf- isstofn- unar. „Eins og staðan er í dag þarf að sækja um leyfi fyrir íblönd- un hjá Um- hverfisstofnun ef vítamínum, steinefnum, amínósýrum eða fitusýrum hefur verið bætt í matvæli. Við mat á umsókn þarf að framkvæma svokallað áhættumat, sem er mat á þeirri áhættu, sem neyt- endum kann að stafa af neyslu vörunnar, sem um ræðir. Ákveðin bætiefni eru skaðlegri en önnur ef þeirra er neytt í of miklu magni og því er mikilvægt að úr því sé skorið hvort neyslan geti orsakað hættu meðal neytenda. Sem dæmi um bæti- efni sem talin eru til skaðvalda í um- frammagni er A-vítamín í því formi sem það kemur fyrir í dýraríkinu," segir Jóhanna. Hvert land fyrir sig hefur sínar eigin reglur um íblöndun meðan beð- ið er eftir samræmdum reglum Evr- ópusambandsins, en algengt er að hver vara, sem er íblönduð, fari í gegnum áhættumat þar sem neysla á viðkomandi bætiefni eða efnum er skoðuð með tilliti til neyslu þjóðar og annarra öryggisþátta. Jafnvægið getur raskast Jóhanna tekur undir það með Hólm- fríði að með tilkomu fleiri matvæla, sem innihalda viðbætt vítamín og steinefni, aukist hætta á að jafnvægi milli næringarefna raskist. Við lang- varandi neyslu á vítamín- og stein- efnabættum vörum aukist einnig hættan á að einstaklingar fái of mikið af þessum næringarefnum sem getur haft í för með sér ýmsar alvarlegar afleiðingar en fer þó eftir hvaða nær- ingarefni er um að ræða. „Óhætt er að segja að aukin hætta sé orðin til staðar fyrir almenning á að fá of mik- ið af vítamínum og steinefnum í ljósi þess að mjög margir eru farnir að taka reglulega inn vítamín- og stein- efnatöflur og/eða önnur fæðubót- arefni á sama tíma og íblönduðum matvælum á markaði fer fjölgandi.“  HEILSA|Umhverfisstofnun metur áhættu og veitir leyfi fyrir vítamínbætingu Morgunblaðið/Kristinn Dreitill og Fjörmjólk eru D-vítamínbættar mjólkurvörur. Heilsan í hættu með ofneyslu bætiefna Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ráðlagðir dagskammtar fyrir vít- amín og steinefni eru gefnir upp fyrir mismunandi aldurshópa og kyn á vefsíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is TENGLAR .............................................. www.lydheilsustod.is www.ust.is    6!  + !*! +(!  ,(!  9(!  :(!  ;(!  0(!  0(!  0(!  0(!  <  =! 10! % 1! 97% )1>,? :1% )1>, +) !1%1)1 @5!1 7 +%7. 5 A  =.1) ( B57C :1.   <%1! 5 Flest vítamín og steinefni eru í nægu magni í fæði Íslendinga með nokkrum undantekningum. Ungar stúlkur og konur fá t.d. ekki nægt D-vítamín sem m.a. fæst með því að taka lýsið reglulega.  Ef viðbætt bætiefni eru í matvælum, skulu þau skráð í innihaldslýsingu.  Stundum er gefið upp al- gengt heiti á vítamínum í inni- haldslýsingu og skýrir með- fylgjandi tafla hvaða vítamína er þá verið að vísa til.  Ef bætiefnin eru nátt- úrulega í matvælum, þá eru þau ekki skráð í innihaldslýs- ingu enda koma þau þá fyrir sem hluti af hráefnum matvör- unnar. Velji framleiðendur hins vegar að merkja þau vít- amín og steinefni, sem eru náttúrulega til staðar í við- komandi matvæli, þá kemur magn þeirra fram í næring- argildismerkingu en ekki í innihaldslýsingu. Innihalds- lýsingin er oft flókin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.