Morgunblaðið - 21.04.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 31
ÞAÐ ERU gömul sannindi og ný
að góðar samgöngur eru lykill
þjóðar að velgengni. Allar götur til
þess tíma að lýðveldi var stofnað á
Íslandi höfðu siglingar verið mik-
ilvægasta flutningaleiðin sem not-
uð var á Íslandi. Í rúm sextíu ár
hefur staðið yfir þrotlaust starf við
að byggja upp vegakerfið sem
meginflutningaleið og því verki er
fjarri því lokið. Má segja að hér
hafi verið farin sama leið og víða
annars staðar í Evrópu við að
tengja saman byggðir, flugvelli og
hafnarsvæði með öflugu vegakerfi.
Járnbrautir eru raun-
ar einnig mikilvægur
þáttur í samgöngu-
kerfi flestra landa ut-
an Íslands og í flest-
um löndum reknar
með miklum halla
sem greiddur er af
skatttekjum.
Hvergi hef ég
heyrt að uppbygging
vegakerfis þjóða sé
háð fjölda íbúa eftir
landsvæðum. Það
hefði trúlega orðið lít-
ið úr vega- og ganga-
gerð í Ölpunum ef
byggt hefði verið á þeirri við-
miðun. Í flestum löndum eru skatt-
tekjur nýttar til þess að byggja
upp vegakerfið og fjármagni er
dreift miðað við stefnu stjórnvalda
um uppbyggingu samgöngu-
kerfisins í þágu atvinnulífs og auð-
lindanýtingar og í þágu íbúa en
ekki í samræmi íbúafjölda hvers
svæðis.
Í umræðum um Samgönguáætl-
un hefur komið fram krafa þing-
manns og borgarfulltrúa að fjöldi
íbúa hvers landsvæðis ráði því
hvar skatttekjur ríkisins verði
nýttar til að leggja vegi, byggja
brýr og grafa jarðgöng. Frá sjón-
arhóli samgönguráðherra, sem ber
ábyrgð á uppbyggingu samgöngu-
kerfisins og flutninga um landið og
ber jafnframt ábyrgð á umferð-
aröryggismálum, er þetta illskilj-
anleg krafa.
Þörfin fyrir góða vegi er marg-
breytileg og rökin fyrir uppbygg-
ingu vegakerfisins einföld og fljótt
upp talin. Í fyrsta lagi tengd auð-
lindanýtingu sem er í þágu allrar
þjóðarinnar. Auðlindirnar eru
einkum nýting fiskimiða, nýting
orkulinda og ferðaþjónusta sem
selur náttúru Íslands sem aðdrátt-
arafl. Í öðru lagi
vegna tengingar
byggða í landinu og í
þriðja lagi til þess að
auka öryggi á vega-
kerfinu, m.a. vegna
bæði innlendra og er-
lendra ferðamanna
sem fer stöðugt fjölg-
andi og leggja leið
sína að helstu nátt-
úruperlum landsins.
Til þess að horfa
megi til heildarhags-
muna er óhjá-
kvæmilegt að líta á
verkefnið frá því sjón-
arhorni að fjármunir nýtist þar
sem þörfin er mest og ávinningur
mestur. Í því sambandi er rétt að
nefna að það er mat sérfræðinga
að fáar höfuðborgir búi við betri
samgöngur en Reykjavík. Engu að
síður er það að eðlileg krafa að
Sundabraut verði lögð sem ein
þriggja megintenginga við höf-
uðborgarsvæðið. Krafa um aukna
fjármuni til höfuðborgarinnar um-
fram aðra landshluta kallar á skýr-
ingar. Þingmenn og borg-
arfulltrúar hafa af mikilli
ósanngirni haldið því fram að sam-
gönguráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins hafi unnið gegn hagsmunum
höfuðborgarinnar með takmörk-
uðum fjárveitingum. Til þess að
gefa lesendum mynd af hver þróun
fjárveitinga til höfuðborgarsvæð-
isins hefur verið er rétt að líta á
meðfylgjandi súlurit. Minnt er á að
vinstri stjórn Steingríms Her-
mannssonar ákvað fjárveitingar
1991 í tíð Steingríms J. Sigfússon-
ar þá samgönguráðherra:
Til þess að gefa lesendum mynd
af þessu stóra viðfangsefni sem er
uppbygging vegakerfisins er hér
birt tafla (sjá töflu) sem sýnir
lengd vega eftir landsbyggð-
arkjördæmum og hlutfall vega með
bundnu slitlagi.
Í Reykjavíkurkjördæmunum eru
stofn- og tengivegir 83 km. Á því
vegakerfi er þörfin einkum að
auka afkastagetu með fjölgun ak-
greina og mislægra gatnamóta.
Af framansögðu má sjá að í ráð-
herratíð minni hafa fjárveitingar
til höfuðborgarsvæðisins vaxið
verulega. Í annan stað blasir það
við að stærstu verkefnin eru úti á
landi þó mikilvæg verkefni séu
einnig á höfuðborgarsvæðinu. Bætt
vegakerfi eykur hagkvæmni allra
atvinnugreina sem nýta það og um
leið batna búsetuskilyrði um landið
allt. Endurbætur á vegakerfinu
auka umferðaröryggi. Þegar á
heildina er litið liggja þjóðarhags-
munir í því að byggja upp vega-
kerfið um land allt en ekki bara á
höfuðborgarsvæðinu og um það
þarf að ríkja sátt. Ég vil sem sam-
gönguráðherra leggja mitt af
mörkum við að byggja upp sam-
göngukerfi í þágu allrar þjóð-
arinnar. Það er vissulega krefjandi
en um leið áhugavert og gefandi
verkefni.
Nokkrar staðreyndir um
fjárframlög til vegamála á
höfuðborgarsvæðinu
Eftir Sturlu
Böðvarsson
’Þegar á heildina er lit-ið liggja þjóðarhags-
munir í því að byggja
upp vegakerfið um land
allt en ekki bara á höf-
uðborgarsvæðinu og um
það þarf að ríkja sátt.‘
Sturla
Böðvarsson
Höfundur er samgönguráðherra.
' '%"3
<7 (!'%"#
<7 '!'%"#
!
:"3
+
%
.%
%
.%
'!)
+
%
.%
%
.%
'!)
+
%
.%
%
.%
'!)
+
%
.%
%
.%
'!)
! +
%
.%
%
.%
'!)
brýnt að
g eflingu
s í HÍ
broddur
þess að
knarhá-
likvarða
framlag.
amótum.
kki geta
yggingu
á okkur
nu fjár-
,“ segir
verðandi
onir um
ta bága
a.m. að
ækka en
ríkisins
ambæri-
ndunum.
a sókn í
sjálfsaflafé. Við höfum staðið okkur
ágætlega í að afla fjár bæði í gegn-
um innlenda og erlenda samkeppn-
issjóði. Við þurfum að gera enn bet-
ur þar,“ segir Kristín og bætir því
við að HÍ verði jafnframt að auka
samstarf við atvinnulífið. Síðast en
ekki síst segir hún að skoða verði
innri rekstur háskólans gaumgæfi-
lega og athuga hvort hægt sé að
auka hagræðingu. Aðspurð kveðst
hún vera mótfallin þeirri hugmynd
að tekin verði upp skólagjöld í HÍ.
Breytt háskólaumhverfi
HÍ hefur náð ágætum árangri á
mörgum sviðum að mati Ríkisend-
urskoðunar, t.d. þegar horft er til
fjölda útskrifaðra nemenda í
grunn- og meistaranámi. Þá sýni al-
þjóðlegur samanburður að aka-
demískir starfsmenn skólans, og þá
einkum í raun- og heilbrigðisvísind-
um, séu iðnir við að birta greinar í
ritrýndum, erlendum tímaritum.
Einnig hefur doktorsnemum fjölg-
að verulega eða úr 36 árið 2000 í
107 árið 2004.
Ljóst er að háskólaumhverfið á
Íslandi hefur breyst og er HÍ far-
inn að keppa við aðra innlenda há-
skóla um fjármagn, nemendur og
kennara, segir í skýrslunni. Þá
segir að ört stækkandi nemenda-
hópur valdi vissum áhyggjum
enda þrengi hann verulega að fjár-
hagsstöðu skólans á sama tíma og
metnaðarfullar hugmyndir um
framhaldsnám og rannsóknir kalli
á aukið fé og fleira starfsfólk.
Nauðsynlegt virðist að huga að því
hvernig skólinn eigi að bregðast
við þessum nýju aðstæðum að
mati Ríkisendurskoðunar.
Stofnunin telur mikilvægt, þegar
hugað sé að gæðamálum HÍ, hag-
kvæmni og skilvirkni rekstrarins
og möguleikum skólans til að ná
heildarmarkmiðum sínum, að hug-
að sé vel að stjórnunarháttum.
Stjórnsýsla skólans hafi breyst
mikið á síðustu árum, vaxið, eflst og
tekist á við ný verkefni. Á sama
tíma hafi umfang rekstrar orðið
meira og viðfangsefni flóknari.
Ríkisendurskoðun leggur til að
menntamálaráðuneytið móti í sam-
vinnu við HÍ skýra stefnu um fram-
tíðarþróun Háskólans, áhersluat-
riði í starfi hans, rekstrarform,
ráðningu rektors, skipan háskóla-
ráðs, opinbera fjármögnun, vægi
samkeppnissjóða, bein framlög til
rannsókna, skólagjöld, ábyrgð í
launamálum, verkaskiptingu há-
skóla, fámennar námsbrautir og
gæðaeftirlit.
á Háskóla Íslands kynnt í gær
egðast við
hagsstöðu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Páll
Skúlason
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
egist hann
na, bæði í
og Íbúða-
vegar ekki
kkurn hátt
a um mál-
hafa verið
isjóði Bol-
aman. Það
æfan til að
isjóða eða
nu.
éu hugsan-
kjum gerir
fari til að
g atvinnu-
ar.
Á 100 króna hlutabréf í
Landsbankanum
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstri grænna, átti
frumkvæði að umræðunum á Al-
þingi í gær, með fyrirspurn sinni til
forsætisráðherra. Hann segir það
vera sjálfsagt mál að upplýsingar
um eignir og hagsmunatengsl
þingmanna liggi fyrir. Vinstri
grænir hafi til þessa haft allt sitt
bókhald opið og hverjum sem er sé
frjálst að afla þessara upplýsinga
frá þingflokknum, komi fram ósk
um það. Fagnar hann því ef fram-
sóknarmenn ætli að gera slíkt hið
sama.
Spurður um sína hlutabréfaeign
segist Ögmundur aðeins eiga
hlutabréf í Landsbankanum að
nafnvirði 100 krónur, sem var gjöf
frá Pétri H. Blöndal þingmanni á
sínum tíma. Ef Ögmundur seldi
þennan hlut í dag væri söluand-
virðið 1.500 krónur.
„Stóra málið er að opna á fjár-
reiður flokkanna. Þar er talað um
að setja málið í nefnd. Hvers vegna
hafa menn ekki frekar frumkvæði
að því að opna sitt bókhald? Við
höfum gert það hjá VG, þar sem
greint er frá öllum greiðslum yfir
300 þúsund krónur,“ segir Ög-
mundur.
Magnús Þór Hafsteinsson, for-
maður þingflokks frjálslyndra,
segir þessi mál ekki hafa verið
rædd í þingflokknum. Hann eigi þó
ekki von á að öðru en að þingflokk-
urinn vilji opna sitt bókhald. „Við
höfum alltaf verið fylgjandi því að
flokkarnir opni sitt bókhald og ég
veit ekki til þess að nokkur hafi
neitt að fela hjá okkur,“ segir
Magnús Þór. Tekur hann undir
þau orð Péturs H. Blöndal á Al-
þingi í gær að upplýsingar um
skuldir þingmanna liggi fyrir alveg
eins og um eignir þeirra. Skuldir
eins og eignir geti sagt sitt um
hverjum þingmenn séu háðir.
Sjálfur segist Magnús Þór ekki
eiga hlutabréf í neinum fyrirtækj-
um.
Eðlilegra að setja
reglur sem gilda yfir alla
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður þingflokks Samfylkingar-
innar, bendir á að flokkurinn sé
með þingsályktunartillögu í gangi
um siðareglur og skyldur þing-
manna til að upplýsa um eigna-
tengsl, gjafir o.s.frv., til samræmis
við reglur á danska þinginu. Til-
lagan hafi til þessa ekki hlotið
hljómgrunn en Margrét segir þing-
flokkinn hafa það til skoðunar að
setja sér sérstakar reglur, líkt og
framsóknarmenn áformi að gera.
Eðlilegra sé þó að setja reglur sem
gildi fyrir alla flokka og þingflokka
þeirra. Afstaða framsóknarmanna
nú sé fagnaðarefni, enda sé um
baráttumál Samfylkingarinnar að
ræða. Hún segist ekki vera því
fylgjandi að reglur um upplýsinga-
skyldu um eignir þingmanna eigi
einnig að gilda um maka þeirra.
Spurð um eigin hlutafjáreign
segist Margrét hvergi eiga slík
bréf.
du
Margrét
Frímannsdóttir
Ögmundur
Jónasson
Einar K.
Guðfinnsson
Magnús Þór
Hafsteinsson